Morgunblaðið - 08.06.1996, Page 22
MORGUNBLAÐIÐ
GOÐSÖGNIN Jón Pedersen með nýja veiðihattinn. Það er að vísu ekki AFRAKSTUR dagsins var heldur rýr. Erling Kristjáns- LEYNDARMÁLIÐ afhjúpað. Það skiptir
komin reynsla á hann ennþá. son með tittina tvo, sem hann borðar líklega sjálfur. nefnilega öllu máli hvernig flugu menn nota.
EG tek silungsveiði
fram yfir laxveiði,“
segir sportveiðimaður-
inn Jón Þ. Einarsson á leið-
inni upp eftir. „Maður verður
að velja og hafna. Það er of
mikið að stunda hvora tvegg-
ja. Maður gerði þá ekkert
annað. Það er auðveldara að
komast í silunginn, skreppa
kannski í nokkra tíma í einu
og veiðileyfip eru mun að-
gengilegri og ódýrari."
Á tölvuskjá skammt frá af-
leggjaranum í Heiðmörk
segir að vindátt sé austan 2
og 9 stiga hiti uppi á heiði.
Jón segir að það henti ágæt-
lega til veiði í Elliðavatni.
„Norð-austanáttin er mjög
góð en vestanáttin er hins
vegar afleit. Það er eins og
hann taki bara alls ekki í
vestanátt og maður sleppir
því að fara hingað upp eftir
þegar hann er stífur að vest-
an. Sól með mátulegu skýja-
fari virkar líka ágætlega
hérna.“
Jón segir að staðai-val í
vatninu skipti einnig miklu
máli. „Það eru nokkrir „heit-
ir“ staðir sem maður fer á.
Þetta lærist smátt og smátt
og maður er alltaf að upp-
götva eitthvað nýtt í þessu
vatni.“
Makalaust
t/atn
Hann segir mér að töfrar Elliða-
vatns séu fólgnir í því hversu erfitt
sé að veiða þar. „Elíiðavatn er alveg
makalaust. Ef þú færð fisk þar átt
þú að geta veitt alls staðar. Það er
svo mikið æti þar og veiðimaðurinn
því í harðri samkeppni við gjöfula
náttúruná. Það er hætt við að á
þessum tíma dags sé hann orðinn
svo saddur að hann hreyfi sig ekki,“
segir Jón Þ. og bætir því við að
betra hefði verið að fara eldsnemma
um morguninn, en ekki eftir hádegi.
Máli sínu til stuðnings segist hann
hafa farið upp eftir morguninn áður
og fengið tuttugu bleikjur á tæpum
tveimur tímum. „Bleikjan vill leggj-
ast svona um miðjan daginn, svo fer
hún aðeins á skrið síðdegis og fram
eftir kvöldi. En þetta hefði verið fínt
í morgun.“
Sofa silungar?, spyr ég og velti
því fyrir mér hvort þessi skýring
Jóns sé fólgin í því að lauma flug-
unni inn á morgunverð-
arborð fisksins í vatn-
inu?
Hann kemur sér und-
an að svara og fer að
tína veiðigræjumar út
úr bflnum; vöðlur, vesti,
stangir, flugubox, háf,
kylfu til að rota fiskinn
og sólgleraugu, sem
hann segir að sé nauð-
synleg vöm gegn flug-
unni, sem á það til að
sveiflast í andíit og augu
veiðimannsins.
„Það er einstök til-
f'inning- að finna hann
taka,“ segir Jón þegar
við rökræðum eðli veiði-
mennskunnar og hvað
það sé sem fái menn til
að standa tímunum sam-
an úti í á eða vatni til
þess eins að draga þessi
kríli á land. „Það er
frumeðlið í manninum
SILUNGSVEIÐI MEÐ JÓNI Þ. EINARSSYNI
VEIÐIMAÐURINN Jón Þ. Einarsson klár í slaginn við silunginn í Elliðavatni.
Morgunblaðið/Sverrii’
Eilífðarstúdent
í Elliðavatni
Þeim fer fjölgandi sem stunda silungsveiði
sér til andlegrar og líkamlegrar upp-
lyftingar. Sveini Guðjónssyni lék forvitni á
að kynnast töfrum sportveiðinnar og slóst í
för með Jóni Þóri Einarssyni á sólbjörtum
degi upp að Elliðavatni.
'C?*.
■ -
ÞURRFLUGA Odds Ólafssonar virkaði í þetta skipti.
sem þai'na lætur á sér kræla,“ segir
Jón. „Gamli veiðimaðurinn kemur
upp í okkur."
Eraðallega bleikja í Elliðavatni?
„Já, en það er urriði hérna líka og
honum fjölgar í vatninu. Hann tekur
mjög skemmtilega, stekkur með lát-
um. Hann er stundum svo kát-
ur að það er eins og maður sé
með lax á línunni. Bleikjan
leitar hins vegar niður á við og
þumbast, en getur þó tekið
ansi skemmtilega líka. En það
er meira fjör í umðanum.
Bleikjan er hins vegar betri
matfiskur."
Fastir punktar
í tHverunni
„Þarna er einn sem er orð-
inn hálfgerð goðsögn hérna,
Jón Pedersen. Hann er fastur
punktur í tilverunni hér í vatn-
inu,“ segir Jón Þ. þegar við
komum að brúnni sem liggur á
milli Elliðavatns og Hellu-
vatns. „Og þarna er annar
álíka garpur, Erling Kristjánsson,"
segir hann og bendir á annan veiði-
mann, sem stendur einnig hálfur á
kafi úti í vatninu og sveiflar stöng-
inni. „Hér eru menn oft öxl í öxl,“
segir Jón Þ. og veður út í við hlið
nafna síns Pedersen. Sá síðamefndi
er með nýjan veiðihatt.
Hefur hatturinn eitthvað að
„Ég veit það ekki. Það er
ekki kominn reynsla á hann
ennþá. Sumir halda því fram
að ákveðnar flíkur, og þá sér-
staklega höfuðföt, færi þeim
veiðilukku. Ég er nú ekki viss
um það, en hins vegar er
alltaf gaman að setja upp fall-
egan hatt.“
Jón Pedersen er sammála
nafna sínum Einarssyni um
að menn séu alltaf að upp-
götva eitthvað nýtt í Elliða-
vatni. „Maður er eilífðarstúd-
ent hérna. Þetta er svoleiðis
vatn að vanir veiðimenn era
ekkert öruggir um að fá fisk
hérna. Málið er bara að hafa
gaman af þessu. Annars gaf
Skarphéðinn klæðskeri lítið
út á hvort menn væru vanir
eða óvanir. „Bleikjan ræður
hvort hún bítur á,“ sagði
hann og það eru orð að
sönnu.“
Erling Kristjánsson er bú-
inn að fá tvo og næsti maður
við hliðina, Oddur Olafsson,
fær tvo á meðan við stöldrum
þarna við. Hann.er með þurr-
flugu, en Jón Þ. er með vot-
flugu og fær ekkert. Munur-
inn er sá að þurrflugan liggur
í yfirborði vatnsins og Oddi
finnst skemmtilegra að sjá
hann taka. Þegar Oddur land-
ar seinni silungnum hefur Jón
Þ. á orði að líklega verði hann
að skipta yfir í þurrflugu.
Staðreyndin er sú að það
skiptir miklu máli hvernig
flugu menn nota. Sportveiðimenn
nota drjúgan tíma á veturna til að
hnýta flugur og Jón Þ. segir að það
stytti biðina eftir að veiðitímabilið
hefjist: „Menn eru þá að þróa alls
kyns afbrigði út frá reynslu sinni og
hugmyndaflugi. Hér í Elliðavatni
hefur ákveðið afbrigði, sem ég þró-
aði út frá Tailor-flugunni, reynst
mér best, en upphaflega Tailor-flug-
an er kennd við Skarphéðin klæð-
skera.“
Þeir Erling og Oddur segjast
borða silunga sína sjálfir, Jón Þ. sel-
ur hann hins vegar í verslun sinni
Sunnukjöri. Þannig er allur gangur
á því hvað verður um aflann.
Svo tekur blaðamaður prufukast.
Eftir tvær tilraunir grípur Jón Þórir
segja'
AFLI Jóns Þ. frá því morguninn áður:
Tuttugu stykki á tveimur tímum.
í taumana með skelfingarsvip:
„Þetta gengur ekki. Þú verður að
fara á námskeið..."
Ætlarðu að segja mér að ég þurfi
að fara á heilt námskeið til að læra
aðkasta?
„Já, mér sýnist ekki vanþörf á
því.“ Hann tekur af mér stöngina og
þar með er draumurinn búinn í bili.
Þetta gengur bara betur næst.