Morgunblaðið - 08.06.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.06.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996 13 48 nemendur útskrifast frá ME NÝSTÚDENTAR Menntaskólans á Egilsstöðum. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir ræktarbraut Egilsstöðum - Menntaskólinn á Egilsstöðum útskrifaði nýlega ný- stúdenta í 16. sinn. Að þessu sinni voru það 48 nemendur sem luku námi við skólann og hafa þeir aldr- ei verið fleiri sem hafa útskrifast í einu. Af þessum nemendum voru það 11 sem útskrifuðust af tveimur brautum og einn nemandi útskrif- aðist af þremur brautum. Einn nemandi Skarphéðinn Smári Þórhallsson útskrifaðist af Náttúrufræðibraut - skógræktar- línu og er hann fyrsti nemandinn á íslandi sem það gerir. Nám þeirrar brautar var unnið í samstarfi við Skógrækt ríkisins. Sigurður Blön- dal sá um bóklega fræðslu og verk- legir áfangar voru teknir hjá Skóg- rækt ríkisins á Hallormsstað. Nokkrir nemendur skiluðu mjög góðum námsárangri og fengu viður- kenningar fyrir. Ekki eru reiknaðar Uppsafnaður persónuafsláttur Alþingi rýmk- ar reglur út meðaleinkunnir í Menntaskólan- um á Egilsstöðum en bestum náms- árangri náði Laufey Guðjónsdóttir en hún var með einkunnirnar níu og tíu í öllum greinum nema tveim- ur en þar hafði hún einkunnina átta. LAUNAMAÐUR getur nýtt sér uppsafnaðan persónuafslátt hve- nær sem hann hefur störf á árinu, samkvæmt lögum sem Alþingi sam- þykkti á miðvikudag. Fram að þessu hefur þurft að vera komið fram yfir mitt stað- greiðsluár svo launþegi hafi getað nýtt sér uppsafnaðan persónu- afslátt en nú getur hann til dæmis farið fram á að nýta sér uppsafnað- an afslátt fyrstu þijá mánuði ársins ef hann hefur störf 1. apríl. Einnig getur launþegi nú nýtt sér ónotaðan persónuafslátt á árinu hversu lítill sem hann er, en áður féll sá réttur niður ef launamaður nýtti meira en 50% af persónuaf- slætti sínum þegar komið var fram yfir mitt staðgreiðsluár. Jóhanna Sigurðardóttir Þjóðvaka og fleiri þingmenn stjórnarandstöð- unnar lögðu lagafrumvarpið fram. Þar var einnig gert ráð fyrir því að foreldrar geti með ákveðnum skilyrðum nýtt 80% af óráðstöfuð- um persónuafslætti barna sinna á aldrinum 16-19 ára, en sá hluti frumvarpsins náði ekki fram að ganga. Franski gleraugna- hönnuöurinn Alain Mikli Fyrsti neminn stúdent af skóg- —»..— Fimm piltar stálu tveimur bifreiðum veröur i Linsunni 1 dag og kynnir nýja hönnun i gleraugnaumgjöröuin.. Viö bjóöum þér aö koma og sjá meö eigin augum FIMM piltar á aldrinum 16 til 18 ára hafa viðurkennt að hafa stolið tveim- ur bflum á Hvolsvelli og Hellu aðfara- nótt sl. laugardags með það fyrir augum að komast á dansleik í Þjórs- árveri. Piltarnir tóku fyrri bílinn á Hvols- velli og óku honum langleiðina á Hellu en hann bilaði áður en þeir komust alla leið. Þeir fóru þá fót- gangandi á Hellu og tóku þar annan bíl. Þeir óku honum í átt að Selfossi en sneru við. Þeir misstu síðan bílinn út í skurð rétt austan við Þjórsá og þar fannst hann óskemmdur. Bílarnir stóðu báðir fyrir utan hús eigenda sinna, ólæstir og með lykil- inn í kveikjulásnum. Lögreglan á Hvolsvelli beinir því til bíleigenda um land allt að ganga þannig frá bifreið- um sínum að ekki sé hægt að taka þær ófijálsri hendi á þann hátt sem þama var gert. franska hátisku á Mikli-dögum 1 Linsunni 1 dag4 laugardaginn 8. júni. alain mikli UN5AN Aðalstræti 9, sími 551 5055 GOTT FÓLK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.