Morgunblaðið - 02.06.1996, Síða 27

Morgunblaðið - 02.06.1996, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1996 27 Fyrir- lestur um marflær JÓHANNA B.W. Friðriksdóttir heldur fyrirlestur um rannsóknar- verkefni sitt til meistaraprófs í líf- fræði mánudaginn 3. júní kl. 16.15 í stofu G-6 á Grensásvegi 12. Öll- um er heimill aðgangur að fyrir- lestrinum meðan húsrúm leyfir. í fréttatilkynningu frá Háskól- anum segir að könnuð hafi verið útbreiðsla og tegundafjölbreytni innan 12 ætta marflóa auk þess sem tegundasamsetning var tengd við umhverfisþætti. Þetta er sjálf- stætt verkefni innan samnorræna rannsóknarverkefnisins „Botndýr á íslandsmiðum". Sýni, sem tekin voru með botnsleða allt niður á um 1200 m dýpi sýna að norðan og suðvestan Islands eru tvö ólík hafsvæði með ólíkar umhverfisað- stæður. Yfir 81% tegunda fannst nær eingöngu á öðru hvoru haf- svæðinu. Alls fundust 156 tegund- ir af marflóm í rannsókninni. Tutt- ugu og sjö tegundir fundust í fyrsta sinn hér við land og líklega eru 52 tegundir áður óþekktar. Norðan íslands hafði hitastig mestu áhrifin á útbreiðslu marflóa og var tegundafjölbreytni mest á 300-600 m dýpi. Suðvestan ís- lands réð dýpi mestu um út- breiðslu og fjölgaði tegundum jafnt og þétt með auknu dýpi. Marflær eru undirstöðufæða margra nytjafiska en auk þess er hægt að nota þær sem mælikvarða á áhrif vaxandi mengunar hér við land. Skyndileg breyting á teg- undasamsetningu marflóa er vís- bending um mengun. Umsjónarmenn með verkefninu voru dr. Jörundur Svavarsson pró- fessor og dr. Agnar Ingólfsson prófessor. ■ Á AÐALFUNDI Félags tón- skálda og textahöfunda, sem haldinn var fyrir skömmu, var kos- in ný stjórn félagsins og er hún nú þannig skipuð: Þórir Baldursson, formaður, Helgi Björnsson, vara- formaður, Magnús Kjartansson, Stefán Hilmarsson og Stefán S. Stefánsson, meðstjórnendur. Vara- menn eru: Jón Ólafsson og Rafn R. Jónsson. Þá var Magnús Kjart- ansson kosinn formaður STEF, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar til næstu tveggja ára. Á fundinum voru jafnframt kjörnir fyrstu heiðursfélagar FTT þau Ingibjörg Þorbergs, Jón Múli Árnason og Jónas Arnason. Félag tónskálda og textahöfunda telur nú um 90 félagsmenn. Aðal- steinn Ásberg Sigurðsson er framkvæmdastjóri félagsins. HEYRÐU! Hefur ÞÚ athugað Arsnám í Reykliolti? Allar upplýsingar í síma 435 1200/431 2544 INNRITUN lýkur 5. júní - kjarni málsins! FYRIR GARÐA OG SUMARHÚS Girðingarefni • Þakefni Grasfræ • Aburður • GarSáhöld MR búðin • Laugavegi 164 Símar: 551 1125 • 552 4355 • Fax: 581 4450 Eitu bú 18-26 áia og langar aö gerast skiptinemi í ár? Getum enn bætt við í nokkur pláss til Evrópu, Ameríku og Asíu. Alþjóðleg ungmennaskipti, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavik, s. 561 4617. FORSETAKOSNINGAR 1996 Forseti hknds B0ÐBERI FRIÐAR Sérhvert ferðalag hefst á einu skrefi. STUÐNINGSMENN FRIÐAR um ámngurjriöar og aþopnunar. felendineum býðst það hlutverk að leiða heíminn til Mðar. iáðlmmmn íumál sín án vöpna. Enmn erpvíbetri \ hlutverkJriðamoða enforseti íslmkupjóðarinnar. Forseti ísiands - boðberi friðar í heimmum. ÉiþórMagmísson hefursíaifað víða um heim aðfriðarmálum og meðal annars hbtið alþjóðlegar viðurkenningarfyrirstörfsín. Hann bfður núfram reynsly rna ogpekkingu íembœttiforseta Islands Tökumfo -virkjum Bessastaoií1' ^YRKJf/.y ^SSA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.