Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 06.06.1996, Blaðsíða 68
<Ö> AS/400 er... ...með PowerPC 64 bita örgjörva og stýrikerfi <o> NÝHERJI í.k. OPIN KERFI HF. Sími: 567 1000 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 11S1, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(SCENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 6. JÚNÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Engin laxanet í Borgarfirði í ár NORÐUR-Atlantshafssjóðurinn hefur tekið á leigu netalagnir jarð- anna Rauðaness I, II og III í Borgarfirði og voru samningar þar að lútandi undirritaðir á þriðjudags- kvöld í Borgarhreppi. Að sögn Orra Vigfússonar er um að ræða átta lagnastæði við Stekkjarhöfða, Rauðanesvík, Runkatanga, Langa- tanga, Hrafnshreiðurssker, Litla- læk og við Saltlæk. Orri segir þennan samning þýða í raun að í fyrsta skipti, sennilega í sögu laxveiða hérlendis, verði eng- in net að finna í Borgarfirði í ár. „Leigutíminn giidir að svo stöddu aðeins fyrir þetta ár. Engu að síður er alltaf ánægjulegt þegar fijálsir samningar takast,“ segir Orri. Áður eitt þúsund laxar í net Laxarnir sem áður veiddust í þessi net munu ganga í Norðurá, Grímsá, Þverá/Kjarrá, Langá, Haf- fjarðará og Hítará. Um 7.000 laxar veiddust á stöng í þessum ám á seinasta ári, en um 1.000 laxar í net á áðurnefndum stöðum. NASF festi kaup á laxveiðirétt- indum jarðarinnar Þursstaða á Mýrum fyrr á þessu ári en alls hafa sex jarðir hérlendis haft heim- ild til laxveiða í sjó samkvæmt sér- stakri undanþágu frá aðalreglu sem Alþingi veitti árið 1932. NASF hefur um sex ára skeið unnið að samningum um uppkaup á laxakvótum og veiðiréttindum í úthafinu og hafa um nokkurn tíma átt sér stað, að sögn Orra, skoðana- skipti við eigendur fyrrnefndra hlunninda sem miða að því að ná fijálsum samningum um uppkaup netalagna, sem hafi skilað fyrr- nefndum árangri. Hann kveðst telja samninga um þessi kaup eða leigu eiga að vera viðkomandi aðilum til hagsbóta, bæði sjóveiðibændum, eigendum laxveiðiáa og ríkissjóði. Fjölgun í selafjöl- skyldunni SÆRÚN í Fjölskyldu- og húsdýra- garðinum kæpti í liðinni viku og er það í fyrsta sinn sem selir garðsins fjölga sér, segir Margrét Dögg Halldórsdóttir dýrahirðir. Til þessa hafa tvær urtur og einn brimill átt heimili í garðinum. Brimillinn heitir Snorri og virð- ist hafa verið iðinn við kolann því allt bendir til að hin urtan muni kæpa innan skamms, að sögn Margrétar. Kópurinn, sem reynd- ar er urta, er sprækur og dafnar vel og verður á spena næstu þijár vikur. Að því búnu mun hann væntanlega bjarga sér sjálfur um síld og loðnu líkt og foreldrarnir. „Annars veit enginn hvernig þetta æxlast því urturnar yfirgefa kópana úti i náttúrunni en hér í garðinum getur reynst erfitt að ýta frá sér,“ segir Margrét Dögg. Munn- tóbakið bannað MUNNTÓBAK og fínkorna neftóbak er bannað hér á landi, samkvæmt nýjum lögum um tóbaksvamir. Munntóbak er nokkuð mikið notað af knatt- spyrnumönnum, sérstaklega svokallað sænskt skro. Logi Ólafsson, landsliðsþjálf- ari í knattspyrnu, kveðst ekki hafa bannað notkun munntób- aks í landsliðinu, en hann hafi minnst á málið þegar hann hafi talað til ungra manna. Hann segir munntóbaksnotkun sé geysilega útbreidda meðal íþróttamanna í Noregi. Halldóra Bjamadóttir, for- maður tóbaksvamanefndar, fagnar banninu og rekur aukn- ingu reykinga unglingspilta m.a. til munn- og neftóbaksnotkunar. ■ Fjársektir/6 Morgunblaðið/Þorkell Stórsöngv- arar til landsins STÓRSTJÖRNUR úr öllum Iist- greinum streyma nú til landsins á Listahátíð. I gærdag kom sópransöngkonan Olga Rom- anko og í gærkvöldi bariton- söngvarinn Dmitri Hvorost- ovsky, sem skráir sig inn á hót- el á meðfylgjandi mynd. Þau syngja með Heimskórnum og Sinfóníuhljómsveit íslands í Laugardalshöll á laugardag ásamt tenórsöngvaranum Keith Ikaia-Purdy og messósópran- söngkonunni Rannveigu Fríðu Bragadóttur. Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands frestaði þingi í síðasta sinn Fjármagnstekjuskattur lögfestur undir þinglok VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti íslands, frestaði í gærkvöldi þingfundum til hausts. Þetta var í síðasta sinn sem Vigdís gaf út forsetabréf um þingfrestun, en kjörtímabil hennar er senn á enda. Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, færði Vigdísi, hugheilar þakkir alþingismanna fyrir ánægjulegt samstarf í forsetatíð hennar um leið og hann óskaði henni gæfu og guðs blessiinar í framtíðinni. Þingheimur tók undir orð Ólafs með því að rísa úr sætum. Vigdís 'las upp forsetabréf um frestun funda Alþingis til septemberloka. og tók fram _að um síðasta embættisverk hennar með Alþingi íslend- inga eftir 16 ára sarhstarf væri að ræða. „Ég vil þakka alþingismönnum hveijum og einum fyrir hollustu við embætti forseta íslands og vinsemd í minn garð. Jafnframt minnist ég góðra kynna við alþingismenn sem setið hafa á þingi í embættistíð minni en eru hér ekki núna,“ sagði hún meðal annars. Að lokum þakkaði hún þjóðinni af alhug vináttuna löngu og traustu. 127 ný lög Alls voru 127 lög sett á þinginu sem stóð frá október á síðasta ári. Síðasta þingdaginn voru meðal annars sett lög um fjármagnstekjuskatt, „ Morgunblaðið/Ásdís VIGDÍS Finnbogadóttir, forseti íslands, og Ólafur G. Einarsson, þingforseti, við frestun þings í gærkvöldi. náttúruvernd, breytt-lögum um stjórn fiskveiða varðandi krókaleyfisbáta, lögfest eftirlitsgjald vegna úthafsveiða og lögum um eftirlaun þing- manna breytt. í gærmorgun var búist við að hægt yrði að fresta þingi upp úr hádeginu en samkomulag hafði náðst milli stjórnar og stjórnarandstöðu aðfaranótt miðvikudags um afgreiðslu tveggja af þeim þremur ágreiningsmálum sem eftir voru á málaskrá ríkisstjórnarinnar. Þannig var frum- varp um úthafsveiðar að mestu leyti dregið til baka að undanskildu ákvæði um veiðieftirlits- gjald sem útgerðir skipa þurfa að greiða vegna eftirlits með veiðum skipanna. Fyrir lá að frumvarp heilbrigðisráðherra um samstarfsráð sjúkrahúsa í Reykjavík og á Reykja- nesi yrði ekki afgreitt heldur vísað til nefndar. Einungis var þá eftir frumvarp um náttúru- vernd en Hjörleifur Guttormsson, Alþýðubanda- lagi, hefur verið mjög andsnúinn því frumvarpi. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins höfðu farið fram óformlegar samningaumleitanir um afgreiðslu málsins án niðurstöðu. Umræða um málið hófst upp úr klukkan 14 og hélt Hjörleifur ræðu sem stóð í rúma fjóra klukkutíma. Það varð til þess að umræðan stóð fram á kvöld en frumvarpið var samþykkt sem lög áður en þinginu var frestað. ■ 120. löggjafarþing/2 ■ 10% skattur/35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.