Morgunblaðið - 29.05.1996, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ1996 49
Ólafs í Oddgeirshólum úr okkar
augsýn.
Mér finnst þó, að nú sé rík ástæða
til fyrir alla vini og venslamenn
Ólafs í Oddgeirshólum, að kveðja
hann með stolti yfir hans glæsilega
lífsstarfi og óska þess jafnframt,
að í uppvaxandi kynslóðum sé fólk
að ná þroska, sem muni halda áfram
þeim merku störfum, þar sem Ólaf-
ur varð að láta staðar numið.
Blessuð veri minningin um hann
Ólaf í Oddgeirshólum.
Hjalti Gestsson.
Móðurbróður minn og nafni var
mikill sóma- og heiðursmaður. Við,
sem vorum svo lánsöm að fá að
dveljast á heimili hans og eftirlif-
andi eiginkonu, Guðmundu Jó-
hannsdóttur, sem börn og ungling-
ar, fengum meiri og betri undirbún-
ing til að takast á við verkefni lífs-
ins en sumir okkar jafnaldra. Odd-
geirshólaheimilin voru og eru þekkt
fyrir fyrirmyndarbúskap og gest-
risni eins og best þekkist í sveitum
þessa lands. Nafni minn var greind-
ur maður og fróður um margt.
Hann var hreinlyndur, hreinskipt-
inn og einstaklega hjálpsamur og
greiðvikinn maður. Hann var rækt-
unarmaður í víðtækustu merkingu
þess orðs. Grámosi varð að grænum
túnum. Skepnur umgekkst hann af
alúð og nærgætni. Hann var ein-
staklega barngóður og hlýr og sam-
band hans við frændur og vini var
einlægt og náið.
Ég var í Oddgeirshólum um mán-
aðartíma á vorin þegar sauðburður
stóð sem hæst frá því ég man eftir
mér og til 16 ára aldurs. Sama dag
og síðasta prófi lauk var ég kominn
að Oddgeirshólum. Eftirvæntingin
og tilhlökkunin var slík að ég var
aldrei við skólaslit í barna- og ungl-
ingaskóla.
Þegar ég hafði fundið borna á
sem ég þekkti með nafni reyndi ég
af bestu getu að gefa greinargóða
lýsingu á skepnunni því þeim Olafi
og Guðmundi nægðu ekki upplýs-
ingar um hvort lömbin voru hrútar
eðá gimbrar, stór eða smá. Allt var
skráð í ættbækur.
Ekki var natnin minni við kúabú-
skapinn sem var að mestu í umsjá
Ólafs.
Nafni minn hafði gaman af að
spila brids. Ég minnist þess þegar
ég sem unglingur fékk að fara með
að Oddgeirshólum þegar afi minn,
Ólafur í Fagradal, var í heimsókn.
Komið var við á Litlu-Reykjum og
Páll Árnason tekinn með. Þau
Munda og Óli töluðu oft um þá
miklu gleði sem ríkti þegar gömlu
mennirnir komu í heimsókn. Þá var
mikið lagt á spilin.
Með þessum fáu orðum vil ég
kveðja nafna minn og frænda. Við
Guðrún vottum þér, Munda mín,
sonum þínum, Herði og Heiðari,
Kristínu, dóttur ykkar, tengdabörn-
unum og barnabörnum okkar
dýpstu samúð. _
Ólafur Jónsson.
Ólafi Árnasyni kynntist ég er
hann flutti á Selfoss á vordögum
1985 ásamt konu sinni, Guðmundu
Jóhannsdóttur. Þau höfðu þá rekið
farsælan búskap í Oddgeirshólum
í Hraungerðishreppi um árabil í
félagi við bræður Olafs þá Guðmund
og Jóhann.
Af miklum dugnaði og með sam-
stilltu átaki tókst þeim bræðrum að
byggja upp og gera Oddgeirshóla
að fengsælli bújörð með reisulegum
byggingum sem skarta fagurlega
með Bæjar- og Stangarklett í bak-
gi'unn. Af sömu elju tókst þeim að
koma sér upp afurðasælum bú-
stofni. Sauðfjárræktunin í Oddgeirs-
hólum er löngu landskunn. Úr þeim
stofni hafa bændur víða að fengið
kostagripi til kynbóta. Þótt Ólafur
hafi hætt búskap var hugur hans
heill og óskiptur við Oddgeirshóla
og búskapinn þar. Hann hafði yndi
af því að heimsækja sitt forna býli
og virða fýrir sér þá glæstu hjörð,
sem hann átti dijúgan þátt í að
skapa. Honum var mikið í mun að
frændum sínum, sem nú hafa tekið
við ðbúskapnum þar, farnist vel.
Er Ólafur Árnason fluttist að
Suðurengi 14, sem er í nágrenni
við mig, var það mér sönn ánægja.
Á milli okkar bundust vináttubönd,
sem aldrei féll skuggi á. Það kom
fljótlega í ljós, að við áttum sameig-
inleg áhugamál, sem við gátum í
félagi sinnt. Margar stundir sátum
við saman yfir kaffibolla og skegg-
ræddum. Oftar en ekki var gripið
í spil, en Ólafur var snjall spilamað-
ur og erfiður viðureignar í þeim
efnum.
Það voru hlýir straumar, sem
streymdu frá Ólafi Árnasyni. Hann
var hafsjór af fróðleik, víðlesinn og
bjó yfir góðu minni, sem sjaldan
brást. Ég veitti því athygli hversu
málfar hans var auðugt og frjótt.
Orðaval er hann beitti oft svo
skemmtilega í samræðum er ekki á
hvers manns vörum nú til dag.
Þegar ég innti hann eftir því hvar
hann hefði numið sitt fijóa mál, þá
sótt hann stafla af bréfum sem
móðir hans, Elín Briem, hafði skrif-
að. í þessum bréfum var mikinn
fróðleik að finna á fögru og skýru
máli. Ekki þurfti ég lengi að lesa
ritgerðir Elínar Briem til þess að
fá sönnur á hvaðan tungutak sonar-
ins var komið.
Ólafur var eftirsóknarverður og
góður félagi, þáð fylgdi honum
ávallt glaðværð og þægileg glettni.
Hann var víðlesinn og kunni frá
mörgu að segja og var bókin sá
sjóður er hann sótti mest í. Hann
viðaði að sér ýmsu efni, sem fengur
var í, og varðveitti. Að eðlisfari var
hann hógvær og lítillátur og sannur
vinur vina sinna. Hann gat verið
fastur fyrir ef svo bar undir og
ákveðinn talsmaður þeirra er minna
máttu sín í þjóðfélaginu og þoldi
illa ranglæti og misskiptingu á lífs-
ins gæðum.
Umhyggja hans og hlýja gagn-
vart börnum og unglingum var ein-
stök. Þeir sem nutu góðvildar hans
á æskuárum sínum hugsa hlýtt til
velgjörðarmannsins á kveðjustund.
Nú þegar ég kveð Ólaf Árnason
í hinsta sinn er mér efst í huga
þakklæti fyrir að hafa verið þess
aðnjótandi að deila með honum
ógleymanlegum stundum á liðnum
árum. Aðstandendum öllum flytjum
við hjónin okkar innilegustu samúð-
arkveðjur. Guð blessi ykkur öll.
Guðni B. Guðnason.
Ólafur Árnason, bóndi, frá Odd-
geirshólum í Flóa er fallinn frá eft-
ir langan og strangan en farsælan
starfsdag.
Hann var valmenni í þess orðs
fyllstu merkingu, traustur, trygg-
lyndur og alvörugefinn maður, sem
átti þó auðvelt með að sjá skoplegu
hliðarnar á tilverunni. Hann var
sjálfmenntaður gáfumaður og
fylgdist grannt með á öllum sviðum
þjóðlífsins. Börn og unglingar löð-
uðust að honum og segir það sína
sögu um, hvern mann hann hafði
að geyma.
Oddgeirshólaheimilið var annál-
að rausnar- og menningarheimili,
þar sem bræðurnir þrír ráku í sam-
einingu fyrirmyndarbúskap eftir
fráfall föður þeirra. Ólafur var elst-
ur bræðranna og bar því hita og
þunga af búskapnum að minnsta
kosti til að byija með. Síðan urðu
heimilin tvö, en áfram héldu þeir
búrekstrinum í einni heild. Þar réðu
vitsmunir ferðinni. Verkaskipting
var hnitmiðuð og skýr og allt gekk
þetta upp í sátt og samlyndi og
búið blómstraði, svo að sómi var
að. Það gerðu líka börnin og ungl-
ingarnir, sem áttu því láni að fagna
að dvelja þar sumar eftir sumar og
njóta þess að þroskast í því and-
rúmslofti sem þar ríkti. Oft furðaði
maður sig á, hvað þeir bræður, Óli
og Jói, voru viljugir að bregða á
leik með krökkunum, þegar mjölt-
um var lokið eftir annasaman dag.
Enda var ásóknin mikil að komast
austur.
Fyrir það veganesti sem mín
börn hlutu frá þessu góða heimili,
er ég ævarandi þakklát.
Ólafur var fæddur og uppalinn í
Oddgeirshólum og helgaði búskapn-
um þar alla sína starfskrafta. En
svo þegar heilsan tók að bila, iét
hann skynsemina ráða, eins og
ævinlega, og bar gæfu til að gera
þær ráðstafanir í tíma, að ævistarf-
inu var borgið í höndum bróðurson-
ar hans. Hann sá Oddgeirshóla
halda áfram að vera það höfðings-
býli sem þeir höfðu verið frá byijun
aldarinnar, þegar foreldrar hans
hófu þar búskap.
Að leiðarlokum þakka ég Ólafi
fyrir góð kynni og alla hans velvild
mér og mínum til handa frá fyrstu
tíð og óska honum velfarnaðar á
nýju tilverustigi.
Eiginkonu hans, dóttur og ást-
vinum öllum votta ég innilega sam-
úð mína og bið þeim guðs blessunar.
Sigríður G. Jóhannsdóttir.
Tíminn sem maður vonar að aldr-
ei komi en kemur samt án þess að
maður geti neitt að því gert er
núna kominn. Það er kominn tími
til að kveðja þig í síðasta sinn, elsku
Óli minn. Ég mun ávallt sakna þin.
Missirinn við andlát þitt er mikill
fyrir þá sem eftir eru, en ég trúi
því að þú hafir loksins fengið þá
hvíld sem þú áttir skilið. Allt þitt
líf hefur þú helgað vinnu og því að
gera eitthvað fyrir aðra. Þú kvart-
aðir aldrei yfir því að þurfa að gera
eitthvað fyrir aðra, sama hvað það
var.
Á hveiju ári er sumarfríið nálg-
aðist var alltaf eitt sem ég hlakk-
aði til, og það var að komast í heim-
sókn til þín og ömmu á Selfossi.
Það var sama hversu oft og hvenær
ég kom í heimsókn, ykkur tókst
alltaf í hvert einasta sinn að fá mig
til að líða vel og vera velkomin. Ég
veit að ég er ekk ein um að líða
þannig. Það var alltaf tekið vel á
móti öllum gestum og allir voru
velkomnir í heimsókn til ykkar.
Það má vera að þú sért ekki líf-
fræðilega séð afi minn. En í þessi
tæp 19 ár sem ég hef lifað hefði
ég ekki getað hugsað mér neinn
betri afa en þig, Óli minn, og mun
ávallt sakna þín. Ég elska þig, og
allar þær góðu minningar sem ég
hef um þig og þér mun ég aldrei
gleyma. Guð veri með þér og þeim
sem eftir lifa.
Drífa.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
KATRÍN GÍSLADÓTTIR,
Snælandi 7,
lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Fossvogi,
aðfaranótt 27. maí.
Guðmundur Pálsson,
Arnbjörg Handeland, Dag Handeland,
Páll Guðmundsson, Steinunn Hákonardóttir,
Anna Guðmundsdóttir, Óskar Þór Þráinsson,
Þórhalla Guðmundsdóttir, Sigurður Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir okkar,
MARGRÉT JÓSEFSDÓTTIR,
Kleppsvegi 30,
andaðist í Landspítalanum 26. maí.
Fyrir hönd aðstandenda,
synir hinnar látnu,
Jón Ingi, Einar Þórir, Magnús.
t
Móðir mín,
STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR
frá Hvoli í Fljótshverfi,
andaðist laugardaginn 25. maí.
Fyrir hönd aðstandenda,
Örn Steinar Sigurðsson.
t
Ástkær móðir okkar,
VALGERÐUR SIGURVINSDÓTTIR
frá Hlíðarhaga,
til heimilis
á Hríseyjargötu 21,
Akureyri,
lést á heimili sínu föstudaginn 24. maí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Guðrún Borghildur Jóhannesdóttir,
Jón Bjarni Jóhannesson,
Sigurvin Guðlaugur Þór Jóhannesson,
Sigríður Heiðbjört Sigtryggsdóttir.
Elsku Óli, nú skrifa ég þér í síð-
asta sinn og í þetta skipti á ég
ekki von á svari. Síðan ég varð hluti
af þinni fjölskyldu hef ég búið að
miklu leyti í útlöndum og samband-
ið því byggst á bréfaskriftum. Þrátt
fyrir fjarlægð hafa börnin mín, afa-
bömin þín, alltaf haft þig í hjarta
sínu. Fyrir þeim var það stór eign
að eiga Óla afa og ég hef ekki séð
ástæðu til að flækja hug þeirra með
þvílíku smáatriði að þú varst ekki
blóðskyldur þeim. Þeir eru vafa-
laust margir sem þekktu þig bæði
lengur og betur en ég og þó finnst
mér ég hafa sterka tilfinningu fyrir
því hver þú varst. Að mér snéri
traustur maður og barngóður, er
þá einhveiju við að bæta? Þú varst
hreinn og beinn og blátt áfram og
því þurftu börn eða aðrir ekki að
velkjast í vafa um hug þinn. Ég
dáist að þér og yrði glöð ef ég
gæti komist með tærnar þar sem
þú hafðir hælana.
Guðrún.
+
Móðir okkar og fósturmóðir,
BENEDIKTA E. HAUKDAL,
sem lést 22. maí sl., verður jarðsungin
frá Bústaðakirkju föstudaginn 31. maí
kl. 13.30.
Sigurður Haukdal,
Eggert Haukdal,
Ásta Valdimarsdóttir.
+
Móðir mín og tilvonandi eiginkona,
SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR,
Káratanga,
verður jarðsungin frá Stóradalskirkju föstudaginn 31. maí kl.
14.00.
Þöll og Valdimar.
Sérlræðingar
i blóniaskrcTtiiiguni
við öll ta'kilæri
lliblómaverkstæði
WNNAfel
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 19090
Opiö kl. 13-18 alla virka daga og laugardaga kl. 13-17.
Nýbýlavegi 30, Dalbrekkumegin, Kópavogi, sími 564 3555.