Morgunblaðið - 08.06.1996, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 08.06.1996, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996 15 AKUREYRI Skátafélagið Klakkur reisir nýja Valhöll Morgunblaðið/Kristján ÚTSÝNIÐ úr Valhöll, nýjum útileguskála Skátafélagsins Klakks á Akureyri, er fagurt. SKÁTAR á Akureyri, félagar í Klakki eru að reisa sér nýjan úti- leguskála, Valhöll, í landi Veiga- staða á Svalbarðsströnd gegnt Ak- ureyri. Klakkur er stærsta skátafé- lag landsins en í því eru tæplega 400 félagar. Fyrsta skóflustunga að húsinu var tekin í nóvember síðastliðnum og þar var fyrsta fánaathöfnin á sumardaginn fyrsta. Unnið er að því þessa dagana að gera húsið fokhelt og sagði Þorsteinn Péturs- son foringi Klakks að félagið hefði átt fyrir framkvæmdum við húsið fram að þeim áfanga. Skátarnír áttu skála á svipuðum slóðum, en höfðu makaskipti á landi við eigendur Veigastaða, en þeir hafa nú yfir að ráð um þriggja hektara landsvæði sem þykir kjörið til skátastarfs. Útbúið verður tjald- svæði skammt frá húsinu og þá er fyrirhugað að heijast þegar í næsta mánuði handa við að planta tijám í svæðið, en Jóhannes Halldórsson á Veigastöðum gaf skátunum nokk- ur hundruð plöntur við fánahylling- una á dögunum. „Við höfum hvarvetna fundið fyrir velvilja og okkur er alls staðar vel tekið þar sem við höfum leitað eftir aðstoð vegna byggingarinnar," sagði Þorsteinn. í beinni útsendingu Valhöll er skáli á tveimur hæð- um, 80 fermetrar að flatarmáli. Á efri hæð er svefnloft og setustofa en þeirri neðri eldhús, foringjaher- bergi, snyrting og stofa. Húsið blas- ir við Akureyriiigum í Vaðlaheið- inni, „Við verðum með skátastarf í beinni útsendingu. Fólk getur fylgst með okkur úr fjarlægð við fánahyll- ingar og þá á reykur af varðeldi eflaust oft eftir að sjást liðast hér upp,“ sagði Þorsteinn. Skáta vantar nú töluverða fjár- muni til að ljúka byggingunni og hefur fjáröflunarnefnd verið sett á fót til að afla þeirra. Leitað hefur verið til um 500 skátavina á Akur- eyri með framlög og þá hyggjast skátar standa að „stór-kolaporti“ á flötinni neðan Samkomuhússins 15. júní næstkomandi til að afla fjár til byggingarinnar. Morgunblaðið/ BJÖRG Þórhallsdóttir og Guðrún A. Kristinsdóttir. Kveðjutónleik- ar Bjargar BJÖRG Þórhallsdóttir, mezzósópran, og Guðrún Anna Kristinsdóttir, píanóleikari, halda tónleika í Safn- aðarheimili Akureyrarkirkju sunnu- daginn 9. júní kl. 20.30. Á efnisskránni eru ljóð eftir F. Schubert, H. Wolf og J. Brahms ásamt íslenskum sönglögum og óperuaríum. Þetta eru kveðjutónleik- ar Bjargar, en hún er á förum til framhaldsnáms við konunglega tón- listarháskólann í Manchester í Eng- landi í haust. Tónleikarnir eru tileinkaðir minn- ingu sr. Þórhalls Höskuldssonar, föð- ur Bjargar. -----» ♦ ♦------ Akureyrarhöfn Fær bætur vegna efnis- galla á stálþili HAFNARSTJÓRN Akureyrar hefur náð samkomulagi við breska fyrir- tækið British Steel um bætur að upphæð 12.000 pund, eða um 1,2 milljónir króna vegna efnisgalla á stálþili í Krossanesi. Um var að ræða vinding í stálþilsskúffum sem gerði verktakanum erfiðara fyrir við að reka stálþilið niður. Hafnarstjórn samdi nýlega við Kötlu ehf. á Árskógsströnd um áframhaldandi framkvæmdir í Krossanesi að viðhöfðu útboði. Katla sér um að steypa kant og polla við nýja viðlegukantinn, sem er 80 metra langur. Framkvæmdir við þennan áfanga eru að heíjast og skal þeim lokið í lok júií. Hótel Hjalteyri opnað um helgina KAFFIHUSIÐ Hótel Hjalteyri hef- ur sumarstarfsemi sína á morgun, sunnudaginn 9. júní og jafnframt verður opnuð sýning á verkum Dagnýjar Sifjar Einarsdóttur. Hótel Hjalteyri hefur verið gert upp að hluta en neðri hæð hússins er notuð fyrir kaffihús. Þetta er sögufrægt hús sem byggt var af Thor Jensen í upphafi aldarinnar. Húsið var byggt sem íbúðarhús en síðar voru þar skrifstofur Kveldúlf- ur hf., veitingasala og hótel. Þegar síldarbræðslan lagðist nið- ur á Hjalteyri 1966 var allri starf- semi hætt í húsinu og hafði það staðið ónotað í hartnær þijá ára- tugi þegar núverandi eigendur réð- ust í að gera það upp. Það er Gall- erí AllraHanda sem rekur starfsemi í húsinu. Norðlenskir listamenn sýna verk sín á Hjalteyri í sumar, fyrst er Dagný Sif Einarsdóttir, en þeir sem á eftir fylgja eru Guðmundur Ár- mann Siguijónsson, Kristinn G. Jóhannsson, Laufey Pálsdóttir, Sig- urður Hallmarsson og Þórey Ey- þórsdóttir. Brúðkaups- sýning SÝNING á ýmsum því sem viðkem- ur brúðkaupum verður í Blómabúð- inni Laufás í dag, laugardag frá kl. 14 til 16. Ef veður leyfir verður sýningin flutt út í göngugötuna í Hafnarstræti. Það er Blómabúðin Laufás sem sýnir brúðarvendi, skreytingar og fleira sem snýr að blómum, Hár og heilsa kynnir hárgreiðslu, snyrtingu og fleira. Saumakúnst kynnir fatn- að sem fyrirtækið leigir, brúðar- kjóla og fleira og Norðurmynd brúð- kaupsmyndirnar. Byggingafulltrúi Akureyrarbæjar auglýsir breytingu á afgreiðslu ýmissa erinda sem berast bygginganefnd Akureyrar. Byggingafullrúinn afgreiðir byggingaleyfisumsóknir, er uppfylla ákvæði laga og reglugerða, fyrir nýbyggingar, breytingar og við- bætur, löggildingu iðnmeistara o.fl. Telji einhver rétti sínum hallað með afgreiðslu byggingafulltrúa eða byggingafulltrúi synjar að afgreiða erindi, er honum heimilt að skjóta máli sínu til bygginganefndar innan 14 daga, frá því að honum er kunnugt um afgreiðslu byggingafulltrúa, og fer um meðferð kæru- mála skv. byggingalögum nr. 54/1978, með síðari breytingum, og skv. stjórnsýslulögum nr. 37/1993. Skulu slík kærumál send til bæjar- lögmannsins á Akureyri. Ennfremur er hægt að skjóta málinu til úrskurðar umhverfisráðherra, sbr. 8. mgr. 8. gr. byggingarlaga. Samþykkt þessi var staðfest af umhverfisráðuneytinu 3. apríl 1996 og byggir á lögum nr. 82/1994 um reynslusveitarfélög. Breyting þessi tekur gildi þann 10. júní 1996. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu byggingafulltrúa Akur- eyrarbæjar, Geislagötu 9., 3. hæð. hAbkólinn A AKUREYRI Konur, barneignir og siðfræði Dagskrá ráðstefnu heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri (H.A.) í samvinnu við jafnréttisnefnd Akureyrarbæjar 18. og 19. júní 1996 í Oddfellowhúsinu á Sjafnarstíg 3 -Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir - 'riðjudagur 18. júní. 8.30 - 9.15 Skráning - heitt á könnunni ásamt meðlæti við harmónikkuundirleik Daníels Þorsteinssonar. 9.15- 9.30 Setning ráðstefnunnar María Pétursdóttir, verndari ráðstefnunnar, flytur ávarp. 9.30 -10.15 Konur og heilbrigði á heimsvísu Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræðingur og þingkona 10.15- 10.45 Heilsuhlé 10.45 - 11.30 Fóstureyðingar: Untræða í blindgötu? Dr. Kristján Kristjánsson, heimspekingur, dósent H.A. 11.30 - 13.30 Hádegislilé - Boðið upp á sérstaka heilsurétti á Bing Dao, Bautanum, Greifanum og Pizza 67 13.30 -14.15 Upplifun kvenna af umhyggju og umhyggjuleysi á meðgöngu. - Rannsóknarkynning - Sigfríður Inga Karlsdóttir, hjúkrunarfræðingur B.S. og ljósmóðir 14.15- 14.30 Listahlé - Björg Þórhallsdóttir, mezzósópran, GuðrímAnna Kristinsdóttir, píanó. 14.30- 15.15 Meðgangabarns-siðfræðilegákvörðun? Sigríður Jónsdóttir, hjúktunarfræðingur M.Sc. og ljósmóðir 15.15 -15.45 Heilsuhlé - œjingar og nœring 15.45 - 16.30 Móðurhlutverkið og æxlunartæknin Arna Ýrr Sigurðardóttir, guðfræðingur 16.30- 17.30 Opinn fyrirlestur: Kynning áfjantámi til Mastersgráðu í hjúkr tmarfrieði við Manchester háskóla ísamvinnu við Háskólann á Akur eyri. Dr. Liz Clark og Bob Price Miðvikudagur 19. júní. 9.00 -9.15 Kynning á reynslubundinni rannsóknaraðferð (Phenomcnologv) Sigriður Halldórsdóttir, forstöðumaður heilbrigðisdeildar 9.15 - 9.45 Svelti í von um betra líf: Upplifun á lystarstoli (anorexia nervosa) - Rannsóknarkynning - Inga Dagný Eydal, Kristín Sólveig Bjamadóttir og Þorgerður Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingar B.Sc. Tónlist 9.45 -10.15 Ljós og skuggar: Upplifun foreldra af því að eignast fyrirbura sem þarfnast umönnunar á ungbarnagjörgæslu. - Rannsóknarkynning - Guðny Friðriksdóttir, Hulda Sædís Bryngeirsdóttir, Lilja Ester Ágústsdóttir og Þórhildur Þöll Pétursdóttir, hjúkrunar fræðingar B.Sc 10.15- 10.45 Heilsuhlé - œfmgar og næring 10.45 -11.15 Getum við lifað góðu lífi: Uppiifun ungs fóiks annars vegar á því að greinast með sykursýki á unglingsárum og hins vegar á umhyggju og umhyggjuieysi í samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk. - Rannsóknarkynning - Ásdís H. Arinbjörnsdóttir, Lovísa A. Jónsdóttir, Sigriður M. Jónsdóttir, Sigríður R. Þóroddsdóttir og Þorgerður Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingar B.Sc. Tónlist 11.15 -11.45 Gjöf lifsins: Upplifun af því að vera nýrnaþegi - Rannsóknarkynning - Linda Hersteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur B.Sc. 11.45 - 13.30 Samciginlegur hádegisverður á KEA, pasta- og fiskiréttahlaðborð (innifalið í ráðstefnugjaldi). Stutt dagskrá á meðan á hádegisverði stendur: “I gamni og alvöru” - í tilefni af 86 ára afmæli kosningaréttar kvenna. 13.30- 14.30 Umræðuhópar í umsjá viðkomandi fyrirlesara 1. Hvernig er heilbrigði íslenskra kvenna í samanburði við aðrar konur? 2. Hvernig er að vera með lýstarstol? 3. Hvernig getum við aukið upplifiin af umhyggju á meðgöngu? 4. Hvernig er að vera líffæraþegi? 5. Siðferði fóstureyðinga. 6. Hvernig er að eignast fyrirbura? 7. Örlög móðurhlutverksins. 8. Hvernig aðlagast unglingar sykursýki? 9. Áhættumeðganga á tíma tækniframfara. 14.30 - 15.00 Niðurstöður umræðuhópa 15.00 Ráðstefnuslit og móttaka - verður utandyra ef veður leyfir Skráning á raðstefhuna er á skrifstofu H.A. í s. 463-0501/901 alla virka daga kl. 11.00-12.00 og 13.00-14.00. Ráðstefnugjald er kr. 5000 fyrír báða ráðstefnudagana (allar veitingar og hádegisverðarhlaðborð síðari dag ráðstefmmnar innifalið) og greiðist það fyrir 12. júni inn á bankareikning nr. 49542 á ávísanareikning heilbrigðisdeildar í Landsbankanum á Akureyri. Nemendur við heilbrigðisdeild H.A. greiða kr. 2500 og stundakennarar kr. 3000. Mjög áriðandi er að nafn og kennitala greiðanda komi fram á kvittuninni. Ráðstefnur heilbrigðisdeildar hafa ætið verið vel sóttar og er fólk því hvatt til að skrá sig sem fyrst. Afsláttur af flugferðum: Flugleiðir bjóða raðstefnugestum fargjaldið Ak-Rek-Ak fyrir kr. 11.130. Mikilvægt er að tilkynnt sé um afsláttarfargjald um leið og bókun i flug fer fram. Flugfélag Norðurlands býður ráðstefnugestum 25% afslátt af fargjaldi á öllum fiugleiðum félagsins. Hjá báðum félögunum þarf að framvísa kvittun um greiðslu ráðstefnugjalds. Ennfremur er fólki bent á aðildarfélagsfargjöldin en í því tilfelli kostar farið Ak-Rek-Ak kr. 5830.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.