Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ1996 27 Vikur og rauða- möl á vegg SÝNING á verkum Rögnu Ró- bertsdóttur er framlag Gallerís Ingólfsstrætis 8 til Listahátíðar. í kynningu segir að Ragna eigi að baki langan feril sem myndhöggv- ari og fjöllistamaður og frá upp- hafi hafi ákveðin og markviss skír- skotun til náttúru og umhverfis einkennt list hennar. Þessi nátt- úruhöfðun hefur öðru fremur stjórnað vali hennar á efniviði og efnistökum og markað henni per- sónulegan bás innan íslenskrar nútímalistar. Ragna hefur meðal annars sag- að hraungrýti í ferhyrnda stöpla og staflað á gólf og gert vafninga úr torfi og sett á gólf. Auk þess gerir hún veggverk úr lausu efni eins og þau sem eru til sýnis nú. Þijú verk eru staðsett á veggj- um sýningarsalarins. Listakonan segir aðferð Guðjóns Samúelsson- ar arkitekts, að klæða hús með möl og skeljasandi, heillandi og notar hún svipaða aðferð við gerð verkanna. Eitt er ferningslaga úr rauðamöl sem hún límir beint á vegginn. Annað verk er úr vikri og þriðja verkið er lína sem kemur fram í hurð í endavegg salarins. „Ég var orðin þreytt á að bera inn þessa þungu steina sem ég hef oft notað í verk mín og ákvað að gera léttari verk núna. Það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég kom í salinn var þessi línuteikning sem hurð- aropið var og ég ákvað bæði að nota það sem verk og tvöfalda svo og vísa í það í vikurverkinu. Þann- ig vinn ég inn í rýmið,“ sagði Ragna Róbertsdóttir. Verk hennar í gegnum tíðina hafa oftast verið einföld í formi. Hingform og ferhyrningsform og segir hún sjálf að þau henti henni mjög vel og efninu sem hún not- ar. Ragna segist líta á myndir sín- ar sem landslagsmyndir þótt ekki séu þær hefðbundnar sem slíkar. Hún notar landið sjálft en gerir ekki myndir af því. Ragna hefur sýnt víða erlendis og segir það vera eðlilegt þar sem tækifærin Morgunblaðið/Þorkell VERK eftir Karólínu Lárusdóttur. Svipir mannlífs MYNPLIST L i s t h ú s i ð lo 1 d KARÓLÍNA LÁRUSDÓTTIR - NÝÞRYKK Opið daglega frá 10-18. Laugardaga frá 10-17, sunnudaga frá 14-17. Til 9. júní. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ telst alltaf nýnæmi þegar okkar bestu grafíklistamenn kynna ný þrykk eftir sig, og því ég finn hjá mér hvöt til að geta þess sérstaklega að Karólína Lár- usdóttir sýnir 15 ný þrykk í kynn- ingarhorni listhússins Fold. Þetta er í raun og veru ígildi heillar sýn- ingar og svo eru fleiri óinnrömmuð þrykk eftir hana í húsinu. Karólína er svo sem margur veit búsett í Chambridge á Eng- landi, og hefur lifað og starfað erlendis frá því hún hélt utan til myndlistarnáms að loknu stúd- entsprófi. Hún menntaði sig mjög vel í Englandi, eins og vinnubrögð- in í myndum hennar bera með sér, sem einkum kemur fram í grafík hennar og vatnslitamynd- um. Má slá því föstu, að jafn rík ensk hefð hafi ekki sést í vinnu- brögðum málara'hér á landi síðan Barbara (Moray Williams) Arna- son var og hét og eru þær þó að upplagi mjög ólíkar listakonur. Sú enska erfðavenja sem hér kemur fram hefur ekki verið metin að verðleikum, þótt myndir Karólínu séu vinsælar meðal almennings fyrir þá sérstöku fortíðarþrá sem einkennir þær og snertir marga. Karólína hefur sótt í íslenzkt myndefni, einkum hvað snertir sitt næsta umhverfi, sem var Hótel Borg og starfsfólkið þar, sem virð- ist ganga aftur í myndum hennar ásamt innviðum hússins, föstum sem lausum, eins og henni komu þeir fyrir sjónir í uppvextinum. En það var annar heimur en blasti við gestum og gangandi, fólkið og andblærin í húsinu, en yfir því var ólíkt meiri dulúð, reisn og ævin- týrablær á þessum árum en seinna varð. Karólina hefur þannig mark- að sér ákveðinn vettvang sem hún eys af í ýmsum tilbrigðum og hef- ur hér dijúga sérstöðu í íslenzkri list; Kokkur dansar við þjónustu- stúlku við undirspil frá fiðluleik- ara, en önnur þjónusta horfir á í dyragættinni (2). Galdramaður býður upp á kaffi og kökur og særir fram ýmsar sjónhverfingar (4). Skipstjórinn á Örfírisey virðist endanlega kominn með skip sitt á þurrt (8). Við langt borð sitja kokkur og þjónusta andspænis hvort öðru, herramaður í svörtu snýr baki við skoðandanum, tveir englar hinum megin við borðið varpa helgiblæ yfir sviðið, þunga- miðjan er þó tómur stóll (12). Um er að ræða svipmyndir og hughrif frá löngu liðnum tíma sem segja okkur sértæka sögu. Mynd- irnar eru jafnt í hvítu og svörtu sem lit, en þá eru þær málaðar með gagnsæum vatnslit og af mikilli kunnáttusemi. Bragi Asgeirsson Morgunblaðið/Sverrir RAGNA Róbertsdóttir myndlistarmaður. hér á landi séu fá og of einskorð- Sýningin opnar í dag og stendur uð við Reykjavík. til 30. júní. Sumartón- leikar Grindavík- urkirkju ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda starfsemi umartónleika Grinda- víkurkirkju áfram, en með smá- breytingu frá því í fyrra. í stað þess að tónleikarnir voru kl. 18 verða þeir haldnir kl. 17 og verða fyrstu tónleikarnir sunnu- daginn 23. júní kl. 17. I fyrrasumar voru í Grinda- víkurkirkju þrettán tónleikar í svonefndri tónleikaröð „Sum- artónleikar í Grindavíkur- kirkju“. Tónleikarnir voru haldnir hvern sunnudagseftirm- iðdag frá miðjum júní og út júlí og ágúst. Um 250 manns sóttu þessar stundir, en lengd hverra tónleika var á bilinu 30-45 mín. Margir listamenn, bæði hljóðfæraleikarar og söngvarar, svo og hljóðfæra- flokkar tóku þátt í þessu verk- efni. Þeir tónlistamenn, sem vilja, hafí samband við organista kirkjunnar. Siguróla Geirsson, eða við kirkjuvörð fyrir hádegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.