Morgunblaðið - 08.06.1996, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996 45
BRÉF TIL BLAÐSIMS
Gagnrýni
gagnrýnd
Frá Hrannari Baldurssyni:
MIÐVIKUDAGINN 5. júní birtist
í Morgunblaðinu kvikmyndagagn-
rýni eftir hinn ágæta gagnrýnanda
Arnald Indriðason um Rumble in
the Bronx. Yfirleitt er ég ánægður
með gagnrýni hans og yfirleitt tek
ég mark á henni. En ljóst er að
ef ég hefði séð gagnrýni hans
áður en ég fór í bíó til að sjá
Rumble in the Bronx, hefði ég
orðið af einstakri skemmtun.
Gagnrýni Arnalds lýsir myndinni
á athyglisverðan hátt: „Myndin er
nógu léleg til að hægt sé að hlæja
að henni, leikararnir eru dásam-
lega vondir í skelfilegum hasar-
myndarullum, hasaratriðin eru
óspennandi og myndin er vond.“
Ég veit ekki hvort ég get verið
ósammála þessum dómi þar sem
þessi lýsingarorð segja ósköp fátt
nema maður þekki gagnrýnand-
ann persónulega og notkun hans
á lýsingarorðum eins og lélegt,
vont eða óspennandi.
Ég fór í Regnbogann til að sjá
Rumble in the Bronx, og vissi
ekki hveiju ég gæti átt von á, en
hafði óljósar hugmyndir um vin-
sældir myndarinnar vestanhafs.
Þegar ég fór út úr salnum hefði
mér eflaust átt að líða mjög illa,
þar sem ég sóaði peningum í þessa
vitleysu og eyddi tveimur klukku-
stundum í kvikmyndasal undir lé-
legri Hong-Kong dellu, sam-
kvæmd dómi gagnrýnanda. En sú
varð ekki raunin.
Mér leið vel, ég hafði skemmt
mér konunglega, sá ekki eftir pen-
ingunum sem fóru í miðann og
hugleiddi að sjá myndina aftur.
Mér leið ekki ósvipað og eftir stór-
myndir eins og Star Wars eða
Raiders of the Lost Arc, sem sum-
ir hafa þó fullyrt að séu illa leikn-
ar og ósköp ómerkilegar í eðli sínu.
Ég ætla ekki að rökræða það hér.
Rumble in the Bronx býr yfir
ákveðinni einlægni sem lýsir sér í
göfuglyndi aðalpersónunnar og
lífsviðhorfi, að aðstæður þurfi ekki
að breyta manni, sama hve slæm-
ar þær eru, í staðinn geti maður
bætt þær. Þetta er saga um mann
sem lendir í vonlausum aðstæðum
en í stað þess að gefast upp og
leyfa ofbeldi að rúlla yfir sig,
bregst hann gegn því af öliu afli.
(Kannski það sé ákveðinn sam-
hljómur í sögunni við þá ógn sem
hér ríkir vegna komandi samfé:
lagssviptinga í Hong Kong.) í
Raiders of the Lost Arc barðist
Indiana Jones við veldi nasista, í
Star Wars barðist lítill hópur upp-
reisnarmann gegn illu keisara-
veldi, í Rumble in the Bronx barst
kínverskur nýbúi við mafíu í New
York. Það er ákveðinn ævintýra-
ljómi yfir þessari hugmynd og
þessum ljóma tekst Jackie Chan
og leikstjóranum Stanley Tong að
koma til skila, og vel það.
Hraði Rumble in the Bronx er
með ólíkindum. Öll atriðin eru út-
færð af mikilli nákvæmni, hver
einasta hreyfmg leikaranna er eins
og dansspor, jafnvel hvernig tröll-
vaxnir morðingjar mafíunnar
hreyfa sig til. Þannig að áhersla
leikaranna er líkamleg tjáning,
ekki tjáning svipbrigða eða orða.
Þó að saga Rumble in thé Bronx
og hin sögðu orð séu veik í mynd-
inni, er handritið í heild meistara-
verk. Hvernig hægt er að útfæra
sérhveija flókna hreyfingu í kvik-
mynd á jafnfrumlegan, hraðan og
nákvæman hátt er erfitt að skilja.
Hinn einstaki húmor myndarinnar,
sem fékk sal áhorfenda til að
skella upp úr oftar en tíu sinnum,
byggir á tímasetningu og hug-
myndaríkum aðferðum þar sem
hver hlutur og hluti sviðsmyndar
er nýtt til hins ýtrasta.
Mér sýnist Arnaldur hafa mis--
skilið Jackie Chan. Það er einum
of þröngt að kalla hann hasar-
myndakóng, því hann byggir kvik-
myndir sínar ekki eingöngu á tóm-
um hasar, heldur á margþættu
samspili Kung-Fu listarinnar,
kímnigáfu, spennu og siðferðileg-
um gildum sem hljóma útá kant
og gamaldags, sem er reyndar al-
varlegt umhugsunarefni. Og það
er kjarni myndarinnar, ekki hasar-
myndaumgjörðin eða svipbrigað-
leikurinn, heldur hvernig líkaminn
getur unnið frumlega, hratt og
nákvæmlega í samræmi við að-
stæður, eins og hugur sem reiknar
flókið stærðfræðidæmi eða uppgöt-
var óvænt tengsl i hugtakaheimi.
Rumble in the Brox er áhuga-
verð mynd og satt er að hún er
furðuverk, eins og Arnaldur kallar
hana, en er það ekki ágæt þýðing
á hugtakinu cult-mynd?
HRANNAR BALDURSSON,
Álftamýri 18, Reykjavík.
áður 420.000
í vögnunum frá ÆGIt
stgr. Með fortjaldi,
dúk í fortjaldi,
gaseldunarhellu og
bremsubúnaði.
SEGLAGERÐIN
ÆGIR
Eyjaslóð 7 Reykjavík s. 5112203
Súrefni - uppspretta lífsins
Geislun húðarinnar, lifskraftur og öldrunarþættir byggjast upp
á líffræðilegu vægi og heildarstarfsemi hennar. Húðin þarf að
anda, eins og allt annað. Hún andar að sér súrefni og gefur
frá sér koltvisýring. Súrefnisinntak húðarinnar skiptir öllu máli
í allri liffræðilegri hringrás hennar.
Sothys hefur framleitt 24 stunda krem fyrir konur og karla,
sem örva súrefnisinntak og úrgangslosun til húðarinnar. Húðin
fær íallegan lit og geislar af lifi. Sannkölluð orkubomba.
24 stunda krem fyrir þurra húð og 24 stunda léttíljótandi
krem fyrir eðlilega og feita húð.
Franskur sérfræðingur frá Sothys gefur
persónulegar leiðbeiningar og ráðgjöf um meðferð húðarinnar
fyrir viðskiptavini Hagkaups, Kringlunni, laugardaginn
8. júní kl. 10.00-16.00 þeim að kostnaðarlausu, bara þennan
eina dag. - Gjafir fylgja kaupum.
FORSETAKJOR 1996
ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON
Hella
Fundur með Ólali Ragnai i
og Guðrúnu Katrínu
í Hellubíói
kl. 20:30 íkvöld.
\ iOi a Om , ;i\örp o« i> l ii spm i»i*’.
Állir velkomnir!
Stuðningstólk Ólafs Ragnars Grímssonar Hellu.
~... blessaður ™
vertu, það kostar
bara 24 krónur...
V Heyrðu, X
nú verð ég að fara
að hcetta þessu, ég er
búinn að tala í tíu
K. mínútur... A
Nú er allt að helmmgi ódýrara
að hringja innanlands
Símtal á milli
Keflavikur oq
Póítur oq st'rm hefur «mfaldaó qj'aldskrá fyrir innanlands- Egílsstaða kostar
símtöl. Nu «ru aðems t.vc-ir qjaldflokkar oq nmturta/tírm ) kronur oq á11a
hefst klukkan 19.00. Pað jafnqildir 50% Lr;kkuri á iírnt.ol- aura á rninutu eftir
um frá kl. 19.00 til 23 00 oq 33% Imkkun á simtölum frá klukkan 19.00.
klukkan 23.00 frl 08.00 h þeim simtóíum sem h'ftmyrðu
fdflokk
POSTUR OG SIMI