Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Niðurskurður og gæði heilbrigðisþj ónustunnar FJARVISTAR- TÍÐNI á bráðadeildum hefur hækkað mikið. Hér á eftir fylgja upp- lýsingar um fjarvistar- tíðni heilbrigðisstarfs- manna á bráðadeildum sérgreinasjúkrahúsa á íslandi. Stuðst er við upplýsingar frá launa- skrifstofum. (Fjarvist- artíðni starfsmann a 1992-1994 - Veik- indafjarvistir heil- brigðisstétta á sér- fræðisjúkrahúsm. Landlæknisembættið 1995. Ó. Ólafsson, Á.S. Ólafsdóttir, S. Haraldsdóttir, V. Ingólfsdóttir.). Á flestum þessara deilda eru fleiri tugir starfsmanna svo að langtíma veikindaíjar- vistir eins eða tveggja starfsmanna skýra ekki málið. Ef fjarvistir einstakra stétta eru kannaðar í heild fyrir allar deildir sést að litl- ar eða engar breyting- ar hafa orðið milli ára, en gífurlegur munur er á fjarvistartíðni eft- ir deildum og milli stétta. Mest ber á auk- inni fjarvistartíðni á bráðadeildum meðal hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, sóknarkvenna, ræstingarkvenna Veita þarf mun meiri fjármunum til bráða- sjúkrahúsanna, segir —99---------------- Olafur Olafsson í þess- ari síðari grein, ef takast á að halda uppi viðunandi gæðum og þjónustu. og röntgentækna á bráðadeildum. Af viðbrögðum sumra stjórnenda sjúkrahúsa við þessari könnun er ljóst þeir höfðu ekki gert sér grein fyrir þessari þróun. Samviskusemi og álag Gerðar hafa verið athuganir á andlegu og líkamlegu heilsufari heilbrigðisstarfsmanna sem ná elli- lífeyrisaldri. Bornir voru saman tveir hópar hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða með svipaðar starfsregl- ur og menntun. Einkenni þeirra sem náðu lífeyrisaldri við skerta heilsu og urðu örorkustyrkþegar, voru að þeir höfðu undantekningalaust unn- ið undir líkamlegu og andlegu álagi, lagt sig fram um að þjóna sjúkling- um og gjarnan farið með „áhyggj- urnar“ heim á kvöldin. Hinir sem náðu ellilífeyrisaldiri við sæmilega heilsu höfðu unnið undir minna álagi, létu frekar jafnt yfir alla ganga og fóru síður með áhyggjur heim með sér (Aronson G. et.al. Arbete och Hálsa 1993;26:1-19). Svipaðar niðurstöður hafa komið fram úr öðrum rannsóknum. Faglegur metnaður en ekki umbun í launum! Ráðamenn sem fjalla um fjármál heilbrigðisþjónustunnar klifa stöð- ugt á mikilvægi umbunar í launum starfsmanna fyrir vel unnin störf. Það kemur þó höfundi þessarar greinar ekki á óvart að spurningu, er beint var til starfsmanna 17 heilbrigðisstofnana 1993, „ef þú ættir að stjórna hagræðingu á þín- um vinnustað myndir þú fara öðru- vísi að en nú er gert?“, svöruðu flestir heilbrigðisstarfsmenn á þann veg að bæta þyrfti vinnutilhögun (m.a. fjölga starfsfólki), minnka yfirbyggingu, færa ákvarðanir inn á vinnustað o.fl., en aðeins tæp 2% óskuðu eftir umbun í launum ef vel gekk. Svo virðist sem þeir er ráða fjármálum hafi aðrar hugmyndir um hvað er að baki starfi og starfs- áhuga heilbrigðisstarfsfólks en raun ber vitni. í starfsgreininni vegur faglegur metnaður meira en seðlar í pyngjunni. Nýjungar - framtíðin Er unnt að hagræða meira í sjúkra- húsþjónustu. Sjúkrahótel: Nú er unnið að til- lögum um að stofna sjúklingahótel í nánum tengslum við bráðadeildir. Englendingar, Bandaríkjamenn og Tafla 6 Breytingar á fjarvistum 1992-1994 Borgarspítali: Gjörgæsludeild: Hjúkrunarfræðingar + 58,6% Sjúkraliðar + 104,0% Skurðstofa: Hjúkrunarfræðingar + 90,0% Allir heilbrigðisstarfsmenn + 21,2% Sjúkradeild (bráð): Hjúkrunarfræðingar + 100.0% Eldhús: Matráðsmenn + 51,2% Röntgendeild: Landspitali: Allir heilbrigðisstarfsmenn Röntgentæknar + 10,9% + 90,9 % Bráðamóttaka: Allir heilbrigðisstarfsmenn + 69,1% Ræsting: Allir heilbrigðisstarfsmenn + 68,8% Geðhjúkrun: Hjúkrunarfræðingar + 81,3% Fæðingarhjálp: Hjúkrunarfræðingar + 34,6% Ritaramiðstöð: Ritarar + 20,0% Landakotsspítali: Almenn skrifstofa: Starfsfólk + 12,1% Allar bráðadeildir: L- Starfsfólk + 83,9% Ólafur Ólafsson Skandinavar telja að spara megi 10-15% af rekstrarkostnaði sér- deilda á þann hátt. Göngu- og dagdeildir: Nauðsyn- legt er að efla sem mest slíkar deild- ir í framtíðinni. Margt bendir til þess að ný tækni geti dregið úr þörf fyrir skurðaðgerðir við hjarta- og æðasjúkdóma og stytti mjög legutíma. Fleira mætti nefna. Niðurstaða Gífurleg aukning hefur orðið á vinnuálagi margra heilbrigðisstétta á bráðadeildum sérfræðisjúkrahús- anna. Aukið vinnuálag sem skapar streitu og þreytu er aðalorsök skammtímafjarvista (Streita, vinna og heilsa í velferðarþjóðfélagi. Landlæknisembættið 1989, Fylgirit Nr. 4 / ásamt síðari könnun 1996). Skammtímafjarvistir koma óvænt og kosta atvinnurekendur mikið fé. Auðveldara er að bregðast við lang- tímaijarvistum með bættri skipu- lagningu. Áður fýrr voru skamm- tímafjarvistir heilbrigðisstétta fátíð- ari hér á landi en í nágrannalöndun- um en nú eru þær orðnar svipaðar eða fleiri (Social Security in the Nordic Countries 1995). Starfsáhugi heilbrigðisstétta mótast aðallega af faglegum metn- aði og samviskusemi en ekki af von um íjárhagslega umbun, eins og margir stjórnendur virðast halda. Þeir samviskusömu verða verr úti við álagsvinnu en aðrir. Brýna nauðsyn ber til að veittar verði veru- legar aukaíjárveitingar til bráða- sjúkrahúsanna, ef takast á að halda uppi viðunandi gæðum í þjón- ustunni. „Flatur niðurskurður" sem kem- ur jafnt niður á öllum deildum sér- greinasjúkrahúsanna er ósanngjarn með tilliti til sjúklinga og heilbrigð- isstarfsfólks. Höfundur er landlæknir. Ur IWÍ Imm I Skyrtur >390 1.99 Peysur >€90 2.6L JaUcar 4.990 2.9Í 181* SÍMI 552 1844 Footbaal Tee 1.390 f Síðbúinn skattadag- ur fækkar atvinnu- tækifærum HIÐ opinbera hefur þanist út á íslandi und; anfarna áratugi. í fyrra var hlutfall út- gjalda hins opinbera og iðgjalda lífeyrissjóða af vergri landsframleiðslu orðið 43%. Landsmenn eru því 157 daga að vinna fyrir álögum hins opinbera eða til 7. júní, sem er skattadagurinn í ár. Fyrrnefnd út- þensla hefur þrengt að atvinnulífinu og haft mikil áhrif á hvers kon- ar atvinnu fólk stund- ar. Sem dæmi má nefna að störfum hjá hinu opinbera hefur fjölgað um 13 þúsund á síð- ustu tveimur áratugum en störfum í iðnaði hefur fækkað um rúmlega 4 þúsund síðan 1987. Aukið umfang ríkisins hefur einnig áhrif á það hvort fólk hafi atvinnu eður ei. Lægri skattar - hærra atvinnustig í breska vikublaðinu The Ec- onomist gefur að líta niðurstöður nýlegrar rannsóknar; „The Growth of Government and the Reform of the State in Industrial Countries". Þar kemur fram að þau iðnvæddu lönd, sem hafa haldið útþenslu ríkis- ins í skefjum síðan 1960, státa af minnstu atvinnuleysi. Þessi niður- staða þarf ekki að koma á óvart, því hver króna sem ríkið tekur af einstaklingum og atvinnulífinu mun ekki nýtast þessum aðilum tii verðmætasköpunar og ijölgunar starfa. Að auki þrýsta skuldir hins opinbera vöxtum upp á við, sem aftur dregur úr fjárfestingu og at- vinnumyndun. Góðviljaðir stj órnmálamenn auka atvinnuleysi framtíðar Niðurstaðan er því sú að í hvert sinn sem stjórnmálamenn veita af almannafé, hversu sannfærðir sem þeir eru um gagnsemi verkefnanna, Þau iðnvæddu lönd, sem hafa haldið útþenslu ríkisins í skefjum síðan 1960, segir Orri Hauksson, státa af minnstu atvinnuleysi.“ fækka þeir atvinnutækifærum í framtíðinni. Möguleikar ungs fólks á að fá störf á komandi árum minnka þannig við sérhver útgjöld ríkisins. Þetta ber að hafa í huga þegar tekn- ar eru ákvarðanir um verkefni kost- uð af hinu opinbera. Höfundur á sæti í stjórn Heimdallar. Orri Hauksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.