Morgunblaðið - 14.06.1996, Page 16

Morgunblaðið - 14.06.1996, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Hugmyndir um tvo kjörstaði á Akureyri í stað eins Langar biðraðir á álag’stímum AKVEÐIÐ hefur verið að fjölga kjördeildum á kjörstað Akur- eyringa í Oddeyrarskóla um eina, úr átta í níu. Fram hafa komið hugmyndir um að hafa tvo kjör- staði á Akureyri í stað eins, en einungis hefur verið kosið í Odd- eyrarskóla síðustu árin. A fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar í vikunni vakti Guðmundur Stefánsson, Framsóknarflokki, máls á því rétt væri að skoða gaumgæfilega hvort ekki væri ástæða til að kjósa á tveimur stöð- um á Akureyri, en á álagstímum mynduðust iðulega langar biðraðir við kjördeildir. Þá nefndi hann að í Kópavogi, sem væri bæjarfélag af svipaðri stærð, væri kosið á tveimur stöðum. Fjölmennar kjördeildir Ólafur Birgir Árnason, formað- ur yfirkjörstjómar Norðurlands eystra, lagði á dögunum fram til- 'lögu um að kjördeildum í Oddeyr- arskóla yrði fjölgað um þijár. Á kjörskrá á Akureyri eru 10.797 manns. Olafur Birgir sagði að þegar kosningaþátttaka væri mik- il mynduðust oft langar biðraðir við stærstu kjördeildimar, en dæmi væru þess að yfir 1.300 manns væru í einni kjördeild. Á álagstím- um gæfist því oft lítill tími til að fara yfir mál, kæmi eitthvað uppá. Kosturinn við að kjósa á einum stað í Oddeyrarskóla væm hins vegar töluverðir, m.a. væri aðgengi um skólann gott og þá væm yfir- og undirkjörstjórnir á sama stað. Ásgeir Pétur Ásgeirsson, for- maður kjörstjórnar Akureyrar, sagði að við Alþingiskosningar fyrir tveimur árum hefðu verið kannaðir möguleikar á öðrum kjörstöðum en þá stóð kennara- verkfall yfir. Meðal annars var athugað með íþróttaskemmuna og Iþróttahöllina en hvorugur staður- inn þótt hentugur. „Öddeyrarskólinn er á hlutlausu svæði í bænum og aðgengi um hann er afar gott, þannig að kost- ir þess að kjósa þar eru ótvíræð- ir,“ sagði Ásgeir Pétur. Hann sagði að ævinlega kæmu toppar í kosningum, en mjög margir legðu leið sína á kjörstað um miðjan daginn, þá kæmi oft gusa skömmu fyrir hádegi og aft- ur um kvöldmatarleytið. í forsetakosningunum 1988 var kjörsókn á Akureyri 75% og taldi Ásgeir Pétur öruggt að kjörsókn yrði mun meiri nú. Um 200 utankjör- staðaatkvæði Samkvæmt upplýsingum Björns Jósefs Arnviðarsonar sýslumanns voru 202 búnir að kjósa utankjör- fundar á sýslumannsskrifstofunni á Akureyri í gær. Fram til þessa hefur verið hægt að kjósa utankjörfundar á skrif- stofutíma en rýmri tími verður gefinn frá og með morgundegin- um, laugardegi en þá verður opið frá kl. 14 til 17 um helgar og frá kl. 17 til 19 og 20 til 22 virka daga. Kosið er á þriðju hæð í hús- næði sýslumanns við Hafnar- stræti. Sumarið með Moniku EFTIR kulda- og vætutíð norð- an heiða geta Norðlendingar nú farið að búast við betri tíð og víst er að það verða fleiri en hún Monika Björk til að fagna sól og sunnanvindum. ÁRSNÁM í Reykholti Getum bætt við nokkrum nemendum Umsóknarfrestur er til 25. júní Allar upplýsingar í síma 435 1200/431 2544 fANANA Biddu um Banana Boat alnáttúrulegu sólkremin (All natural Chemlcal Free) o Vemdandi, húðnærandi og uppb/ggjandi Banana Boat Body Lotion m/Aloe Vera, A, B2, B5, D og E-vítamín og sólvöm 14. □ Banana Boat rakakrem f/andlit m/sólvörn 18,115,023. □ Natúríca húðkremin hennar Birgittu Klemo, eins virtasta húðsérfræðings Norðurlandanna. Prófaðu Naturica Ört+krám og Naturica Hud+krám húðkremin sem aliir eru að tala um. □ Hvers vegna að borga um eða yfir 2000 kr. fyrir Propolis þegar þú gefur fengið 100% Naturica Akfa Propolis á innan við 1000 kr? □ Biddu um Banana Boat ef þú vilt spara 40-60% þegar þu kaupir Aloe Vera gel. 6 stæróir frá 60 kr. - 1000 kr. (tæpur hálfur Irtri) Banana Boat og Naturica fást i sólbaðsstofum, apótekum. snyrtiv. verslunum og öllum heilsubúðum utan Reykjavíkur. Banana Boat E-gel fæsf líka hjá Samtökum psoriasrs-og exemsjúklinga. Heilsuval - Barónsstig 20 v 562 6275 - kjarni málsins! Morgunblaðið/Kristján r'A'Á B Sf/j® IHIP '7 ■ - |É|||gjg • ' •' ‘y' wmjm. Ét'V: \ ■ .^##***#* % K & ,T>. ' 1 V J Nýbygging Menntaskólans Bæjarráð útvegar fé BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur samþykkt að útvega bygginga- nefnd Menntaskólans á Akureyri rúmlega 30 milljónir króna svo ljúka megi framkvæmdum við ný- byggingu skólans. Bygginganefnd sendi bæjarráði bréf nýlega þar sem greint er frá því að 5-6 milljónir króna vanti umfram fjárveitingar til að unnt verði að ljúka nýbyggingunni á þessu ári. Þá er óskað eftir heim- ild til að kaupa nauðsynlegan bún- að svo kennsla geti farið fram í húsinu næsta vetur, en áætlað er að hann kosti um 25 milljónir króna. Hornsteinn að nýbyggingunni Hólum verður lagður á þjóðhá- tíðardaginn, 17. júní, en þann dag verða brautskráðir 119 stúdentar frá skólanum. Eins árs afmæli Antik- búðarinnar EIGENDUR Antikbúðarinnar á Hólabraut 13 halda upp á eins árs afmæli verslunarinnar um þessar mundir. Af því tilefni verður boðinn 30% afsláttur af myndum og málverkum í dag og á laugardag verður boðinn 20% afsláttur af húsgögnum. Eftir helgi, 18. júní, verður afsláttur veittur af kert- um og reykelsum og á miðviku- dag af speglum. Alla dagana verður í gangi svonefndur af- mælispottur, sem dregið verður úr næstkomandi miðvikudag. Áhersla er lögð á antikhús- gögn í versluninni, spegla, kert- astjaka, kerti og reykelsi. List- munir eftir Elísabetu Magnús- (lóttur leirlistakonu og Iðunni Ágústsdóttur fást einnig í versl- uninni. Þá tekur verslunin einnig muni og listaverk í umboðssölu. Stjórn Norræna menningarmálasjóðsins Fé úthlutað til menningarmála STJÓRN Norræna menningar- málasjóðsins hélt fund á Hótel KEA í gær, en honum lýkur í dag, föstudag. Stjórn sjóðsins úthlutar árlega um 25 milljónum danskra króna og kemur hún saman fjórum sinn- um á ári tii að úthluta fénu, en gífurlegur fjöldi umsókna berst sjóðnum árlega að sögn Valgerðar Sverrisdóttur fyrrverandi for- manns stjórnar sjóðsins. Alls sitja 11 manns í stjórninni. Móttaka í Listasafninu Akureyrarbær bauð stjórn sjóðsins til mótttöku í Listasafninu á Akureyri í gær, Þórarinn E. Sveinsson forseti bæjarstjórnar Akureyrar ræðir hér við Vaigerði Sverrisdóttur sem var formaður sjóðsins í fyrra og nýjan formann Riittu Saastamoinen frá Finniandi. Morgunblaðið/Kristján I I I ) > í > > I í > I > i I 1 I I L I r i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.