Morgunblaðið - 29.05.1996, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ1996 53
FRÉTTIR
Grænlenskir landbúnaðarnemar í Þistilfirði og Langanesi
Dvölin ánægjuleg og
enginn með heimþrá
Fastur liður í námi í
bændaskólanum í
Grænlandi er að starfa
eitt ár á sauðfjárræktar-
búi á íslandi. Fjórir ung-
ir nemar skólans stunda
sitt nám í nágrenni
Þórshafnar. Líney Sig-
urðardóttir hitti þetta
unga fólk að máli.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
nýfætt lamb í fjárhúsinu á Efra-Lóni.
ELONE Tittusen situr í stofunni á Yta-Álandi
og gefur litlum hvolpi að borða.
BÆNDASKÓLINN á Grænlandi er
ekki stór og í árgangi nemendanna
hér á íslandi eru aðeins fjórir. Þetta
er þriggja ára nám og hefst með
bóknámi í Grænlandi í einn vetur,
þar næst heilt ár á íslensku fjárbúi
og lokaáfanginn er einn vetur á
grænlensku búi.
Sú sj)urning gæti vaknað af
hvetju Island vat’ð fyrir valinu en
grænlensku bændanemarnir hafa til
fjölda ára hiotið þjálfun á íslenskum
sauðij'árbúum. Skýringin er sú að
íslenskt sauðfjárkyn er á Græn-
landi, en um síðustu aldamót var
íslenskt fé flutt þangað, og einnig
það að veðurfar á Suður-Grænlandi
er mjög líkt því _sem gerist hér á
norðausturhluta ísiands. Að sögn
Grænlendinganna er veðurfarið
jafnvel stöðugra þar og sumur yfir-
leitt góð. Landbúnaður er einkum
bundinn við suður- og vestur-Græn-
land.
Grænland er talin stærsta eyja,
veraldar, 2,2 millj.ferkílómetra að
stærð en þar búa aðeins
50 þúsund manns. Undir-
lendi er lítið og rækt-
unarskilyrði ekki góð.
Það er því nokkrum erf-
iðleikum bundið að safna
heyi í vetrarforða en sumarbeitar-
land er mjög kjarngott.
Er Grænlaud
fyrirheitna Iandið?
I samtali við þessa ungu bænda-
nema kom ýmislegt áhugavert í ljós
þegar borinn var saman landbúnað-
ur á íslandi og á Grænlandi, jafnvel
hvarflaði það að spyrjanda hvort
Grænland væri fyrirheitna landið
fyrir sauðfjárbændur. Þar er enginn
kvóti á sauðfjárrækt, hið opinbera,
þ.e. landsstjórnin, á allar jarðirnar
og styrkir til landbúnaðar miklir.
Grænlendingar framleiða enn sem
komið er ekki nægilegt magn af
kjöti á innlandsmarkað en kaupa
það erlendis frá, m.a. frá íslandi.
Grænlenskur bóndi, sem hyggst
byggja fjárhús fær 95% lánað frá
landsstjórninni og þarf því aðeins
að greiða út 5% af heildarkostnaðin-
um en afganginn á 15-20 árum eft-
ir stærð hússins. Svipað form er við
kaup á vélum og tækjum. Algeng-
ast er að bóndinn greiði út 5 - 10%
af verði vélarinnar og eftirstöðvarn-
ar á fimm eða tíu árum, sem þykir
hæfilegur tími.
Engar kýr á Grænlandi
Á Ytra-Álandi í Þistilfirði búa
hjónin Skúli Ragnarsson og Bjarn-
veig Skaftfeld en hjá þeim dvelur
við nám tvítug grænlensk stúlka,
Elone Tittusen. Elone vinnur við
sauðfjárbúið með Skúla og kynnist
því að búskapur er stöðug vinna og
viðvera. Um 500 fjár eru á Ytra-
Alandi og 20 hross að hirða og geng-
ur Elone þar til verka á hverjum
degi með Skúla. Aðspurð sagði hún
að þetta væri töluverð vinna en hún
KALISTA Poulsen með
ætlaði samt kannski að verða bóndi
á Grænlandi.
Elone segir margt líkt hér á ís-
landi og í hennar heimahögum á
sunnanverðu Grænlandi. Engar kýr
fyrirfinnast þó þar en mjólk er flutt
frá Danmörku og er ekki eins al-
geng neysluvara meðal fullorðinna
eins og hér á landi. Hún á ekki
heima á bóndabæ en faðir hennar
er sænskur smiður. Elone kvaðst
vera ánægð hjá Bjarnveigu og Skúla
og er ekki með heimþrá.
Hjónin Skúli og Bjarnveig eru
ekki að taka að sér fyrsta græn-
lenska nemann heldur er Elone sá
tíundi. Fyrsti Grænlendingurinn
kom í Ytra-Áland árið 1985 og seg-
ist Skúli hafa verið misjafnlega
heppinn með fólkið, en aldrei óhepp-
inn. Aðspurður sagði Skúli að lífs-
viðhorf þessara græn-
lensku ungmenna virtust
I heildina öðruvísi en okk-
ar íslendinga. „Þeir flýta
sér hægar og virðast að
mestu lausir við stress -
einnig eru matarvenjur aðrar,"
sagði Skúli og virtist ánægður með
skjólstæðinga sína í gegnum tíðina.
Grænlendingarnir koma oftast í
nóvember og ljúka námi í sama
mánuði að ári liðnu. Sumarfrí fá
þeir í þijár vikur í júlí en í byrjun
mánaðarins er mikil bændahátíð í
Grænlandi.
Hrá selslifur er sælgæti
Á Efra-Lóni á Langanesi búa ung
hjón, Sverrir Möller og Miijam
Blekkenhorst. Þau eru í fyrsta sinn
með grænlenskan búfræðinema og
er það hinn nítján ára gamli Kalista
Poulsen. Kalista er lífglaður og
hress strákur sem hefur gaman af
borðtennis og hestasporti. Þegar
íslandsdvöl hans lýkur ætlar hann
að kaupa tvo hesta og flytja með
sér til Grænlands. Kalista sagði að
það væri „góður bisness“ að vera
bóndi á Grænlandi og þegar hugsað
er um styrki frá því opinbera gæti
hann haft nokkuð til síns máls. Jarð-
ir eru litlar á Grænlandi, sagði Kal-
ista, en allra stærstu bændur eru
með um 30 hektara lands. Flestir
væru með undir tíu hekturum lands
en yngri bændur eru duglegir að
stækka ræktað land. Við flest
bændabýli í Grænlandi eru diesel-
stöðvar en ekki rafmagn því landið
er mjög stijálbýlt. Vatnsafl er við
bæi þar sem hægt er að koma því
við.
Það hafði borist að matarvenjur
Grænlendinganna væru nokkuð aðr-
ar en við íslendingar eigum að venj-
ast og ekki var komið að tómum
kofanum hjá Kalista. Selur er mikið
borðaður í Grænlandi og er lifrin
hrá hið mesta sælgæti. Fyrir hefur
komið, að Grænlendingar hér á
bæjunum hafa veitt sel, opnað hann
á staðnum og borðað lifrina hráa á
staðnum yfir nýveiddum selnum í
fjörunni. Kalista borðar lifrina hráa
og segir að ungt fólk geri það al-
mennt, þessi siður sé ekki bundinn
við eldra fólkið í Grænlandi.
og lærir þar vinnubrögð við sauð-
fjárbúið og hvernig búrekstur fer
fram en þar eru um 370 fjár auk
hesta. Hann komst að raun um það
að sauðijárbúskapur er mikil vinna
- en vill samt verða bóndi.
í Laxárdal í Þistilfirði hjá Stefáni
bónda Eggertssyni og Hólmfríði
Jóhannesdóttur, konu hans, er við
nám Adam Jacobsen,
22ja ára gamall en Stef-
án hefur ekki áður haft
nema. Adam hefur sömu
skoðanir á matarvenjum
og Kalista kollegi hans.
Hann gerði þó betur því hann bauð
viðmælanda sínum í mat; hrátt sel-
kjöt og selspik sem hann sótti út í
skemmu. Hrátt kjötið freistaði alls
ekki fréttaritara en spikið mátti þó
bragða. Bragðlaukar fréttaritara
höfðu þó allt annað mat á gómsæti
heldur en hjá Adam svo veislan stóð
mjög stutt yfir - og verður örugg-
lega ekki endurtekin.
Adam er úr stórri fjölskyldu og
kemur frá bænum Nanortalik á suð-
urodda Grænlands. Enginn úr hans
fjölskyldu er bóndi en hans draumur
er að verða bóndi . Að sögn Adams
er faðir hans forseti veiðimanna í
Nanortalik og veiða þeir einkum lax
í net og sel en einnig fugl og lítið
eitt af þorski.
Adam er mikið í fótbolta eins og
kollegar hans en hestarnir skipa líka
stóran sess í hans áhugamálum.
Honum finnst lærdóms-
ríkt að vinna á búinu í
Laxárdal en þar eru rúm-
lega 400 kindur auk
hesta. Að Hvanneyri
fannst honum gaman að
koma en Stefán bóndi tók hann með
í bændaferð á vegum Ijárræktarfé- -
laganna í Þistilfirði og Öxarfirði.
Honum leiðist ekki í Laxárdal og
til marks um það sagðist hann að-
eins tvisvar hafa skrifað til Græn-
lands síðan hann kom.
Bóndinn er sinn
eigin herra
Á Gunnarsstöðum í Þistilfirði er
Qórði grænlenski búfræðineminn,
hinn tvítugi Malik Fredriksen. Hann
er tólfti grænlenski búfræðineminn
hjá hjónunum Jóhannesi Sigfússyni
og Berghildi Björgvinsdóttur. Á
búinu eru um 900 fjár en auk þess
hestar, kýr og kálfar svo Malik verð-
ur margs vísari við vinnu á búinu.
Hann er kominn af bændafjölskyldu
og segir að gott sé að vera bóndi -
því hann er sinn eigin herra.
Malik er forfallinn fótboltaáhuga-
maður og þykir efnilegur. Illa gekk
að festa hann á filmu því hann var
tregur að hætta í fótboltanum nokk-
ur augnablik. Malik var áður í ungl-
ingalandsliði í Grænlandi og kom
þá til íslands í fótboltakeppni. Líkt
og hinir landar hans hér þá er hann
hestamaður og ætlar með tvo ís-
lenska hesta til Grænlands að námi
loknu.
Sauðburður er genginn í garð og
grænlensku nemarnir hafa ærinn
starfa, líkt og allir í bændastétt. í
samtölum við þessi fjögur ungmenni
frá Grænlandi kom fram hjá öllum
að þeim þykir ísland gott land. Þau
sjá fram á lærdómsríkt og ánægju-
legt ár hjá húsbændum sínum og
kennurum hér í Þistilfirði og á
Langanesi - en heim til Grænlands
skal haldið að hausti.
Kalista unir sér vel á Efra-Lóni
MALIK Fredriksen á Gunnarsstöðum að iðka sína uppáhaldsgrein fótboltann með krökkunum á bænum.
Fá rífleg lán
við upphaf
búskapar
Matarvenjur
eru íslending-
um framandi
ADAM Jakobsen borðar hrátt selspik í eldhúsinu í Laxárdal.