Morgunblaðið - 08.06.1996, Side 1
80 SÍÐUR B/C
128. TBL. 84. ÁRG.
LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
H eittrú annönnum
falin stj ómarmyndun
Olíklegl að Erbakan takist að koma saman stjórn
Ankara. Reuter.
SULEYMAN Demirel, forseti Tyrk-
lands, fól í gær Necmettin Erbakan,
leiðtoga flokks ísiamskra bókstafs-
trúarmanna, umboð til stjórnar-
myndunar. Segja stjórnmálaskýr-
endur þó afar litlar líkur til þess að
honum takist að koma saman starf-
hæfri stjórn. Velferðarflokkur Er-
bakans er sá fjölmennasti á þingi
en aðrir stjórnmálaflokkar hafa
reynt að útiloka hann frá stjórnar-
þátttöku. Heittrúarmenn fengu
stjórnarmyndunarumboð í kjölfar
afsagnar ríkisstjórnar Mesuts
Yilmaz á fimmtudag.
Vel lá á Erbakan er hann hélt af
fundi forsetans í gær og sagði hann
flokk sinn reiðubúinn til samstarfs
við alla flokka sem sæti eiga á þingi
en þeir eru fimm að Velferðarflokkn-
um frátöldum. Demirel lýsti því yfir
í gær, áður en hann kallaði Erbakan
á sinn fund, að enginn þeirra flokks-
leiðtoga sem hann hefði átt viðræður
við hefði getað kynnt starfhæfa
stjórnarmöguleika.
Ciller vill í stjórn með
vinstrimönnum
Þrátt fyrir þetta telja stjórnmála-
skýrendur litlár líkur á því að heittrú-
annönnum takist að mynda stjórn.
Tansu Ciller, fyrrverandi forsætisráð-
herra og leiðtogi Sannleiksstígsins,
hefur hvatt til myndunar flögurra
flokka stjórnar til að koma í veg fyr-
ir að Velferðarflokkurinn komist til
valda. Djúpstæður ágreiningur á milli
flokkanna veldur því hins vegar að
slík stjórnarmyndun telst ólíkleg. Um
er að ræða hægri flokka Ciller og
Yilmaz, svo og tvo vinstri flokka,
undir stjóm Deniz Baykal, fyrrver-
andi utanríkisráðherra, og Bulent
Ecevit, fyrrverandi forsætisráðherra.
Hafa vinstri flokkarnir oft deilt hart
á frjálsa markaðsstefnu hægri flokk-
anna, sérstaklega flokks Ciller.
Stjórnarfar í Tyrklandi hefur ver-
ið óstöðugt frá því í september á
síðasta ári, er Ciller sagði af sér,
en hún á yfir höfði sér þijár ákærur
um fjármálamisferli. Gengið var til
kosninga í lok desember, sem Vel-
ferðarflokkurinn vann, en eftir lang-
ar og strangar stjórnarmyndunar-
viðræður tókst erkióvinunum Ciller
og Erbakan að mynda stjórn, sem
sagði af sér á fimmtudag, eftir
þriggja mánaða setu.
Schmeichel og Laudrup á Wembley
KASPER, sonur Peters Schmeichels, og Nikolai, sonur Brians Laudr-
ups, hampa eftirlíkingu af verðlaunabikarnum í Evrópukeppni lands-
liða í knattspyrnu, sem hefst á Englandi í dag. Feður piltanna leika
báðir í danska landsliðinu, sem er núverandi Evrópumeistari.
Kosningabaráttan í Rússlandi
Fyrsta alvarlega
ofbeldisverkið
Reuter
Tekist á við
lögreglu
UM EIN milljón Búlgara lýsti í gær
óánægju sinni með efnahagsráð-
stafanir ríkisstjórnar sinnar, með
því að sækja mótmælafundi og
efna til verkfalla. Kröfðust verk-
fallsmenn hærri launa til að vega
upp á móti verð- og skattahækkun-
um og einnig afsagnar ríkisstjórn-
arinnar. Ríkisstjórn Zhans Vid-
enovs hefur látið loka fjölmörgum
verksmiðjum og bönkum til að
reyna að draga úr ríkisútgjöldum
og ávinna sér á þann hátt traust
erlendra lánardrottna.
Á myndinni ýta þingmenn úr
sljórnarandstöðunni við lögreglu-
manni fyrir utan þinghúsið í Sofíu.
Lögreglan hefur komið fyrir um-
ferðartálmum við þinghúsið til að
stöðva mótmæli þar og reyndu
þingmennirnir að koma í veg fyrir
aðgerðir lögreglunnar.
■ Zhívkovhveturtil/19
Ný lög gegn
flokkí Suu Kyi
Rangoon. Reutcr.
HERSTJORNIN í Burma setti í gær
lög sem banna allt andóf gegn
breytingum á stjórnarskrá landsins
sem nú er unnið að. Eru lögin sett
tii höfuðs flokks Aung San Suu
Kyi, Þjóðarhreyfingu lýðræðisins,
en hann hyggur á fundahöld um
helgina. Bijóti menn lögin varðar
það allt að 20 ára 'fangelsi.
Nýju lögin hindra allar tilraunir
til að trufla eða koma í veg fyrir
ráðstefnu fulltrúa stjórnarinnar um
breytingar á stjórnarskránni. Þá
banna lögin mönnum og samtökum
að tala gegn stjórninni, telji hún
að það trufli starf hennar á nokk-
urn hátt.
Lagasetningin fylgir í kjölfar við-
varana stjórnvalda til Þjóðarhreyf-
ingarinnar um að flokkurinn verði
lýstur ólöglegur haldi hann til
streitu yfirlýsingu sem samþykkt
var á landsþingi hans í síðasta
mánuði um að semja eigin stjórnar-
skrá fyrir Burma.
Um helgina hyggst Þjóðarhreyf-
ingin halda fund þar sem Suu Kyi
og fleiri frammámenn í flokknum
halda ræður. Fjölmargir slíkir fund-
ir hafa verið haldnir að undanförnu
og hafa allt að 10.000 manns sótt
þá. Stjórnvöld hafa amast við þeim
umferðartruflunum’ sem þau segja
að fundirnir valdi og hafa sett það
skilyrði að þeir verði haldnir innan
dyra. Orðrómur hefur verið á kreiki
um að fundirnir verði bannaðir en
Suu Kyi lýsti því yfir í gær að helg-
arfundurinn yrði haldinn.
Moskvu. Reuter.
VALERÍ Shantsev, einn frambjóð-
endanna í borgarstjórnarkosningun-
um í Moskvu, slapp lífs en særðist
illa þegar sprengja’ sprakk við heim-
ili hans í gær. Er þetta fyrsta alvar-
lega ofbeldisverkið í kosningahríðinni
í Rússlandi en landsmenn munu
ganga að kjörborðinu um aðra helgi.
Shantsev, sem er meðframbjóð-
andi Júrí Lúzhkovs, borgarstjóra í
Moskvu, í borgarstjórnarkosningun-
um 16. júní, er alvarlega særður en
þó ekki lífshættulega að ,sögn en
sprengjan sprakk í anddyri ijölbýlis-
húss, sem hann býr í. Lúzhkov borg-
arstjóri er mikill stuðningsmaður
Borís Jeltsíns forseta og nýtur mik-
illa vinsælda i Moskvu. Samkvæmt
rússneskum kosningalögum verður
hann að bjóða sig fram ásamt næst-
ráðanda og hefði Shantsev látist,
hefði hugsanlega orðið að fresta
kosningunum.
Gennadí Zjúganov, frambjóðandi
kommúnista í forsetakosningunúm,
sagði í gær, að hann væri tilbúinn
til að senda 200.000 manns til að
fylgjast með kosningunum á öllum
kjörstöðum í landinu, 90.000 alls.
Kvaðst hann þó búast við heiðarleg-
um kosningum öfugt við það, sem
hann sagði fyrir nokkrum dögum.
Þjóðernissinninn Vladímír Zhír-
ínovskí hélt mikla æsingaræðu í gær
í bæ skammt frá Moskvu og sagði,
að Bandaríkin og Vesturlönd al-
mennt væru erkióvinurinn og vildu
steypa Rússlandi í glötun. Mætti
hann til fundarins á Mercedes Benz
og skýldi sér fyrir sólinni með Evr-
ópusambandsregnhlíf.
■ Mestu meðaljónai718
Dregur mik-
ið úr nevslu
nautakjöts
Bonn. Reuter.
FJÓRÐUNGUR Þjóðveija hefur hætt
að borða nautakjöt um stundarsakir,
vegna umræðunnar um kúariðu. Þá
hefur um helmingur þjóðarinnar
dregið úr nautakjötsneyslu og snúið
sér í vaxandi mæii að öðrum tegund-
um af kjöti.
Þetta kemur fram í könnun sem
markaðsskrifstofa þýska landbúnað-
arins, ZMF, stóð fyrir. Segir talsmað-
ur hennar að margir neytendur hafi
taiið sig fá svo ólík og óljós svör við
spurningum um hvort óhætt væri að
borða nautakjöt, að þeir hafi ákveðið
að draga úr neyslunni eða hætta
henni aiveg.
ZMF kannaði einnig hvaða kjöt
fólk kaupir fremur og reyndist það
vera fugiakjöt og svínakjöt.
Tónlist bönnuð
innan átián
.
Sydney. Reuter.
UNGLINGUM yngri en 18 ára
verður bannað að kaupa
geisladiska og hljóðsnældur
með tónlist sem telst innihalda
ofbeldisfulla texta, samkvæmt
lögum sem sett hafa verið í
Ástralíu.
Utgáfufyrirtækjum hefur
verið fyrirskipað að fram-
fylgja þessum reglum en þær
ná yfir texta sem teljast „afar
ofbeldisfullir eða djarfir" og
fjalla m.a. um kynferðislega
misnotkun á börnun, ónáttúru
ýmiskonar, sifjaspell og „leið-
beiningar í ofbeldisglæpum“.
Samtök hljóinplötuverslana
hafa mótmælt lagasetningunni
harðlega, segja um „grófa rit-
skoðun" að ræða og að
verslanirnar muni ekki gegna
lilutverki „tónlistarlögreglu“.