Morgunblaðið - 02.06.1996, Side 11

Morgunblaðið - 02.06.1996, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1996 11 mætum og enn meira færi í sjóinn ef refsingar yrðu hertar eins og þá stóð til og nú er orðið að veru- leika með nýju lögunum. Sjómennirnir lýstu margir þeim vilja sínum að tekið yrði á málinu með jákvæðum hætti. Þeim yrði gefinn kostur á að landa fiskinum að hluta eða öllu leyti utan kvóta og hann seldur á fiskmarkaði. Áhöfnin fengi einhveijar krónur vegna fyrirhafnarinnar við að hirða fiskinn og koma með hann að landi, nógu lágt til þess að enginn færi að sækjast eftir slíkum fiski. Út- gerðin fengi ekkert fyrir aflann tii að koma í veg fyrir að bátarnir yrðu beinlínis gerðir út á veiðarnar en söluandvirðið rynni til ríkisins, í þyrlusjóð, til rannsókna eða for- varnastarfs, í styrktarsjóð sjó- manna eða jafnvel til byggingar barnaspítala. Hugmyndir sem þessar komu til tals í sjávarútvegsnefnd Alþingis við umíjöllun málsins og fengu þar og víðar í þingsölum talsverðan hljómgrunn. Pétur H. Blöndal al- þingismaður setti ákveðna hug- mynd í þessa veru á blað og gauk- aði að sjávarútvegsnefnd. I áliti nefndarinnar kemur fram að mikl- ar umræður urðu í nefndinni um meðafla og allt sem lýtur að því að fiski er fleygt í sjóinn. Nefndin tók málið ekki upp í lögin og bar því við að hvorki lægju fyrir nægj- anlegar upplýsingar um umfang vandans né tillögur til úrbóta sem samstaða gæti tekist um: „Voru nefndarmenn þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að skoða möguleika á breytingum sem dregið gætu úr úrkasti og var m.a. rætt um hug- myndir um að heimila einhverja löndun meðafla umfram kvóta.“ Lagt var til að Umgengnisnefndin myndi skoða málið áfram. Drepinn hvort sem er „Nú er sjómönnum gert að koma með ailan afla að landi þótt útgerð- armennirnir tapi á því vegna þess að þeir þurfa að kaupa kvótann dýrara verði en þeir fá fyrir afl- ann. Það má ekki setja fólk í svona aðstöðu, að verða að fleygja fiski. Hagsmunir einstaklingsins og heildarinnar verða að fara saman í aðalatriðum," segir Pétur Blön- dal. Hann hefur ekki trú á gagn- semi þeirrar leiðar sem farin er í frumvarpinu, þ.e. að banna bátum að fara á sjó nema hafa kvóta fyrir öllum líklegum afla í veiði- ferðinni. Segir að menn geti kom- ist fram hjá þessu ákvæði, til dæm- is með því að eiga alltaf sömu tonn- in af þorskkvótanum eftir með því að henda þorski sem slæðist með á öðrum veiðum. Þá bjóði þetta ákvæði heim hættunni á misbeit- ingu valds því það verði á valdi embættismanna að segja mönnum hvaða kvóta þeir þurfi að hafa til þess að mega róa. Óformleg tillaga hans gekk út á það að í stað þess að banna skipi að fara á sjó án þess að hafa afla- heimildir fyrir öllum líklegum afla verði skipstjóra gert að ákveða við löndun hvað af afla skipsins skuli telja af kvóta þess. Sá afli sem falli utan kvóta verði eign rann- sóknastofnana sjávarútvegsins, að frádregnu 5-15% gjaldi af endan- legu söluandvirði sem útgerð og sjómenn fengju fyrir að flytja fisk- inn í land, geyma hann og landa. „Það þarf að vera hvati til þess að aflinn komi að landi í stað þess að fara í sjóinn, án þess að útgerð- in hagnist á því. Þjóðin nyti góðs af auknum afla því þetta er fiskur sem er drepinn hvort sem er,“ seg- ir Pétur. Sjávarútvegsnefnd tók tillögu Péturs ekki upp í lögin, eins og fyrr segir, þrátt fyrir að margir nefndarmenn væru spenntir fyrir lausn af þessu tagi, að sögn Stein- gríms J. Sigfússonar, formanns nefndarinnai'. Því réð meðal annars mikil andstaða sem þingmenn fundu hjá embættismönnum í sjáv- arútvegsráðuneyti og á Fiskistofu. Reyndar gerði einn nefndarmanna, Sighvatur Björgvinsson, tillögu Péturs að sinni og flutti við lokaaf- greiðslu frumvarpsins en hún var Kvótakerfið undirrót vandans „FISKI verður alltaf hent á meðan afla- markskerfi er notað við stjórn fiskveiða. Menn verða einfald- lega að horfast í augu við það,“ segir Óskar Þórarinsson, skip- stjóri á Frá í Vest- mannaeyjum. „Þegar Færeyingar stóðu frammi fyrir því að henda fiski keyrðu þeir í land og sögðust ekki vinna eftir svona kerfi. Is- lenskir sjómenn beygja sig undir vit- Iaus Iög og reyna svo að bjarga sér með því að svindla á þeim í stað þess að segja: Nei takk, við tökum ekki þátt í svona vitleysu. Það eru engar smátöl- ur, verðmætin sem fara í sjóinn. Þetta kom skýrt fram í stærsta blaði landsins i fyrra, það var engin vitleysa sem þar stóð. En menn leiða þetta bara hjá sér, segjast ekki trúa þessu upp á sjómenn og svo fjarar umræðan út,“ segir Oskar. Hann segist ekki hafa kynnt sér nýju umgengnislögin en það sem hann hafi heyrt af þeim breyti engu. Bann við að henda fiski í sjóinn hefði verið í gildi í áratugi og • ekki útlit fyrir að menn breyti hegðun sinni við ný lög. Meiri þörf væri á að breyta stjórn- kerfinu sem sé und- irrót alls vandans. Óskar segir stór- hlægilegt að fylgj- ast með stjórnmála- mönnum og fiski- fræðingum hæla sér af friðuninni, bati fiskistofnanna væri henni einni að þakka. „Auðvitað er ekki hægt að afsanna þetta og friðunin hefur haft sín áhrif. En ég er viss um að það væri í góðu lagi að fiska 250 þúsund tonn af þorski á hverju ári án þess að það bitnaði á þorskstofninum, það færi bara minna í sjóinn aft- ur.“ Hann segir að batann megi einnig skýra með breytingum í skilyrðum í sjónum við suður- ströndina, segir að straumar og hitastig hafi skyndilega breyst í svipað horf og var fyrir 6-7 árum og í áratugi þar á undan. Óskar Þórarinsson Þyrfti æði stórt fangelsi „ÞÓTT eftirlitsmenn hafi komist að ýmsu hefur ekkert verið gert með það. Ef nú á að fara að beita refsingum þyrfti að byggja æði stórt fangelsi, eins og fisk- gengdin og kvótinn er um þessar mund- ir,“ segir Óttar Guð- laugsson, skipstjóri á Auðbjörgu frá Ólafs- vík. Óttar segir að fisk- gengd hafi verið gríðarleg í ár og á síðasta ári en litlum kvóta úthlutað. Nú séu allir búnir með þorskkvótann og það þýði að menn hendi þorsk- inum sem komi með á öðrum veiðum og það sé ekki aðeins versti fiskurinn sem fari fyrir borð. „ Auð- vitað hefði þurft að taka á þessum málum miklu fyrr. Eins og staðan er núna þyrfti að byggja fangelsi sem rúmaði nánast alla sjómenn lands- ins,“ segir Óttar. Hann segir að fyrst þorskkvótinn hefði ekki verið auk- inn til þess að dekka meðafla yrðu menn einfaldlega að hætta veiðum þegar kvót- anum er náð. Það færi út í tóma vit- leysu þegar menn reyndu við aðrar tegundir því þorskgengdin væri svo mikil að ekki yrði við neitt ráðið. Óttar Guðlaugsson felld. Pétur sat hjá við atkvæða- greiðsluna. Hann segir að ekki hafi gefist tími til að ræða þessa hugmynd nægjanlega vel og leita álits hagsmunaaðila sem þekktu best til mála. Fáránlegt væri að samþykkja slíka hugmynd, jafnvel þótt hann hefði sjálfur komið fram með hana, áður en búið væri að sjá fyrir afleiðingarnar. Leiðir til aukinnar veiði Steingrímur segir að hugmynd Péturs sé ekki ný af nálinni á Al- þingi. Sjálfur hafi hann oft flutt tillögur í þessa veru. Hann segist telja nauðsynlegt að hafa hámark á heimildum af þessu tagi, til dæm- is að menn gætu landað utan kvóta allt að 15% af upphaflegum kvóta sínum í viðkomandi tegund, þó að hámarki 10% í hverri veiðiferð. Og þegar því marki væri náð ættu menn að leggja bátunum. Segist hann ekki geta stutt tillögu Péturs vegna þess að í henni væri ekki gert ráð fyrir neinu hámarki á löndun utan kvóta. Steingrímur segist ekki gera lítið úr vandamál- inu, það sé óleyst og það hefðu orðið sér vonbrigði að við lagasetn- inguna skyldi ekki nást meiri árangur á þessu sviði. Nú þyrfti að leggja vinnu í málið eins og sjávarútvegsnefnd hefði lagt til. Heimild til að landa meðafla utan kvóta myndi óhjákvæmijega leiða til aukins afla, að mati Árna Kolbeinssonar, ráðuneytisstjóra í sjávarútvegsráðuneytinu. Telur hann að ef menn mættu veiða eins mikinn þorsk og þeim sýndist myndu þeir hætta að forðast þor- skinn jafn ákveðið og þeir gerðu nú. Til þess að mæta auknum afla þyrfti síðan að minnka úthlutaðan þorskkvóta og málið kæmist í ákveðinn vítahring. Pétur Blöndal segist vissulega gera sér grein fyrir þessari hættu. Hins vegar sé þessi fiskur dauður hvort sem er og því gerði ekkert til þótt mönnum yrði leyft að landa honum. Kristján Þórarinsson, formaður Umgengnisnefndarinnar svoköll- uðu, segir að fullur vilji hafi verið í nefndinni til að leysa vandamálið en ekki hafi fundist leið sem menn hefðu trú á að gengi upp. Ekki væri hægt að gefa veiðarnar frjáls- ar og þótt auðvelt væri að veiða þorskinn væri mikilvægt að halda aftur af sér við það. Vandamálið væri fyrst og fremst ójafnvægi í samsetningu kvótans, of mikið væri gefið út af ýsu- og ufsakvóta miðað við þorsk. „Ef menn meina eitthvað með því sem þeir segja um að meira sé tekið af þorski en gefið er upp er lausnin ekki sú að auka þorskveiðiheimildir heldur fremur að draga úr heimildum í ýsu og ufsa. Hætta að hvetja menn til að koma sér í vandræði,“ segir Kristján. Hann leggur einnig áherslu á að veiðieftirlitið verði á hveijum tíma að beina kröftum sínum þangað sem líklegt er að þessi vandamál komi upp. Fram- kvæmd eftirlitsins geti ráðið miklu um árangurinn í baráttunni. Vandamál vegna brottkasts þorsks sem slæðist með þegar kvótalítil skip eru að reyna við aðrar tegundir, minnka eftir því sem þorskstofninn styrkist og kvótinn eykst. Hafrannsóknastofn- un gerir tillögur um aukningu þorskkvótans á komandi fiskveiði- ári, í fyrsta skipti í mörg ár. Jafn- framt er lagt til að ýsu- og ufsa- kvótinn verði minnkaður en hann hefur verið nokkuð spenntur upp á meðan þorskveiðiheimildirnar hafa verið í lágmarki. Auknum þorskkvóta fylgir vafalaust lækkun kvótaverðs þannig að menn ættu að geta keypt sér þorskkvóta til að dekka meðafla án þess að stórtapa á því. Vandamálið ætti því smám saman að minnka. í byijun síðasta árs var afnumin sú regla að skip gætu landað hluta undirmálsfisks utan kvóta. Var þetta gert vegna þess að heimildin var misnotuð. Margir sjómenn gagnrýndu þessa aðgerð og fullyrt var að mun meira færi í sjóinn eftir breytinguna. Eftir umræðuna á síðasta sumri var reglan færð til fyrra horfs. Fiskistofa sviptir Sjómenn og veiðieftirlitsmenn hafa verið ósáttir við það hvað lít- ið hefur komið út úr ábendingum þeirra og kærum vegna slæmrar umgengni um auðlindina og svindli í kvótakerfinu. Málin hafa ekki átt greiða leið í gegnum dómskerfið. Jafnvel hafa heyrst raddir um að ekki þýði að kæra, ekkert væri gert. Það hefur áreiðanlega haft mikið að segja um framgang mála hvað reglur voru óljósar og erfitt að beita þeim viðurlögum sem fyr- ir hendi voru. Með lögunum um umgengni um nytjastofna sjávar er komin heildarlöggjöf um þennan mála- flokk með nokkuð skýrum reglum og úrræðum. Að vísu gekk upphaf- leg gerð frumvarpsins nokkuð langt í hina áttina og sjómenn töluðu um refsigleði sem þeir töldu að myndi ekki ná tilgangi sínum. Nokkuð var slakað á refsingum í endanlegri útgáfu laganna. Heimild og í sumum tilvikum skylda til sviptingar veiðileyfa er færð frá sjávarútvegsráðuneyti til Fiskistofu. Að sögn Þórðar Ás- geirssonar fiskistofustjóra mun þessi breyting væntanlega leiða til þess að hægt verður að stoppa mun fyrr báta sem eru að fiska yfir kvóta sinn. Það eru einmitt algengustu brotin. í nýju lögunum er ekki einungis gert ráð fyrir að svipting veiðileyfa verði notuð til að aflétta ólögmætu ástandi, eins og veiðum umfram kvóta, heldur einnig til að refsa mönnum vegna annarra brota. Fiskistofa á að birta opinberlega upplýsingar um svipt- ingu veiðiheimilda og vafalítið felst í því töluvert aðhald. Fiskistofa getur einnig látið málin ganga til dómstóla, þegar menn eru staðnir að brotum, til dæmis við að fleygja fiski eða svindla á vigt. Er hægt að sekta menn um allt að 4 milljónir við fyrsta brot og allt að 8 milljónir við ítrekuð brot. Sé um stórfelld og ítrekuð ásetningsbrot að ræða skulu þeir brotlegu að auki sæta varðhaldi eða fangelsi, allt að sex árum. Ymsar skyldur eru lagðar á herðar starfsmanna hafna, öku- manna sem flytja afla, starfs- manna fiskmarkaða og kaupenda, til þess að auka aðhald við með- ferð og skráningu afla þegar í land er komið. Sjómenn hafa verið ragir við að kæra brot sem þeir verða vitni að. Kom þetta meðal annars fram í því að fáir vildu tjá sig undir nafni þegar rætt var við sjómenn um þessi mál fyrir ári, sögu að þeir gætu þá alveg eins tekið pokann sinn strax. í upphaflegu frumvarpi var gert ráð fyrir ákveðinni vernd fyrir sjómenn og aðra starfsmenn útgerðar sem segja frá brotum. Þessu ákvæði var hins vegar illa tekið af fulltrúum sjómanna í Umgengnisnefndinni, þótti mörg- um að of langt væri seilst í þá átt að koma upp um félaga sína og samstarfsmenn og óttuðust að réttindin yrðu misnotuð með skelfi- legum afleiðingum fyrir starfsand- ann um borð. Að sögn Kristjáns Þórararinssonar heyrðust þau sjón- armið að menn gætu kjaftað frá í þeim tilgangi einum að halda skipsplássi sínu. Lagði nefndin til að þetta ákvæði yrði fellt út og var það gert. Ekki von á miklum breytingum Flestir eru sammála um að sam- þykkt laganna um umgengni um nytjastofna sjávar muni ekki leiða til mikilla breytinga. Kristján Þórarinsson segir að forsenda þess að unnt verði að snúa þróuninni við sé að hafa gott eftirlit og að fylgja eftir málum sem upp koma. Telja þeir Árni Kolbeinsson ráðu- neytisstjóri að lögin styrki mögu- leika á eftirliti og að koma fram málum. Hvorugur á von á miklum breytingum í upphafi og segja mestu skipta hvernig til takist með framkvæmd veiðieftirlitsins. Árni segir að lögin gefi tilefni til að endurmeta veiðieftirlitið. Þórður Ásgeirsson tekur í sama streng og bætir því við að fleiri ný verkefni sem Fiskistofu hafi verið falin á árinu, meðal annars stjórnun veiða smábáta og eftirlit á Flæmska hattinum, knýi ekki síður á um endurskoðun. Óll þessi verkefni útheimti mikla viðbótar- vinnu sem ekki hafi verið gert ráð fyrir við íjárlagagerð. Vonast hann eftir aukafjárveitingu í haust og auknum fjárveitingum á næstu fjárlögum. Telur Þórður að vegna nýju lag- anna þurfi að auka mannskap í skrifstofueftirliti sem hann kallar svo, það er að fylgjast með afla og kvóta og stoppa menn af þegar kvótinn er að klárast. Einnig að fylgjast með aflasamsetningu á mismunandi veiðislóð og tíma. Hins vegar verði alltaf mjög erfitt að koma við eftirliti úti á miðunum því til að stöðva brottkast fisks þyrfti nánast mann um borð í hvert einasta skip flotans. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður sjávarútvegsnefndar, segir að vissulega séu nýju lögin skref í rétta átt. Hann segist þó ekki hafa sannfæringu fyrir því að þau leysi þau stórfelldu vandamál sem nú séu uppi, þau séu hálfgerður kattarþvottur. Segir hann að sjáv- arútvegsnefnd og hann persónu- lega hafi fengið upplýsingar um alvarleg dæmi þess að fiski væri fleygt um þessar mundir. Því mið- ur breyttu lögin litlu um það.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.