Morgunblaðið - 08.06.1996, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ1996 21
NEYTENDUR
má frysta tilbúna baunarétti en eins
og aðrir réttir missa þeir aðeins
kryddbragð við frystingu. Frystar
baunir eru annað hvort látnar þiðna
áður en þær eru notaðar eða t.d.
settar frosnar út í pottrétti og súp-
ur. „Baunir geymast vel í frysti
eða allt að 3-5 mánuði og því er
tilvalið að leggja stóra skammta í
bleyti og sjóða.
— Bjóðið þið upp á baunarétti á
ríkisspítölum?
„Já, í hverri viku. Við erum með
grænmetisfæði daglega og yfirleitt
eru það um 30 sjúklingar sem nýta
sér þann kost. Nokkra daga í viku
bjóðum við uppá grænmetisfæði í
starfsmannamatsalnum og þar eru
það yfirleitt á bilinu 80-150 manns
sem kjósa slíkt fæði. Það eru þá
t.d. grænmetispottréttir, baunarétt-
ir og buff sem stendur fólki til
boða.“ Valgerður segist finna fyrir
auknum áhuga fólks á grænmetis-
fæði og hún segir það sína framtíð-
arsýn að hægt verði að bjóða sjúkl-
ingum almerint að velja milli þess
að fá grænmetisfæði og kjöt eða
fisk.
Látið
baunirnar spíra
Eflaust kannast margir við
baunaspírur sem hægt er að kaupa
í grænmetisborðum verslana. Val-
gerður segir það iítið mál fyrir fólk
að láta baunirnar spíra heima hjá
sér. „Það eru sérstaklega alfalfa
fræ, mung baunir og linsur sem
fólk ætti að byija á að láta spíra.
Valgerður segir börn hafa gaman
af spíruninni því þau geti næstum
horft á spírurnar vaxa.
„Við höfum búið til baunaspírur
hér á Landspítalanum. Þær eru skol-
aðar vel og lagðar í bleyti í 2-3 tíma.
Þá eru þær settar í krukku, net þar
yfir sem fest er með teygju og þær
settar á dimman stað. Spírurnar eru
síðan skolaðar í vatni 1-2 á dag og
það látið síðan leka vel af þeim.
Eftir 3-5 daga eru spírurnar tilbún-
ar.
— Eru mismunandi baunir stund-
um notaðar saman í rétti?
„Já það er algengt að með t.d.
smjörbaunum séu notaðar litaðar
baunir á við grænar eða pintó baun-
ir í blandaða baunapottrétti og rauð-
ar og svartar nýrnabaunir með hvít-
um baunum. Þær þurfa allar sam-
bærilega suðu og að lokum eru lins-
urnar oft settar út í.
— Suinir eru hræddir við aukna
gasmyndun borði þeir baunir!
„Það er staðreynd að til að byija
með verður meiri gasmyndun en
ella. En það er bara eins og með
aðra trefjaríka fæðu á meðan líkam-
inn er að aðlagast henni. Ef fólk
er sérstaklega viðkvæmt er ráð að
skipta um suðuvatn á miðjum suðu-
tíma.
Valgerður á í bókum sínum ýms-
ar baunauppskriftir og næsta
fimmtudag birtum við frá henni
nokkrar hér á neytendasíðu.
Alain Mikli
á Islandi
FRANSKI gleraugnahönnuðurinn
Alain Mikli er staddur hér á landi
um þessar mundir en hann hefur
komið reglulega til landsins á und-
anförnum árum til að kynna hönnun
sína. Hann verður í dag, laugardag-
inn 8. júní, í gleraugnaversluninni
Linsunni í Aðalstræti þar sem hann
kynnir nýja hönnun og línu í um-
gjörðum. Hann mun einnig aðstoða
viðskiptavini við val á umgjörðum
og veita þeim ráðgjöf sem vilja.
- kjarni málsins!
Heitt í kolunum
Á LAUGARDÖGUM eru matreiðslumenn-
imir Óskar Finnsson, Ingvar Sigurðsson og
Ámi Þór Amórsson með þætti á Bylgjunni
þar sem þeir fjalla um grillrétti og meðlæti.
Hér á neytendasíðu birtast uppskriftir þeirra.
Meðlæti með grillmat getur verið marg-
víslegt og þeir félagar segja að gott sé að
grilla hinar ýmsu tegundir af grænmeti.
Sumar tegundir em betur til þess fallnar
en aðrar. Mjög gott er að grilla t.d. blóm-
kál, sveppi, tómata og kúrbít."
Blómkál: Blómkál er skorið í bita og
skellt beint á grillið. Gott er að pensla það
með hvítlauksolíu.
Sveppir: Sveppi skal kaupa stóra til grill-
unar og setja þá heila á grillið. Einnig er
hægt að fýlla þá. Stöngullinn er þá skorinn
af, sveppurinn fyrst grillaður með toppinn
upp, honum snúið við og í hann settur gráð-
ostur.
Tómatar: Tómatar eru mjög auðveldir
viðureignar. Þeir eru settir beint á grillið
og þeim snúið stöku sinnum.
Kúrbítur: Kúrbítur er skorinn í um 1 '/2
sm sneiðar, þær settar á grillið og smurðar
með góðri kryddolíu.
Matarsalat
lceberg salat
tómatar
agúrkur
rauólaukur
melónur
jarðarber
paprika
Þvoið og skerið niður í mátulega bita. Það
getur síðan bætt salatið að skvetta aðeins
á það ólífuolíu, krydda með nýmöluðum
svörtum pipar og strá yfir það beikon flögum.
Kotasæludressing
1 lítil dós kotasæla
1 dl majones
______________V; dl súrmjólk____________
2 hvítlauksgeirar (pressaðir)
1 msk. saxaður graslaukur
1 tsk. sítrónupipar
1 tsk. basil
__________________salt__________________
nýmulinn svartur pipar
Majones og súrmjólk er hrært saman.
Hvítlauk, graslauk og kryddi bætt í. Smakk-
að til með salti og svörtum pipar. ■
10 flauelsblóm
(tveir litir)
Hansarós
stjupur
Stjúp