Morgunblaðið - 08.06.1996, Page 11

Morgunblaðið - 08.06.1996, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996 11 FRETTIR HERMANN Jónsson t.v. og Walter Lenz með fallega veiði sína úr Norðurá á dögunum. Laxveiðihjólin farin að snúast LAXVEIÐI hefst í Laxá í Kjós og Kjarrá í dag og hafa menn orðið varir við talsverðan lax í báðum ám. Árnar opna nú hver af annarri og má nefna Laxá í Aðaldal og Haf- fjarðará á mánudag, Laxá í Leirár- sveit miðvikudaginn 12. júní og í framhaldi af því Langá, Elliðaárnar, Langá og húnvetnsku árnar Mið: fjarðará, Vatnsdalsá og Víðidalsá. í öllum hefur þegar sést fiskur og sagði Runólfur Ágústsson, einn leigutaka Langár, í samtali við Morgunblaðið að strax upp úr hvíta- sunnu hefðu menn verið farnir að sjá meira af fiski miðað við árstíma heldur en í annan tíma. Veiði hefst þar þó ekki fyrr en laugardaginn 15. júní. Víða góð silungsveiði Góðar fregnir af bökkum sil- ungsáa og -vatna berast víða að. Menn hafa t.d. verið að gera góða túra í Hlíðarvatn í Selvogi, eina að fiskurinn er fremur smár, þ.e.a.s mikill hluti af þeirri bleikju sem veið- ist. Þá hefur verið prýðisveiði á köfl- um í Brúará og hefur Morgunblaðið haft spurnir af mönnum sem fóru til veiða fyrir löndum Sels, Spóa- staða og Efri Reykja og veiddu vel. Bleikja er aðalfiskurinn í ánni og er væn, 2-3 pund. Hefur bleikjan veiðst best á smáar púpuflugur og litla kopariitaða „spinnera". Veiði hefur gengið vel í Laxá í Þingeyjarsýslu ofan Brúa og í Litluá í Kelduhverfi. Mikið af fiskinum sem veiðist er 3-5 punda og enri stærri fiskar hafa veiðst í Köldukvísl nærri Sigöldu. Þar eru fjórar stangir á dag og er algengt að hver stöng sé að fá 1-4 bleikjur. Allt er þetta stór fiskur, varla nokkur undir 2-3 pund- um og þeir stærstu til þessa 7 pund. Énn stærri silungar hafa verið dregnir úr Minnivallalæk á þessu Fundur yfir- tannlækna Evrópu YFIRTANNLÆKNAR í Evrópu, sem vinna í tengsum við ráðuneyti, hittast tvisvar á ári hveiju í mismun- andi löndum. Að þessu sinni verður vorfundurinn haldinn í Reykjavík 8.-11. júní nk. Um 26 yfirtannlæknar og fyrirles- arar sækja fundinn. Fjallað verður um vandamál sem tengjast tönnum og umhverfi þeirra og hvaða ráðum þjóðirnar beita til að reyna að koma í veg fyrir eða leysa þau. Fjallað verður um samræmingu á þeim lágmarkskröfum sem gera þarf til efna og tækja sem notuð eru í tannlækningaþjónustunni. Einnig verður fjallað um hinar ýmsu leiðir sem farnar hafa verið við að nýta flúor til varnar tannskemmdum t.d. töflugjöf, munnskolun, lökkun og aukið flúor í matarsalti. sumri, einn 10 punda urriði og ann- ar 9,5 punda. Fyrir fáum dögum var búið að bóka um 50 fiska og var meðalþunginn 4,5 pund. Aðeins er veitt á flugu í ánni. Sölumiðstöð veiðileyfa Veiðivöruverslanir hafa verið að auka þjónustu sína síðustu árin með því móti að selja veiðileyfi í ár og vötn. Engin verslun hefur þó gengið jafn langt og Vesturröst sem gefur út sérstakan bækling með lista yfir þau vötn sem í boði eru. „Það voru margir sem réðu okkur frá þessu, sögðu að því fylgdi ekkert nema fyrirhöfnin. Vissulega fylgir þessu talsverð fyrirhöfn, en veiðimenn virðast ánægðir með þetta og því höldum við okkar striki," sagði Kol- beinn Ingólfsson, einn Vesturrastar- manna í samtali við Morgunblaðið. Þau vötn og ár sem Vesturröst selur í eru Brynjudalsá, vötn í Svínadal upp af Hvalfirði, Brennan í Borgarfirði, Oddastaðavatn við Heydalsveg, Seltjörn við Grindavík- urveg, Kleifai'vatn, Hróarslækur á Rangárvöllum, Hraun í Ölfusi, Þóris- vatn, Kvíslaveitur, vötn á Fjallabaks- leið, svæði 4 í Grenlæk, Heiðarvatn í Mýrdal, Seyðisá á Kjalvegi, Kalda- kvísl, Varmá-Þorleifslækur og Lang- holtssvæðið í Hvítá eystri. Þýskir þingmenn í heimsókn Ahugi á auknu samstarfi við Island SENDINEFND þingmanna úr þýska alþýðuflokknum, SPD, hefur verið á ferðalagi um ísland síðustu viku, ásamt starfsfólki sendiráðsins í Reykjavík. Hópurinn heimsótti fyrirtæki og ræddi við fjölmarga aðila, m.a. um möguleika á enn frekari samvinnu íslands og Þýska- lands á ýmsum sviðum. Sjö þing- menn SPD komu til landsins, Ilse Janz, þingmaður í Bremerhaven, hefur farið fyrir hópnum en hún hefur tvisvar áður heimsótt ísland. Ilse Janz sagði í samtali við Morgunblaðið að innan þingflokks- ins væri mikill áhugi á að stofnaðar yrðu sérstakar þingmannanefndir bæði á íslandi og í Þýskalandi, með þátttöku allra flokka. Markmið þeirra væri að koma á enn frekari samvinnu, t.d. varðandi atvinnu- og efnahagsmál. Janz sagði að hug- myndin hafi verið rædd við Ólaf G. Einarsson, forseta Alþingis og hafi hann sýnt málinu mikinn áhuga. Hún sagði jafnframt að Ingi- mundur Sigfússon, sendiherra ís- lands í Bonn í Þýskalandi, hafi verið þessum áhugahópi mjög hjálplegur. Búið er að stofna þýsk-íslenskt verslunarráð í Reykjavík. Vináttusamband er á milli Hafn- arfjarðar og Cuxhaven og hitti þingmannanefndin ráðamenn í Hafnarfirði í vikunni og fræddist um þróun bæjarfélagsins. Janz seg- ir ekki síður mikilvægt að kynnast menningu þjóðarinnar, „til að hægt sé að skilja land og þjóð er einnig nauðsynlegt að kynnast menningu þess“. Blaðamaður hitti Janz að máli í höfuðstöðvum Samheija hf. á Akur- eyri en áður hafði hópurinn heim- sótt Útgerðarfélag Akureyringa hf. Bæði þessi fyrirtæki tilheyra ein- mitt þýsk-íslenska verslunarráðinu. Janz sagði að móttökurnar hafi verið mjög góðar hvar sem komið var og hreifst hún mjög af þeim atvinnufyrirtækjum sem skoðuð voru. Sendinefndin heldur af landi brott í dag. Umhverfissjóður verslunarinnar 15 fá 21,7 milljónir UMHVERFISSJÓÐUR versl- unarinnar úthlutar styrkjum til 15 aðila í dag, laugardag, í landi Fuglaverndarfélags ís- lands og Eyrarbakkahrepps við Eyrarbakka. Samtals verður úthlutað 21,7 milljónum en stærstu ein- stöku styrkirnir eru að upphæð 5 milljónir. Verkefnin sem hljóta styrki ná meðal annars til hreinsunar, uppgræðslu, skógræktar, fræðslu og fugla- verndar. Þótt styrkþegar séu aðeins 15 stendur íjöldi á bak við þessa aðila, t.d. hefur einn styrkþeginn um 50.000 félaga á skrá. Verslanir sem standa að Umhverfissjóði verslunarinnar greiða mánaðarlega hagnað af sölu plastburðarpoka í sjóð- inn. 119 verslanir greiða í sjóð- inn en á næstunni munu allar verslanir ÁTVR bætast í hóp- inn. R-listinn vísaði frá tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Miðskólanum verði bættur kostnaður R-LISTINN vísaði frá tiilögu Sjálf- stæðismanna um að Miðskólanum yrði bættur allur kostnaður vegna uppsagnar Reykjavíkurborgar á að- stöðu hans í Miðbæjarskólanum og nýrrar staðsetningar í Skógarhlíð á fundi sínum sl. fimmtudagskvöld. í frávísunartillögunni kemur fram að borgarráð hafi þegar tekið afstöðu til tillögu frá borgarráðsfulltrúum D-listans um að veita Miðskólanum 8 milljón króna styrk vegna eiidur- bóta á húsnæði í Skógarhlíð. Tillaga sjálfstæðismanna gerði ráð fyrir greiðslu á leigu húsnæðis, 2,2 milljónum á ári, greiðslu stofn- kostnaðar vegna flutnings að há- marki 8,2 milljónir, árlegri greiðslu vegna hita og rafmagns, um 430 þúsund krónur, og greiðslu vegna leikfimiaðstöðu hjá Knattspyrnufé- laginu Val að upphæð 690 þúsund krónur á ári. Borgarráð hafði samþykkt að veita Miðskólanum styrk til greiðslu húsa- leigu, 187.500 kr. á mánuði, timabil- ið 1. júlí 1996 til 30. ágúst 1997. Stofnkostnaður vegna breytinga á húsnæði í Skógarhlíð hafði verið áætlaður 8.157.000 kr. og var ákveð- ið að leggja fram allt að helming stofnkostnaðar á móti Miðskólanum. Ekki var talin ástæða til að taka ákvörðun um frekari rekstrarstyrk fyrr en í júlí 1997 þegar fyrir lægi greinargerð um rekstrarstöðu skólans eftir næsta skólaár og upplýsingar um umsóknir skólaárið 1997-1998. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins lögðu fram tillögu um að Reykjavíkurborg ábyrgðist stofn- kostnað vegna nýs húnæðis Mið- skólans. ' Breytingartillagan var felld. Borgarstjórn staðfesti hins vegar tillögu borgarráðs. BÓKHALDSKERFI STÓLPI fyrir Windows er samhæfður Word og Excel. Sveigjanleiki í fyrirrúmi. H KERFISÞRÓUN HF. ^“Fákafeni 11 - Sími 568 8055 Starencri 36-40 Raöhús á eimú hæð með góðu útsýni. Húsin afhendast tilbúin að utan þ.e.a.s. litað slát á þaki, frágengnir sólpallar, skjólveggir og máluð. Fokhelt að innan, stærðir 144,7 fm með inhbyggðum 26 fm bílskúr. Lóðin grófjöfnuð. Traustur byggingaraðili. Verð frá 7.8 millj. Áhv. 4 millj. húsbréf. Sölixaðilar: Fasteigxiamiðstöðiii, sími 562 2030, Bifröst, sími 533 3344, Borgir, sími 588 2030.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.