Morgunblaðið - 29.05.1996, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 39
AÐSENDAR GREINAR
Enn við sama
heygarðshornið
VONUM seinna
hefur frumvarp til
laga um vörugjöld ver-
ið lagt fram á Alþingi.
Þessa hefur verið beð-
ið lengi af öllum þeim
sem bundið höfðu von-
ir við aukið viðskipta-
frelsi og greiðari
markaðsaðgang í kjöl-
far EES-samningsins.
Þetta gerðist þó ekki
átakalaust og niður-
staðan veldur von-
brigðum. Félag ís-
lenskra stórkaup-
manna sá sig knúið til
að kæra álagningu
vörugjalda til ESA,
Eftirlitsstofnunar ESA, í ársbyijun
1994. Sú kæra leiddi til þess að
ESA sendi málið til EFTA-dóm-
stólsins síðastliðinn vetur. Þrátt
fyrir mikla vinnu bæði stjórnvalda
og hagsmunaaðila hefur enn ekki
tekist að finna ásættanlega lausn.
Það frumvarp sem nú er lagt fram
nýtur ekki stuðnings verslunarinn-
ar í landinu.
Mismunun á
kostnað verslunar
Félag íslenskra stórkaupmanna
hefur barist fyrir afnámi vöru-
gjalda allt frá árinu 1975, þegar
þau voru fyrst lögð á tímabundið.
Og félagið varaði eindregið við
fyrirhugaðri álagningu þeirra við
gildistöku EES-samningsins. Þá
var meiningin að bæta ríkissjóði
tekjutap af niðurfellingu tolla við
aðild íslands að EES. Sé litið á
innheimtuna fyrir og eftir gildi-
stöku EES 1994, verður þó að
ætla að tilgangurinn hafi ekki síð-
ur verið að styrkja samkeppnis-
stöðu innlendra framleiðenda. Frá
gildistökunni hafa vörugjöld á inn-
lendum framleiðsluvörum lækkað
um 14% en hækkað um 62% af
vörum erlendra framleiðenda.
Og enn er verið við sama hey-
garðshornið. í athugasemdum við
frumvarpið segir um tilgang þess
að hann sé að styrkja samkeppnis-
stöðu innlendra framleiðenda. Jafn-
framt virðist tilgangurinn vera sá
að veija verslunarhagsmuni ís-
' lenska ríkisins sem rekur eina um-
svifamestu verslun á íslandi í flug-
stöð Leifs Eiríkssonar. Þannig
hækka t.d. vörugjöld á snyrtivörur
samkvæmt frumvarpinu, en um
35% allra snyrtivara í landinu eru
seldar í Leifsstöð. Undanþegið er
þó sjampó, enda framleitt innan-
lands.
Stefán S.
Guðjónsson
Tollverð er ekki
verksmiðjuverð
Samkvæmt frum-
varpinu er gert ráð fyr-
ir að tekjur vegna
gjaldtöku af innflutt-
um iðnaðarvörum
lækki um 4%. Hins
vegar er áætlað að
sömu gjöld lækki um
30% af innlendum
framleiðsluvörum. Og
mismununin er á fleiri
stigum. Gjaldstofninn
er sitt hvor, eftir því
hvort um innflutta vöru
eða innlenda frap-
leiðslu er að ræða. Ár-
angurslaust hefur verið leitað að
sambærilegum gjaldstofni. Útkom-
ari er tollverð innfluttra vara og
verksmiðjuverð þeirra innlendu.
Allir þeir sem þekkja til innflutn-
ings og vörudreifingar vita að toll-
verð getur aldrei orðið sambærilegt
við innlent innkaupsverð, því vörur
eru keyptar á mismunandi sölustigi
erlendis. Þessi ójöfnuður hefur
margvíslegar afleiðingar og allar
innflutningnum í óhag. Verslunin
getur aldrei innskattað vörugjalds-
Einfaldast væri, segir
Stefán S. Guðjónsson,
að slá tvær flugur í
einu höggi, jafna trygg-
ingargjaldið og fella
jöfnunargjöldin niður.
skyld aðföng líkt og innlendur fram-
leiðandi sem aðeins greiðir mismun
innskatts og útskatts vörugjald-
anna. Hið sama má segja um svig-
rúm innflytjenda til að lækka hjá
sér verð tímabundið.
Eru og verða
dulbúnir tollar
Önnur gróf mismunun felst í
greiðslufresti. Samkvæmt frum-
varpinu gjaldfalla vörugjöld við sölu
hjá innlendum framleiðendum en
við innflutning til landsins hjá.er-
lendum framleiðendum og dreif-
ingaraðilum þeirra hér. Munurinn
er um tveir mánuðir, sem er meðal-
birgðahaldstími innfluttra vara frá
því að þær eru leystar úr tolli og
þar til þær eru seldar. Ekki þarf
flóknar reikningsaðferðir til að sjá
að birgðahald leggst mun þyngra á
innflytjandann.
Vörugjöld eru, og verða áfram
samkvæmt frumvarpinu, ekkert
annað en dulbúnir tollar. Þær vörur
sem einkum bera vörugjöld eru raf-
tæki, hljómflutningstæki og heimil-
istæki. Allt eru þetta vörur sem eru
ekki og verða ekki framleiddar hér
á landi. Margir hafa viðurkennt
þetta í orði, en útkoman er önnur
á borði. Vörugjöld eru neyslustýr-
andi og þau rugla verðskyn neyt-
enda þar sem þau leggjast handa-
hófskennt í sex mismunandi flokk-
um á hinar ýmsu vörutegundir.
Verðmyndunin verður þannig úr
takti við kostnaðargrunn og önnur
lögmál um verðmyndun vöru á
fijálsum markaði. Vörugjöld eru í
eðli sínu veltuskattur og slíkan
skatt á aldrei að innheimta nema á
síðasta sölustigi. Þannig getur al-
menningur séð hver hlutur ríkisins
er í vöruverðinu og hvernig verð-
myndun er háttað.
Forðumst frekari útistöður
Það verður aldrei sátt um vöru -
gjöldin, ekki frekar en náðst hefur
sátt um leiðir til að bæta ríkissjóði
tekjutap vegna afnáms þeirra. Upp-
haflega lagði t.d. starfshópur fjár-
málaráðuneytisins til að endur-
greiðslum virðisaukaskatts af vinnu
við byggingu íbúðarhúsnæðis yrði
hætt. Þær hugmyndir hafa þynnst
út í meðförum. Þessa leið studdi
fulltrúi Félags íslenskra stórkaup-
manna hins vegar eindregið, en
skilaði séráliti þegar nefndin skilaði
tillögum sínum. FÍS hefur einnig
bent á tryggingargjaldið og þá stað-
reynd að ESA telur þá mismunun
milli atvinnugreina sem fram kemur
í álagningu þess stangast á við
EES-samninginn. Einfaldast væri
að slá tvær flugur í einu höggi,
jafna tryggingargjaldið og fella um
leið niður vörugjöldin. Þannig mætti
forða öllum frá enn meiri vandræða-
gangi og útistöðum við samnings-
aðila okkar í Evrópu.
Höfundur er framkvæmdasíjóri
Félags íslenskra stórkaupmanna.
Nornaveiðar yfirvalda eða glæfra
bragð (stunt) áhugaflugmanna?
SEM fýrverandi
flugstjóri, hálfbakað-
ur flugvélaverkfræð-
ingur og með fýrstu
farþegaflugmönnum
þessa lands tel ég mig
knúinn til að leggja
orð í belg útaf skrif-
um Sigurðar Bene-
diktssonar í Morgun-
blaðinu 23. maí 1996,
um réttmæti snerti-
lendinga á vatni í æf-
ingaskyni fyrir hugs-
anlega nauðlendingu,
á litlum einshreyfils
flugvélum. Ég er afar
hissa á þessum mál-
flutningi og skil ekki
rökin. Svart er ekki hvítt. Álftin
sem er að lenda, á myndinni, er
í ofrisi, sem sést greinilega á
vængendaíjöðrum, eða á minnsta
hraða sem hún getur náð á því
augnabliki sem hún snertir vatns-
flötinn. Hún notar ekki fætur sem
fleytigræjur heldur sem bremsur.
Það er auðvelt að halda að t.d.
endur „fleyti kerlingar" við lend-
ingu á vatni og í logni. Málið er
einungis það að ofrishraðinn er
hár, þ.e. vænghleðsla er mikil, eða
mikill líkamsþungi
fyrir lítinn vængflöt.
Það hefur alltaf ver-
ið kennt og er kórrétt,
í neyð, að endanleg
snerting við blessaða
móður jörð sé með sem
minnsta mögulega
hraða, hvort sem um
er að ræða eins hreyf-
ils einkaflugvél eða
farþegaflugvél. Þessar
„æfingar" hjá um-
ræddum einkaflug-
mönnum, að snerta
vatnsflöt á miklum
hraða sem undanfari
þess að stöðvast í vatn-
inu er, að mér sýnist,
ekkert annað en glæfrabragð
(stunt). Hreyfilbilun á einshreyfils
flugvél er i flestum tilfellum orsaka-
valdur nauðlendingar. Hvaða til-
gangi það þjónar, eftir hreyfilbilun,
að dýfa vélinni á talsverðum hraða
til að fleyta kerlingar á vatnsfletin-
um, á undan ofrisi, með þeim hætti
sem sýnt er á meðfýlgjandi mynd,
er mér fyrirmunað að skilja. Endir-
inn verður að vera ofris, eða því
sem næst, þegar þyngd vélarinnar
yfirvinnur lyftikraft vængjanna til
Albert
Tómasson
Agaleysi er, segir
Albert Tómasson,
eitt mesta böl flugsins.
að minnka högg sem mest, þegar
vélin stingst fram mjög snöggt og
stoppar, eftir fýrstu og einu snert-
ingu við vatnsflötinn. Þama eru
engar töfralausnir til. Móðir jörð
tekur þig í faðm sinn allyfirþyrmi-
lega ef enginn harður og sléttur
flötur er framundan. Hvort sem þú
biðst fyrir eða flýgur hratt áður en
endasnerting fer fram hjálpar það
ekkert. Hæfni umræddra „fleyti-
kerlinga" einkaflugmanna til að
framkvæma þetta glæfrabragð
dreg ég ekki í efa. Agaleysi er eitt
mesta böl flugsins og hef ég sjálfur
drukkið af þeim beiska drykk. Góð-
ir kunningjar mínir hafa týnt eigin
lífi og stundum einnig annarra með
því að vanvirða þetta fyrsta og
mikilvægasta boðorð flugsins. Eins
dásamlegt og fiugið er getur það
einnig verið dauðans alvara, ef agi
og skýr hugsun er vanrækt. Þegar
sjónvarp allra landsmanna er búið
að mynda snertilendingaratvikið í
bak og fyrir, útskýra það sem hugs-
anlega þjálfun fyrir nauðlendingar
á vatni og senda út í fréttum, er
hætt við að líkt fari fyrir byijendum
í flugi eins og áhrif sjónvarpsofbeld-
is hefur á unglinga - til hins verra.
Ef Loftferðaeftirlitið og Flug-
málastjórn tækju ekki á þessu
máli af fullri hörku, sem í raun er
verndun til almannaheilla, má búast
við auknum slysum og agaleysi.
Hvað segðu þá tryggingarfélögin,
almenna tryggingarkerfið, vinir og
vandamenn? Alþjóðaflugreglur og
lög eru fyrir alla. Hæfir en sérvitr-
ir einstaklingar eru ekki undan-
skildir.
Ef menn þurftu endilega að gera
eitthvað misviturt í „den“ var það
leyst með því að fara ofan skýja,
þar sem enginn sá til nema kannski
guð manns. Að vísu eru þar engir
pollar en nægjanlegt loftrými fyrir
mistök.
Og áður fyrr höfðu margir áð
einkunnarorðum: Það eru til
gamlir flugmenn og djarfir flug-
menn, en fáir gamlir, djarfir flug-
Höfundur erfyrrv. flugstjóri.
Ellefu byssur
Meðal annarra orða
„Þetta var haglega gerður grípur og mjög líkur alvöru-
byssu. Njörður P. Njarðvík segir: Stutt getur veríð
úr sakleysislegum leik í dauðans alvöru.“
í LIÐINNI viku þurfti ég að bregða mér
í banka til að greiða reikninga. Fyrir aftan
mig í röðinni fyrir framan gjaldkerastúkuna
var ungleg kona ásamt syni sinum á að giska
fimm ára. Hann var vopnaður stórri skamm-
byssu, svo stórri að höndin litla gat ekki
meira en svo valdið henni. Þetta var haglega
gerður gripur og mjög líkur alvörubyssu. Og
þar sem hún var drengnum stór og þung,
þá brá hann á það ráð að halda henni tveim
höndum eins og æfður byssumaður í sjón-
varpi, miðaði á fólk í bankanum og hleypti af
í gríð og erg. Það heyrðist ofurlítll smellur
í hvert sinn. Ég get ekki lesið hugsanir og
veit því ekki, hvort það olli piltinum vonbrigð-
um að enginn skyldi falla blóðugur í gólfið.
Ég veit ekki heldur hvort móðirin fann ör-
yggi í þessum vopnaða lífverði sínum. Ég
leyfi mér þó að efast. um það. Karlmennskan
var ekki meiri en svo, að þegar hann mis-
steig sig á vappi sínu og féll á hnén, þá fór
hann að háskæla og móðirin huggaði hann
ástúðlega. En byssunni sleppti hann ekki
þrátt fyrir sársaukann og orgið.
Úr leik í alvöru
Mér er vel Ijóst að hér var einungis lítill
drengur með „leikfang" - ef byssa telst leik-
fang. En ég er dálítið fyrir táknfræði og hún
kennir mönnum að sjá veruleika og merkingu
á bak við tákn. Og banki er ekki beinlínis
hentugur vettvangur fyrir svona byssusport.
Eru menn búnir að gleyma nýlegu banka-
ráni, sem enn er óupplýst? Ég hef líka orðið
fyrir því tvisvar sinnum á ævinni að þurfa
að ganga á undan hermanni með handvél-
byssu. Alvörubyssu. í fyrra sinnið í Algeirs-
borg þegar ég neitaði að afhenda embættis-
manni vegabréf mitt til daglangrar geymslu
og hið síðara á flugvellinum í Budapest, þar
sem ég var handtekinn fyrir að hafa ekki
gert grein fyrir dvalarstað í vegabréfsáritun.
Mér þótti þetta óþægileg reynsla og síðan
er mér ekki um það gefið að miðað sé á mig
byssu. Ekki heldur þykjustubyssu.
Litli drengurinn skotglaði hefði þó sennilega
hoi’fíð úr huga mér, ef ekki hefði annað kom-
ið til. Daginn eftir datt nefnilega inn um bréfa-
lúguna átta blaðsíðna litprentaður bæklingur
frá leikfangaverslun. Og þar gat að líta ellefu
mismunandi tegundir af byssum. Sumar að
vísu einungis vatnsbyssur og ekki líkar vopn-
um. En aðrar áttu að líkjast byssum — og
duga eflaust vel fýrir ímyndunaraflið.
En jafnvel það hefði ekki orðið efni í
þennan pistil, ef ekki hefði enn fleira komið
til. Nýlega var skýrt frá því í fréttum, að
unglingur hefði slasast alvarlega þegar hann
var að fikta við byssu með félögum sínum.
Þar á heimilinu var sem sé hlaðin byssa.
Og væntanlega er þeim drengjum nú ljóst
að byssur eru ekki leikföng — og að stutt
getur verið úr sakleysislegum leik í dauðans
alvöru.
Það er að vísu ekki mikil ástæða til að
áfellast litla drenginn í bankanum fyrir til-
tæki hans. Hann er svo ungur að hann telst
óviti í svona máli — ennþá. En foreldrar sem
gefa börnum sínum skotvopn til leikja, þeir
eiga ekki að vera óvitar. Ég get ekki lesið
hugsanir, en ég hefði gjarnan viljað geta
lesið í hug móðurinnar, sem fór með dreng-
inn í bankann svona vopnaðan. Hvað var hún
að hugsa?
Svo var að sjá sem henni þætti það bara
sjálfsagt og eðlilegt að drengurinn miðaði
byssu sinni á fólk og þættist vera að drepa
það. Hugsum við ef til vill svona almennt:
Að það sé eðlilegt. að börn séu að ímynda
sér að þau séu að drepa fólk? Er dráp leik-
ur? Er þetta okkar menningarviðhorf? Er
eðlilegt og sjálfsagt að drepa? Við heyrum
núorðið vikulega fregnir af því að fólk sé
barið, því misþyrmt og það rænt — ekki í
fjarlægum stöðum (það er ekki fréttnæmt)
heldur hér, kannski bara í götunni okkar.
Nýlega var greint frá skelfilegum fjöldamorð-
um á Tasmaníu og ekki löngu áður var fjöldi
skólabama myrtur í Skotlandi. Menn yppta
kannski bara öxlum og segja sem svo, að
þarna hafi verið að verki geðveikir menn.
Má vera. En hvað á að segja um foreldra
sem gefa börnum sínum skotvopn?
Höfundur er prófessor í íslenskum
bókmenntum við Háskóla íslands.