Morgunblaðið - 29.05.1996, Page 58

Morgunblaðið - 29.05.1996, Page 58
58 MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF • FORSETAKJÖR I DAG Kjósum forseta! Frá Halldóri Jónssyni: MEÐ HVERJUM degi fer aðdáun mín á íslenzkri þjóð vaxandi. Ekk- ert mannlegt virðist henni óvið- komandi og hún fylgist grannt með hveijum og einum frammámanni af eldlegum áhuga. Ekki veit ég hvernig við hefðum lifað þennan vetur hefðum við ekki til dæmis getað brotið biskupsins aðskiljan- legu náttúrur til mergjar eða velt þvi fyrir okkur hvort hann, þessi eða hinn muni gefa kost á sér til forseta. Við þrífumst á spennunni sem þessu fylgir svo það kraumar í pottunum í sundlaugunum. Nú virðist blessaður biskupinn vera útskrifaður og farið að fenna yfir Flóka. Núna er það helsta hjálpræði sálarinnar að bíða eftir þeirri skoðanakönnun, sem getur skorið úr um það hvern við eigum að styðja til forseta. Þau okkar sem hingað til hafa kosið tóma fallista vilja skiljanlega ekki láta slíkt henda sig aftur. Það er betra að vera drengur góður og vinfastur og veita jafnan þeim sem betur má sín. Og nú skal kjósa Það er ofboðslegur spenningur í loftinu á íslandi þessa dagana. Heill hópur af fólki brosir til manns af götuskiltunum og vill vinna ein- hver ósköp fyrir þig og mig ef við viljum kjósa viðkomandi á Bessa- staði. Algerlega óeigingjarnt fram- boð í þágu þín og mín. Flest á þetta yndislega fólk samt eitt sameiginlegt. Það, að sigur- vegari kosninganna mun fyrirsjá- anlega hækka um aragrúa launa- flokka. Auk þess að öðlast skatt- frelsi, fá ótal fríbílæti með Flug- leiðum á Sagaklass og aðgang að vönduðum vínkjallara. Til þess að fara i forsetaframboð verða menn að skilja þjóðarsálina. Þess vegna þýðir ekkert að bjóðast til að gegna forsetaembættinu af hugsjón eða fyrir lægra gjald eins og nú er víst tíðkað í almennum verkútboðum. Þó að til dæmis ég væri alveg til í að gegna embætt- inu fy'rir hálft gjald, þá dytti samt engum í hug að kjósa mig eða annan lægstbjóðanda. í hátignar- málum gildir einhver stöðluð bros- breidd og að henni fenginni á þjóð- in eina sál og horfir ekki í milljarð- inn; Ég hef spurt ýmsa að því, hvað forsetaembættið geri fyrir mig. Ég fæ yfirleitt fá svör og þau sem ég fæ skil ég yfirleitt ekki. Forsetinn hlýtur þá að gera eitthvað mikið sem máli skiptir fyrir alla hina. Enda geri ég mér grein fyrir því, að ég mun aldrei skilja mína dá- samlegu þjóð. Hún bara er svona og gerir það sem mér er fyrir bestu. Ég rís því úr sæti fyrir hátigninni. Hneigi mig og frukta fyrir Islands þúsund árum og reyni að borga minn skatt eins og hinir til þess að glæsileiki fyrirmanna lýðveldis- ins geti notið sín sem best. Hvern á að kjósa? í dægurmáli manna er líkast því að nú velti allt á því kjósa sér rétt- an forseta. En hvaða eiginleika hann á að hafa fer eftir smekk hvers og eins. Og komi nógu marg- ir frambjóðendur, þá getur meiri- hluti þjóðarinnar fengið sem fyrr að sitja uppi með forseta sem hann kaus ekki og þjáðst þess vegna. Ég hef sjálfur aldrei orðið fyrir því að veðja á réttan forsetafram- bjóðanda. Alltaf hafa mínir kallar legið. Nú ætla ég hins vegar að kjósa sigurvegara. Ti! öryggis gef ég ekki endanlega upp hvern ég styð fyrr en eftir kjördag. En af því að Ólafur Ragnar leiðir allar skoðanakannanir, þá er kannski vissara fyrir mig að lýsa nú sér- stakri aðdáun minni á honum. Ég hef lengi fylgst með honum í pólitík- inni og baráttu hans fyrir því að koma á sósíalisma á íslandi. Ólafur var í stjómmálum vaskur maður og vinur vina sinna. Það sanna dæmin Svart á Hvítu. Um afrek hans sem ráðherra í Hvíta húsinu mætti skrifa heilan rammaslag... Félagið Flugleiðir var löngum hugleikið Ólafi Ragnari þingmanni. Kjör Ólafs til forseta mun ekki verða því félagi til tjóns svo vin- margur sem Ólafur er erlendis. Það hefur hins vegar eitthvað vafist fýrir sumum hvers vegna Ólafur nýtur trausts svo margra sjálf- • stæðismanna sem raun ber vitni. Hvort það er vegna víðfrægrar greiningar sinnar á eðlisgerð for- manns þess flokks eða af því að Ólafur er um þessar mundir búinn að þaga nógu lengi til þess að verða geðslegur stjórnmálamaður í skoðnakönnunum. Já, Ólafur Ragn- ar Grímsson er því sannarlega efni- legur frambjóðandi, að öðrum ólöst- uðum, til þess að verða ástmögur þjóðarinnar. Sjá menn líka ekki fyrir sér hvernig máttur kærleikans myndi þá hafa sigrað í haust, ef forsætisráðherra hrópaði „heill..." meðan Ólafur forseti pírir á hann sjónum? Auðvitað útiloka ég ekki aðra frambjóðendur og hugleiði að styðja þá af alefli. En með tilliti til þess, hversu stuðningur minn hefur verið óhollur frambjóðendum, þá verð ég þeirra vegna að fara með löndum fram yfir kjördag. Ég hlakka hins vegar til þess að mega lýsa því á kosninganóttina hvernig ég hafí af glöggskyggni minni komist að þeirri niðurstöðu að sigurvegarinn hafi akkúrat verið sá eini sem til greina kom. Kjósum snemma og kjósum oft sagði skálkur einn vestanhafs og vildi á sinn hátt hjálpa frambjóðend- um í sínum bæ. Fyrir mig verða forsetakosningarnar líka einu kosn- ingarnar í bráð, þar sem ég þarf að minnsta kosti ekki að kjósa fjór- um sinnum á móti hveijum Vest- firðingi. HALLDÓR JÓNSSON, verkfræðingur. Hvers vegna Guðrún Pétursdóttir? Frá Steingerði Steinarsdóttur: GUÐRÚN Pétursdóttir er vel menntuð glæsileg kona, skelegg, góður skipuleggjandi og dugnaðar- forkur. Hún yrði okkur til sóma hvar sem hún kæmi fram fyrir hönd þjóðarinnar og það sem meira er að í hennar skápum leynast engin gömul, hvítnöguð pólitísk bitbein. En vafalaust má með færa góð rök að því að aðrir hafi þessa kosti til að bera og uppfylli sömu skilyrði. Hvers vegna Guðrún Pétursdóttir er svó einstök í sinni röð verður kannski best lýst með sögunni af héraðslækninum sem þekktur var fyrir hroka og hranalega framkomu við sjúklinga .sína. í sömu sveit bjó gömul kona sem alltaf vildi finna öllum eitthvað til afbötunar og þoldi aldrei að heyra á nokkurn mann hallað. Þegar sveitungar hennar kvörtuðu undan viðmóti læknisins var viðkvæði hennar jafnan: „Æ, en hann er jafnvondur við alla.“ Þetta sama má einmitt segja um Guðrúnu Pétursdóttur bara með öfugum formerkjum. Hennar fal- lega og hlýlega viðmóts njóta allir jafnt. Lífsgleði hennar og einlægni hlýtur að snerta hvern þann sem kynnist henni og ekki er hægt ann- að en að líða vel þar sem hún er. Guðrún Pétursdóttir slær aldrei falskan tón. Hún er ein af okkur. STEINGERÐUR STEINARSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 54, Reykjavík. Hlutavelta ÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu nýlega til styrktar átakinu „Börnin heim“ og varð ágóðinn 1.723 krónur. Þær heita Unnur Jónasdóttir og íris Ösp Ólafsdóttir. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson ÞESSIR duglegu krakkar héldu hlutaveltu til styrktar sundlaugasjóði í Vík í Mýrdal og söfnuðu þau 2.355 krónum. Þau heita frá vinstri Geir Njarðarson, Diljá Ösp Njarðardóttir, Saga Sigurðardóttir og Orri Sigurðsson. ÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu nýlega og færðu átakinu „Börnin heim“ ágóðann sem varð 2.500 krónur. Þær heita Guðrún María Ómarsdóttir og Thelma Rún Sigfúsdóttir. ÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu nýlega og færðu Rauða krossi íslands ágóðann sem varð 2.071 krónur. Þær heita Lena Snorradóttir og Hildur Helga Kristinsdóttir. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Stórundarleg framkoma ÉG GET ekki orða bundist yfir framkomu sendibílstjóra sem ég varð vitni að. Stöðumælavörður stóð við sendibíl sem hafði verið lagt ólöglega fyrir framan ríkið í Austurstræti. Þegar bíl- stjórinn kom út úr rík- inu og sá stöðumæla- vörðinn við vinnu sína rann út úr honum þvílík- ur fúkyrðaflaumur að hann er ekki hafandi eftir. Vörðurinn var þó eingöngu að sinna vinnu sinni og í fullum rétti við það, en hins vegar hafði bílstjórinn lagt kolólöglega. Ég verð bara að segja það að ég mun ekki hringja á þessa bifreiða- stöð til að panta bíl ef ég get átt von á slíkum móttökum. Bryiya Kristjánsdóttir. Gæludýr Páfagukur fannst LÍTILL hvítur páfagauk- ur fannst í Hlíðarsmára í Kópavogi sl. miðviku- dag. Hann kemur líklega úr Garðabæ. Upplýs- ingar í síma 557-2480 eftir kl. 16. Kettlingar ÞRÍR kettlingar óska eftir góðu heimili. Einn er með brúnum flekkjum, af norsku skógarkatta- kyni. Upplýsingar um hann eru í síma 552-4463 eftir kl. 17. Hinir eru marglit læða og gulbröndóttur högni. Upplýsingar um þá eru gefnar í síma 567-0729. SKÁK llmsjón Margeir Pétursson SVARTUR á leik STAÐAN kom upp á stór- mótinu í Dos Hermanas á Spáni, sem nú stendur yfir. Ungverska stúlkan Júdit Polgar (2.670) var með hvítt, en Búlgarinn Veselin Topalov (2.700) hafði svart og átti leik. Hvítur á peði meira og virðist með trausta stöðu, en Búlgarinn fann laglegan leik til að hrifsa til sín frumkvæðið: 30. - Ha4! 31. Hc4 (Ekki 31. Dxa4? - Ddl+ 32. Kg2 - Dxc2+ 33. Kh3 - Hxe4 með vinningsstöðu) 31. - Hxc4 32. Dxc4 - Hc8 33. Dd3? (Nauðsynlegt var 33. Dfl - Hc2 34. Df3 - Dh3 35. Hbl og bætur svarts ættu ekki að duga til meira en jafnteflis) 33. - Hct + 34. Kg2 - Dh5! (Nú kemst þung- alið svarts aftanað hvíta kóngnum. Honum eru allar bjargir bannaðar) 35. e5 Hdl 36. Df3 - Dhl+ 37. Kf2 og Júdit gafst upp um leið. Allir tíu stigahæstu skákmenn heims tefla í Dos Hermanas, að undan- skildum Karpov FIDE- heimsmeistara. Staðan að loknum fimm umferðum: 1.-2. Anand og Topalov 3 72 v. 4.-6. Kasparov, Kramnik og Gelfand 3 v. 6.-7. Illescas og Kamsky 2 72 v. 8.-9. ívantsjúk og Júdit Polgar 172 v. 10. Shirov 1 v. Kamsky hefur gert allar fimm skákir sínar jafntefli, en einvígi hans og Karpovs um FIDE-titilinn á að hefj- ast 5. júní í Rússlandi. Engin furða þótt hann taki lífinu rólega. Víkveiji skrifar... EIN er sú stétt sem á undanförn- um árum, jafnvel áratugum, hefur hvað eftir annað orðið fyrir harðri gagnrýni fjölmargra, en það er kennarastéttin. Það hefur fyrst og fremst verið vegna kjarabaráttu- aðferða kennaranna, endurteknum verkföllum, sem stundum hafa bitn- að á sömu nemendum með skömmu millibili og þannig vakið upp reiði foreldra og jafnvel nemendanna, sem beinst hefur að kennurunum, án þess að hugur hafi verið leiddur að því, hvort kennarar búi í raun og sann við bág kjör. Auðvitað er það svo, að í kennarastétt, eins og öðrum starfsstéttum, er misjafn sauður í mörgu fé. Víkveiji hallast þó að því að flestir kennarar leggi sig fram um að sinna starfi sínu - eftir bestu getu og sumir ríflega það. XXX VÍ er það svo, að Víkverji ræð- ir hér í dag um kennara og gagnrýnina sem iðulega hefur beinst að þeim, að hann hefur hvað eftir annað orðið þess áskynja, að þegar kennarar standa sig vel, jafn- vel frábærlega, þykir það ekkert tiltökumál, eða sérstaklega í frásög- ur færandi. Víkveiji veit af grunn- skólakennara hér í bæ, sem kennir í eldri bekkjardeildum og fellur í huga Víkveija undir þá skilgrein- ingu að vera frábær kennari. Þessi kennari hefur lagt sig í líma við að gera námsefni unglinganna eins lifandi og áhugavert og kostur er og hefur hvorki sparað tíma né fyr- irhöfn í þeim tilraunum sínum. A liðnu ári hafði kennarinn milligöngu um að ein bekkjardeildin í umsjá hans, fengi í ár að fara í skiptiferð til Danmerkur og sitja á dönskum skólabekk í eina viku, gegn því að bekkjardeildin tæki á móti gestgjöf- um sínum í eina viku næsta haust. Kennarinn stóð í þrotlausum bréfa- skriftum til Danmerkur, mennta- málaráðuneytisins, Norræna fé- lagsins og víðar og fékk að lokum jákvætt svar. Síðan hafa kennarinn og nemendurnir í sameiningu staðið fyrir margvíslegri fjáröflunarstarf- semi, með góðum árangri, auk þess sem dönskunámið hefur verið ástundað af kappi. xxx AÐ þarf ekki mikið ímyndunar- afl til þess að gera sér grein fyrir þeim jákvæðu áhrifum sem svona náms- og kynnisferð og und- irbúningur hennar, í náinni sam- vinnu við kennarann, hefur á nem- endurna, námslega, félagslega og þroskalega. Það verður seint full- þakkað, þegar kennarar gefa jafn- mikið af sjálfum sér og í þessu til- felli, sem er sem betur fer ekkert einsdæmi, þótt Víkveiji hallist þó að því að slík tilfelli séu fremur fátíð. En þegar kennarar eru kenn- arar af Guðs náð, ná þeir árangri, sem nemendur þeirra munu þakka þeim alla ævi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.