Morgunblaðið - 08.06.1996, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ1996 43
FRÉTTIR
Ný breiðþota bæt-
ist í flota Atlanta
NÝ BREIÐÞOTA bætist í flota Flug-
félagsins Atlanta í dag. Þotan er af
gerðinni Lockheed L-1011-100 TriSt-
ar og hefur sæti fyrir 360 farþega.
Hún mun sinna leiguflugi Atlanta til
og frá íslandi fjóra daga vikunnar í
sumar og fram á haust en hina þrjá
dagana vera við leiguflugsverkefni
frá Þýskalandi.
Hingað kemur þotan frá Montreal
í Kanada þar sem hún var máluð í
litum félagsins. í áhöfn vélarinnar
verða m.a. Arngrímur Jóhannsson,
flugstjóri og framkvæmdastjóri Flug-
félagsins Atlanta, og flugmaður með
honum Hafþór Hafsteinsson, flug-
rekstrarstjóri félagsins. Með í förinni
verður Úlfar Þórðarson læknir, en
nýja breiðþotan mun bera nafn hans.
„Nafngiftin er í virðingarskyni við
framlag Úlfars til íslenskra flugmála.
Úlfar hefur verið virkur flugáhuga-
maður frá unga aldri og lærði hann
til flugs í Bretlandi árið 1934, eða
fyrir 62 árum. Hann hefur átt hlut
í mörgum flugvélum og var einn
stofnenda Flugfélagsins Vængja sem
starfaði á áttunda áratugnum. Úlfar
hefur verið trúnaðarlæknir Flug-
málastjórnar íslands frá stofnun þess
í mars árið 1945,“ segir í fréttatil-
kynningu frá Atlanta.
Mpð tilkomu TriStar breiðþotunn-
ar „Úlfars Þórðarsonar" eru flugvélar
Atlanta orðnar þrettán og sinna þær
leiguflugsverkefnum víða um heim.
Fjórar Boeing 747 breiðþotur, sem
voru að ljúka við flutninga pílagríma
til Mekka fyrir flugfélagið Saudia í
Saudi-Arabíu sinna nú öðrum verk-
efnum fyrir það félag. Ein Boeing
747 breiðþota, sem flutti pílagríma
fyrir Air India á lndlandi, fer nú í
leigu til flugfélags í Kanada. Þrjár
Lockheed TriStar eru notaðar við
leiguflugsverkefni Atlanta frá Lond-
on og Manchester á Englandi. Tvær
Boeing 737-200 þotur eru við vöru-
flutningaflug um Evrópu fyrir Luft-
hansa, ein Boeing 737-200 er við
leiguverkefni á Filippseyjum og Bo-
eing 737-300 þota við verkefni í
Portúgal. Um þessar mundir eru
starfsmenn Flugfélagsins Atlanta um
560 alls og þar af eru rúmlega 300
íslendingar.
Hverfishátíð og
gamaldags
útimarkaður á
Baldurstorgi
IBÚAR Haðarstígs, Nönnugötu og
úr nágrenninu ætla að halda fjöl-
skylduhátíð og skapa gamaldags
markaðsstemningu á Baldurstorgi,
torginu fyrir utan Þtjá frakka,
sunnudaginn 9. júní, milli kl. 14 og
17. Hátíðin er haldin til stuðnings
Júlíönu Jónsdóttur, Guðna Þórhails-
syni og sonum þeirra, Daníel Aron
og Sverri Frans, en þau misstu hús
sitt og eigur í bruna á Nönnugöt-
unni fyrr í vor.
Vilborg Halldórsdóttir, talsmaður
Haðarstígsnefndar, segir að hverf-
isbúa hafi langað til að sýna hlýhug
og stuðning og því ákveðið að láta
ágóða af því sem á hátíðinni selst
renna til þeirra og gera sér um leið
glaðan dag. Hverfishátíðin hefur
verið haldin sl.' 3-4 ár. Hún _var í
fyrstu haldin að frumkvæði Úlfars
Eysteinssonar veitingamanns á
Þremur frökkum og Olafs Þórðar-
sonar tónlistarmanns úr Ríó tríóinu.
Settur verður upp flóamarkaður
á Baldurstorginu. Þar verða ýmsir
handverksmenn og portrett-teikn-
arar svo fólk getur látið teikna
mynd af sér eða Ijósmynda sig.
Börnum verður boðið upp á andlits-
málun, furðuleikhús og skemmti-
tæki. Fólk í hverfmu treður upp
með ýmis skemmtiatriði. Jóhanna
Þórhallsdóttir söngkona syngur
nokkur lög, Texas Jesus treður upp,
Óli Þórðar spilar á gítar, fisksalinn
á horninu á harmonikku, Helga
Þórarinsdóttir víóluleikari og Vil-
borg Halldórsdóttir leikkona fremja
víólu-ljóðagjörning, Laufey Sigurð-
ardóttir fiðluleikan flytur nokkur
lög og SSSól tekur nokkur iög.
Blómasölustúlkur verða á svæðinu
og pylsur og aðrar veitingar seldar.
Þrír prestar þjónandi við
Hafnarfjarðarkirkju
VIÐ messu í Hafnarijarðarkirkju
sunnudaginn 9. júní, sem er 1. sunnu-
dagur eftir Þrenningarhátíð og hefst
kl. 14.00, gerast þau tíðindi í sögu
Hafnarfjarðarkirkju, að séra Bragi
Friðriksson prófastur Kjalarnesspróf-
astsdæmis setur séra Þórhall Heimis-
son í starf og þjónustu aðstoðar-
prests við kirkjuna og hélgar_ sam-
hliða þjónustu séra Þórhildar Ólafs í
fullt starf safnaðarprests.
Þessir prestar allir munu þjóna við
athöfnina ásamt sóknarpresti, sr.
Gunnþóri Ingasyni. Séra Þórhallur
mun prédika og sr. Þórhildur þjóna
að sakramentum.
Verða því þrír prestar í fullu starfi
við Hafnarfjarðarkirkju í framtíðinni
og telst það nýmæli í íslenskri þjóð-
kirkju.
Þýðingarmikið er að biðja vel fyrir
samstarfi þeirra og farsæld þeirrar
kirkjuþjónustu og safnaðarstarfs sem
þeir munu annast og leiða.
Eftir messuna er kaffisamsæti í
Ljósbroti Strandbergs.
FORSETAKJÖR 1996
M
OLAFIJR RAGNAR GRLMSSON
Vík í Mýrdal
Fundur með Ólafi Ragnari
og Guðrúnu Katrínu
á Hótel Vík
kl. 12:00 í dag.
Vidra'Aiú'. ávörp o#* lyrh sjHiniir.
AJlir vclkömnir!
Stuðnlngsfólk Ólafs Ragnars Grímssonar Vík í Mýrdal.
Blað allra landsmanna!
-kjarni málsins!
Morgunblaðið/Þorkell
Grínsendiráð
Hafnarfjarðar
LJÓSMYNDARI Morgunblaðs-
ins rakst á þessa kynlegu kvisti
á förnum vegi í vikunni. Þeir
munu vera embættismenn í
Grínsendiráði Hafnarfjarðar,
en þar hefur þessa viku staðið
yfir alþjóðleg grínhátíð undir
yfirskriftinni „Djók“. Sendiráð-
ið hefur ferðast um höfuðborg-
arsvæðið og dreift vegabréfum
inn í bæinn. Frá vinstri á mynd-
inni eru bílstjóri sendiráðsins,
grínsendiherrann og víkingur,
en Hafnarfjörður hefur sem
kunnugt er verið aðalathvarf
víkinga nútímans.
Hátíðinni lýkur með mikilli
skemmtun í Kaplakrika í kvöld,
þar sem fram koma helstu grín-
arar þjóðarinnar.
i
ísland er meira en nafnið eitt
Aukin og endurbætt útgáfa með sérstakri leiðsögn
um Reykjavík, en óbreytt verð kr. 2.980,-
ISLENSKA,
BÓKAÚTGÁFAN
Síðumúla 11 • Sími 581 3999
FRÓÐLEIKUR - FERÐAGLEÐI - Fararheill
SlrUléLM Nl ö I DáO Plá KL. 10-16
BIG BEAR
Sjóið það nýjasta fró YAMAHA og nú kemur verbib ó óvart!!
Sýnum einnig utanborósmótora.