Morgunblaðið - 08.06.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.06.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ Tf I LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996 23 í k Ú11 a ð b o r ð a m e ð S ó L V E l G U LI L J U GUilMUNDSDOTTUR fequrðardrb' +- ■ i n; n \ MER DETTA í hug ljóðlínurnar Eg er kominn og mælist til þess að þið dansið burt úr þeim stað er þið dveljið yfir rotnandi svörðinn þegar ég er kominn á veitingastaðinn, en stilli mig um að kyrja þær, enda mælist slíkt sennilega ekki vel fyrir hjá gestum staðarins og eigendum hans. Þessar ljóðlínur eru byrj- un texta Rafns Sigurðssonar við lagið Dans eftir Finn Torfa Stefánsson. Lagið var á tvö- faldri hljómplötu Oðmanna sem kom út árið 1970. Ég hef ekki komið áður á þennan stað, en það vekur athygli mína hversu hlýlegur og vistlegur hann er. Mér er vísað inn í kon- íakstofu, þar sem ég bíð eftir við- mælanda mínum. Það er ekki laust við að ég sé kvíðinn, enda minnist ég samtals sem ég átti við Baltasar Kormák eigi alls fyrir löngu. Þar lét hann þau orð falla að ugglaust liði ekki á löngu þar til karlmaður yrði kjörinn Ungfrú ísland. En hún er hnna Ótti minn er þó sannarlega ástæðulaus og þessar fáránlegu hugsanir hverfa þegar Sólveig Lilja kemur í fylgd þjónsins. Við heilsumst og þjónninn vísar okkur til borðs. „Sniglar í sveppahöttum með hvítlaukssmjöri," segir Sólveig eftir smástund. „Fyrirgefðu?" segi ég. „Ég ætla að fá sniglana í forrétt. Mig hefur alltaf langað að smakka snigla," útskýrir hún. Fprrétturinn og Ásdís ljós- myndari koma á sama tíma. „Lít ég ekki hræðilega út?“ spyr Sól- veig Lilja, blaðamanni til furðu, í miðri myndatöku. Var Sólveig kölluð „19 ára Njarðvikíirmær“ í fegurðarsam- keppninni um daginn? „Já, ég held það bara. Enda er það svo sem ekki óeðlilegt, þar sem ég er úr Njarðvíkum," segir hún. Þar býr hún ásamt móður sinni. „Þú mátt alveg kalla þetta Reykjanesbæ," segir hún- og brosir dulúð- lega. Hún fræðir blaðamann um aðhún eigiþrjá bræður og þrjár systui'. Hún sé yngst sjö systkina. Hvernig var að alast upp í svo stór- um systkinahópi? „Sniglarnir eru mjög góðir,“ segir hún, hlær og heldur áfram. „Það var alveg ofsa- lega gaman. Þó kannski ekki þegar ég var lítil. Þá.var ég svo frek. Það er mjög gaman JJlJSJ að eiga svona mörg systkini, enda erum við líka svo samrýnd. Við spilum oft Trivial Pursuit saman og þá tapa ég oftast,“ segir hún brosandi. „Ég hló mjög mikið þegar ég las ummæli Baltasars Kormáks í Morgunblaðinu, um að karlmaður yrði bráðum kjörinn Ungfrú ís- land. Mér fannst gott það sem hann sagði um Pamelu Anderson.“ Hvað finnst henni um Pamelu Anderson? „Eigum við ekki að segja að hún sé „mega- beib“. Að vísu er varla hægt að kalla fegurð hennar náttúralega, en það er eitthvað við hana sem hrífur karlmenn." MilUréttur i hnði hús nns SÓLVEIG Lilja Guðmundsdóttir er á vel merktum bfl. iviorgunDiaoio/Asais Sólveig Lilja Guðmundsdóttir er nýkrýnd fegurðar- y, ■ : j drottning Islands. Ljóðaunnandinn Ivar Páll Jónsson bauð henni út að borða á Argentínu steikhúsi í vikunni og spjallaði við hana þar til sólin settist í vestri. Þjónninn færir okkur þau gleði- tíðindi að við fáum millirétt í boði hússins. Þáð reynist vera hörpu- skel með balsamediki, hreint ágætur réttur. „Þeir fá plús í kladdann fyrir þetta,“ segir Sól- veig. Hún segist hlakka mjög til þess að fara til Rússlands í haust til að taka þátt í keppninni um Ungfrú Evrópu. „Keppnin verður haldin í Moskvu og það verður ábyggilega mjög skemmtilegt." I sumar er hún að hugsa um að skella sér til Costa del Sol, en með- al verðlauna Ungfrúar Islands var ferð þangað. „Ég fæ líka afnot af Peugoet-bifreið í eitt ár,“ segir hún þegar talið berst að öðram verð- launum. „Reyndar er bíllinn ræki- lega merktur fegurðardrottningu Islands, þannig að ég á ef til vill erfitt með að leyna ferðum mínum og hverfa í fjöldann í umferðinni." Sólveig hafði pantað sér miðl- ungssteiktar 200 gramma nauta- lundir í aðalrétt og nú kemur þjónninn með þær. „Þetta er alveg frábær steik sem bráðnar í munni. Kjötið er svo meyrt. að hnífurinn er nærri óþarfur. Ég gef þessum rétti 9,7 í einkunn." Samkvæmt viðteknum venjum verður að spyrja Sólveigu um áhugamál. „Mér finnst mjög gaman að fara í viðtöl, sérstaklega ef mér er boðið út að borða um leið,“ segir hún grafalvarleg, en skellir svo upp úr. Sjálfsagt finnst henni þessi spurning leiðinleg, eins og hún kannski er. Við afþökkum eftirrétt, aðeins vegna þess að Sólveig er orðin södd. Góðri máltíð er lok- ið og fegurðardrottningin skutlar blaða- manni upp í Morgunblaðshús í Peugeot-bíln- um sem er jafn rækilega merktur og fyrr. Mdmafl fyrir minnavað! PowerMadntDsh 8500 BowerMadntDsh 7600 fréttir Góðar hefur 150 Mhz PPC 604 Orgjorvi: 150 Mhz Vinnsluminni: 16 Mb Harðdiskur: 2000 Mb Örgjörvi: 120 Mhz PPC 604 Vinnsluminni: 16 Mb Harðdiskur: 1200 Mb Geisladrif: Fjórhraða Skjár: Apple Vision 1710 Annað: 256K Level 2 Cache Video-inntak Hnappaborð og mús Vmnsluniinni 50°/ naer laekkað um Gcisladrif: Skjár: Annað: Fjorhraða AppleVision 1710 512K Level 2 Cache VideoinntakAittak Hnappaborð og mús Gaimverð: 600.900 TitxxÁsvaðánvdc 386.104 kr Gmnnveið: 462.900 Tilboðsvaðánvdc 296.064 kr w-Apple-umboöið Skipholti 21 • Sími 511 5111 • Heimasíðan: http://www. apple. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.