Morgunblaðið - 08.06.1996, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Finnst þér það góð eða slæm tillaga að veita forseta Islands
meiri pólitísk völd?
3 15,4% Mjög góð tillaga
15,4% Fremur góð tillaga
3 5,1% Hlutlaus, hvorki góð né slæm
32,7% Fremur slæm tillaga
31,3% Mjög slæm tillaga
Ertu ánægð(ur) eða óánægð(ur) með hlutverk forseta-
embættisins í þjóðlífinu, eins og það hefur mótast á
10,3% Hlutlaus/hvorkiné síðastliðnum áratugum?
10,8% Óánægð(ur)
Ánægð(ur) 78,8%
Finnst þér að forsetinn eigi í starfi sínu að leggja meiri, svipaða, eða minni áherslu en verið hefur á eftirtalin verkefni? Meiri Svipaða - Minni
Efla fjölskyldupa í íslensku samfélagi Veita Alþingi og ríkisstjórn aðhald Efla siðferði meðal þjóðarinnar Afla viðskiptatengsla erlendis Efla menningu innanlands Hafa frumkvæði á vettvangi þjóðmála Kynningu á íslenskri þjóð og menningu erlendis Vera sameiningartákn þjóðarinnar Verndun íslenskrar tungu 59,67 38,4% | || 2,0%
55,0% 39,6% | n 5,4%
51,1% 46,4% | fl 2,5%
44,5% 43,6% n 11,9%
40,6% 56,2% | | | 3,2%
40,1% 50,9% | | 19,0%
31,5í . 64,4% | n 4,1 %
28,1% 71,3% | || 0,6%
26,8% 70,7% | || 2,5%
Skógrækt 24,0% 64,9% | p 111,1 %
Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar
Forsetinn sinni
fj ölsky ldumálum
KJÓSENDUR virðast vera fylgj-
andi því að forseti íslands veiti
Alþingi og ríkisstjórn meira að-
hald en hann hefur gert. Þeir
leggja einnig áherslu á að hann
leitist við í störfum sínum að efla
fjölskylduna í íslensku samfélagi
og efli siðferði meðal þjóðarinnar.
Þetta kemur fram í nýrri skoðana-
könnun sem Félagsvísindakönnun
hefur gert fyrir Morgunblaðið.
Kjósendur voru beðnir um álit
á 10 málum, sem forsetaembættið
hefur lagt áherslu á. Spurt var
hvort kjósendur vildu að forsetinn
legði meiri, svipaða eða minni
áherslu á þessi mál. Yfir 50% kjós-
enda töldu ástæðu til að forsetinn
legði meiri áherslu á að efla fjöl-
skylduna 5 íslensku samfélagi,
veita Alþingi og ríkisstjóm aðhald
og efla siðferði meðal þjóðarinnar
en gert hefur verið. 44,5% töldu
að forsetinn ætti að leggja meiri
áherslu á að afla viðskiptatengsla
erlendis, en 11,9% töldu að forset-
inn ætti að gera minna af því en
gert hefur verið.
Minni áhugi á skógrækt og
íslenskri tungu
Athyglisvert er að fæstir töldu
ástæðu til að forsetinn hefði auk-
in afskipti af skógrækt og vernd-
un íslenskrar tungu. 11,1% vildu
að forsetinn legði minni áherslu
á skógrækt en gert hefur verið.
Um 85% kjósenda telja að for-
setaembættið sé mjög eða frekar
Telurðu forsetaembættið mjög mikilvægt, frekar mikilvægt
eða ekki mikilvægt fyrir íslensku þjóðina?
44,4% Mjög mikilvægt
41,2% Frekar mikilvægt
14,4% Ekki mikilvægt
Finnst þér koma til greina að forseti neiti að undirrita lög sem
Alþingi hefur samþykkt?
Þeir sem svara já voru spurðirfrekar: Finnst þér að forseti ætti að
gera slíkt í undantekningartilvikum eða oftar?
21,6% Nei, kemur ekki til greina
Já, en í undantekningartilvikum.
59,8%
|____________15,5% Já, ekki bara í undantekningartilvikum
] 3,1 % Já, óviss með umfang
mikilvægt embætti fyrir íslensku
þjóðina. Einungis 14,4% telja það
ekki mikilvægt. 78,8% kjósenda
eru ánægð með hlutverk forseta-
embættisins í þjóðlífinu, eins og
það hefur mótast á síðastliðnum
áratugum, en einungis 10,8% eru
óánægð með það.
21,6% þjóðarinnar telja að það
komi ekki til greina að forsetinn
neiti að undirrita lög sem Alþingi
hefur samþykkt, 59,8% kjósenda
telja að slíkt komi til greina í
undantekningartilfellum og
18,6% telja að til greina komi að
forsetinn beiti neitunarvaldinu
oftar en í undantekningartilfell-
um.
64% kjósenda telja að tillaga
um að veita forseta íslands meiri
pólitísk völd sé frekar slæm eða
mjög slæm tillága, en 30,8% telja
slíka tillögu frekar góða eða mjög
góða.
Skoðanakönnunin var gerð
daganna 30. maí til 5. júní. Stuðgt
var við slembiúrtak úr þjóðskrá
sem náði til 1.500 manna á aldrin-
um 18-75 ára af öllu landinu.
Nettósvörun var 72,5%.
Dagskráin
næstu daga
Laugardagur 8. júní:
Á ferð um Snæfellsnes:
Heimsókn til Hellisands kl. 9:30
Fundir:
Ölafsvík, Gistiheimili Ölafsvíkur kl. 13:00
Grundarfjörður Ásakaffi kl. 15:00
Stykkishólmur, Hótel
Stykkishólmur kl. 17:30
Mánudagur 10. júni:
Heimsókn til Suðurnesja
Hverfafundur:
Breiðholt, Gerðuberg
ki. 20:30
Upplýsingar um forsetakosningarnar
eru gefnar á kosningaskrifstofunni í
Borgartúni 20 og i sima 588 6688
Upplýsingar um atkvceða-
greiðslu utan kjörfundar
eru gefnar í sítna
553 3209
Morgunblaðið/Þorkell
TUTTUGU viðartegundir eru þegar til á lager Viðarmiðlunar
Skógræktar ríkisins en starfsemi hennar hófst í gær í hús-
næði Landgræðslu rikisins við Suðurhlíð.
f slenskur smíðavið-
ur í Viðarmiðlun
SKÓGRÆKT ríkisins hóf í gær
starfsemi Viðarmiðlunar í hús-
næði Landgræðslusjóðs við
Suðurhlíð í Reykjavík. Þar geta
handverksmenn og fyrirtæki
nálgast íslenskan við auk þess
sem gefnar verða upplýsingar
um þann efnivið sem fellur til
á skógræktarsvæðum. Þegar
eru um 20 viðartegundir komn-
ar í hús, sumt af því verðmætur
smíðaviður.
Ólafur Oddsson, kynningar-
fulltrúi Skógræktar rikisins,
sagði við opnun Viðarmiðlunar
að mikið timbur myndi falla til
á næstu árum á skógræktar-
reitum víða um land, auk þess
sem verðmæt tré séu felld í
görðum sem smíða megi úr.
Þessi efniviður hafi hingað til
dreifst víða eða lent á haugun-
um. Nú verði hægt að ganga
að honum eða upplýsingum um
hann á einum stað.
Ólafur segir mikið þróunar-
starf fara fram meðal hand-
verksmanna um þessar mundir.
Stofnuð séu félög ýmissa hand-
verkshópa og tilraunir gerðar
með vinnslu á ýmsum viðarteg-
undum. Hann sagði að sum ís-
lensku tijánna yxu hægt og
væru því mun þéttari og harð-
ari en hraðvaxta tré erlendis
og þar af leiðandi verðmætari
siníðaviður.
Til að vekja athygli á verð-
mæti íslenska viðarins var efnt
til hugmyndasamkeppni um
gerð skógarhnifs sem skyldi
vera unninn sem mest úr ís-
lensku efni. 60 hnífar bárust
dómnefnd og mun hún birta
niðurstöður sínar um næstu
helgi.
Brynjólfur Helgason gagnrýnir fjármagnstekjuskatt
Innheimta af gjaldeyris-
reikningum mjög flókin
BRYNJÓLFUR Helgason aðstoðar-
bankastjóri Landsbankans segir
innheimtu 10% fjármagnstekju-
skatts af innlendum gjaldeyris-
reikningum og verðbréfum flókna.
Snorri Olsen ríkisskattstjóri segir
að ekki komi til útborgunar banka-
og fjármálastofnana til skattyfir-
valda fyrr en í ársbyijun 1998.
Brynjólfur segir að framkvæmd
skattlagningarinnar sé tiltölulega
einföld hvað varðar almenna spari-
fjáreign, en þegar komi að innlend-
um gjaldeyrisreikningum ogýmsum
verðbréfum sé hún „flókin eða mjög
flókin". „Er það virkilega ætlun
stjórnvalda að einstaklingur sem
skiptir sparifé sínu milli Bandaríkja-
dals og þýskra marka borgi skatt
jafnt af þeim hiuta sem gengis-
hagnaður er á og gengistap, í stað
þess að horfa á heildarstöðu?" seg-
ir hann.
Brynjólfur segir ekki langt síðan
afnumin voru nokkurra ára gömul
lög um húsnæðissparnaðarreikn-
inga þar sem boðið var upp á skatta-
legt hagræði. „Hringlandaháttur og
ósamræmi af þessu tagi er ekki til
þess fallið að auka trú sparifjáreig-
enda á auknum sparnaði."
Hann ítrekar ennfremur hugsan-
legar vaxtahækkanir. „Kostnaður
við innheimtuna virðist eiga að
leggjast á banka og önnur fjármála-
fyrirtæki. Menn verða með ein-
hveiju móti að innheimta þau gjöld
af viðskiptavinum.“ Undir þetta
tekur Stefán Pálsson, bankastjóri
Búnaðarbankans, og segir að varað
hafi verið við því að leggja kostnað
vegna innheimtunnar á bankakerf-
ið.
Snorri Olsen ríkisskattstjóri segir
að reiknað hafí verið með að
kostnaður við skattlagningu fyrsta
árið næmi 34 milljónum. Uppgjör
verði einu sinni á ári, í fyrsta sinn
1998 og útreikningar á jöfnunar-
verðmæti hlutafélaga gangi yfir á
2-3 árum.