Morgunblaðið - 29.05.1996, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 29.05.1996, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ1996 43 Vestfj arðastiklur VIÐ skulum hugsa okkur að við séum að áliðnum degi að taka land á Brjánslæk á Barðaströnd á fyrsta degi sex daga skemmtiferðar með Ferðafélagi Islands um Vestfirði. Brjánslækur er fornt höfuðból, þar et' bryggja og viðkomustaður flóabátsins. Við ökum vestur og förum framhjá Rauðdalsskörðum sem eru skörðótt klettabrík. Þar var Sveinn skotti sonur Axlar- Björns hengdur árið 1648. Svefnpokagistingu er hægt að fá í Krossholti, Orlygshöfn eða Breiðuvík og bændagistingu er sjálfsagt víðar hægt að fá á þessum sióðum. Næsta dag skulum við koma við á Rauðasandi og ganga út að eyði- býlinu Sjöundá og rifja upp þá válegu atburði sem þar gerðust árið 1802. Skáldsaga Gunnars Gunnarssonar, Svartfugl, er byggð á þeim atburðum og skal fólki ráð- lagt að lesa þá bók áður en Sjö- undá er heimsótt. Frá Sjöundá göngum við út með Hvammshltð og upp í Söðul og horfum ofan í Skor þaðan sem Eggert Ólafsson varalögmaður og náttúrufræðingur hélt t sina hinstu för vorið 1768. Eggert hafði ásamt konu sinni haft vetursetu í Sauð- lauksdal hjá mági sínum Birni Halldórssyni en var á leið að Hofs- stöðum í Miklaholtshreppi þar sem hann hugðist heíja búskap. Af Rauðasandi höldum við að Hnjóti í Orlygshöfn og skoðum hið merka byggðasafn sem þar er. Þriðja dag ökum við um Látra- heiði út á Keflavíkurbjarg með við- komu á Brunnhæð þar sem við MARÍUHORN. skoðum Gvendarbrunn sem er eina vatnsbólið á hinni löngu leið um Látraheiði og á þar aldrei að þijóta vatn. Látrabjarg er um 14 km langt í heild og er Keflavíkurbjarg aust- asti hluti þess en þangað hefur verið lagður vegur. Eftir að við höfum litast um hér austast á bjarg- inu höldum við til baka og ef veður er bjart skulum við yftrgefa bílinn við urðarhjalla og ganga upp á Ferðafélag íslands fer um þessar slóðir, segir Ólafur Sigurgeirsson, 29. júní til 4. júlí nú í sumar, Heiðnukinn þar sem Látrabjarg er hæst, 441 m y.s. Síðan röltum við eftir bjarginu niður að Bjargtanga- vita. Þessi ganga tekur 3-4 tíma. Þeir sem ekki treysta sér til göngunnar geta farið með bflnum niður að vita og gengið upp að Ritugjá, sem er ákjósanlegur staður til að virða fyrir sér hið iðandi fugla- líf í bjarginu. LÁTRABJARG. Hjá Brunnum í Látravík er Kúlureitur sem talinn er vera Spánverjadys, þar er einnig afl- raunasteinninn Júdas sem er 130 kg en afsleppur mjög og vont að ná á honum taki. Fjórða dag er ferðinni heitið til ísafjarðar en við leggjum lykkju á leið okkar og förum út í Selárdal þar sem við skoðum hin sérstæðu listaverk Samúels Jónssonar. í Selárdal bjó séra Páll Björns- son, einn lærðasti íslendingur á sautjándu öld, en kunnastur fyrir trú á galdra og galdraásóknir. Þar bjó einnig einbúinn Gísli á Uppsöl- um sem Ómar Ragnarsson gerði frægan. Fimmta dag förum við í siglingu til Grunnavíkur þar sem var síð- asta byggð í Jökulfjörðum en hún lagðist í eyði árið 1962. Ef veður er bjart er upplagt að ganga á Maríuhorn en þaðan er gott útsýni yfir Jökulfirðina. Eftir hæfilega viðdvöl í Grunnavík er ætlunin að ' sigla inn Djúpið og koma í Vigur og eiga þar nokkra viðdvöl. Sigl- ingunni lýkur síðan í Ögurvík það- an sem við ökum að Reykjanes- skóla, síðasta náttstaðar okkar í þessari ferð. Sjötta dag ökum við um Stein- grímsfjarðarheiði til Hólmavíkur og þaðan sem leið liggur tii Reykja- víkur og hugum að ýmsu sem á leið okkar verður. Hér hefur verið stiklað á stóru en margt mun bera fyrir augu í þessari ferð. Við rifjum upp sögtT * margra þeirra staða sem á leið okkar verða. Þegar við eigum leið um eyðibyggðir þá reynum við að gera okkur grein fyrir þeirri lífs- baráttu sem þar var háð og því mannlífi sem þar var lifað. Ferðafélag Islands efnir til ferð- ar um þessar slóðir 29. júní til 4. júlí nú í sumar. Höfundur er í Ferðafélagi íslands. VINKLAR A TRÉ ÞÝZKIR GÆÐAVINKLAR OG KAMBSAUMUR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI EINKAUMBOÐ ?8 Þ.Þ0RGRIMSS0N & C0 Ármúla 29 - Reykjavík - sími 553 8640^. . Sýnum ísraels- ríki aðhald ÞAð ER fagnaðar- efni að kynþáttaað- skilnaðarstefnan í S- Afríku er óðum að þoka fyrir lýðræði þar sem meirihlutinn hefur loks fengið pólitísk völd. Það kostaði áratuga baráttu róttækra afla um allan heim og langvinnt við- skiptabann sem ísland tók m.a. þátt í. Aðskilnaðarstefna Israelsríkis Að sama skapi er sorglegt að það skuli engan bilbug vera að finna á aðskilnaðarstef- unni sem Ísraelsríki rekur í Miðaust- urlöndum. Palestínumenn hafa nú fengið sjálfstjórnarsvæði, eins konar „heimalönd" með takmörkuðu sjálf- stæði, að sumu leyti svipað fyrir- komulag og var í S-Afríku. Svæði þessi eru ósamfelld og herskáir gyð- ingar, svonefndir landnemar, halda löndum og mannvirkjum á sjálf- stjórnarsvæðunum. Miklu af eignum þessum hefur verið rænt frá Palest- ínumönnum, teknar herskildi eða með eignarnámi. Reyndar er allt land Israelsríkis ránsfengur sem Vesturveldin og Ísraelsríki hafa rænt í áföngum frá Palestínumönn- um sem hrökkluðust undan á flótta eða týndu lífi. Atvinnu- og viðskipta- frelsi Palestínumanna er heft og margir íbúar þessara palestínsku svæða vinna í Israel. Þeir komast ekki til vinnu mánuðum saman þeg- ar ráðamenn ísraels eru í vondu skapi og setja á útgöngubann og loka leiðum. Nærri má geta hvaða áhrif það hefur á efnahaginn. Að einu leyti eru Palestínumenn betur settir en blökkumenn í S-Afríku á tíma aðskilnaðarstefnunnar: Þeir eiga vísi að ríkisvaldi sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar og sýn- ir töluverðan siðferðis- styrk við erfiðar að- stæður. Taka böðulinn sér til fyrirmyndar? Það er dapurleg stað- reynd að ísrael kúgar araba á svipaðan hátt og Evrópumenn kúg- uðu gyðinga áður. Pa- lestínuarabar þurfa að ganga með . sérstök skírteini og sýna á ótal stöðum er þeir ferðast um eigið land og bílar þeirra eru sérstaklega merktir. Pa- lestínumenn mega ekki eiga vopn en flestir Israelsmenn eru þrælvopn- Hvenær kemur að því — ______ að Israelsríki verður settur stóllinn fyrir dyrnar, spyr Þorvaldur •• * Orn Arnason, eða allt þar til þeir fara að haga sér eins og siðað fólk? aðir, ekki síst landnemarnir svo- nefndu. Undanfarin ár hafa Palest- ínumenn háð frelsisstríð aðallega með gijótkasti. Öfgasinnaðir Palest- ínuarabar grípa stundum til örþrifar- áða sem bitnar ekki aðeins á ísraels- her heldur einnig á saklausu fólki og eru fordæmdir fyrir um allan heim. En hryðjuverk þeirra eru smá- munir borin saman við þær hörm- ungar sem Ísraelsríki lætur ganga Þorvaldur Örn Árnason yfir aisaklaust fólk í Palestínu og í nálægum ríkjum. Það er alvarlegt mál þegar heilt ríki hagar sér eins og verstu hryðju- verkasamtök og stundar hóprefsing- ar, sannkölluð fjöldamorð. Nýjasta dæmið um það er margra vikna linnulaus skotríð á þorp og flótta- mannabúðir í Líbanon og er það ekki í fyrsta skipti sem Líbanir fá þvílíkar trakteringar frá nágrönnum sínum. Þeir þurfa aðhald! Þrátt fyrir sífelld hryðjuverk og grimmilega aðskilnaðarstefnu sem grundvallast á trúarofstæki, nýtur Israel viðurkenningar og stuðnings vestrænna ríkja. Það þarf stjarn- fræðilegar tölur til að lýsa efna- hagsstuðningnum frá Bandaríkjun- um. Það var tómahljóð í mótmælum þessarra ríkja þegar eldflaugum rigndi á flóttamannabúðir Sameinuð þjóðanna í Líbanon og mátti skilja sem svo að það væri í lagi að skjóta á óbreytta borgara (undir því yftrsk- ini að á meðal þeirra leyndust hryðjuverkamenn) bara ef skotin hæfðu ekki stöðvar SÞ. Á sama tíma kom ísraelsk skáksveit hingað til að tefla við íslendinga. ísraelsmenn láta máttlaus mótmæli sem vind um eyru þjóta og vita sem er að þeir fá áfram það sem skiptir máli: milljarða frá Bandaríkjunum og vinsamleg sam- skipti við vestrænar þjóðir, m.a. okkur íslendinga. Hvenær kemur að því að ísraels- ríki verður settur stóllinn fyrir dyrn- ar og beitt þvingunum líkt og S-Afr- íka áður, allt þar til þeir láta af kúgun og aðskilnaðarstefnu og fara að haga sér eins og siðað fólk? Stein- grímur Hermannsson sýndi kjark og hafði ófornflegt samband við Yasser Arafat meðan hann var enn bann- færður af Bandaríkjamönnum. Það er vonandi að flokksbróðir hans, Halldór Ásgrímsson, þori að víkja út af stefnu Bandaríkjanna í málefn- (um Palestínu og ísraels og fordæma áþreifanlega ríki sem haga sér eins og verstu hryðjuverkasamtök. Höfundur er kennari og líffræðingur og í stjórn fclagsins Island Palestína. Grand Cherokee 4.0 L Sport ’93, sjálfsk., ek. 26 þ. mílur. Toppeintak. V. 2,9 millj. Toyota Corolla GTi Liftback '88, 5 g., ek. 132 þ. km., rafm. í rúöum, sóllúga, spoil er, ný tímareim o.fl. V. 670 þús. Toyota Corolla 4x4 GTi Touring '91, grár, 5 g., ek. 91 þ.km. rafm. í rúðum, álfelgur o.fl. V. 1.130 þ. MMC Lancer GLX hlaðbakur '91, sjálfsk., ek. 86 þ.km., rafm. í rúðum o.fl. V. 780 þús. Tilboð 650 þ. Grand Cherokee V-6 Limited '94, rauður, sjálfsk., ek. aðeins 27 þ. km., leðurinnr., rafm. í öllu, ABS, þjófavörn o.fl. V. 3.790 þús. Toyota Corolla XL Sedan '92, vinrauður, 5 g., ek. aðeins 34 þ. km. Bein sala. V. 870 þús. M. Benz 230E '86, sjálfsk., ABS, sóllúga o.fl., ek. 40 þ. km. á vél, Ijósblár. V. 1.390 þús. MMC Pajero stuttur bensín '89, ek. að eins 54 þ. km., steingrár, 5 g. V. 960 þús. Nissan Patrol GR langur '94, diesel, turbo, steingrár, 31" dekk, rafd. rúöur o.fl. Ek. 98 þ. km. V. 3.280 þús. Nissan Sunny Sedan SLX '95, rafd. rúður o.fl., grænsans., ek. 12 þ. km. V. 1.250 þús. Opel Astra 1.4i '96, 4ra dyra, ek. 3 þ. km., rauður, sjálfsk. V. 1.350 þús. MMC L-300 Minibus 4x4 Turbo Diesel ‘88, Grásans., 8 manna, ek. 114 þ.km. V. 960 þús. MMC Pajero V-6 '91, blár, 5 g., ek. 90 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. Fallegur jeppi. V. 1.430 þús. Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími 567-1800 Volvo 760 GLE '90, blár, sjálfsk., ek. 115 þ- km., sóllúga, álfelgur, rafm. í ölu, ABS o.fl. V. 1.490 þ. Hyundai Pony GLSi Sedan '93, blár, 5 g., ek. aðeins 27 þ. km. V. 770 þús. Ford Ranger V-6 4x4 PUP '91, blár, 5 g., ek. 85 þ. km., álfelgur o.fl. Tilboðsverð 870 þús. Daihatsu Charade Limited '92, 3 dyra, rauður, 5 g., ek. 62 þ. V. 640 þús. Subaru Justy J-10 4x4 '85, 5 dyra, nýskoð aður. v. 195 þ. Daihatsu Charade CS ‘88, 5 dyra, rauð ur, ek. 96 þ. V. 300 þ. Cherokee Limited 4.0 L '90, svartur, sjálfsk., ek. 93 þ. km., leðurklæddur o.fl. Tilboðsverö 1.790 þús. Cherokee Pioneer 4.0 L '87, 5 dyra, sjálfsk., ek. aðeins 64 þ. km., óvenju gott eintak. V. 1.190 þús. Ford Explorer XLT '93, sjálfsk., ek. 27 þ. km., sóllúga, rafm. í öllu, þjófavörn o.fl. V. 2,9 millj. MMC Pajero langur (bensín) '88, 5 g., ek. 109 þ. km., mikið endurn., nýryðvarinn o.fl. Toppeintak. V. 1.150 þús. MMC Pajero V-6 langur '93, sjálfsk., ek. 39 þ. km., sóllúga o.fl. V. 3 millj. Subaru Justy J-12 4x4 '91, 5 dyra, ek. 69 þ. km. V. 620 þús. Toyota Corolla XLi '94,-3ja dyra, hvitur, ek. 39 þ. km., 5 g. V. 990 þús. Grand Cherokee V-8 Limited ‘93, græns ans., sjálfsk., ek. aðeins 42 þ. km., rafm. í öllu, leðurinnr. o.fl. V. 3.350 þús. Nissan Sunny SLX 1.6 Sedan '92, sjálfsk., ek. aðeins 54 þ. km., rafm. í rúðum, spoil er, 2 dekkjagangar o.fl. V. 930 þús. Grand Cherokee Ltd. Orvis V-8 '95, sjálfsk., ek. aðeins 3 þ. km., leðurklæddur m/öllu. V. 4.450 þús. Subaru Legacy 1.8 station '91, 5 g„ ek. 79 þ. km., rafm. i rúðum o.fl. V. 1.150 þús. Sk. ód. < Isuzu Sport Cap 2.4 (bensin) '91, grás ans, 5 g„ ek. 69 þ.km., álfelgur, veltigrind o.fl. V. 1.100 þús. MMC Pajero V-6 langur '91, 5 g„ ek. 75 þ. km„ góður jeppi. V. 1.890 þús. Toyota Corolla GL Special series'91,5 g., ek 93 þ. km„ 5 dyra, rafm. i rúðum, samlæsingar, blár. V. 690 þús. Toyota Tercel 4x4 station '88, rauður, ek. 147 þ. km. V. 490 þús. Sk. ód. Toyota Landcruiser diesel ‘87, 5 g„ ek. 190 þ. km„ drif og gírkassar ný uppt., loftræstur aftan og framan. Nýl. 38" dekk. Toppeintak. V. 1.870 þús. Subaru Legacy 2.0 Station '93, grár, 5 g„ ek. aðeins 49 þ. km. V. 1.490 þús. Toyota Carina E '93, 5 dyra, rauður, 5 g„ ek. 55 þ. km. V. 1.450 þús. MMC Colt GLXi '92, rauður, 5 g„ ek. 85 þ. km„ álfelgur, spoiler, rafm. í öllu o.fl. V. 860 þús. Nissan Patrol diesel turbo Hi Roof (lang ur) '86, 5 g„ ek. 220 þ. km., 36" dekk, spil o.fl. Mikið endurn. V. 1.550 þús. Hyundai Accent GS Sedan '95, ek. aðeins 4 þ. km. V. 960 þús. Toyota Landcruiser GX diesel Túrbo '93, 5 dyra, sjálfsk., ek. 77 þ. km„ 33" dekk, bret- takantar, álfelgur o.fl. V. 3,9 millj. Sk. ód. Nissan Terrano V-6 '95, 4ra dyra, sjálfsk., ek. aðeins 12 þ. km„ sóllúga, rafm. í öllu. Sem nýr. V. 3,3 millj. Fjörug bílaviðskipti! Vantar nýlega bíla á sýningarsvæðið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.