Morgunblaðið - 08.06.1996, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ1996 31
AÐSENDAR GREINAR
Svavar Gestsson
sögu. Þess vegna ráku
nefndirnar málin
áfram eins og lýst var
og oft voru málin aug-
Ijóslega illa unnin.
Dæmin um þau eru
mörg. Ég nefni frum-
varpið um náttúru-
vernd sem Hjörleifur
Guttormsson afhjúpaði
sem hreina hrákasmíð
á lokadegi þingsins,
óþingtækt í raun.
Nefndir þingsins eru
að afgreiða mál allt til
síðasta dags. Þing-
mönnum gefst enginn
tími til að ljúka málum
með eðlilegum hætti og allt er í
uppnámi. Klukkan gengur. Loka-
dagur er áætlaður 15. maí og klukk-
an tifar og það er 25. maí og 5.
júní og 15. júní og svo framvegis.
Vandinn er sá að ríkisstjórnin
lítur á þingmenn stjórnarflokkanna
sem eign sína og að þeir ráði öllu.
Enda er það svo að enginn þingmað-
ur Framsóknarflokksins lyftir litla
fingri þegar hans hátign Halldór
Ásgrímsson hefur talað. í Sjálf-
stæðisfiokknum hefur Davíð núorð-
ið yfirfært hið gamla ráðhúsvald
yfir á þingflokk Sjálfstæðisflokks-
ins.
Dæmi um að þingið reyndi að
sýna sjálfstæði er frumvarpið um
fjárreiður ríkisins. Það var afgreitt
í sérnefnd í þinginu. Það hafði ver-
ið afgreitt eftir aðra umræðu. -Um
málið ríkti fullt samkomulag. En
þá stöðvaði ijármálaráðherra málið.
Rétt sisona og þingið hlýddi þrátt
fyrir andmæli okkar Ágústs Einars-
sonar. Þessi niðurstaða var niður-
lægjandi fyrir alþingi.
Aðalvandi þingsins er því of mikl-
ir möguleikar ríkisstjórnarinnar til
að hafa sitt fram. Andspænis þessu
stendur stjórnarandstaðan og hún
á litla möguleika til að veijast aðra
en þá að tala. Þar með lengist þing-
ið og ræðutíminn verður' aðalum-
ræðuefnið i fjölmiðlunum. Það er
neikvætt fyrir stjórnarandstöðuna.
Stundum. Sérstaklega þegar vænt-
anleg heimsókn forseta Islands er
dregin inn í málið eins og forseti
gerði úr ræðustóli alþingis á loka-
degi þingsins.
Það þarf að tryggja. þrennt
En þegar ég talaði fyrir hönd
þingmanna í lok þingsins lagði ég
áherslu á að vinnubrögð þingsins
yrðu að tryggja þrennt:
1. Eðlilegan og sanngjarnan rétt
meirihluta þingsins hverju sinni til
að koma fram málum sem meiri-
hlutinn hefur sammælst um. Við
þetta atriði er sá fyrirvari af minni
hálfu að í meirihlutanum verða ein-
stakir þingmenn að vera frjálsir en
það voru þeir ekki í vetur. Vandinn
hefur alltaf verið sá að ríkisstjórnin
TANAKA 422 vélorf fyrir
bæjarfélög- og verktaka 2,3 hö.
kr. 45.790 stgr.
TANAKA 355 vélorf fyrir
sumarbústaði 2,0 hö.
kr 43.605 stgr.
TANAKA 4000 vélorf fyrir
heimili og sumar-
bústaði 0,8 hö.
kr.19.760 stgr.
TANAKA 2800
heimilisvélorf
0,9 hö.
kr.17.670 stgr.
VETRARSOL
Hamraborg 1-3, norðanmegin
Kópavogi. 564 18 64
býr til skotgrafirnar,
hún rekur sitt lið ofan
í þær og ef einhver dirf-
ist að líta upp úr gröf-
unni hefur það um-
svifalaust alkunnar af-
leiðingar.
2. Eðlilegan rétt
stjórnarandstöðu til að
gagnrýna, frelsi hennar
til að hafa áhrif á gang
mála bg eðlilega mögu-
leika þingmanna henn-
ar til að fylgja sannfær-
ingu sinni. Eitt af því
sem stjórnarandstöðu-
þingmennirnir þurfa að
gæta sín á er að falla
ekki í skotgrafir þær sem ríkis-
stjórnin grefur.
3. Og síðast en ekki síst: Það
verður að tryggja betur að þjóðin
fái vandaða löggjöf. Það er ekki
tryggt samkvæmt gildandi þing-
sköpum. Áður fékk hvert mál tvær
nefndarumferðir í tveimur nefndum
efri deildar og neðri deilar. En í
nefndunum voru að sjálfsögðu ekki
sömu mennirnir. Nú fær mái nær
alltaf aðeins eina nefndarumferð.
Og þegar mál fer tvisvar til nefnd-
ar eru það sömu mennirnir. Þessu
kerfi þarf að mínu mati að breyta
til að tryggja þjóðinni vandaðri lög-
gjöf.
Ekkert þeirra markmiða sem hér
hafa verið rakin næst eins og þing-
ið vinnur núna.
Þetta þarf að gera
1. Ríkistjórninni verður að setja
skorður um framlagningu mála.
Þær skorður geta verið þær að mál
verði að koma fram fyrr til að fá
afgreiðslu og þar sé um að ræða
óundanþægar reglur.
2. Nefndum verður að setja
skorður um meðferð mála sem séu
í nefndum í lágmarkstima og fái
tiltekna lágmarksmeðferð.
3. Nefndarálit verði ekki tekin
fyrir nema þau berist tveimur eða
þemur vikum fyrir áætluð þinglok.
4. Hverju máli verði tryggð tvö-
föld nefndarmeðferð. Þannig er það
til dæmis í danska þinginu sem að
öðru leyti er skipulagt eins og ís-
lenska þingið.
5. Breytingar á ræðutíma verða
ekki gerðar og má ekki gera nema
tryggt sér að stjórnarandstaða fái
aðra og virkari möguleika til að
hafa áhrif á gang þingmála en nú
er. Ræðutími verður ekki styttur
án þess að ríkisstjórn _séu einnig
settar skorður um leið. Árásirnar á
stjórnarandstöðu fyrir mikil ræðu-
höld hitta enga fyrir nema þá sem
ráða ferðinni á þinginu. Þeir hafa
vanrækt að gera þær breytingar á
skipulagi þingsins sem tryggir öll-
um, líka stjórnarandstæðingum og
einstökum þingmönnum stjórnarl-
iðsins, fullan rétt til þess að hafa
áhrif á gang mála með öðrum hætti.
Það þarf að breyta reglunúm og
það þarf að vera jafnvægi í þeim
ákvörðunum. Alþingi er ekki flæði-
lína fyrir frumvörp ríkisstjórnarinn-
ar heldur æðsta stofnun þjóðarinnar
sem tekur á öllum málum og þorir
að standa upprétt andspænis fram-
kvæmdavaldinu. Það veit ég að er
vilji núverandi forystu þingsins.
Höfundur er formaður þingflokks
Alþýðubandalagsins og óháðra.