Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Skýrsla forsætisráðherra um laun og lífskjör rædd á Alþingi Staðfestir að íslending- ar búa við góð lífskjör DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði að hann hefði óskað eftir sam- antekt Þjóðhagsstofnunar þar sem leitast væri við að gefa sem réttasta og sannasta mynd af lífskjörum ís- lendinga og annarra þjóða. Hann hefði talið þetta mikilvægt vegna villandi umræðna um þetta efni á síðasta ári, ekki síst í tengslum við meintan landflótta. „Þar var gjarnan dregin upp afar dökk mynd af lífskjörum hér á landi, jafnvel svo að á stundum minnti hún á svokallaða agenta sem riðu um héröð á seinni hluta síðustu aldar og hvöttu hvern sem gat til að flytja til nýja heimsins,“ sagði forsætisráð- herra. Samanburðurinn ekki tæmandi og vafalaus Hann sagði að eðli málsins sam- kvæmt yrði samanburður eins og gerður er í skýrslunni aldrei tæm- andi og vafalaus og því yrði að líta á skýrsluna sem innlegg í umræðuna fremur en endanlega og óyggjandi niðurstöðu. „Skýrslan staðfestir að íslending- ar búa við góð lífskjör og ætti sú staðreynd ekki að koma neinum á óvart. Öll þau helstu kennileiti sem hagfræðingar líta til um alþjóðlegan lífskjarasamnaburð staðfesta þetta. Það fyrsta sem þeir líta til er lands- framleiðsla á mann. Þannig var landsframleiðsla á mann árið 1994 3,4% meiri hér á landi en að meðal- tali í aðildarríkjum OECD og 7,6% meiri en að meðaltali í ESB. A þann kvarða erum við í 11. sæti meðal þjóða heims á milli Frakklands og Þýskalands, en langt á undan Finn- um og Svíum sem eru í 17. og 19. sæti,“ sagði Davíð. Hann sagði að hafa þyrfti í huga að viðmiðunarárin 1993 og 1994 hefðu íslendingar verið á botninum í mjög erfiðri efnahagslægð, en Dan- ir hefðu hins vegar siglt lygnan sjó í efnahagsumróti síðustu ára. Forsætisráðherra gerði á Alþingi í gær grein fyrir skýrslu um laun og lífskjör á íslandi, í Danmörku og víðar og sagði hann m.a. að íslendingar gætu að öllu samanlögðu nokkuð vel unað við sinn hlut. „Hagvöxtur var neikvæður og kaupmáttur launa var lágur í sögu- legu samhengi, 16% lakari en hann var mestur árið 1987. Hann hrundi sem kunnugt er mest á tímum vinstri stjómarinnar sem sat frá 1988-91. Þá varð mesta kaupmáttarhrunið eins og allur almenningur í landinu veit.“ Davíð sagði að kaupmáttur launa hefði vaxið á ný hér á landi og væri nú útlit fyrir 8-8,5% aukningu kaup- máttar ráðstöfunartekna á árunum 1995 og 1996 sem væri mun meiri aukning en víðast hvar annars stað- ar. Jafnframt væri útlit gott um hagvöxt á næsta ári. Þetta yrði að hafa í huga þegar verið væri bera saman tölur þar sem vantaði kaup- mátt upp á 8,5-9%, og þetta þyrfti allt að vera með í bakgrunninum þegar myndin um laun einstakra stétta væri borin saman á milli landa. „I því skyni að tryggja að áfram verði haldið á þessari braut er mikil- vægast að varðveita áfram stöðug- leikann í landinu og jafnvægi í þjóð- arbúskapnum og stuðla að framför- um og aukinni framleiðni jafnt í at- vinnulífi sem opinberum búskap. Þegar öllu er á botninn hvolft og hvernig sem talað er þá er Ijóst að aukin framleiðni er eini öruggi grunnur bættra lífskjara," sagði Davíð. Upphafið að víð- tækri gagnasöfnun Margrét Frímannsdóttir formaður Alþýðubandalagsins sagði að margt mætti læra af skýrslunni, en tildrög þess að skýrslan væri komin fram væri beiðni þingflokks Alþýðubanda- lagsins og óháðra til forsætisráð- herra um skýrslu um muninn á laun- um og lífskjörum á íslandi og í Dan- mörku. Hún sagði skýrsluna sýna það sem lengi hefði verið haldið fram að lífs- kjör á íslandi væru að vissu leyti sambærileg við lífskjör á öðrum Norðurlöndum, en að því undan- skildu að hér væri vinnutíminn mun lengri en þar tíðkast og launagreiðsl- ur fyrir unna vinnustund miklu lægri og tími vinnandi fólks til að sinna ljölskyldu og tómstundum mun styttri. Margrét sagði að þegar þingflokk- ur Alþýðubandalagsins og óháðra hefði farið fram á að gerður yrði ítar- legur samanburður á launum og lífs- kjörum hér á landi og I Danmörku hafi ætlunin verið sú að þessi vinna yrði aðeins upphafið að víðtækri gagnasöfnun og starfi sem yrði grunnurinn að tillögum til úrbóta í þágu atvinnulífs, en ekki síður yrði þessi vinna notuð til að skoða með hvaða hætti mætti bæta lífskjör al- mennings í landinu þannig að þau yrðu sambærileg við það sem best gerist hjá nágrannaþjóðunum. Hún sagði þeirri spurningu enn vera ósvarað hvers vegna atvinnulíf- ið í Danmörku gæti borið betri og hærri laun en atvinnulífið hér á landi og vinna þyrfti sambærilega úttekt og skýrslu þar um, en þar með yrði kominn góður grunnur að tillögum til úrbóta. TILBOÐ BENIDORM - BENIDORM 10. júní, 17. júní og 24. júni-1, 2, 3 vikur Flug, gisting, flugvallarskattar, fararstjórn, akstur erlendis Staögreidsluverö frá kr. 36.165 2 fullorðnir og 2 börn ííbúð*í 2 vikur. Staðgreiðsluverð frá kr. 44.010 2 fullorðnir í íbúð* *Gisting á Los Gemelos 15. Munið Atlasávísanirnar, þær veita kt 4.000 í afslátt Pantaðu í síma 552 3200 FERÐASKRI FSTOFA REYKJAVÍKUR ASalslræli 16- sími 552 3200. Fax 552 9935 „Við hljótum að stefna að því að innan 3-5 ára höfum við náð því markmiði að hér bjóðist launafólki sambærileg lífskjör og gerist í þeim löndum sem við viljum gjarnan bera okkur saman við,“ sagði Margrét. Vantar opinbera fjölskyldustefnu Rannveig Guðmundsdóttir, Al- þýðuflokki, sagði skýrsluna segja að Islendingum hefði tekist að vinna sig út úr kreppu sem stóð frá því í lok 9. áratugarins til ársins 1994 og skynsamlega hafi verið unnið þó það hafi tekið sinn toll. „Við skuldum þeim sem báru þungann af þjóðar- sáttinni að batinn skili sér til ljöldans sem bar þennan þunga,“ sagði Rann- veig. Jóhanna Sigurðardóttir, Þjóðvaka, sagði skýrsluna m.a. sýna misrétti í tekjuskiptingunni í þjóðfélaginu og niðurstaða skýrslunnar væri sú að hér á landi vantaði opinbera fjöl- skyldustefnu. Undir það tók Kristín Ástgeirs- dóttir, Kvennalista, sem sagði nauð- synlegt að jafna þyrfti lífskjörin hér á landi betur. Stórlax í byijun sumars JÓN Ingvarsson með stærsta laxinn sem veiðst hefur til þessa, 19 punda hrygnu úr Þverá. Laxveiði hefur gengið bærilega bæði í Norðurá og Þverá. Laxinn hefur verið mikið á ferðinni síðustu daga og er kominn í nokkrum mæli fram fyrir Glanna í Norðurá og hefur að auki sést víða í Kjarrá, efri hluta Þverár, en veiði hefst þar um helgina. Forsetafram- bjóðendur í lj ós vakamiðlum FRAM ti! forsetakosninganna 29. júní næstkomandi munu frambjóð- endur til forsetaembættisins koma fram í ýmsum þáttum bæði í sjón- varpi og útvarpi. í gærkvöldi komu frambjóðendurnir fyrst fram sameig- inlega í kappræðum í beinni útsend- ingu á Stöð 2 og næstkomandi sunnudagskvöld kl. 22.30 verður umræðuþáttur í Sjónvarpinu í beinni útsendingu, þar sem frambjóðend- urnir svara spurningum blaða- og fréýtamanna úr sal. í Sjónvarpinu 24.-26. júní verða fimm 30 mínútna langir þættir þar sem frambjóðendurnir koma fram hver og einn og svara spurningum tveggja fréttamanna. Þann 28. júní verða 90 mínútna lokaumræður í samsendingu með Stöð 2. Umræð- unum stýra Bogi Ágústsson og Elín Hirst fréttastjórar. Sjónvarpið verður með þrjá 30 mínútna þætti um forsetaembættið 12.-14. júní. í fyrsta þættinum verð- ur fjallað um stjórnarskrána og vald- svið forseta, í öðrum þættinum um pólitískt hlutverk forseta, erlend samskipti og auglýsingar í kosninga- baráttu og í þriðja þættinum verður fjallað um kosningabaráttuna 1980 og kosningabaráttuna nú. Fréttaskýringar og yfirheyrslur Á Stöð 2 verða í næstu viku frá mánudegi til föstudags 6-7 mínútna fréttaskýringar um hvem frambjóð- anda í fréttaþættinum 19:20. Þá verða sömu daga yfírheyrslur yfir einstökum frambjóðendum í beinni útsendingu kl. 20-20.30 og verður yfírheyrslunum fylgt eftir í Þjóð- brautinni á Bylgjunni daginn eftir kl. 17-18, þar sem hlustendur geta beint spumingum til frambjóðend- anna. Fimmtudagskvöldið 20. júní verður Stöð 2 svo með borgarafund sem sjónvarpað verður beint frá Súlnasal Hótel Sögu. Sameiginleg kosningavaka Stöðv- ar 2 og Sjónvarpsins verður að kvöldi kjördagsins 29. júní. Útvarpað frá framboðsfundum í Útvarpinu hefur forsetaauki á laugardegi verið á vegum fréttastofu Útvarpsins á Rás 1 tvo undanfarna laugardaga og yerður þeim þáttum haldið áfram. Á vegum fréttatsof- unnar verður einnig farið á fram- boðsfundi hjá öllum frambjóðendum og í næstu vi-ku verður byijað að útvarpa efni frá þeim í fréttaþættin- um Hér og nú, að Ioknum áttafrétt- um á morgnana. Einnig verður efni frá vinnustaðafundum flutt í þættin- um Hér og nú. Laugardaginn 15. júní kl. 14-16 verður útvarpað á Rás 2 opnum al- mennum fundi með forsetaframbjóð- endum í Perlunni, en fréttastofa Útvarps og JC ísland standa að fund- inum. Á fundinum gefst almenningi kostur á að beina fyrirspurnum til frambjóðendanna. Á kosningadaginn verður frétta- stofan með kosningavöku sem hefst kl. 21.30 og stendur alla nóttina og daginn eftir verður sérstakur frétta- þáttur eftir hádegið um úrslit kosn- inga, þar sem m.a. verða viðtöl við kjörinn forseta og aðra frambjóðend- ur. 1 Útvarpinu á Rás 1 hafa verið viðtöl við maka frambjóðendanna í Laufskálanum að loknum níufréttum á morgnana og verða þættirnir end- urteknir í næstu viku kl. 21. Viðtöl við frambjóðendurna sjálfa eru í þættinum Klukkustund með forseta- frambjóðanda á Rás 1 á sunnudögum kl. 13 og eru þeir endurfluttir á mið- vikudagskvöldum. Ákveðið hefur verið að forseta- frambjóðendurnir komi fram í Þjóð- arsálinni á Rás 2 og svari spurning- um hlustenda en ekki hefur verið tímasett hvenær það verður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.