Morgunblaðið - 08.06.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Miðbær Hafnarfjarðar hf.
Bæjarsjóður
yfirtekur eignir
fyrir 15 milljómr
_ Morgunblaðið/Sverrir
NÝJU hópferðabílarnir verða formlega afhentir Vestfjarðaleið einhvern næstu daga og verða þeir þá
sýndir hjá Scania umboðinu, Heklu hf. í Reykjavík. Hér er Jóhannes Ellertsson við annan nýja bílinn.
Tveir nýir hópferðabílar til Vestfjarðaleiðar
Kringjim 40 milljóna
króna fjárfesting
BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hefur
samþykkt með þremur atkvæðum
meirihlutans gegn tveimur atkvæð-
um minnihluta, tillögu fjármálastjóra
um að bæjarsjóður yfirtaki eignar-
hluta í Miðbæ Hafnarfjarðar hf., við
Fjarðargötu 13-15 fyrir 15 miiljónir
króna, sem er áhvílandi skuld á eign-
inni. Um er að ræða þann hluta eign-
arinnar, sem ætlaður var Almenn-
ingsvögnum.
I bókun Magnúsar Gunnarssonar
Sjálfstæðisflokki segir að hann telji
, eðlilegt að gengið hefði verið frá
afiéttingu veðskulda af eigninni þeg-
ar núverandi meirihluti ákvað að
yfirtaka eignina haustið 1995.
Lágmarka tjón bæjarsjóðs
Meirihluti bæjarráðs, Jóhann G.
Bergþórsson Sjálfstæðisflokki, Val-
gerður Guðmundsdóttir Alþýðuflokki
og Ti-yggvi Harðarson Alþýðuflokki,
bókuðu að þegar umræddri eign hafí
verið skilað í stjórn fyrrverandi bæj-
arstjóra hafí bæjarábyrgð á um-
ræddu láni ekki verið aflétt og bæjar-
sjóður því jafnskuldbundinn vegna
eignahlutans sem fyrr. Eignahiutinn
hafi í upphafí verið keyptur með yfír-
töku tveggja lána sem bæjarsjóður
yrði nú að greiða og því ekki óeðli-
legt að hann sé yfírtekinn til að lág-
marka tjón bæjarsjóðs.
Fram kemur að við gerð samnings
um endursölu á eignarhlutanum árið
1994 hefðu þáverandi stjórnendur
átt að gánga tryggilega frá að
ábyrgð yrði ekki áfram hjá bæjar-
sjóði. Það hafi ekki verið gert og
þegar samningur um yfirtöku eigna
vegna bæjarábyrgðar var gerður árið
1995 hafí staða Miðbæjar Hafnar-
fjarðar hf. verið mun lakari og engin
leið að aflétta ábyrgðinni. Vonast
hafi verið tii að hægt yrði að selja
eignina fyrir ábyrgðinni þannig að
ekki þyrfti að koma til yfirtöku. Það
hafi ekki gengið eftir og því sé þessi
aðgerð nauðsynleg.
Magnús Jón Árnason Alþýðu-
bandaiagi vakti athygli á að hans
stjórnartíð hafi einnig verið stjórn
artíð Jóhanns G. Bergþórssonar.
Umrætt samkomulag frá árinu 1994
hafí verið staðfest í bæjarráði af öll-
um fulltrúum. Hann hafi ætíð verið
mótfallinn bæjarábyrgð vegna fram-
kvæmdanna. Veiting þeirra væri á
ábyrgð núverandi meirihluta. í bók-
uninni segir ennfremur að löngu sé
tímabært að bæjarfélagið hætti að
hlaupa til og aðstoða Miðbæ Hafnar-
fjarðar hf. Þá segir, „Það er löngu
tímabært að sögunni endalausu um
Miðbæ Hafnarfjarðar hf., ljúki og
leitt verði í ljós hvort fyrirtækið sé
fært um að greiða skuldbindingar
sínar, jafnvel þó bæjarsjóður beri
einhvern kostnað af. Annað eins hef-
ur bæjarfélagið þegar borgarð með
Miðbæ Hafnarfjayðar hf.“
Gæta hagsmuna bæjarins
I annarri bókun meirihluta bæjar-
ráðs segir að í sameiginlegri stjórn-
artíð Jóhanns G. Bergþórssonar og
fyrrverandi bæjarstjóra hafí Magnús
Jón Árnason verið framkvæmdastjóri
sveitarfélagsins og sem slíkur ábyrg-
ur fyrir að samþykktir yrðu fram-
kvæmdar á fullnægjandi hátt. Að-
gerðir þær sem gripið var til árið
1995 og nú væru ekki til aðstoðar
Miðbæ Hafnarfjarðar hf., heldur til
að gæta hagsmuna bæjarsjóðs.
TVEIR nýir hópferðabílar eru að
bætast í flota Vestfjarðaleiðar um
þessar mundir, sem er þá alls 24
bílar. Um er að ræða undirvagna
frá Scania bílaverksmiðjunum
sænsku en yfírbyggingin er smíðuð
af Berkhof í Hollandi. „Þetta er
kringum 40 milljóna króna fjárfest-
ing og þó að hún sé stór biti teljum
við hana færa fyrirtækinu meiri
verkefni og það er stefna okkar að
endurnýja ört og gera það með
nýjum bílum fremur en 8 til 10 ára
bílum frá Þýskalandi eða öðrum
löndum," segir Jóhannes Ellertsson
aðaleigandi Vestfjarðaleiðar í sam-
tali við Morgunblaðið.
Bílarnir tveir eru eins, taka 51
farþega en 49 ef salerni bílsins eru
notuð, hafa 380 hestafla vél, raf-
magnsskiptan gírkassa og er annar
með vökvaknúnum mótorhemli en
hinn með rafmagnsknúnum. Þeir
eru með læst drif, burðargetan er
7,5 tonn á framöxul og 12 tonn á
afturöxul og eru búnir loftfjöðrun.
Yfírbyggingin frá Berkhof heitir
Axial og var þessi nýja lína í yfir-
byggingum kynnt á sýningu á liðnu
hausti og kveðst Jóhannes Ellerts-
son þá hafa afráðið að panta tvo
bíla með þessu húsi. Hann lýsir
helsta búnaði þess þannig:
„Sætin eru hallandi og hægt að
færa sætin nær ganginum aðeins
frá gluggasætunum sem þýðir að
farþegar fá meira rými, hattahilla
er ofan við sætin og þar er loftræst-
ing sem hver og einn getur stillt
eftir sínu höfði, ljós og hátalari.
Öryggisbeltin eru miðuð við Evr-
ópustaðla sem þýðir að tveggja
punkta belti eru í fremstu sætunum,
sætunum aftan við aftari hurðina
og miðjusætinu í aftasta bekknum,“
segir Jóhannes og telur að rannsaka
þurfi betur hvort hópferðabílar skuli
almennt búnir beltum.
„Það er ekki nóg að hafa beltin
því það verður til dæmis að vera
tryggt að yfirbyggingin sé nógu
ÞAK-0G
VEGGKLÆONINGAR
ÍSVAL-BORGA EHr.
HÖFÐABAKKA 9, 112 REYKJAVÍK
SÍMI 587 8750 - FAX 587 8751
sterk til að þola þunga bílsins og
farþega ef bílnum hvolfir. Á meðan
menn eru ekki á eitt sáttir um þessi
mál verður að bíða með að lögbjóða
bílbelti í öllum sætum hópferða-
bíla.“
Þyrftum að njóta
sömu kjara og aðrir
En er þetta ekki dálítill handlegg-
ur að endurnýja alltaf með nýjum
bílum?
„Þetta er mikið átak og væri létt-
ara ef við nytum sömu kjara og
þeir sem fjárfesta í flugvélum eða
feijum og við erum í ákveðinni sam-
keppni við. Það þarf ekki að greiða
aðflutningsgjöld eða virðisauka-
skatt af flugvélum og ég myndi
þiggja að losna undan samtals 30%
gjöldum, 12 milljónum, sem greiða
þarf til ríkisins af þessari fjárfest-
ingu. Sumum hefur þótt aldur hóp-
ferðabíla nokkuð hár hérlendis en
það er eingöngu vegna þess hversu
erfitt er fyrir okkur að kaupa nýja
bíla.“
Hann bætir við í tilefni af umræð-
um um innheimtu þungaskatts hjá
eigendum stórra ökutækja að eðli-
legast væri að skatturinn færi sem
fyrst inn í olíuverðið til þess að eig-
endur þessara tækja þyrftu ekki
að liggja undir grun um að sleppa
vel frá uppgjöri eða taka mæla úr
sambandi, þetta kæmi óorði á þess-
ar atvinnugreinar.
Að lokum er Jóhannes Ellertsson
spurður hvort hann sé bjartsýnn á
góða nýtingu á flotanum á næst-
unni:
„Þar sem sérleyfisakstur er nán-
ast að líða undir lok vegna sam-
keppni við einkabílinn höfum við
snúið okkur æ meira að innflutn-
ingi ferðamanna og fengum ferða-
skrifstofuleyfí árið 1993.
Þetta hefur gefið okkur dijúg
verkefni og við fáum marga hópa
frá Þýskalandi og Austurríki og
höldum áfram markaðssetningu ís-
lands þar og lengingu ferðamanna-
tímans, en þessi starfsemi er um
helmingur af umsetningu fyrirtæk-
isins. Síðan þjónum við fjölmörgum
aðilum með hópferðir, t.d. Ferðafé-
laginu, Útivist, ÍSAL, skólum,
starfsmannafélögum og fleirum og
ég er því ekki hræddur um verk-
efnaleysi. En nýtingin mætti vera
betri því að af 24 bíla flota er kring-
um helmingnum lagt yfir vetrar-
mánuðina.“
■
immmm
viLfíS!
vandaður
vindþéttur
þægilegur
vatnsvarinn,
útöndunar-
efnið
ENTRANT G II
15% afsláttur
af útivistarfatnaði frá
VANGO
SEGLAGERÐIN
ÆGIR
Eyjaslóð 7 Reykjavlk S. 511 2200
Þar sem ferðalagið byrjar