Morgunblaðið - 29.05.1996, Page 68
33YUNDA1
Hátækni til framfara
BS Tækniyal
SkeKunni 17 • Slml 568-1665
MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVtK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 8040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Fjöldi fylgdist með
blöðrusel í Eyjum
Gengið hefur verið frá skiptingu Columbia Aluminum Corp.
Hugað að nýju að
staðsetningu álvers
GENGIÐ hefur verið frá skiptingu
bandaríska álfyrirtækisins Columb-
ia Aluminum Corporation, þannig
að nú á ekkert að vera því til fyrir-
stöðu að tekinn verði upp þráðurinn
þar sem frá var horfið varðandi
staðsetningu á nýju álveri fyrirtæk-
isins sem keypt var í Þýskalandi.
Kenneth D. Peterson, eigandi og
forstjóri fyrirtækisins, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gærkveldi
að málið hefði verið í biðstöðu í
hálft ár, en nú yrði hafist handa á
nýjan leik að finna álverinu stað.
Fundur forsvarsmanna fyrirtækis-
ins og fulltrúa Landsvirkjunar og
íslenskra stjórnvalda hefur verið
ákveðinn snemma í júnímánuði og
verður fundurinn haldinn erlendis.
Fyrirtækinu er skipt milli aðaleig-
anda þess, Kenneth Petersons, ann-
ars vegar og hins vegar starfs-
manna sem áttu talsverðan hluta í
fyrirtækinu. Starfsmennirnir fá
Goldendale álbræðslufyrirtækið í
sinn hlut og hafnaraðstöðu í Port-
land í Oregon, en Peterson fær full
yfirráð yfir Columbia fyrirtækinu
sem heitir eftir breytinguna Col-
umbia Ventures Corporation. Það
fær í sinn hlut ýmis fyrirtæki í úr-
vinnslu á áli og endurvinnslu, auk
álbræðslunnar sem keypt var í
Þýskalandi og eftir á að finna stað,
og auk mikilla fjármuna, samkvæmt
fréttatilkynningu um skiptinguna.
Kenneth Peterson sagði að málið
hefði verið í biðstöðu meðan á
endurskipulagningu fyrirtækisins
hefði staðið og þráðurinn yrði nú
tekinn upp þar sem frá var horfið.
Hann sagði að svo stutt væri liðið
frá lokum endurskipulagningarinn-
ar að hann gæti ekkert fullyrt um
hvenær ákvörðun gæti legið fyrir
varðandi staðsetningu á álverinu,
en ákvörðun yrði hraðað eins og
kostur væri.
Upphaflega komu fjórir staðir til
greina undir nýja álverið, en þeim
fækkaði fljótlega í tvo, ísland og
Venezúela. Kenneth Peterson kom
ásamt samstarfsmönnum sínum
hingað til lands í haust til að skoða
aðstæður á Grundartanga fyrir ál-
verið.
Vestmannaejjura. Morgunblaðið.
BLÖÐRU SELUR tók land í fjör-
unni í Brimurðinni í Vestmanna-
eyjum um helgina og Iét fara vel
um sig þar.
Krislján Egilsson, forstöðumað-
ur Náttúrugripasafnsins, sagðist
hafa farið strax í Brimurðina eftir
að hann var látinn vita af selnum
og hafi hann þá legið í fjörunni.
Fljótlega hafi borið að fjölda fólks
ásamt hundi og hafi selurinn þá
orðið mjög illilegur og urrað mik-
ið áður en hann kom sér í sjóinn
og hvarf. Kristján sagðist siðan
hafa séð hann aftur á sama stað
á sunnudaginn. Kristján sagði að
hægt hefði verið að fara alveg að
selnum áður en hann fór að ókyrr-
ast, en hann hefði blásið upp
blöðruna og hvæst illilega þegar
honum fannst sér ógnað. Selurinn
var mikill bolti og sagðist Kristján
telja að hann hefði verið um þrír
metrar að lengd og örugglega
vegið um hálft tonn. Kristján sagð-
ist ekki vita til þess að fullvaxinn
blöðruselur hefði áður sést á landi
í Eyjum en nokkrum sinnum hefðu
blöðruselskópar sést þar í fjörum.
Hann sagði heimkynni selsins á
isnum milli íslands og Grænlands
og væri talið að um 500 þúsund
selir væru þar.
Forseti
írlands í
heimsókn
FRÚ Mary Robinson, forseti ír-
lands, og Nicholas eiginmaður
hennar komu í opinbera heimsókn
hingað til lands í gærmorgun.
Hjónin heimsóttu í gær Hæsta-
rétt, Alþingi, Listasafn Islands og
Árnastofnun.
I dag munu þau heimsækja
Háskóla Islands og Kjarvalsstaði
og sitja hádegisverðarboð Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur
borgarstjóra í Höfða. Til stóð að
fara í dag með þyrlu Landhelg-
isgæzlunnar að Gullfossi, Geysi
og til Þingvalla, en veðurútlit var
óhagstætt og var förinni frestað
þangað til á morgun. í gærkvöldi
sátu forsetahjónin kvöldverðar-
boð frú Vigdísar Finnbogadóttur
á Hótel Sögu, og var myndin tek-
in við upphaf þess.
■ Dagskránni breytt/12
Jón Steinar Gunnlaugsson formaður yfirkjörstjórnar víkur sæti
Nálgast hneisu fyrir þjóð-
'ina að kjósa Olaf Ragnar
Umboðsmadur Ólafs Ragnars gagn-
rýnir ummæli Jóns Steinars harðlega
JÓN Steinar Gunnlaugsson,
hæstaréttarlögmaður og formaður
yfirkjörstjórnar í Reykjavík, hefur
ákveðið að víkja sæti úr yfirkjör-
stjórninni vegna framboðs Ólafs
Ragnars Grímssonar til kjörs for-
seta íslands. í greinargerð sem Jón
Steinar hefur sent frá sér segist
hann oft hafa fjallað opinberlega
og fyrir dómi um óverjandi fram-
k'omu Ólafs Ragnars í opinberum
stöðum. Hann geti því ekki gætt
hlutleysis gagnvart framboði Olafs
Ragnars og Ólafi væri óréttur
gerður ef hann þyrfti að una því
að Jón Steinar starfaði í yfirkjör-
stjórn í forsetakosningunum.
Jón Steinar rekur þrjú dómsmál
í þessu sambandi; málefni Haf-
skips, brottvikningu Magnúsar
Thoroddsen, fyrrv. forseta Hæsta-
réttar, og mál Þýsk-íslenska hf.,
og segir að Ólafur Ragnar hafi þar
komið við sögu sem alþingismaður
eða ráðherra með hætti sem teljist
bæði siðlaus og á köflum löglaus.
„Svo mikið er víst að ég tel það
nálgast hneisu fyrir þjóðina að
kjósa hann í embættið, þar sem
störf hans á opinberum vettvangi
undanfarin ár sýni að hann sé fjarri
því að uppfylla þau skilyrði sem
ég tel sæma þessu virðulegasta
embætti þjóðarinnar,“ segir í
greinargerð Jóns Steinars.
Ólafur Ragnar vildi ekki tjá sig
í gær um ákvörðun Jóns Steinars
eða um þá gagnrýni sem fram
kemur í greinargerð hans. Sigurð-
ur G. Guðjónsson, hæstaréttarlög-
maður og umboðsmaður Óiafs
Ragnars gagnvart yfirkjörstjórn,
gagnrýnir harðlega ákvörðun Jóns
Steinars og segir að aldrei hafi
komið fram hjá Jóni Steinari í sam-
skiptum þeirra vegna undirbúnings
að framboði Ólafs Ragnars að
hann kynni að vera vanhæfur.
„Niðurstaða mín af öllu þessu
er sú, að núna þegar það liggur
fyrir hveijir eru frambjóðendur og
það liggur líka fyrir að Ólafur
Ragnar hefur haft ákveðið forskot
á keppinautana í skoðanakönnun-
um, kjósi Jón Steinar að víkja úr
sæti yfirkjörstjórnar til þess að
geta beitt sér í þágu einhvers fram-
bjóðanda, sem ég veit ekki hver
er,“ sagði Sigurður.
„Ef hann er að tala um þetta
út frá stjórnsýslulögum, þá er það
ekki í anda stjórnsýslunnar að sá
embættismaður sem kýs að víkja
sæti skuli nota tækifærið og sví-
virða og lítillækka þann sem hann
telur sig vera vanhæfan gagnvart."
■ Oft fjallað/14
■ Ummælin/14
Þyrla sótti
slasaðan
mann
ÞYRLA Landheigisgæslunnar sótti
slasaðan mann til Neskaupstaðar síð-
degis í gær. Maðurinn hafði verið
einn á ferð úti í Barðsnesi og er tal-
ið að hann hafi dottið.
Að sögn lögreglu er ekki ljóst
hvernig slysið vildi til. Mannsins var
saknað að kvöldi mánudags og hófst
leit í gærmorgun og fannst hann
fijótlega. Var hann fluttur á sjúkra-
húsið á Neskaupstað og þaðan með
þyrlu Landhelgisgæslunnar til
Reykjavíkur. Að sögn lögreglu er
hann rifbeinsbrotinn auk þess sem
annað lungað hafði fallið saman.
----------» ♦ »-----
Göngubrú yfir
Miklubraut
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að
göngubrúin yfir Miklubraut á móts
við Borgargerði verði byggð.
Samþykktin er gerð með fyrirvara
um að umhverfismálaráð samþykki
göngutengsl. Lagt er til að gerð brú-
arinnar verði samþykkt.