Morgunblaðið - 29.05.1996, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ1996 55
FRÉTTIR
1050 nemar
leita til
atvinnu-
miðlunar
FLESTIR námsmenn hafa nú
lokið eða eru um það bil að ljúka
prófum. Um 1.050 þeirra hafa
nú leitað til Atvinnumiðlunar
námsmanna í þeirri von að þar
fái þeir aðstoð í leit að sumar-
vinnu. Rúmlega 200 námsmenn
hafa nú annaðhvort fengið starf
í gegnum miðlunina eða útveg-
að sér starf á eigin vegum.
Rúmlega 150 atvinnurekendur
hafa leitað til miðlunarinnar
eftir starfsfólki og eru þeir
nokkru fleiri en um sama leyti
fyrir ári.
í fréttatilkynningu segir:
„Starfsfólk Atvinnumiðlunar
námsmanna verður í starfi sínu
töluvert vart við að námsmenn
eigi erfitt með að fá vinnu.
Þetta gildir þó sér í lagi um
aldurshópinn 16-20 ára en
áberandi er hversu margir at-
vinnurekendur kæra sig ekki
um starfsmenn undir tvítugu. í
þessum hópi eru margir sem
óttast að fá ekki starf þetta
sumarið þrátt fyrir að nú heyr-
ist að færri séu án atvinnu en
hafa verið undanfarin ár. Þó
að langt sé liðið á maímánuð
er ekki öll von úti enn og von-
ast er til að atvinnurekendur
taki enn betur við sér og leiti
til miðlunarinnar þannig að
hægt sé að eyða ótta náms-
manna.“
Hafnarganga
í Grindavík
HAFNARGÖNGUHÓPURINN
býður vai í miðvikudagskvöld-
göngu, 29. maí, annaðhvort að
ganga meðfram höfninni út í
Örfirisey og með vesturströnd-
inni og Vesturgötunni til baka
eða fara í rútu í hafnargöngu
í Grindavík.
Mæting er í báðar ferðirnar
kl. 20 við Miðbakkatjaldið
(norðan Hafnarhússins). Farið
verður frá Hafnarvigtinni í
Grindavík kl. 21 og gengið með
höfninni í fylgd staðfróðs
heimamanns. Litið verður inn á
sýningu í grunnskólanum í leið-
inni.
Hafnargangan í Grindavik
er upphaf ferðaraðar sem geng-
in verður um hafnarsvæði sveit-
arfélaganna í Landnámi Ingólfs
á föstudagskvöldum, næsta
ferð verður 7. júní. Allir vel-
komnir.
Leikjanám-
skeið
TVÖ leikjanámskeið verða
haldin á vegum Seltjarnarnes-
kirkju í sumar fyrir börn á aldr-
inum 6-11 ára. Námskeiðin
byija kl. 10 árdegis og lýkur
kl. 17 síðdegis.
Farið verður í leiki, stuttar
ferðir, föndrað og ýmislegt sem
gaman er að, eftir því sem veð-
ur leyfir. Nauðsynlegt er að
börnin hafi með sér hádegis-
og kaffinesti.
J Tríó Björns
< Thoroddsen á
Kringlukránni
BJÖRN Thoroddsen, Egill Ól-
afsson, Gunnar Hrafnsson og
Asgeir Óskarsson leika á
Kringlukránni í kvöld, miðviku-
dagskvöldið 29. maí.
Efnisskrá þeirra félaga er
j sambland af Ídassískum djass-
’ lögum og frumsömdum opusum
( sem þeir félagar hafa hljóðritað
| og gefið út á hljómdiski sem
nefnist Híf Opp.
Dagbók lögreglunnar í Reykjavík
Umferð gekk vel en
mannlíf misjafnlega
24. til 28. maí.
EIN mesta ferðahelgi ársins er af-
staðin. Mikil umferð var út úr höfð-
uðborginni síðdegis á föstudag og
síðan í gagnstæða átt síðdegis á
mánudag. Lögreglumenn í eftirliti
töldu hegðun ökumanna almennt
hafa verið góða og lítið verið um
óhöpp. Afskipti þeirra af ökumönn-
um voru aðallega vegna ótímabund-
ins framúraksturs. Á þriðja tug öku-
manna voru kærðir fyrir of hraðan
akstur, bæði utan þéttbýlis og inn-
an. En þrátt fyrir að fjölmargir hafi
brugðið undir sig betri fætinum um
helgina nutu margir veðurblíðunnar
í borginni. Nokkuð var um að af-
skipti þyrfti að hafa af fólki að kvöld-
og næturlagi, eða 72 sinnum, sem
er mun meira en gengur og gerist
um helgar. Vista þurfti 42 einstakl-
inga í fangageymslunum. Mál 20
þeirra þurftu framhaldsmeðferðar
við. Tólf voru t.d. vistaðir vegna
mála sem rannsaka þurfti hjá RLR.
Aðfaranótt laugardags færðu lög-
reglumenn 29 unglinga í athvarf ITR
í miðborginni þangað sem þeir voru
sóttir af foreldrum sínum. Lítið var
hins vegar um afskipti af því unga
fólki sem venjulega leitar skammt
út fyrir borgina á þessum tíma til
að tjalda.
í dagbók lögreglunnar um hvíta-
sunnuhelgina eru skráðar 9 líkams-
meiðingar, 19 innbrot, 15 þjófnaðir
og 26 eignaspjöll. Brunar voru 7
talsins. Afskipti af fólki með eða
undir áhrifum fíkniefna voru níu, en
lögreglumenn hafa fylgst sérstak-
lega með þessum tegundum afbrota
að undanförnu. Tíu ökumenn eru
grunaðir um ölvunarakstur. Um 40
umferðaróhöpp eru færð til bókar.
Þar af voru slys á fólki í 5 tilvikum.
Kvartað var yfir hávaða og ónæði í
42 tilvikum og 7 sinnum þurftu lög-
reglumenn að fara inn á heimili fólks
til að stilla til friðar. Þá þurftu lög-
reglumenn 11 sinnum að bregðast
við vegna opinna verslana á hvíta-
sunnudag, en eins og flestum á að
vera kunnugt er verslunum óheimilt
að hafa opið fjóra daga á ári skv.
samþykkt um afgreiðslutíma versl-
ana og ákv. helgidagalöggjafarinn-
ar, þ.e. jóladag, föstudaginn langa
og páskadaga auk hvítasunnudags.
A föstudag féll tólf ára stúlka í
sundlaugina að Varmá og skarst við
það á höfði. Síðdegis á föstudag
varð kona fyrir bifreið í Skeifunni.
Þá er talið að kona hafi ökklabrotn-
að eftir að hafa stokkið niður úr
löndunarrampi í Súðavogi. Harður
árekstur tveggja bifreiða varð á
gatnamótum Arnarbakka og
Dvergabakka. Flytja þurfti ökumenn
beggja bifreiðanna á slysadeild.
Maður viðbeinsbrotnaði í knatts-
pynuleik í Laugardal. Hann var flutt-
ur með sjúkrabifreið á slysadeild.
Tilkynnt var um eld í íbúð við Leifs-
götu. í ljós kom að pottur hafði
gleymst á heitri eldavélarhellu.
Overulegar skemmdir hlutust af. Um
kvöldið var maður laminn á veitinga-
stað við Laugaveg. Hann var fluttur
með lögreglubifreið á slysadeild.
Maður varð fyrir bifreið á Hring-
braut við Landspítalann er hann
gekk áleiðis yfir götuna á móti rauðu
gangbrautarljósi.
Aðfaranótt laugardags þurfti að
flytja stúlku á slysadeild frá veit-
ingahúsi í miðborginni. Hann hafði
orðið á milli í slagsmálum. Maður
var fluttur á slysadeild eftir óhapp
á veitingastað við Hverfisgötu. Mað-
ur var sleginn í andlitið á Lækjar-
torgi. Hann hlaut áverka á auga-
brún. Þá var ráðist á mann og spark-
að í hann í Austurstræti við pylsu-
vagninn. Hann var fluttur á slysa-
deild.
Snemma á laugardagsmorgun
voru tveir menn handteknir á
Snorrabraut eftir að sést hafði til
þeirra bera út tölvur og fleira. Þeir
höfðu brotist þar inn í íbúð. Kona
nefbrotnaði þegar þeir voru að reyna
að brjótast inn í veitingastað við
Rauðarárstíg. Annar var gómaður
þar sem hann hafði farið hálfur inn
um gluggann. Þeir voru báðir vistað-
ir í fangageymslunum. Eldur kom
upp í bifreið í bílskúr við Glaðheima.
Talið er að kviknað hafi í út frá fry-
stikistu og gasgrilli, sem ekki hafði
verið skrúfað nægilega vel fyrir.
Skemmdir urðu bæði á bifreiðinni
og á skúrnum. Brotist var inn í bif-
reið við Hesthamra og úr henni stol-
ið geislaspilurum. Þá var brotist inn
íbúð við Miðtún.
Eftir hádegi á laugardag steig
kona niður um niðurfall í Fenjunum
og meiddist á fæti. Ristina vantaði
á niðurfallið. Stúlka datt af hestbaki
við Suðurlandsveg nálægt Rauðhól-
um. Hún fékk skurð á höfuðið og
var flutt með sjúkrabifreið á slysa-
deild. Haglabyssu var stolið úr húsi
á Seltjarnarnesi. Hún kom í leitirnar
daginn eftir. Síðdegis var tilkynnt
um að maður á sjötugsaldri væri að
bera á sér kynfærin fyrir framan
tvítugar konur í Öskjuhlíð. Þá var
golfkylfum stolið í innbroti á golf-
völlinn í Grafarholti.
Drengur féll niður um þakglugga
á húsi við Arnarbakka. Hann var
fluttur á slysadeild með sjúkrabif-
reið. Gaskút var stolið af grilli við
Vorsabæ.
Aðfaranótt sunnudags var maður
barinn í húsi í Seljunum. Hann hlaut
bólgna vör og blóðnasir. Vitað er
hver þar var að verki. Höggmynd
var stolið úr húsi við Skólavörðustíg
og hún síðan skemmd. Þjófurinn
fannst skömmu síðar. Þrír piltar
voru handteknir og fluttir á stöðina
eftir að E-pillur höfðu fundist á öðr-
um þeirra við leit. Piltarnir höfðu
verið stöðvaðir í umferðareftirliti.
Snemma á sunnudagsmorgun var
tilkynnt um innbrot í félagsheimili
við Logafold. Grípa þurfti inn í hóp-
slagsmál ungs fólks í Urðarholti.
Hluta af hópnum var ekið til Reykja-
víkur. Á sunnudag þurftu lögreglu-
menn að hafa afskipti af opnum
verslunum við Grundarstíg, Mela-
braut, Hofsvallagötu, Lækjargötu,
Ármúia, Háaleitisbraut, Freyjugötu
og Rauðarárstíg. Nokkrar rúður
voru brotnar í nýbyggingu við Foss-
leynismýri og fjórum 18 gíra fy'all-
reiðhjólum var stolið úr bakgarði
húss við Lindargötu, Háholt og við
Eskihlíð.
Aðfaranótt mánudags voru tveir
piltar á reiðhjólum handteknir, en á
öðrum þeirra fannst ætlað amfetam-
ín. Síðar um nóttina voru aðrir tveir
handteknir á stolnu reiðhjóli. í fórum
þeirra fannst einnig ætlað fíkniefni.
Tveir menn voru handteknir á Lækj-
artorgi. Amfetamín fannst á öðrum
þeirra. Fólk hélst lengi við fram eft-
ir mánudagsmorgni í miðborginni,
aðallega vegna þess hve veðrið var
hagstætt til útiveru.
Á mánudagsmorgun var ökumað-
ur fluttur á slysadeild eftir árekstur
tveggja bifreiða á gatnamótum
Reykjanesbrautar og Stekkjar-
bakka. Tveir menn voru handteknir
á Vatnsmýrarvegi eftir að á öðrum
þeirra hafði fundist fíkniefni. Síð-
degis kviknaði í gasgrilli við hús í
Sefgörðum. Leki hafði komið að
kútnum og eldur komist í sólstofu.
Talsverður skemmdir urðu á sólstof-
unni. Fjórir menn réðust á einn í
húsi við Akurgerði. Maðurinn fór
sjálfur á slysadeild. Vitað er hveijir
árásarmennirnir eru. Rúður voru
brotnar í nýbyggingu við Beijarima.
Þar voru tveir ungir piltar að verki.
Þeim var ekið heim og rætt við for-
eldra þeirra. Farþegi var handtekinn
í leigubifreið. Á honum fannst lítils-
háttar magn af kannabisefnum. Um •
kvöldið var tilkynnt um eld í skúr í -
bakgarði húss við Hólmgarð.
Slökkviliðið réð niðurlögum eldsins.
Engar skemmdir hlutust af. Reið-
hjóli var stolið frá húsi við Logafold.
Þrír piltar voru færðir á lögregiu- <
stöðina eftir að hafa verið stöðvaðir
í umferðareftirliti og á þeim hafði
fundist lítisháttar hass og áhald til í
neyslu þess.
Aðfaranótt þriðjudags voru þrír '
piltar handteknir þegar þeir voru að
stela bensíni af bifreiðum við Há-
teigsveg. Loks voru tveir menn
handteknir í Bankastræti, en
skömmu áður hafði verið tilkynnt
um að þeir hefðu brotist inn í sölu-
turn við götuna. Þýfi úr versluninni
fannst á mönnunum.
Lögreglumenn eru þessa dagana
að huga að ástandi og búnaði vinnu-
véla auk þess sem þeir eru að huga
að réttindum stjórnenda þeirra.
i
\
Aðalfundur
Félags um
Listaháskóla
*
Isiands
AÐALFUNDUR Félags um
Listaháskóla Islands verður
haldinn í Rúgbrauðsgerðinni,
Borgartúni 6, í kvöld, miðviku-
dagskvöld, og hefst kl. 20.
Á fundinum verður greint frá
þeirri undirbúningsvinnu sem
fram hefur farið að undanförnu
vegna stofnunar Listaháskól-
ans. Listamenn eru hvattir til
þess að mæta en jafnframt eru
allir listunnendur boðnir vel-
komnir, segir í kynningu.
3ðan sumir eru að heiman,
eru aðrir heima hjá þeim
'mHeimavörn Securitas, fullkomið öryggiskerfi, að láni
og þú getur farið áhyggjulaus að heiman. \
Heimavörn Securitas er í senn innbrota- og brunaviðvörunarkerfi. Kerfið er sett á með einu handtaki þegar
heimilið er yfirgefið eða þegar gengið er til náða og eftir það er varsla þess i öruggum höndum Securitas.
Fyrir kerfið sjálft og uþþsetningu þess þarf ekkert að borga. *
Mánaðarlegt þjónustugjald felur í sér útköll, viðhald
og þjónustu við kerfið allan sólarhringinn.
Heimavömin er samsett af ákveðnum fjölda skynjara. en er statkkanleg eftir þörfum bvers og eins.
Síðumúla 23 • 108 Reykjavík
Sími: 333 3000