Morgunblaðið - 29.05.1996, Page 40
40 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
Flutningfur grunnskólans,
gullið tækifæri eða klúður?
ÉG BÝ í ósköp
venjulegu litlu sveit-
arfélagi úti á landi.
Ibúaijöldinn rétt inn-
an við eittþúsund,
bæði sveit og þéttbýli.
Sumir segja að svona
| stærðir geti hvorki lif-
j að eða dáið, geti varla
1 veitt íbúum sínum þá
þjónustu sem krafa
er gerð um í dag, aðr-
ir segja að það sé al-
ger unaður að búa á
slíkum stöðum þar
eigi fólk sér tilveru-
rétt, allir íbúar skipti
máli. Og að einu leyti
skipta allir máli, þeir
sem búa í dreifbýli vilja ekki að
íbúunum fækki. Sumir geta ekki
hugsað sér annað en búa í tengsl-
um við landið og náttúruna.
Tímamót?
Til þess að gott samfélag geti
þrifist þurfa margir hlutir að vera
í góðu lagi. Það sem skiptir e.t.v.
S'ivað mestu máli er að í samfélag-
inu séu reknar góðar uppeldis-
stofnanir, góðir skólar og dag-
heimili, þar sem börnin fá menntun
og uppeldi sem stenst allan saman-
burð. Nú stöndum við íslendingar
á ákveðnum tímamótum við flutn-
ing grunnskólans til sveitarfélag-
anna. Þetta er eitthvað sem mun
gerast hvort sem okkur líkar betur
eða verr og því er um að gera að
fara að hugsa svolítið jákvætt um
þetta og spyija spuminga sem
enginn annar ber ábyrgð á að
svara. Hvað ætlum við að gera,
| hvernig ætlum við að nýta þetta
tækifæri? Er þetta gullið tækifæri
eða verður þetta dæmigert íslenskt
klúður? Hvort viljum við? Nú er
ábyrgðin í okkar höndum, ætlum
við að láta þetta verða til góðs
fyrir menntun í landinu eða láta
allt fara til verri vegar?
Samvinna
uppeldisstofnana
í mínu sveitarfélagi eru reknar
nokkrar uppeldisstofnanir. Þar er
leikskóli, grunnskóli, skóladag-
heimili, tónlistarskóli og félga-
smiðstöð. Vel er búið að þessum
stofnunum bæði hvað varðar bún-
að og húsnæði og þar vinnur
margt gott og hæft starfsfólk. En
þær eru allar reknar án teljandi
samvinnu og án markvissrar sam-
eiginlegrar stefnumótunar, og
ætla ég að hið sama sé uppi á
tengingnum víðast annars staðar.
Nú er hins vegar komið tækifæri
til þess að hugsa málið upp á nýtt.
Nú eigum við að setj-
ast niður og marka
okkur sameiginlega
stefnu, eina stefnu í
uppeldis og mennta-
málum fyrir sveitar-
félagið. Hvemig upp-
eldi ætlum við að veita
börnum okkar t.d.
varðandi umgengni,
vinnubrögð, náttúru-
vernd, aga, listir,
menningu, forvarnir,
útivistartíma og svo
framvegis. Hvernig
viljum við að bömin
okkar komi fram þeg-
ar annað er komið?
Hvaða kröfur ætlum
við að gera til barnanna okkar,
eigum við að láta eins og okkur
sé sama og láta það vera undir
hveijum og einum starfsmanni
komið hvernig til tekst? Eigum við
Það er alvörubyggða-
stefna, segir Steinunn
Osk Kolbeinsdóttir, að
reka góða skóla.
að hafa það þannig að ein regla
gildi hér og önnur þar, og sums-
staðar sé alls ekki farið eftir nein-
um reglum. Emm við óafvitandi
að rífa niður á einum stað það sem
aðrir hafa verið að byggja upp?
Það em margir á einu máli um
að frágangi og skrift gmnnskóla-
nema hafi hrakað stórlega og sé
jafnvel ábótavant. Ég tek þetta
sem dæmi um verkefni sem hægt
er að byija á strax í leikskóla, það
sé sú mörkuð stefna að gera eigi
mikilar kröfur um skrift og frá-
gang og kenna eigi börnum að
bera virðingu fyrir pappír. Kennar-
ar em fyrirmyndir hvað varðar
vinnubrögð og umgengni. Hvernig
er hægt að gera kröfur til nem-
enda um góðan og vandaðan frá-
gang ef kennarar vanda ekki það
sem þeir senda frá sér. Hvernig
er hægt að ætlast til að nemendur
gangi vel um ef kennarinn hefur
allt í drasli hjá sér. Kennarar verða
að sætta sig við það að þeir eru
til fyrirmyndar hvað þetta varðar,
þó þeir þurfi ekki að burðast með
geislabauginn í öllu tilliti.
Hvað varðar aukna samvinnu
milli menntastofnana mætti nefna
að í mínu sveitarfélagi mætti vel
hugsa sér að einn starfsmaður
yrði ráðinn við allar stofnanirnar,
svona einskonar ritari, hann gæti
unnið sitt hvorn daginn hjá stofn-
ununum, séð um útgáfu á sameig-
inlegu fréttabréfi, setið fundi og
gætt að samræmingu í dagskrár-
gerð og vinnuáætlunum og skipu-
lagt sameiginlega viðburði.
Ég tel að samvinna og markviss
uppeldisstefna sé vænleg til
árangurs og það að börnin viti að
hveiju þau ganga skapi þeim auk-
ið öryggi og sjálfstraust og það
muni skila þeim betri árangri í líf-
inu. Það erum við sem berum
ábyrgðina ekki einhver óskil-
greindur „annar úti í bæ“.
Umbun fyrir
vel unnin störf
Sveitarfélögin eiga að marka
sér stefnu hvað varðar starfs-
mannahald, það á að verða eftir-
sótt að kenna hjá okkur, við miss-
um ekki góða kennara fyrir fimm-
kall. Við eigum að leggja metnað
okkar í að hafa velmenntað og
gott starfsfólk og veita því umbun
líkt og gert er annarsstaðar í at-
vinnulífínu. „Mitt fyrirtæki gengur
vel af því að ég hef svo gott starfs-
fólk.“ Hvaða atvinnurekandi
myndi sætta sig við að þurfa að
ráða hvern sem er í vinnu og verða
síðan að greiða öllum sömu laun
hvort svo sem starfsmaðurinn er
ómissandi eða ómögulegur. Slíkt
fyrirkomulag gengi hvergi á hin-
um fijálsa markaði. Góður kenn-
ari sem rækir starf sitt vel og
skilar góðum árangri á skilið að
geta lifað af launum sínum.
Hér vil ég búa
Ég geri þá kröfu sem foreldri
og landsbyggðarmanneskja að að-
eins sé boðið upp á það besta. Það
kostar alveg jafn mikið að_ reka
góða skóla og vonda skóla. Ég vil
að í mínu samfélagi verði reknar
uppeldisstofnanir sem allir eru
stoltir af og ég vil heyra aðra
segja, „Hér vil ég búa, hér er rek-
inn skóli sem ég vil að barnið
mitt gangi í.“ Það er alvöru
byggðastefna að reka góðan skóla.
Mesta auðlindin er manngildið.
Það þarf að byija á að virkja það.
Þegar grunnskólinn verður fluttur
þurfum við sem vinnum við upp-
eldismál, sveitarstjórnarmenn og
foreldrar að sameinast um að
beina hugsunum okkar í jákvæðan
farveg. Það kostar enga peninga
og þannig mun fara af stað starf
sem auðga mun mannlíf og menn-
ingu og verður öllum til hagsbóta,
ef það er það sem við viljum.
Höfundur er kennari og
bókavörður.
Steinunn Ósk
Kolbeinsdóttir.
Iupphaf i
sumars - dvöl í
sumarhúsum
ERU sumarhúsa-
gestir meðvitaðir um
hættur/slysagildrur í
umhverfi sínu? Sum-
arhús og umhverfí
þeirra eru unaðsreitir
sem veita eigendum
og gestum þeirra kær-
komna hvíld frá erli
þéttbýlisins.
En slysin gera ekki
boð á undan sér og
því er nauðsynlegt að
reyna að fyrirbyggja
þau eins og frekast
er kostur. Nú þegar
vorverkin standa sem
hæst og allt er yfírfar-
ið að utan sem innan má ekki
gleyma öryggistækjum og -bún-
aði. Að ýmsu er að hyggja í þessu
sambandi. Lítum á nokkur dæmi.
Er sími (farsími, GSM sími, al-
menningssími, annað) í nágrenn-
inu? Ef hann er, er hann þá í lagi?
Er aðgengi að símanum tryggt
allan sólarhringinn? Hvert skal
hringja?
Tími getur skipt öllu máli ef
óhapp hendir. Því er nauðsynlegt
að vera búinn að átta sig á hvern-
ig maður setur sig í samband við
neyðarhjálp.
Eru merkingar skilvirkar? Veg-
vísar, merkingar sumarhúsa
o.sv.frv.? Er tryggt að bílstjórar
sjúkra- eða slökkvibifreiða rati
rétta leið? Er aðkoma að sumar-
húsum greið?
Það getur liðið töluverður tími
þar til hjáp berst því ekki erum
við stödd í þéttbýli þar sem við
getum treyst því að sjúkrabifreið
eða önnur aðstoð berst innan örf-
árra mínútna. Eru sumarhúsa-
gestir í stakk búnir til að veita
fyrstu hjálp og hlúa að sjúklingum
þar til fagfólk kemur á staðinn?
Þetta gæti haft úrslitaáhrif. Kunn-
átta í skyndihjálp (endurlífgun
o.fl.) hefur margsinnis bjargað
mannslífum.
Umhverfí sumarhúsa er oft
stórbrotið og fallegt. Við sækj-
umst eftir að vera úti í óspilltri
náttúrunni, fara í gönguferðir
o.sv.frv. En við þurfum um leið
að gefa gaum að hættum sem víða
leynast. Tjarnir eða lækir, svo fal-
legir sem þeir eru, geta breyst í
stórhættulegar dauðagildrur ef við
höldum ekki vöku okkar gagnvart
börnum sem ekki geta metið að-
stæður rétt eða bjargað sér af
sjálfsdáðum úr grunnu vatni.
Sömuleiðis þarf að
gæta fyllsta öryggis í
umgengni við bryggj-
ur, brýr, báta o.fl. sem
tengist vatni. Full-
orðnir verða að sína
gott fordæmi og að
sjálfsögðu klæðast
björgunarvestum eins
og börnin þegar farið
er út á vatn í bát. Eru
björgunarvestin í lagi?
Lekur báturinn eftir
að hafa staðið heilan
vetur?
Klettar, hamrar og
lausar skriður fyrir-
fínnast víða í íslenskri
náttúru. Þetta eru stórfengleg fyr-
irbæri sem jafnframt geta reynst
stórhættuleg litlum fótum sem
eiga í vandræðum með að fóta sig
auk þess sem jafnvægisskyn lítilla
Eru sumarhúsagestir,
spyr Sigurjón Elías-
son, meðvitaðir um
hættur og slysagildrur
í umhverfi sínu?
barna er ekki fullþroskað. Höfum
lítil börn ekki eftirlitslaus í ná-
grenni við þannig aðstæður.
Um eldvarnir er kveðið á um í
reglugerðum og sömuleiðis um
frágang heitra potta og lauga. Því
ber sumarhúsaeigendum lagaleg
skylda að ganga frá þeim atriðum
samkvæmt því. Svo stór þáttur eru
þessi atriði að ekki verður um þau
ijallað í svo stuttri grein en vísað
í reglugerðir. Þó er rétt að minna
á atriði eins og reykskynjarana
og slökkvitækin. Eru rafhlöðurnar
í lagi? Er komið að því að yfirfara
slökkvitækin? Og heitu pottarnir.
Eru örugg lok á heitu pottunum
og örugg hitastýring á vatninu?
Um leið og við óskum sumar-
húsagestum um land allt gleðilegs
sumars og ánægjuríkrar dvalar í
suir.arhúsunum, hvetjum við þá til
að líta í kringum sig, vera meðvit-
uð um hið fallega og um leið
ögrandi umhverfi sitt og gæta vel
að yngstu kynslóðinni.
Höfundur er yfirkcnnari
Björgunarskóla Landsbjargar og
Slysavarnafélags íslands.
Siguijón
Elíasson
Biddu um Banana Boat
sólmargfaldarann
e! þú vill verða sólhrún/n á mettíma i skýjaveðri.
0 Yfir 60 gerðir Banana Boat sólkrema, -olía,-gela,-úða,-salva
og -stifta nVsólvöm frá I til #50, eða um tvöfalt öflugrí en
aðrar algengar sólarvörur. Banana Boat sólarlínan er fram-
leidd úr Aloa Vera, kollageni og elastíni, jojoba, mínkolíu,
banðnum, möodlum, kökos, A, B, 0 og E vrtaminum
□ Sértiönnuð sólkrem fyrir íþróttamenn. Banana Boat Sport
m/sólv. #15og#30.
O 99,7% hreínt Banana Boat Aloe Vera gel (100%). Hvers
vegna að borga 1200 kr. fyrir kvartlitra af Aloe gef þegar þú
getur fengið sama magn af Banana Boat Aloe Vera gei á 700
kr? Eða tvöfalt meira magn af Banana Boat Aloe Vera geli á
1000 kr? k spírufnu, tilbúinna lyktarefna eða annarra ertandi
ofnaemisvalda.
Biddu um Banana Boat á sólbaðsstofum, apótekum, snyrtiv.
verslunum og öllum heilsubóðum utan Reykjavikur. Banana
Boat E-gel fæst lika hjá Samtökum psoriasis og exemsjúklin-
ga-
Heilsuval - Barónsstig 20 •a 562 6275
Uiilí ' ‘
.citrin j
S=5t
t) “íssÆM
dmm
Power Health
Aörar þekktar vörur frá Power Health
Manex hárvörur/vitamín, Baby Natural.
Bætiefni fyrir konur
Top to Toe
Fyrlr karlmenn I Fyrir skarpari hugsun
dogsins önn
Man Power Brain Power
Fyrir frjósemi og
betri heilsu
Putnpkin
seed oil
Byltingarkennd innkoma
í þyngdarlosun
Citrin
Oregur úr fitu c.g kolesterol „Keiwm garðsine" getur bætt KattÁw. og Slfioa töf
hækkun. Heldur I skefjum töngun sjón, etit varnarkerfi líkamsrw, góó áhríf 4 haíttirigðl
í sykur. Auðvoldar fólki hatt góð áhrif á bt6ðru- og tanna, húðetr<rtnar<H
þyngdartosun. bvagrásarvandamál og eflt Dregtir úr eyðlfeggin
kyrrkirtlastaríeemírw. etfirmar.
Power Health bætiefnin eru framteidd og pökkuð skv. ströngustu kröfum
Power Health fæst í apótekum og heilsuhorní Hagkaups, Kringtunnf.
Umbaáiaóiil: