Morgunblaðið - 29.05.1996, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ1996 45
Morgunblaðið/Kristján Már/Arnór
SIGURVEGARARNIR í kjördæmamótinu, sem fram fór á Selfossi um helgina.
Reyknesingar
kj ördæmameistarar
KÓPAVOGSBÚARNIR spiluðu vel á fyrsta borði. Hér eru þeir
félagar að gera upp síðasta leikinn sem þeir unnu örugglega og
sigur Reyknesinga var staðreynd.
BRIPS
Hótcl Sclfoss
KJÖRDÆMAKEPPNI
BRIDSSAMBANDSINS
UM 160 þátttakendur. Átta sveitir
úr öllum landshlutum. Aðgangur
ókeypis.
REYKNESINGAR sigruðu í kjör-
dæmakeppninni, sem fram fór á Sei-
fossi um síðustu helgi og Reykvíking-
ar unnu aðra deildina og unnu sér
rétt til að spila í fyrstu deild að ári.
Fjórir landshlutar spila í hverri
deild og spiluðu Reykjanes, Suður-
land, Norðurland vestra og Vestfirð-
ir um kjördæmatitilinn. Norðlending-
ar byijuðu mótið af miklum krafti
en kjördæmameistararnir frá í fyrra,
Suðurland, urðu að sætta sig við tap
í fyrstu umferð fyrir nýliðum deildar-
innar, Reykjanesi. Þessi þijú lið
skiptust á að hafa forystu í mótinu
en Reyknesingar með Kópavogsbúa
á fyrsta borði, Hafnfirðinga á öðru
borði, Keflvíkinga á þriðja borði og
Sandgerðinga á fjórða borði voru
sterkastir í lokaorrustunni og stóðu
uppi sem sigurvegarar nokkuð verð-
skuldað, en mjög góð samheldni ein-
kenndi liðið.
Lokastaðan í fyrstu deild:
Reykjanes 405
Suðurland 393
Norðurland vestra 362
Vesturland 254
Lokastaðan í annarri deild:
Reykjavík 406,5
Vestfirðir 350,5
Austurland 348
Norðurland eystra 321
Eins og áður sagði vann Reykja-
vík sig upp í fyrstu deild en Vestlend-
ingar spila í annarri deild að ári og
þá væntanlega á Sauðárkróki.
Reyknesingar stóðu sig mjög vel
í paraútreikningnum. Karl Her-
mannsson og Arnór Ragnarsson urðu
efstirmeð 20.92, Gísli Torfason og
Jóhannes Sigurðsson urðu í öðru
sæti með 20.18 og feðgarnir frá
Sandgerði, Karl G. Karlsson og Karl
Einarsson í þriðja sæti með 19.52.
Ágætlega var staðið að mótinu af
hálfu Selfyssinga. Spilað var á Hótel
Selfossi og var verðlagi á gistingu
og mat stillt í hóf. Helztu forsvars-
menn heimamanna voru Ólafur
Steinason og Brynjólfur Gestsson,
en keppnisstjóri var Sveinn R. Eiríks-
son. Kristján Kristjánsson, forseti
Bridssambandsins, var meðal kepp-
enda og afhenti hann verðlaunin í
mótslok.
Þá var framkvæmdastjóri Brids-
sambandsins, Sólveig Kristjánsdótt-
ir, á staðnum allan tímann og aðstoð-
aði heimamenn við úrlausnir skipu-
lags- og deilumála.
Arnór Ragnarsson
LONDON
*
Odýr ýtugsæti tií Londan
Æöeins ÍOO sæti í haöi
Fyrsta brottför 18. júní. Siðasta heimferö 20. september
Verb kr. 19.780 fyrir fullor&na. Stgr.verb m/sköttum.
Ver& kr. 14.110 fyrir börn. Stgr.veró m/sköttum.
HAMBORG - DUSSELDORF - MUNCHEN
Vikulegar ferðir frá 3. júní til 17. september
Flug og bíll frá kr. 23*988 pr. mann.
Stgr.verb m/sköttum.
Flug og bíll frá kr. 35*085 pr.
Stgr.verb m/sköttum.
2 fullorSnir og 2 börn i bíl
í B flokki í 1 viku í Hamborg.
mann.
2 fullorðnir í bíl í B flokki
í 1 viku í Hamborg.
Pantaðu í sínia
552 3200
FERÐASKRIFSTOFA
REYKJAVÍKUR
AÐAISTRÆTI 16 lOI REYKJAVIK
m
GULLSMIÐJAN
PYRIT-G 15
í SUMAR
EITTU BARMNU
ÞÍNU FORSKOT
í SKÓLANUM!
TOLVUSKOLIFYRIR11-16 ARA
Fróðlegur og skemmtilegur
Kennslan miðar að þvl að veita almenna tölvuþekklngu
og koma nemendum af stað við að nýta tölvuna sér til
gagns og gamans við ritgerðasmíð og ýmis konar
verkefnagerð í skólanum.
Farið er í fingrasetningu og vélritunaræflngar,
Windows og stýrikerfí tölvunnar, ritvinnslu,
teikningu, almenna tölvufræði, töflureikni,
leikjaforrit og farið er í Internetið, m.a. tölvupóst,
veraldarvef og spjallrásir.
1
Verð: 24 klst. á 11.900 kr.
I
TOLVUNAM FYRIR 6-10 ARA
Skemmtilegt og gagnlegt
Á námskeiðinu er lögð áhersla á:
Windows gluggakerfíð og ýmis notendaforrit sem
tengjast því.
Grunnatriði í forritunarmálinu Klik and play, en
með því er auðvelt að búa til leiki í Windows.
Litið á leikja- og kennsluforrit, þar á meðal forrit
sem þjálfa rökhugsun.
í námskeiðslok fá nemendur tölvuleiki og kennsluforrlt
á disklingum sem veganesti frá Tölvuskóla Reykjavikur,
auk viðurkenningarskjals.
Nauðsynlegt er að nemendur séu orðnir vel læsir.
Verð: 24 klst. á 10.900 kr.
FORRITUNARNAM FYRIR UNGLINGA
11-16 ára
24 klst. gagnlegt nám fyrir unglinga, vana tölvum,
þar sem kennd verður forritun í Visual Basic 4.0.
Sýnisútgáfa af Visual Basic 4.0 fylgir með
námskeiðinu.
Farið verður í grunnatriði foiTitunar og stefnt að því að
nemendur geti sett saman leiki með hreyfimyndum og
einfalt ritvinnsluforrit.
I námskeiðslok fá nemendur afrit af leikjunum sem
hópurinn smíðaði og 1 MB af forritunarkóðum sem
nota má til frekari forritunar.
Verð 24 klst. á 11.900 kr.
Hringdu og fáðu sendan bækling
Tölvuskóli Reykíavíkur
'A !■& BORGARTÚNI 28.105 REYKJflUÍK. sími 561 6699. fax 561 6696