Morgunblaðið - 08.06.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.06.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ1996 43 FRÉTTIR Ný breiðþota bæt- ist í flota Atlanta NÝ BREIÐÞOTA bætist í flota Flug- félagsins Atlanta í dag. Þotan er af gerðinni Lockheed L-1011-100 TriSt- ar og hefur sæti fyrir 360 farþega. Hún mun sinna leiguflugi Atlanta til og frá íslandi fjóra daga vikunnar í sumar og fram á haust en hina þrjá dagana vera við leiguflugsverkefni frá Þýskalandi. Hingað kemur þotan frá Montreal í Kanada þar sem hún var máluð í litum félagsins. í áhöfn vélarinnar verða m.a. Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri og framkvæmdastjóri Flug- félagsins Atlanta, og flugmaður með honum Hafþór Hafsteinsson, flug- rekstrarstjóri félagsins. Með í förinni verður Úlfar Þórðarson læknir, en nýja breiðþotan mun bera nafn hans. „Nafngiftin er í virðingarskyni við framlag Úlfars til íslenskra flugmála. Úlfar hefur verið virkur flugáhuga- maður frá unga aldri og lærði hann til flugs í Bretlandi árið 1934, eða fyrir 62 árum. Hann hefur átt hlut í mörgum flugvélum og var einn stofnenda Flugfélagsins Vængja sem starfaði á áttunda áratugnum. Úlfar hefur verið trúnaðarlæknir Flug- málastjórnar íslands frá stofnun þess í mars árið 1945,“ segir í fréttatil- kynningu frá Atlanta. Mpð tilkomu TriStar breiðþotunn- ar „Úlfars Þórðarsonar" eru flugvélar Atlanta orðnar þrettán og sinna þær leiguflugsverkefnum víða um heim. Fjórar Boeing 747 breiðþotur, sem voru að ljúka við flutninga pílagríma til Mekka fyrir flugfélagið Saudia í Saudi-Arabíu sinna nú öðrum verk- efnum fyrir það félag. Ein Boeing 747 breiðþota, sem flutti pílagríma fyrir Air India á lndlandi, fer nú í leigu til flugfélags í Kanada. Þrjár Lockheed TriStar eru notaðar við leiguflugsverkefni Atlanta frá Lond- on og Manchester á Englandi. Tvær Boeing 737-200 þotur eru við vöru- flutningaflug um Evrópu fyrir Luft- hansa, ein Boeing 737-200 er við leiguverkefni á Filippseyjum og Bo- eing 737-300 þota við verkefni í Portúgal. Um þessar mundir eru starfsmenn Flugfélagsins Atlanta um 560 alls og þar af eru rúmlega 300 íslendingar. Hverfishátíð og gamaldags útimarkaður á Baldurstorgi IBÚAR Haðarstígs, Nönnugötu og úr nágrenninu ætla að halda fjöl- skylduhátíð og skapa gamaldags markaðsstemningu á Baldurstorgi, torginu fyrir utan Þtjá frakka, sunnudaginn 9. júní, milli kl. 14 og 17. Hátíðin er haldin til stuðnings Júlíönu Jónsdóttur, Guðna Þórhails- syni og sonum þeirra, Daníel Aron og Sverri Frans, en þau misstu hús sitt og eigur í bruna á Nönnugöt- unni fyrr í vor. Vilborg Halldórsdóttir, talsmaður Haðarstígsnefndar, segir að hverf- isbúa hafi langað til að sýna hlýhug og stuðning og því ákveðið að láta ágóða af því sem á hátíðinni selst renna til þeirra og gera sér um leið glaðan dag. Hverfishátíðin hefur verið haldin sl.' 3-4 ár. Hún _var í fyrstu haldin að frumkvæði Úlfars Eysteinssonar veitingamanns á Þremur frökkum og Olafs Þórðar- sonar tónlistarmanns úr Ríó tríóinu. Settur verður upp flóamarkaður á Baldurstorginu. Þar verða ýmsir handverksmenn og portrett-teikn- arar svo fólk getur látið teikna mynd af sér eða Ijósmynda sig. Börnum verður boðið upp á andlits- málun, furðuleikhús og skemmti- tæki. Fólk í hverfmu treður upp með ýmis skemmtiatriði. Jóhanna Þórhallsdóttir söngkona syngur nokkur lög, Texas Jesus treður upp, Óli Þórðar spilar á gítar, fisksalinn á horninu á harmonikku, Helga Þórarinsdóttir víóluleikari og Vil- borg Halldórsdóttir leikkona fremja víólu-ljóðagjörning, Laufey Sigurð- ardóttir fiðluleikan flytur nokkur lög og SSSól tekur nokkur iög. Blómasölustúlkur verða á svæðinu og pylsur og aðrar veitingar seldar. Þrír prestar þjónandi við Hafnarfjarðarkirkju VIÐ messu í Hafnarijarðarkirkju sunnudaginn 9. júní, sem er 1. sunnu- dagur eftir Þrenningarhátíð og hefst kl. 14.00, gerast þau tíðindi í sögu Hafnarfjarðarkirkju, að séra Bragi Friðriksson prófastur Kjalarnesspróf- astsdæmis setur séra Þórhall Heimis- son í starf og þjónustu aðstoðar- prests við kirkjuna og hélgar_ sam- hliða þjónustu séra Þórhildar Ólafs í fullt starf safnaðarprests. Þessir prestar allir munu þjóna við athöfnina ásamt sóknarpresti, sr. Gunnþóri Ingasyni. Séra Þórhallur mun prédika og sr. Þórhildur þjóna að sakramentum. Verða því þrír prestar í fullu starfi við Hafnarfjarðarkirkju í framtíðinni og telst það nýmæli í íslenskri þjóð- kirkju. Þýðingarmikið er að biðja vel fyrir samstarfi þeirra og farsæld þeirrar kirkjuþjónustu og safnaðarstarfs sem þeir munu annast og leiða. Eftir messuna er kaffisamsæti í Ljósbroti Strandbergs. FORSETAKJÖR 1996 M OLAFIJR RAGNAR GRLMSSON Vík í Mýrdal Fundur með Ólafi Ragnari og Guðrúnu Katrínu á Hótel Vík kl. 12:00 í dag. Vidra'Aiú'. ávörp o#* lyrh sjHiniir. AJlir vclkömnir! Stuðnlngsfólk Ólafs Ragnars Grímssonar Vík í Mýrdal. Blað allra landsmanna! -kjarni málsins! Morgunblaðið/Þorkell Grínsendiráð Hafnarfjarðar LJÓSMYNDARI Morgunblaðs- ins rakst á þessa kynlegu kvisti á förnum vegi í vikunni. Þeir munu vera embættismenn í Grínsendiráði Hafnarfjarðar, en þar hefur þessa viku staðið yfir alþjóðleg grínhátíð undir yfirskriftinni „Djók“. Sendiráð- ið hefur ferðast um höfuðborg- arsvæðið og dreift vegabréfum inn í bæinn. Frá vinstri á mynd- inni eru bílstjóri sendiráðsins, grínsendiherrann og víkingur, en Hafnarfjörður hefur sem kunnugt er verið aðalathvarf víkinga nútímans. Hátíðinni lýkur með mikilli skemmtun í Kaplakrika í kvöld, þar sem fram koma helstu grín- arar þjóðarinnar. i ísland er meira en nafnið eitt Aukin og endurbætt útgáfa með sérstakri leiðsögn um Reykjavík, en óbreytt verð kr. 2.980,- ISLENSKA, BÓKAÚTGÁFAN Síðumúla 11 • Sími 581 3999 FRÓÐLEIKUR - FERÐAGLEÐI - Fararheill SlrUléLM Nl ö I DáO Plá KL. 10-16 BIG BEAR Sjóið það nýjasta fró YAMAHA og nú kemur verbib ó óvart!! Sýnum einnig utanborósmótora.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.