Morgunblaðið - 08.06.1996, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 08.06.1996, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ1996 37 MINNINGAR SIGURJÓN STEINGRÍMSSON + Sigurjón Stein- grímsson fædd- ist í Vestmannaeyj- um 18. nóvember 1978. Hann lést af slysförum 30. maí síðastliðinn. For- eldrar hans eru Þóranna Margrét Sigurbergsdóttir, f. 12. nóvember 1955 í Kópavogi, og Steingrímur Ágúst Jónsson, f. 15. maí 1954 í Reykjavík. Þau eru búsett í Vestmannaeyjum. Foreldrar Þórönnu eru Jónína Tónlistarskóla Vestmannaeyja María Baldursdóttir og Sigur- í nokkur ár. berg Magnús Sigurðsson, bú- Útför Sigurjóns fer fram frá sett í Kópavogi. Foreldrar Hvítasunnukirkjunni í Vest- Steingríms *eru Sesselja Stein- mannaeyjum i dag og hefst at- grímsdóttir og Jón Hjörtur höfnin klukkan 14. Gunnarsson, búsett í Reykjavík. Sigur- jón var næstelstur sex systkina. Hin eru: Ríkharður Orn, f, 23. april 1976, Björk, f. 27. ágúst 1980, Daníel, f. 13. janúar 1986, Kristný, f. 15. jan- úar 1988 og Gunn- ar, f. 15. ágúst 1993. Siguijón var nemandi í Fram- haldsskólanum í Vestmannaeyjum. Hann var við nám í „Áður en ég myndaði þig í móð- urlífi, útvaldi ég þig, og áður en þú komst af móðurkviði, helgaði ég þig.“ (Jerimía 1:5.) Í dag verður Sigurjón bróðurson- ur minn og frændi borinn til hinstu hvíldar í Vestmannaeyjum. Það verður undarlegt að hitta hann ekki þegar maður kemur til Eyja, en við munum hitta hina úr fjöl- skyldunni. Siguijón var annar í röðinni af sex systkinum. Hann hafði ávallt gaman af bókum, og allt frá unga aldri gat maður fund- ið hann þar sem bækur og blöð voru ef hann var týndur. Það er hægt að segja að Siguijón hafi drukkið í sig Orð Drottins með móðurmjólkinni, því hann elskaði Jesú meira en nokkuð annað. Ég minnist enn þess dags er hann kom til mín og sagði mér að nú ætti hann líka Biblíu eins og pabbi sinn og mamma. Biblían var honum mjög dýrmæt eins ög allri fjöl- skyldu hans. Siguijón var alltaf glaður og allt- af var stutt í hlátur hjá honum. Hvar sem hann kom, þar sem ég var staddur, þá bar hann alltaf með sér gleði og frið. Ég og fjölskylda mín urðum þeirrar blessunar að- njótandi að hýsa hann tvisvar er hann dvaldi hér í Reykjavík, og er það okkur ómetanlegt. Við kveðjum þig nú, elsku Sigur- jón, og við þökkum þér fyrir allar þær stundir er við áttum saman. Við biðjum Drottin Guð að styrkja ykkur, elsku Steini, Þóranna, Rikki, Björk, Daníel, Kristný og Gunnar. Megi kraftur Drottins hvíla í hjört- um ykkar því eins og Jesú sagði á krossinum: „í dag ert þú með mér í Paradís.“ Þar er Siguijón í hendi Drottins. Einar, Sigurlín og Jósúa. Mig langar í örfáum línum að minnast míns elskaða vinar, frænda og bróður í Kristi. Ég kynntist hon- um þegar við byijuðum í grunn- skóla Vestmannaeyja og þar með eignaðist ég traustan, heiðarlegan og skilningsríkan vin. Vorum við saman í skóla upp í 8. bekk en þá flutti ég til Reykjavíkur. Þegar ég tala um bróður í Kristi þá meina ég dreng sem var laugaður í blóði Lambsins og var svo sannarlega frelsaður einstaklingur, sem heiðr- aði föður sinn og móður og var góður við systkini sín. Elskan til þeirra sást svo sannarlega á honum. Siguijón var unglingur sem þjón- aði í Hvítasunnukirkjunni í Vest- mannaeyjum og tók hann starf sitt mjög alvarlega, enda trúi ég því að þetta starf hafi verið köllun hans, sem hann þjónaði svo dyggilega. (Jeremía, 1,4-5.) Við Sigurjón vorum mjög líkir, við sátum hlið við hlið í skólanum, við vorum saman fyrir utan skóla, við vorum saman á kristnum ungl- ingamótum og gengum oft í eins fötum. Þegar ég flutti til Reykjavík- ur hélt ég að ég hefði misst allt samband við vini mína í Eyjum og gerði það mig þunglyndan, en ég mátti treysta því_ að Siguijón gleymdi mér aldrei. í hvert sinn sem Sigurjón kom í bæinn hafði hann samband við mig. Ég vil þakka Guði fyrir að hafa gefið mér hann sem vin. Líkja má Siguijóni við hann ís- ak, son Abrahams. ísak heiðraði föður sinn og móður og var fylltur af anda Guðs. En fyrst og fremst elskaði hann Guð og þjónaði honum allt til seinasta dags. Ég vil þakka Guði fyrir þann tíma sem við Sigur- jón máttum eyða saman þar til hann lést langt um aldur fram. Ég vil nota tækifærið og votta Stein- grími, Þórönnu, Ríkharði, Björk, Daníel, Kristnýju og Gunnari mína dýpstu samúð og bið ég Guð að styrkja þau og hughreysta. Að lok- um vil ég gefa ykkur þetta orð úr Davíðssálmi 64.11: „Hinn réttláti mun gleðjast yfir Drottni og leita hælis hjá honum og allir hjarta- hreinir munu sigri hrósa.“ Ég elska ykkur, ykkar bróðir í Kristi og vin- ur, Þórir Rúnar Geirsson. Elsku vinir, mig langar að minn- ast vinar míns og bróður í Kristi með þessum fátæklegu orðum. Þann tíma sem ég þekkti Sigur- jón sá ég ávallt traustan og góðan vin. í hvert skipti sem ég hitti Sigur- jón sá ég alltaf eitthvað nýtt í fari hans. Ég þakka góðum guði fyrir að ég fékk að kynnast honum og fyrir hvað Sigurjón var góður við alla og líka fyrir trúfesti hans við þjónustuna sína í Hvítasunnukirkj- unni. Siguijón átti lifandi trú á Jesú Krist. I Davíðssálmi 84 stendur: „Sæll er sá maður sem treystir Drottni.“ Siguijón treysti Drottni og er núna með Drottni okkar Jesú á himnunum. Elsku vinir, ég samhryggist ykk- ur innilega, en munið að Jesús er einnig með okkur á dimmum dög- um. Ykkar bróðir i Kristi og vinur, Árni Ásmundur Hilmarsson. Lítill drengur. í kaðlapeysu með húfu. Brosandi. Að moka í sandin- um, með skóflu og fötu. Úfinn hraunjaðarinn myndar bakgrunn- inn. Sigutjón var á öðru ári þegar við vinkonurnar, ég og Hólmfríður, komum til Eyja vorið 1980 til að vinna í fiski. Við vorum um tvítugt og dvölin í Eyjum var hluti af ferð okkar um heiminn, til að víkka sjón- deildarhringinn. Á þeim tíma kynnt- ist ég Þórönnu systur minni á ann- an hátt en áður. Hún hafði alltaf verið stóra systir, en nú var hún húsmóðir, móðir tveggja lítilla drengja og þriðja barnið á leiðinni. Heimili þeirra stóð okkur opið, Steini og Þóranna tóku okkur opn- um örmum. Síðan höfum við syst- urnar búið fjarri hvor annarri, en við höfum haldið góðu sambandi og fréttir berast á milli. Siguijón óx upp við mikið ástríki á samhentu heimili. Brosið fylgdi honum alltaf og hjálpsemi og blíð- lyndi voru hans einkenni. Hann var lítillátur og gerði ekki kröfur fyrir sjálfan sig. Hann stækkaði og fór í skóla. Skólastrákur. Áhugasamur, orðinn læs. Kom heim úr skólanum einn daginn þegar langt var liðið á vet- ur, ljómaði af gleði og sagði mömmu sinni stoltur frá því að í dag hefði hann lært um nýjan staf, það var S, stafurinn hans. Hann sökkti sér í þau verkefni sem hann vann að hveiju sinni af áhuga. Seinna kvikn- aði áhugi á tölvum og hann sat löngum stundum og tileinkaði sér tæknina. Stór strákur, orðinn ungl- ingur. Kom í bæinn að hausti með sumarhýruna og nú átti að fjárfesta í tölvu. Við skoðuðum bæklinga og spáðum fram og aftur í tækniupp- lýsingar. Hann valdi og fór glaður heim. Tölvan var bæði notuð til leikja og vinnu. Ósjaldan fékk Þór- anna hjálp við að setja upp ogganga frá verkefnum þegar hún var í fjarnáminu. Þá kom þekking og reynsla Siguijóns oft að góðum notum. Hann var alltaf tilbúinn til að hjálpa. í jólabakstrinum, húsið okkar ilmar af piparkökum. Faxtækið píp- ir, það kom fax frá Eyjum. Stutt kveðja. Þetta er bara Siguijón að stilla faxtækið á leikskólanum og við erum að athuga hvort það virk- ar. Mikil vinna hefur legið á Þór- önnu nú í vetur við opnun og rekst- ur nýja leikskólans. Að mörgu var að huga og oft var nafn Sigurjóns tengt frásögnum af vinnunni. Hún sagði frá börnunum og starfínu, og Siguijón hjálpar með tölvuna, að prenta út lista, gíróseðla og vinnu- plön. Að stilla símsvarann og fax- tækið. Alltaf boðinn og búinn. Sjálf- sagt mál. Nú að loknum prófum, sumarið framundan og sólin skín. Siguijón í Reykjavík að víkka sinn sjóndeild- arhring, ungur maður að skoða heiminn. Sautján ára. Þannig streyma myndbrotin í gegnum huga minn í dag. Skyndilega, svo hræði- lega sárt, er hann horfínn. Fregnin kom sem ískaldur gustur á sólríkum degi. í einu vetfangi var hann hrif- inn á brott. Svo óréttlátt og svo óskiljanlegt. Við sitjum sem lömuð og trúum ekki því sem við heyrum. En við erum þakklát fyrir að hafa átt hann í þennan tíma, allt of stutta tíma. Við yljum okkur við minning- una um yndislegan lítinn dreng, sem átti svo bjart bros, skólastrák og ungan mann. Elsku Þóranna, Steini, Rikki, Björk, Daníel, Kristný og Gunnar, mamma og pabbi, Stella og Jón. Við Siggi og strákarnir sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum þess að Guð megi hjálpa ykkur gegnum þessa miklu sorg og að takast á við lífið á nýjan leik. Far þú í friði, elsku frændi. Borghildur. Drottinn, þú rannsakar og þekkir mig. Hvort sem ég sit eða stend, þú veist þú það, þú skynjar hugrenningar mínar álengdar. Hvort sem ég geng eða ligg, þá athugar þú það, og alla vegu mína gjörþekkir þú. Því að eigi er það orð á tungu minni, að þú, Drottinn, þekkir það eigi til fulls. Þú umlykur mig á bak og bijóst, og hönd þína hefur þú lagt á mig. Þekking þín er undursamlegri en svo, að ég fái skilið, of háleit, ég er henni eigi vaxinn. Hvert get ég farið frá anda þínum og hvert flúið frá augliti þínu? Þótt ég stigi upp í himininn, þá ertu þar, þótt ég gjörði undirheima að hvílu minni, sjá, þú ert þar. Þótt ég lyfti mér á vængi morgunroðans og settist við hið ysta haf, einnig þar mundi hönd þín ieiða mig og hægri hönd þín halda mér. Og þótt ég segði: „Myrkrið hylji mig og ljósið í kringum mig verði nótt,“ þá myndi þó myrkrið eigi verða þér of myrkt og nóttin lýsa eins og dagur, myrkur og ljós eru jöfn fyrir þér. Því að þú hefir myndað nýru mín, ofíð mig í móðurlífí. Ég lofa þig fýrir það, að ég er undursamlega skapaður, undursamleg eru verk þín, það veit ég næsta vel. Beinin í mér voru þér eigi hulin, þegar ég var gjörður í leyni, myndaður í djúpum jarðar. Augu þín sáu mig, er ég enn var ómyndað efni, æfídagar voru ákveðnir og allir skráðir i bók þína, áður en nokkur þeirra var til orðinn. En hversu torskildar eru mér hugsanir þínar, ó Guð, hversu stórkostlegar eru þær allar samanlagðar. Ef ég vildi telja þær, væru þær fleiri en sandkomin, ég myndi vakna og vera enn með hugann hjá þér. Prófa mig, Guð, og þekktu hjartað mitt, rannsaka mig og þekktu hugsanir mínar, og sjá þú, hvort ég geng á glötunarvegi, og leið mig þinn eilífa veg. (Sálm. 139.) Það var gott að fá að kynnast Sigurjóni, hann var góður drengur. Við kynntumst honum í Betel í Vestmannaeyjum og frá þvi við sáum hann fyrst var hann alltaf glaðlyndur og broshýr. Hann var hógvær og lítið fór fyrir honum, en var skemmtilegur og kom með góða punkta inn í samræður. Það sem hann tók sér fyrir hendur gerði hann vel. Fréttin um þetta slys var okkur reiðarslag, en huggun okkar er sú að Siguijón átti frið við Guð og menn því hann átti lifandi trú á Jesú Krist, fyrirgefningu syndanna, von og fyrirheit um eilíft líf með Drottni. Við kveðjum Siguijón með mikl- um söknuði en eigum þó von og fullvissu um að hitta hann aftur á himnum hjá Jesú þegar við verðum kölluð heim til Drottins. Við hvetjum alla til að leita Guðs 'og eignast lífíð í honum fyrir Jesú Krist og vera þannig tilbúin á hverri stundu þegar kallið kemur. Elsku Steini, Þóranna, Rikki, Björk, Daníel, Kristný og Gunnar, við biðjum frelsara okkar Jesú Krist að hugga ykkur og uppörva. Og við blessum ykkur í Jesú nafni. Guðni og Guðbjörg. Hann Sigurjón Steingrímsson er látinn. Þetta var ekki það sem ég bjóst við að heyra seinni part fimmtudagsins 30. maí þegar sím- inn hringdi heima hjá mér. Þetta er svo ósanngjarnt. Hann var svo ungur, aðeins 17 ára gamall, og allt lífið fram undan. En svo er klippt á lífið svo skyndilega og óvænt og maður hefur ekki einu sinni tækifæri til að kveðja. Eina huggunin sem við höfum er sú að Siguijón fylgdi Jesú Kristi og var þjónn hans og átti því vísa vist á himnum. Steini, Anna, Rikki, Björk, Daní- el, Kristný og Gunnar. Við vottum ykkur alla okkar samúð á þessum erfiðu tímum og við viljum kveðja Sjonna með þeim orðum sem við trúumT að frelsarinn hafi sagt við hann þegar þeir mættust á himnum: Gott þú góði og trúi þjónn, yfir Iitlu varstu trúr, yfír mikið mun ég setja þig. Blessuð sé minning þín. Hrund og Gísli. Skólanum er rétt nýlokið, nem- endur streyma út glaðir og hreykn- ir, með eftirvæntingu í hjarta. Sum- arið bíður þeirra með birtu sína og ævintýri. Þá dregur skyndilega fyr- ir sólu, einu úr hópnum hefur skyndilega fallið í valinn á vígvelli umferðarinnar. Siguijón Steingrímsson hafði lokið öðru námsári sínu við Fram- haldsskólann í Vestmannaeyjum. Hann var hæglætispiltur, rólegur en fór sínu fram. Traustur vinur vina sinna og vann sín störf af alúð og festu. Hann fór ekki mik- inn, en glettnisblik í auga gaf til kynna að hann var til í slaginn, þegar það átti við. Umfram allt var hann einn af okkur og hans verður sárt saknað er skóli hefst á ný, Hníga vötn af himinfjöllum skýa, hjúfurregn í grasið mjúka nýa, allt er nýtt og ungt á slíku kvöldi, ekkert raunaþungt nema sporin burt frá bemskri jurt. (Snorri Hjartarson) Fyrir hönd kennara, starfsfólks og nemenda Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum sendi ég foreldr- um Siguijóns, systkinum og öðrum aðstandendum hans, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ólafur H. Siguijónsson skólameistari. Ég var nýkomin heim fimmtu- daginn 30. maí eftir að hafa verið í alls konar útréttingum. Við Setta María höfðum rétt áður verið að hlusta á fréttina um að stórslys hefði orðið á Keflavíkurveginum og ég sagði við hana: „Enn eitt slysið á þessum vegi, aumingja fólkið.“ Ég var rétt komin inn úr dyrunum þegar síminn hringdi og mamma sagði við mig: „Setta, hann Sigurjón er dáinn, hann fórst i bílslysi áð- an.“ Ég rengdi hana og sagðist ekki trúa því. Svo áttaði ég mig á því að svona myndi enginn segja nema það væri satt. Mikið vildi ég gefa fyrir það að þarna hefði verið sagt ósatt. Margar góðar minningar hafa komið fram í hugann um Siguij.ón síðan þessi hræðilegu tíðindi bár- ust. Það er svo gott að hugga sig við það að þær eru allar góðar. T.d. kom Siguijón hingað í heim- sókn með fullt af forritum í tölvuna og þeir Kim áttu góða stund saman langt fram á nótt. Hann taldi það ekki eftir sér að hjálpa fjölskyld- unni þegar kom að því að vinna í tölvumálum, því þar lá hugur hans. Hann stefndi að því að fara í tölvu- nám í Háskólanum. Svona streyma minningarnar fram ein af annarri. Ánægðust er ég þó að hafa skroppið í heimsókn til mömmu sunnudaginn áður en hann fórst því þar sat hann bros- andi eins og alltaf og spjallaði við okkur. Þessi síðasta minning um hann er mér ómetanleg. Siguijón var góður og rólegur alla tíð, hann var líka alltaf brosandi. Þegar hann var ungbarn grét hann svo lágt að amma hans hélt að hann væri heyrnarskertur. Þegar hann fór að stækka breyttist það ekki, hann hélt áfrám að láta lítið fyrir sér fara og maður gleymdi því gjarnan að hann væri nálægt. Siguijón tal- aði sjaldan nema á hann væri yrt að fyrra bragði. Þess vegna þekkti maður ekki vel hans skoðanir á hlutunum. Maður gaf sér einfald- lega ekki tíma og nú er sá tími útrunninn og kemur ekki aftur. Eitt veit ég þó, hann trúði á Jesú og gekk á hans vegum. Ég trúi því að hann sé með Hönnu systur sinni, sem fékk ekki að sjá heim- inn, hjá Jesú og þau fái að halla höfði sínu að Honum. Þau fái nú að ganga um í ríki Guðs og það veit ég að Sigutjón er ánægður með. Foreldrum sínum og systkinum var hann góður sonur og bróðir og við vitum öll að Siguijón dó sáttur við Guð og alla menn. Elsku Steini, Þóranna, Rikki, Björk, Daníel, Kristný og Gunnar, Guð gefi ykkur styrk til að takast á við þessa erfiðu raun og blessi minningu Siguijóns. Sesselja, Kim, Sesselja María og Jón Hjörtur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.