Morgunblaðið - 12.06.1996, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 12.06.1996, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ \ LISTIR í þessum hljómmiklu laugum... TÓNLIST S u n d h ö 11 i n KÓRTÓNLEIKAR Verk eftír Jón Ágeirsson, Byrd, Mess- iaen, Part, Oliver Kentísh, Hjálmar H. Ragnarsson og Palestrina. Voces Tliules-sönghópurinn (Sverrir Guð- jónsson og Sigurður Halldórsson (kt), Guðlaugur Viktorsson og Skarphéð- hm Hjartarson (t), Eggert Pálsson (bar.) og Sigurður Þorbergsson (b)). Gestasöngvari: Marta G. Halldórs- dóttir. Lýsing: Jóhann B. Pálmason. Hugmynd og útlit: Elín Edda Árna- dóttir. Sundhöll Reykjavíkur, laugar- daginn 8. júni kl. 23:30. ÞEGAR sex svartklæddir menn gengu virðulega inn í kyndlum og kastljósum skreytta Sundhöllina með söngbók í hönd, leiddi það hugann að fornegypzkum laun- helgum, og maður bjóst hálft í hvoru við að In diesen heiligen Hallen myndi senn óma um klór- og kertasótsangandi laugarloftið. Þess í stað var kyrjaður Tröllaslag- ur í raddsetningu Jóns Ásgeirsson- ar við rammatrommuundirslátt; álíka heiðinn söngtexti, en þó miklu nær á hnettinum. Leitin að viðun- andi tónlistarhúsum í Reykjavík er óneitanlega farin að taka á sig kynlegar myndir. Fyrir nokkrum misserum upp- götvaðist Þjóðminjasafnið. Nú var það Sundhöllin. Enginn þorir leng- ur að spá í hið næsta. Borgarbúar eru komnir með hljómburð á heil- ann, og einn góðan veðurdag fara menn líklega að athuga, hvernig hljómar í Sorpu. En vissulega kom í ljós, að akústíkin í Sundhöllinni, sem maður tengir venjulega við ærandi ungmennaskræki og ískrandi íþróttaþjálfarablístrur, var furðu góð fyrir klassíska söng- mennt, þó að arkitektinn hafi tæp- lega gert ráð fyrir þeirri aukagetu á sínum tíma. Svo er náttúrulega til í dæminu, að tilgangurinn með staðarvalinu hafi (líka) verið að vekja á sér athygli. Hafi svo verið, tókst það með ágætum, því sund- laugarbarmarnir voru fullir af for- vitnum áheyrendum, flestum milli tvítugs og fertugs, enda pínkulítill „próvó“-þefur af tiltækinu, líkt og færi hér einskonar uppvakning á uppákomum 7. áratugar, sem flest þetta fólk missti af eigin augum. Annars var aðsóknaráhætta kon- serthaldara svo sem ekki mikil, því barmar Sundhallarinnar eru mjóir og því auðfylltir. Öðru máli hefði auðvitað gegnt, ef gólf hefði verið lagt yfir laugina, en þá hefði „vatnamúsík“-stemningin líklega farið forgörðum. Hið örstutta lag Byrds, Terra tremuit, var nokkurs konar uppákoma í sjálfu sér, með tilheyrandi madrígalískum skjálfta- lýsingum, svo að undirstaða söngv- aranna, þverbrúin yfir laugina við 25 metra markið, umbreyttist í bi- fröst. Hver sexmenninganna sló sína rörklukku undir sönginn í Cinque frammenti, „Fimm brotum" eftir John Speight við texta eftir Giocomo Leopardi; örlagaþrungnu, ómstríðu og þétt samtvinnuðu söngverki, er bar keim af einkenni- legu samblandi tilfinningaheitrar örvæntingar og kínverskulegrar náttúrulýsingar með heimspekileg- um undirtóni. Eftir kyrrlátt brot úr Þorlákstíðum, sungið unisono eins og gregorssöngur er jafnan, sungu Voces Thules næst „0 sacr- um convivium!" eftir Olivier Mess- iaen með gestasöngvarann Mörtu Guðrúnu Halldórsdóttur í 7. og efstu rödd. Verkið var aðgengilegt, einkar lagrænt og hugljúft, þótt þéttskipað væri röddum, og var geysivel flutt af þeim sjömenning- um. Eistinn Arvo Párt átti heiður- inn af Summa, fjórrödduðu verki (SAAT) við texta úr Credo, trúar- játningunni í latnesku messunni. Af því var nokkur miðaldasvipur; það minnti stundum á harðkrómaða atóm-útgáfu á organum frá Ars Antiqua-skeiði 13. aldar í samvinnu við mínímalíska „sítrekunartækni" þeirrar tuttugustu. Eftir annað brot úr Þorlákstíðum sungu Voces Thul- es fimm radda (AATTB) messu- þátt, Kyrie, eftir Oliver Kentish. Oliver sótti þar fanga til ríkrar kirkjutónlistarhefðar uppeldis- stöðva sinna í Lundúnum, einkum frá brezka endurreisnarskeiðinu, auk gerzkrar rétttrúnaðarkirkju, þar sem djúpar bassaraddir eru áberandi. Verkið kom mjög fallega út, enda afburða vel sungið, og lofar góðu um messuna sem tón- skáldið sagði það vera upphafið á. Hið seiðandi fjórraddaða kórverk Miserere mei eftir Hjálmar H. Ragnarsson úr leikritinu 13. kross- ferðinni eftir Odd Björnsson var næst á dagskrá. „Drottinn, mis- kunna oss“ er ekki ólíkt göldróttum vöggusöng í 6/8 með viðlagi, og hefur Hjálmar þarna framið ósvik- inn kórsmell, þar sem alvarlegt innihald textans kemur ekki í veg fyrir að lagið læsi klóm sfnum í hlustandann strax við fyrstu heyrn. „0 sacrum convivium" eftir Gio- vanni Pierluigi da Palestrina var mjúklega en svolítið óspennandi sungið, aðallega af því að hending- arnar voru of lítt mótaðar styrk- og hraðabreytingum, og því heldur litlausar. Eftir ítrekun á „Terra tremuit" luku Voces Thules söng sínum með öðru íslenzku þjóðlagi, „bas“-söngnum hjá séra Bjarna, ( Vera mátt góður, ef vilt þar til stunda, við tilþrifamikinn „bodh- rán“-slátt Eggerts Pálssonar. Var þá ýmsum orðið heitt - ef ekki í hamsi, þá um hörund - því kyndla- log og loftræstingarleysi voru farin að skyggja átakanlega á annars frumlegt umhverfi. Varpaði því margur áheyrandinn öndinni léttar, súrefni feginn, þegar út í ferskt næturloftið kom eftir allsérstæða tónleika. ) Ríkarður Ö. Pálsson Gengið á hljóðið TÓNLIST J a z z v... LISTAHÁTÍÐ 96 Sigurður Flosason og alþjóðlegi jasskvintettinn. Flytjendur: Sigurð- ur Flosason altsaxófónn, Scott Wendholt trompet, Eyþór Gunnars- son píanó, Lennart Ginman kontra- bassi o g John Riley trommur. Loftkastalinn, 7. júlí 1996. NÝ tónlist eftir Sigurð Flosason var flutt af höfundinum og öðrum frábærum djasstónlistarmönnum sem hann hefur fengið í lið með sér í þetta verkefni og til þess að taka upp geisladisk í hljóðveri FÍH. Fremstur þar í hópi jafningja er Eyþór Gunnarsson sem verður betri með hverri nýrri lista- og djasshátíð. Þó voru engir aukvisar í þessum samstillta hópi. Lennart Ginman þekkja íslendingar af góðu einu. Hann lék með Sigurði á listahátíð í Hafnarfirði fyrir tveimur árum og lék einnig inn á fyrstu plötu Sigurð- ar, Gengið á lagið. Scott Wendholt var skólabróðir Sigurðar í Indiana og hefur komið ár sinni vel fyrir borð. Hann er mjög teknískur tromp- etleikari með fallegan tón og nútí- malegan spuna. Rúsínan í pylsuend- Morgunblaðið/Þorkell SIGURÐUR Flosason og alþjóðlegi jasskvintettinn léku nýja tón- list Sigurðar í Loftkastalanum. anum var svo hinn magnaði trommuleikari John Riley. Marga stórtrommara hefur rekið á fjörur Islendinga síðustu misserin en það er á engan hallað þótt fullyrt sé að Riley skipi sér þar í framvarðasveit- ina. Hann hélt púlsinum gangandi í hröðustu bíbopplögunum og strauk allt settið með burstunum í ballöðum svo það sauð á kötlunum. Djúpur skilningur var milli hans og Eyþórs í draumkenndum og hægari píanó- spunaköflunum - þar sem flesta hefði brostið skilning á framvind- unni í allra innhverfustu og ólagræn- ustu hugleiðingum Eyþórs. Þessi nýja tónlist Sigurðar er hreint ekki svo frábrugðin því sem hann var að gera á Gengið á lagið. Laglínan er sett fram, oftar en ekki í samhljóm saxófóns og trompets, og síðan er spunnið og spunnið, þar til laginu er lokað með laglínunni á ný. Þó hefur Sigurður bætt inn nýjum þáttum í tónsmíðar sínar. Tvö slík lög voru á efnisskránni undir suður-amerískum rytma, Heimboð til Havana, sem við fyrstu hlustun virkar reyndar dálítið rugl- ingslegt, enda eru taktskiptingar tíðar og flóknar, og Meðbyr, sem er í brasilískum sambatakti. Tvær ballöður voru á efnisskránni, Hjart- arætur og Uns skín af degi. Eftir- minnilegast var þó Illar tungur, hratt bíbopplag með góðri sveiflu og Gengið á hljóðið, sem Sigurður sagði að yrði líklega heitið á diski kvintettsins sem kemur út í haust. Tilhlökkunarefni fyrir alla þá sem lögðu leið sína í Loftkastalann í síðustu viku og ekki síður þá sem heima sátu. Guðjón Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.