Morgunblaðið - 08.06.1996, Page 8

Morgunblaðið - 08.06.1996, Page 8
8 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ HINN RÉTTI Netanyahu gefi sig fram... Isafjörður Funi lagfærður Morgunblaðið/Kristinn SIGURÐUR Már Helgason frá íþrótta- og tómstundaráði Reykja- víkur á leið á einn smíðavöllinn með kofafyrirmynd. Þrettán smíðavellir A hjá ITR í sumar ÁKVEÐIÐ hefur verið að lagfæra þær skemmdir sem urðu á sorp- brennslustöðinni Funa á ísafirði er snjóflóð féll á stöðina síðastliðið haust. Síðan hefur stöðin verið lok- uð og sorpi ísfirðinga brennt á Skarfaskeri og Þingeyri. Bæjarstjórn ísafjarðarkaupstað- ar tók ákvörðun um að auglýsa útboð á lagfæringum stöðvarinnar, áður en hún fór frá vegna samein- ingar sveitarfélaganna í ísafjarð- arbæ. Gert er ráð fyrir að verkinu ljúki fyrir haustið. Þorsteinn Jó- hannesson, forseti bæjarstjórnar, segir að auk lagfæringa á stöðinni sjálfri muni verða sett upp snjó- flóðavörn til að koma í veg fyrir að snjóflóð falli aftur á stöðina. Verið er að hanna vamarvirkin. Áætlað er að heildarkostnaður við lagfæringar og snjóflóðavörn verði öðru hvoru megin við 100 milljónir kr. ísafjarðarkaupstaður fékk um 57 milljónir í bætur vegna skemmda á stöðinni. ------» ♦ 4------ Þjóðhátíðar- sjóður úthlutar styrkjum ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR hefur lokið úthlutun styrkja fyrir árið 1996 og þar með nítjándu úthlutun úr sjóðnum. Til úthlutunar í ár koma allt að 5.000.000 króna. Þar af rennur fjórðungur, 1.250 þúsund kr. til Friðlýsingarsjóðs til náttúru- vemdar á vegum Náttúruverndar- ráðs og fjórðungur, 1.250 þúsund kr. ti! varðveislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningar- verðmæta á vegum Þjóðminjasafns skv. ákvæðum skipulagsskrár. Allt að helmingi úthlutunarfjár á hveiju ári er varið til styrkja skv. umsóknum og voru því um kr. 2.500.000 til ráðstöfunar að þessu sinni sem fóru til nítján umsækj- enda. Alls bárust 77 umsóknir um styrki um allt að 35 milljónir króna. ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ Reykjavíkur starfrækir nú í sumar 13 smíðavelli sem ætlaðir em 8-12 ára börnum víðs vegar um borgina. Helstu viðfangsefni barnanna em kofasmíðar og ýmiss konar föndur. Smíðavellirnir em hjá Skólagörðum við Árbæjarsafn, Skólagörðum í Laugardal og Skólagörðum við Logafold, Austurbæjarskóla, Breiðagerðisskóla, Breiðholtsskóla, Hlíðaskóla, Hólabrekkuskóla, Rimaskóla, Selásskóla, Seljaskóla, Vesturbæjarskóla og gæsluvellin- um Hvassaleiti. Tveir leiðbeinendur em á hverj- um velli sem aðstoða krakkana og lána þeim efni og verkfæri til smíð- innar. Sigurður Már Helgason, starfsmaður ÍTR, segir að þátttaka kosti ekkert, börnin þurfí bara að mæta og þá em þau skráð. Þau fá þá bækling og mætingarkort og leiðbeinendur meta dugnað þeirra og gefa þeim einkunn. Smíðavellim- ir eru starfrækir frá 5. júní fram í ágúst og eru opnir frá kl. 8.30 til 16.00 ef næg þátttaka verður. Dug- legustu börnunum á hveijum velli er umbunað tvisvar í sumar og fá þau verðlaun í þremur flokkum, fyrir dugnað að hreinsa, smíðalagni og góða mætingu. í verðlaun em hamar, tommustokkur, spilastokk- ur og bolur frá Húsasmiðjunni. Sigurður Már segir að nú fái krakkarnir vörupalla til að smíða á og á hveijum velli hafa verið smíð- aðar fyrirmyndir til að styðjast við. Tilgangurinn með fyrirmyndunum er að krakkarnir smíði fallegri kofa eftir ákveðnum reglum og þannig læri þau undirstöðu smíðarinnar betur. Sigurður Már segir að æskilegt sé að foreldrar fylgist með smíði bama sinna og líti til með völlunum eftir lokun, þar sem síðustu ár hafi borið á skemmdarverkum á kofum, einkum um kvöld og helgar. Slíkt virki niðurdrepandi fyrir börnin. Ýmis fyrirtæki hafa aðstoðað ÍTR og gefíð efni, timbur og palla. Sigurður Már segir að fólk sem þeir hafa leitað til sé afar liðlegt að hjálpa og margt kannist við starfsemina frá því í æsku þegar það sjálft smíðaði sína fyrstu kofa. firmaður tannverndarmála í ísrael Mætti standa „flúor“ á leg- steini mínum FLÚOR er bætt í drykkjarvatn um 250 milljóna manna víðs vegar um heim í því skyni að draga úr tann- skemmdum. Mikil reynsla er komin á þessa aðferð, enda hefur henni verið beitt í fimm áratugi, að sögn Moshe Kelman, sem hefur verið yfir tann- lækna- ög tannverndar- málum í ísraelska heil- brigðisráðuneytinu í þijá áratugi. Fyrir tíu árum fékk Kelman yfirvöld til að samþykkja að bæta flúor í drykkjarvatn, fyrst í ein- um bæ en nú neyta um 40% ísraela flúorbætts vatns. „Þetta er mesti árangur sem ég hef náð í starfí mínu og það sem ég er stoltastur af. Á leg- steini mínum gæti sem best stað- ið nafnið mitt og svo „flúor“.“ - Hvers vegna hefur þú svona mikinn áhuga á að bæta flúor í drykkjarvatn? „Ég held að engin þjóð hafi efni á því að setja ekki flúor í vatn. Þetta er tiltölulega ódýr leið til að varna tannskemmdum og á þeim fimmtíu árum sem lið- in eru frá því að Bandaríkjamenn og Kanadamenn hófu að blanda flúor í drykkjarvatn, hafa ekki komið fram neinar sannanir þess að hann sé mönnum eða um- hverfi hættulegur.' Umhverfis- verndarsinnar og aðrir hafa tínt til alls kyns sjúkdóma sem flúor á að valda en ekki hefur neitt verið sannað í þessum efnum. Menn predika gegn viðbótarefn- um eins og þau séu öll af því illa en allt náttúrulegt af hinu góða. Málið er ekki svona einfalt, menn verða að átta sig á því að viðbót- arefni hafa gert mönnum lífið svo miklu léttara. Þá má ekki gleyma því að flúor finnst mjög víða í náttúrunni. Menn verða að geta stutt mál sitt rökum.“ - Hver hefur reynslan verið í ísrael? „Þar neyta nú um 2,5 milljónir manna flúorbætts vatns og bæta má hálfri milljón við sem nýtur góðs af, borðar mat og neytir drykkja sem framleiddir eru á svæðum þar sem flúor er bætt í vatn. Dregið hefur úr tann- skemmdum um helming á þessum tíu árum.“ Ég vil taka það fram að flúor leysir ekki öll vandamál en það er miklu auðveldara að setja flúor í drykkjarvatn en að fá fólk til að hætta að drekka gos og borða sætindi. Sykur er versti óvinur tannanna og besta vörnin gegn tannskemmdum er að hætta að borða sykur. Hún er hins vegar ekki raunhæf nema fyrir örfáa.“ — Gekk það átaka- laust fyrir sig að fá stjórnvöld til að sam- þykkja að bæta flúor í drykkjarvatn? „Það kom ekki til mótmæla umhverfis- verndarsamtaka, þau eiga sér ekki djúpar rætur í ísrael. Sjálfur er ég vissulega hlynntur mörgum baráttumálum þessara samtaka en mér fínnst að í þessu máli hafi þau farið offari og að mál- flutningur þeirra sé órökstuddur. ísraelsk yfirvöld tóku málaleitan minni vel, töldu þetta skynsam- Moshe Kelman er fæddur í London árið 1933. Hann var rússneskur túlkur í Konung- lega breska flughernum í sex ár en hóf að því loknu nám í tannlækningum í Birmingham. Hann lauk því árið 1963 og gráðu í heilsugæslu árið 1969. Kelman starfaði sem tann- iæknir í einkageiranum og í skólum í Bretlandi á sjötta ára- tugnum en fráárinu 1970 hef- ur hann verið yfirmaður tann- verndarmála í ísrael. Hann hefur verið kennari og fyrir- lesari við tannlæknaskólann í Jerúsalem í aldarfjórðung og skrifað fjölda greina um tann- vernd í blöð og tímarit í heima- landi sínu og erlendis. Kelman er kvæntur og á þrjú uppkom- in börn. lega leið til að spara ríkinu millj- arða dala á hveiju ári. Kostnaður við að blanda flúor í vatn er rúm- ar 30 kr. ísl. á mann á ári. Kostn- aður við tannviðgerðir er líklega um hundrað sinnum hærri.“ - Hversu miklum flúor er bætt í drykkjarvatnið? „Einu milligrammi í hvern lítra, sem er einn hluti flúors á móti milljón hlutum vatns. Það er ekkert bragð af svo daufri lausn en hún dugar til að varna tannskemmdum. Flúor kemur ekki algerlega í veg fyrir þær, það má líkja flúor við járnklæðn- ingu utan um timburhús. Hún ver timbrið en getur jekki algerlega komið í veg fyrir skemmdir.“ - Hvar er flúor bætt í drykkjarvatn? „Flúor finnst í nær öllu drykkj- arvatni, en í minna magni í köld- um löndum en heitum. Af nokkr- um löndum get ég nefnt að allir íbúar Hong Kong neyta flúors í drykkjarvatni, 63% íra, um 53% Bándaríkjamanna og um 40% ísraela. Evr- ópubúar standa ekki framarlega í þessu og ég tel ástæðuna fyrst og fremst vera baráttu umhverfisverndarsam- taka. En ég ítreka að ekkert styð- ur fullyrðingar þeirra og Alþjóða- heilbrigðisstofnunin segir í árs- gamalli skýrslu að flúorblöndun sé örugg og ódýr aðferð til að hindra tannskemmdir og að hana ætti að nota sem víðast. En það er auðvitað spurning um for- gangsröðun." Morgunblaðið/Jón Svavarsson Moshe Kelman Fæst lönd hafa efni á því að bæta ekki flúor ívatn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.