Morgunblaðið - 08.06.1996, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 08.06.1996, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Fuglahræð- ur með einfaldan smekk Flateyri - Tvær fuglahræður vekja athygli þeirra sem leið eiga um Holt í Önundarfirði. I sjálfu sér ekkert merkilegt fyrir þær sakir, en þegar betur var að gáð kom í ljós að hér var um að ræða vel klæddar fuglahræður sem hefðu eflaust sómt sér vel á mannamótum. Eina hræðuna var að vísu frekar spurning um sökum höfuðklúts sem hún bar, þareð hann átti ættir að rekja til skæru- liða. Þegar fréttaritari grennslaðist frekar fyrir um skapara þessara hræða þá kom í ljós að það var enginn annar en sjálfur prestur- inn sr. Gunnar Björnsson í Holti í Önundarfirði sem hafði bæði ljáð þeim líf og klæðnað á nytjalandi sóknarinnar. Rebbi einn var nýbú- inn að gera mikinn usla i hreiðrum í slagtogi við kríuna sem sveimaði Morgunblaðið/Egill Egilsson SR. GUNNAR Björnsson við skæruliðann sinn. yfir eins og njósnahnöttur. Þegar sr. Gunnar var inntur frekar eftir þessum einfalda smekk sem hræð- urnar höfðu kvað hann þetta vera föt frá sinum velmektardögum þegar hann var í góðum málum. Nú væri það liðin tíð og því vel við hæfi að fæla kríur og aðra vágesti með smekkvísi herra- mannsins. Söfnunarkassar fyrir pappír Selfossi - Skipuleg söfnun pappírs til endurvinnslu hófst formlega með athöfn framan við verslunarmið- stöðina Kjarnann á Selfossi. Söfnunin er liður í átakinu Hreint Suðurland og byggist á því að litlir söfnunarkassar eru sendir inn á hvert heimili og fólk safnar endur- vinnanlegum pappír í þá. Síðan getur fólk losað úr þessum heimilis- kössum í sérstaka söfnunargáma sem staðsettir eru í alfaraleið fólks í þéttbýli. Það eru Sorpstöð Suðurlands, Gámaþjónustan, Samtök sunn- lenskra sveitarfélaga og KÁ á Suð- urlandi sem standa að þessu söfn- unarátaki. Strax o g Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri KÁ, hafði afhent fyrsta söfnunarkassann settu nokk- ur leikskólabörn pappír, sem þau höfðu safnað, í söfnunargáminn. Líf og fjör framan við Kjarann, gríllað var í góða veðrinu og leik- tæki voru þar fyrir börnin. LEIKSKÓLABÖRNIN biðu í röð með blöð og annan pappír til að setja í gáminn. Morgunblaðið/Hanna Hjartardóttir NEMENDUR 10. bekkjar með leiðbeinendum sinum í stígagerð. Nemendur í stígagerð Kirkjubæjarklaustri - Á síðustu dögum skólanna á þessu starfsári er mikill fjölbreytileiki í starfi nem- enda. Margir fara í ferðalög en nemendurnir í 10. bekk í Kirkjubæj- arskóla unnu að stígagerð undir góðri stjóm Jóhönnu B. Magnús- dóttur ferðamálafulltrúa og Guð- jóns Ólafssonar, fræðslufulltrúa Landgræðslunnar. Tilgangurinn með þessum starfs- degi var fyrst og fremst að kenna unglingunum hvernig leggja á stíg í grónu brattlendi en jafnframt lögðu þau sitt af mörkum til land- vemdar í nágrenni skólans síns. í sumar njóta göngumenn góðs af ef farið er í gönguferð á Kirkjubæj- arklaustri upp að Systravatni. Daginn áður hafði þessi sami hópur ásamt fleirum verið í vett- vangsferð í Eldhrauni þar sem skoð- uð voru ummerki eftir ágang Skaft- ár eftir svonefnd Skaftárhlaup um leið og athugað var hvernig tekist hefur til við að græða landið. Þar lögðu nemendur líka sitt á vogar- skálina í baráttunni við náttúruöflin með því að sá melfræi og bera áburð á örfoka svæði. HIV-mótefnamæling endurtekin vegna galla í prófefni Um hundrað manns eftir að koma MÓTEFNAMÆLINGAR gegn eyðniveiru hafa verið gerðar hjá um fjögur hundruð blóðgjöfum við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, en um mánaðamótin mars-apríl kom í ljós að prófefni við skimpróf fyrir eyðni sem notað var á sjúkra- húsinu reyndist gallað. Umrætt prófefni var notað á tímabilinu frá október í fyrra þar til í mars síðastliðnum. Þar sem ekki er hægt að treysta niðurstöð- um úr skimprófinu á þessu tíma- bili var ákveðið að endurrannsaka þá blóðgjafa sem gáfu blóð á þessu tímabili, en það eru um fimm hundruð manns. Mikið að gera „Það hefur verið mjög mikið að gera á deildinni og mikið álag á starfsfólkinu,“ sagði Vigfús Þor- steinsson, en hann átti von á að verkinu yrði lokið eftir um það bil mánuð. Hann sagði að þeim sem í hópnum eru og hafa ekki enn komið í blóðsýnatöku fyrir eyðni- skimun í blóðbanka FSA hefði verið sent bréf og fólk beðið um að mæta sem fyrst, en um eitt hundrað manns eiga eftir að koma í endurtekna mótefnamælingu. Vigfús sagði að í þeim endur- rannsóknum sem þegar hefðu ver- ið gerðar hefði ekkert komið í ljós. Líkur til að HlV-smitað blóð hafi fundist á umræddu tímabili eru hverfandi. Einungis einn smitaður blóðgjafi hefur greinst á tíu ára tímabili, en um 120 þúsund próf hafa verið gerð á meðal blóðgjafa. Morgunblaðið/Trausti BJÖRGVIN Jónsson, fyrrverandi togaraskipstjóri og fram- kvæmdastjóri ÚD, við líkan af „tappatogaranum“ Björgvin EA 311. Sjávarhættir fyrr og nú á Dalvík Dalvík. Morgunblaðið. Vinnuslys í Kjörmarkaði KEA Klemmdist með fót í lyftuopi RÚMLEGA sextugur rafvirki hlaut slæmt fótbrot í vinnuslysi í Kjörmarkaði KEA við Hrísalund í fyrrakvöld. Vörulyfta sem gengur milli kjallara hússins og jarðhæðar fest- ist í lyftugöngunum við jarðhæð- ina og var viðgerðarmaður kallað- ur til. Þegar hann var að stíga inn í lyftuna steyptist hún skyndilega ofan í kjallarann. Vinstri fótur mannsins klemmdist við það í lyftuopinu, milli loftsins á lyftunni og þröskuldarins á lyftugólfinu. Maðurinn var fastur í lyftunni í um hálftíma, en kallaðir voru á vettvang tveir læknar, tækjabíll slökkviliðs, lögregla og sjúkrabíll. Samkvæmt upplýsingum rann- sóknarlögreglu fór betur en á horfðist. Maðurinn fór í aðgerð á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri í gærmorgun og var líðan hans eft- ir atvikum samkvæmt upplýsing- um læknis á gjörgæsludeild, en hann hlaut slæmt fótbrot. Messur AKUREYRARPRESTA- KALL: Messað verður í Ak- ureyrarkirkju á morgun, sunnudag kl. 11. Ferming- arguðsþjónusta í Miðgarða- kirkju í Grímsey á morgun, sunnudag, kl. 11. GLERÁRKIRKJA: Guðs- þjónusta á morgun, s.unnu- dag kl. 11. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sameiginleg samkoma kl. 20.30 á sunnudag með KFUM og K. Nemendur frá biblíuskólanum „Troens Beins" í Noregi taka þátt. Einnig samkoma á miðviku- dag kl. 20.30 með nemend- um biblíuskólans. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Miðnætursamkoma í kvöld, laugardag, kl. 23.00. Vakn- ingasamkoma kl. 20. á sunnudagskvöld. Ræðu- maður Lilja Óskarsdóttir frá Vestmannaeyjum. KAÞÓLSKA Kirkjan, við Eyrarlandsveg: Messa kl. 18 í dag, laugardag og kl. 11 á morgun, sunnudag. A SJOMANNADAGINN var opnuð sýningin Sjávarhættir fyrr og nú, á vegum Byggða- safnins Hvols á Dalvík. Til sýnis eru yfir 50 skipslíkön, smíðuð af Grími Karlssyni skipstjóra, auk ýmissa muna og verkfæra er tengjast sjávarútvegi fyrr og nú. Þá eru einnig ljósmyndir af gömlum og nýjum fiskiskipum Islendinga og starfsháttúm í sjávarútvegi á fyrri tíð. Við opnun sýningarinnar flutti Rögnvaldur Skíði Frið- björnsson bæjarstjóri ávarp, ásamt Grími Karlssyni, sem gat um tilurð sýningarinnar. Að ávörpum loknum opnaði hinn aldni togaraskipsljóri og fyrrum framkvæmdasljóri Útgerðarfé- lags Dalvíkinga hf., Björgvin Kvennakórinn Lissy heldur tónleika KVENNAKÓRINN Lissý heldur tón- leika í Breiðumýri Reykjadal annað kvöld, sunnudagskvöldið 9. júní og hefjst þeir kl.' 21. Þá heldur kórinn tónleikar í íþróttahúsi Valsárskóla á Svalbarðsströnd þriðjudagskvöldið 11. júní kl. 21. Á efnisskránni eru eingöngu ís- lensk lög, en hápunktur tónleikanna er frumflutningur á Bóthildarkvæði eftir Hildigunni Rúnarsdóttur tón- skáld sem hún samdi sérstaklega fyrir kórinn. Útibú Landsbanka Is- lands og íslandsbanka á Húsavík styrktu kórinn vegna þessarar tón- smíðar. Verkið er fyrir fimm ein- söngvara, kvennakór og píanó. Stjórnandi kórsins er Hólmfríður Benediktsdóttir og undirleikari Helga Bryndís Magnúsdóttir. Jónsson, sýninguna en nafn hans er tengt útgerðarsögu á Dalvík órjúfandi böndum. Meðal sýningargripa eru bát- ar sem hann stýrði og gerði út til margra ára þar á meðal Björgvin EA 311, sem var einn af hinum svonefndu „tappatog- urum“, síðutogari smíðaður í Austur-Þýskalandi og kom til Dalvíkur árið 1958. Með hverju Iíkani er saga skipsins rakin, hvar það var smíðað, stærð og gerð og fleiri atriði er þeim þykir athygliverð er áhuga hafa á sjávarútvegi. Sýningin er í íþróttahúsinu á Dalvík en þar er góð aðstaða til sýningarhaldsins. Verður hún opin til 6. ágúst alla daga nema mánudaga milli kl. 13 og 17. Listasafnið á Akureyri Ljósmynda- og vídeóverk SÝNING á verkum Karolu Schleg- elmilch undir yfirskriftinni „Displacement,“ verður opnuð í Listasafninu á Akureyri á morgun, laugardaginn 8. júní kl. 16. Karola sýnir verk sem eru gerð með ljós- mynda- og vídeótækni. Karola er fædd 1964 í Berlín og hefur numið við Listaakademíuna í Berlín og lauk mastersnámi 1993. Hún hefur bæði dvalið á íslandi við myndlistariðkun og sýnt myndir sínar í Reykjavík. „Verkin fjalla um hv.ernig þrár, væntingar og stemmning móta skynjun okkar á hlutum í landslag- inu, svo sem steinum, tijám og grasi. Myndirnar eru gamansamar þó þær láti lítið yfir sér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.