Morgunblaðið - 08.06.1996, Side 46
46 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF • FORSETAKJÖR
I DAG
Svínsminni
Frá Aðalsteini Davíðssyni:
ORÐIÐ „svínsminni" er haft í Lax-
dæla sögu (48. kafla) um það þegar
menn þóttu gleyma mótgerðum og
svívirðingum furðu fljótt.
Því miður hefur það viðgengist
að stjórnmálamenn hafi látið sér í
| léttu rúmi liggja loforð sín og treyst
i á skammvinnt minni og umburðar-
lyndi kjósenda. Orðið „kosningalof-
orð“ hefur einfaldlega fengið aðra
j merkingu en orðið „loforð" en síst
eykur það tiltrú á Alþingi eða eflir
virðingu þess.
Á síðari árum er virðingarleysi
fyrir loforðum komið á mun hærra
stig en að muna ekki það sem „lof-
að var í hita leiksins". Einstaka
þingmenn hafa skarað fram úr öðr-
um í því að baka Alþingi Islendinga
skömm á þennan hátt. Þessu hafa
kennarar kynnst eftirminnilega
enda er reynsla þeirra og vonbrigði
kveikjan að þessu bréfi.
Fyrir nokkrum árum fóru
BHMR-menn í fyrsta sinn í verk-
fall - eins og þjóðinni er enn í
minni. Þeir gengu aftur til vinnu í
það skiptið framar öðru út á loforð
um að kjör þeirra skyldu leiðrétt
út frá samanburði við kjör annarra
stétta. Þessi loforð fengu verkfalls-
menn raunar undirskrifuð. Loforð
þessi gleymdust þrátt fyrir undir-
skriftina.
Næsta BHMR-verkfall leystist
ekki með undirskrifuðum loforðum
heldur með undirskrifuðum samn-
ingum við fjármálaráðherra, Ólaf
Ragnar Grímsson. Þegar þar að
kom að samningamir öðluðust gildi
átti hins vegar að svíkjast um að
greiða eftir þeim en þeir voru þá
áréttaðir með dómi. Þá beið fjár-
málaráðherra eftir því að losna við
þingið í sumarfrí og setti síðan
bráðabirgðalög til að ógilda eigin
samninga.
Nú býður Ólafur Ragnar Gríms-
son sig fram til forsetaembættis,
sá maður, sem stóð fremstur í flokki
á sínum tíma að ganga á grið og
samninga. Það væri með endemum
ef hann yrði kosinn í þetta virð-
ingarembætti sem eins konar yfir-
vörður stjómarskrár og þingræðis
og sameiningartákn þjóðarinnar.
Hann, sem svo herfilega gekk á orð
sín þegar hann stóð fyrir því 1989
í fjarveru þingsins að misbeita lög-
gjafarvaldi til að ógilda þá samn-
inga sem hann hafði sjálfur undir-
ritað nokkrum mánuðum fyrr.
Framkoma sem þessi, að ganga
á gerða samninga eftir geðþótta,
hét áður fyrr griðrof, þeir sem
breyttu svo hétu griðníðingar eða
ódrengir eða jafnvel hvers manns
níðingar. Það er líka alvarlegur
hlutur að ijúfa orð sín og eiða. Það
er nógu illt að geta ekki treyst lof-
orðum. Ennþá verra er þegar undir-
staða mannlegs samfélags, samn-
ingar og reglur um samskipti eru
hundsuð af fullkomnu samvisku-
leysi, og það af þeirra hálfu sem
ættu að standa vörð um lögin. Eins
og málum var þarna háttað var
engin afsökun eða réttlæting að
svara „nauðsyn brýtur lög“. Hvert
leiðir þróunin ef þetta eiga að verða
leikreglur? Hvar endar það ef al-
menningur hefur enga tryggingu
fyrir þvf að stjórnvöld haldi samn-
inga og lög eða virði dóma?
Nú er nauðsyn að menn taki sig
á. Nú þarf að sanna að þjóðin hafi
mannsminni en ekki svínsminni.
Stöndum eftir getu vörð um lög og
samskiptareglur siðmenntaðs þjóð-
félags. Veljum orðheldinn dreng-
skaparmann, karl eða konu, á for-
setastól á meðan því embætti verð-
ur haldið uppi.
AÐALSTEINN DAVÍÐSSON,
Löngubrekku 11, Kópavogi.
Til umhugsunar
fyrir íslensku þjóðina
Frá Sigurgeiri Ólafssyni:
UNDANFARIÐ, hefur Guðrún Pét-
ursdóttir, forsetaframbjóðandi,
hamrað á því, að það hljóti að vera
fótakefli fyrir frambjóðendur til for-
setakosninga, að hafa verið þátt-
takendur í stjórnmálum. Nú er það
svo, a.ð einn af fyrstu opinberu
stuðningsmönnum Guðrúnar Pét-
ursdóttur, var Þorsteinn Pálsson,
ráðherra í ríkisstjórn Davlðs Odds-
sonar. Varla getur það nú talist
ópólitískur stuðningur. Gott og vel.
Það sem Guðrún Pétursdóttir hefur
svo snyrtilega forðast að nefna, er
það að hún sjálf ferðaðist um alla
Vestfirði með ræðuhöldum og póli-
tískum áróðri fyrir síðustu kosning-
ar, í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins!
í þætti Hannesar Hólmsteins (hug-
myndafræðings hennar) og Marðar,
lýsti hún því yfir, að „hún hefði
gengið í Sjálfstæðisflokkinn af lífs-
skoðun“. Guðrún, er þetta að vera
ópólitískur frambjóðandi til emb-
ættis forseta Islands? Hvílík hræsni!
Þú fæddist með silfurskeið Engeyj-
arættarinnar i munninum og ert
frambjóðandi Þorsteinsarms Sjálf-
stæðisflokksins. Þú ert allt annað
en ópólitísk. Ættarveldið, sem þú
ert í forsvari fyrir, á tvo ráðherra
í núverandi ríkisstjórn, þá Halldór
Blöndal og Björn Bjarnason, frænd-
ur þína og stuðningsmenn! Þú ert
afkomandi og merkisberi Thors- og
Engeyjarættanna, sem eru bakbein
Sjálfstæðisflokksins og kolkrabb-
ans og varla verða flokkaðar ópóli-
tískar. Eða hvað? Ætlar þú, Guðrún
Pétursdóttir, að bjóða íslensku þjóð-
inni upp á þann málflutning, að þú
sért ópólitískur frambjóðandi? Er
það raunverulega skoðun þín, að
íslenska þjóðin, sé samansafn bjálfa
sem eru ófærir um að mynda sér
vitsmunalegar skoðanir, byggðar á
upplýsingu og þekkingu? Þinn mál-
flutningur hefur til þessa verið hel-
ber dónaskapur við alla landsmenn.
Það þarf meira en skröksögur og
blekkingar til að sannfæra þjóðina.
Ég skora á þig að koma hreint til
dyranna og fletta af þér hræsni-
skápunni. Þú getur engu því tapað
sem þú hefur ekki nú þegar gert,
því að eins og málum er nú kömið,
er þitt framboð byggt á ósannind-
um.
SIGURGEIR ÓLAFSSON,
Hörgsholti 27,
Hafnarfirði.
blabib
- kjarni málsins!
Sjábu hlutina í víbara samhengi!
lands, landsliðsflokki, sem
lauk á mánudaginn í
Garðabæ. Jón Viktor
Gunnarsson (2.180),
yngsti keppandinn á mót-
inu; hafði hvítt og
átti leik gegn þeim
elsta, Sævari
Bjarnasyni (2.305),
alþjóðlegum meist-
ara.
31. Hxf7+! (Vonandi
hefur engum dottið í
hug að valda h peðið
með 31. Hh2??, sem
leyfir 31. -Dfl+) 31.
- Kxf7 32. Dxg6+ -
Kf8 33. Df6+ (Velur
örugga vinningsleið,
en stysta leiðin var
33. Bh4! Og svartur
er mát í mest fimm leikjum)
33. - Ke8 34. Dxh8+ -
Kd7 35. Dh7+ - Kc6 36.
Dd3 - Hc4 37. h6 og svart-
ur gafst upp.
HÖGNIHREKKVÍSI
1//& A&/t/f97 i/er/Á niiur/ðepcfcir f "
Farsi
SKAK
llmsjón Margeir
Pétursson
Hvítur mátar
i átta leikjum
STAÐAN kom upp á Eim-
skipsmótinu, Skákþingi ís-
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Netfang: Iauga@mbl.is
Þakkir til
Bústaðasóknar
VIÐ undirritaðar viljum
færa kærar þakkir til
sóknarprests, organista
og „kærleikskvennanna"
fyrir ógleymanlega mið-
vikudaga ásamt ferðum
vor og sumar undir frá-
bærri leiðsögn Áslaugar
Gísladóttur. Við vitum að
allir sem hafa tekið þátt
í þessu saman þakka
hjartanlega. Guð blessi
ykkur öll.
Marta, Ingibjörg,
Sigrún.
Virðingarleysi
KONA, sem er að selja
Mðina sína og er búin
að setja hana á sölu,
hringdi til Velvakanda.
Hún vill kvarta yfir
slæmri umgengni þeirra
sem koma að skoða Mð-
ina. Hún gerir sér að sjálf-
sögðu grein fyrir því að
fólk verður að fá að koma
og sjá íbúðina til að geta
gert upp hug sinn varð-
andi sölu, en hún sagði
að kumt af þessu fólki
gengi um eins og það
ætti þegar heima þama.
Það sendir börnin inn í
bamaherbergin til að leika
sér og virðist ekki gera
sér grein fyrir því að þetta
sé heimili fólks heldur ein-
ungis eitthvert húsnæði
sem því sé fijálst að
ganga um eftir vild.
Konan vill benda fólki
á að fara hægar í sakimar
þegar það kemur til að
skoða Mðir þar sem fólk
býr í og heldur sitt heimili.
Tapað/fundið
Frakki tapaðist
STUTTUR frakki hefur
líklega verið tekinn í mis-
gripum á Kaffi Óperu
laugardaginn 11. maí sl.
Frakkinn er ljós á litinn.
Sú sem hefur tekið
frakkann í misgripum er
vinsamlegast beðin um
að hringja í síma
557-9098.
Handprjónaður
poki tapaðist
LÍTILL, handpijónaður
poki, útpijónaður með
myndum af ijómm kind-
um, tapaðist í Aflagranda
eða nágrenni í lok apríl.
Pokinn er grænleitur á
litinn og kindurnar vom
fjólubláar. í pokanum era
þijár steinvölur. Pokans
er sárt saknað vegna þess
að hann var skímargjöf.
Ef einhver hefur fundið
pokann vinsamlegast
hringið í síma 562-7510.
Budda tapaðist
BRÚN budda tapaðist
annaðhvort við Hólmasel
í Breiðholti eða strætis-
vagni nr. 11 á milli kl.
12 og 1 sl. föstudags-
kvöld. í henni var skápa-
lykill, bankakort, varalit-
ur og peningar. Buddan
sjálf er lítil kubbsleg leð-
urbudda með tveimur
hólfum. Finnandi er vin-
samlega beðinn að skila
buddunni, og hafa sam-
band í síma 557-8838.
Fríða.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um af-
mæli, brúðkaup, ættarmót
o.fl. lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingamar þurfa að berst með
tveggjaúaga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyrir-
vara fýrir helgar. Fólk getur
hringt í síma 569-1100,
sent í bréfsíma 569-1329
sent á netfangið:
gusta@mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Dagók
Morgunblaðsins,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík.
Víkveríi skrifar...
AÐ getur verið erfitt og dýrt á
köflum að vera grænmetis-
neytandi á íslandi en það er að
minnsta kosti aldrei einhæft. Sveifl-
urnar í framboði á tegundum, gæð-
um, ferskleika og ekki síst verði eru
það miklar að neytándinn veit aldrei
að hverju hann gengur.
Nú er genginn í garð sá tími að
framboð íslensks grænmetis er það
mikið að verð er orðið vel viðráðan-
legt fyrir almennt launafólk. Vík-
verji fékk einhvetja bestu tómata í
Nóatúni á dögunum sem hann hefur
séð svo mánuðum skiptir. Stórir,
bragðmiklir, safaríkir og á góðu
verði.
xxx
VÍKVERJI rak í þessum sama
verslunarleiðangri augun í að
byrjað væri að selja frosið og hálf-
bakað franskt bakkelsi í stórmörk-
uðum. Þessar vörur hafa verið á
boðstólum hér um nokkurt skeið en
einungis í sérverslunum. Þar sem
Víkverji tilheyrir þeim hópi sem í
gegnum árin og margar Frakklands-
heimsóknir hefur ánetjast smjör-
hornum (crðissants) og súkkulaði-
brauðum að ekki sé minnst á löngu,
mjóu „baguette“-franskbrauðin er
það himnasending að geta gengið
að þessum vörum vísum í stórmörk-
uðunum, þar sem daglegar nauð-
synjar eru oftast keyptar.
Þótt smjörhorn og „snittubrauð"
séu vissulega seld í flestum íslensk-
um bakaríum er hreinlega ekki um
sama hlutinn að ræða. Víkveiji
leggur það því gjarnan á sig að
klára baksturinn sjálfur á smjör-
hornunum fyrir franska helgar-
morgunverðinn.
XXX
AÐ eru ekki allir sammála um
ágæti þeirrar „fótboltaveislu"
sem nú er að hefjast. Gera má ráð
fyrir því að á mörgum heimilum og
jafnvel vinnustöðum muni almenn
starfsemi leggjast niður í lengri og
skemmri tíma á meðan. Sem betur
gerir hins vegar fjölgun sjónvarps-
stöðva það að verkum að þeir sem
ekki myndu kenna þessa uppákomu
við „veislu" af neinu tagi geta hald-
ið sálarró sinni.
HVER þjóð hefur sína siði. ís-
lendingar telja það ekki í frá-
sögur færandi að veiða og snæða
hvali og seli þó svo að í mörgum
öðmm ríkjum flokki flestir slíkt und-
ir villimennsku. Hér á íslandi myndi
líklega fólk rísa upp til handa og
fóta ef hafnar yrðu veiðar á smáfugl-
unum sem gleðja okkur yfír sumarið
með söng sínum.
I sumum ríkjum á meginlandi
Evrópu eru hins vegar smáfuglarnir
okkar flokkaðir sem sælkeramatur
sem menn leggja mikið á sig til að
komast yfir. 1 franskri matarbók,
sem Víkveiji fletti á dögunum, var
til að mynda að finna margar upp-
skriftir að hvemig matreiða mætti
þresti og einnig var tekið fram að
lóa teldist vera einhver gómsætasti
fugl sem til væri og hefði notið vin-
sælda allt frá sautjándu öld. Hrossa-
gaukur nýtur einnig nokkurra vin-
sælda og er yflrleitt matreiddur á
sama hátt og skógarsnípa.