Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ - FRÉTTIR Formaður Al|)ýðubandalagsins vill að stjórnarandstöðuflokkar ræði aukið samstarf flokkanna Þjóðvaki og- Kvenna- listi tilbúnir í viðræður MARGRÉT Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalagsins, hefur bréflega farið þess á leit við for- menn Alþýðuflokks og Þjóðvaka og formann þingflokks Samtaka um kvennalista að tilnefndir verði fulltrúar stjómarandstöðuflokk- anna í viðræðunefnd um aukið samstarf flokkanna á vettvangi kjarabaráttu, sveitarstjórna og landsmála. Margrét segir í bréfínu að gott samstarf hafi tekist með flokkun- um á síðasta þingi og það gefi tilefni til að kanna með hvaða hætti haga skuli samstarfi í fram- tíðinni. Með þessu vilji hún fylgja eftir samþykktum landsfundar Alþýðubandalagsins þar sem hvatt hafi verið til frekara samstarfs. Jóhanna Sigurðardóttir formað- ur Þjóðvaka og Guðný Guðbjörns- dóttir formaður þingflokks Sam- taka um kvennalista segja ekkert vera því til fyrirstöðu að hefja við- ræður við aðra stjórnarandstöðu- flokka um samstarf. Þær segja þó fullsnemmt að segja til um hvert slíkar viðræður muni leiða flokkana. Bréfið hefur lítillega verið rætt í þingflokki Kvennalistans og á þeim fundi var ákveðið að senda það framkvæmdaráði samtakanna til umsagnar. Málið hefur ekki verið tekið fyrir í þingflokkum Alþýðuflokks og Þjóðvaka. Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins vildi ekki tjá sig um efni bréfsins fyrr en það hefði verið tekið fyrir á þingflokksfundi. Þjóðvaki vill ganga lengra „Það fer enginn í grafgötur um vilja Þjóðvakafólks til þess að efna til samfylkingar jafnaðarmanna og það kom skýrt fram á lands- fundi okkar nýverið. Öll skref sem stigin eru í þá átt eru skref til framfara,“ sagði Jóhanna Sigurð- ardóttir. Jóhanna bendir á að í bréfinu sé eingöngu rætt um samstarf en ekki sameiningu. Hún telur ómögulegt að segja til um hvert þær viðræður, sem formaður Al- þýðubandalagsins hefur boðað, muni leiða flokkana. „Við vitum enn ekki að hveiju er stefnt með þessum viðræðum en það er engin ástæða til að úti- loka samtök okkar frá viðræðun- um að óreyndu," sagði Guðný Guðbjörnsdóttir. Besta byrj- un í Langá í 20 ár LAXVEIÐI hófst á miðsvæð- um Langár á Mýrum síðdegis í gær og urðu menn mikið varir við lax þótt aðeins tveir veiddust, 10 og 13 punda. Ingvi Hrafn Jónsson, einn leigutaka Langár, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær- kvöldi að hann myndi ekki eftir að hafa séð jafn mikið af laxi svo snemma sumars. „Menn lögðu upp með hefð- bundinn júníútbúnað, en lax- inn var ekki til viðtals fyrr en menn köstuðu smáum flugum, nr. 10 og 12,“ sagði Ingvi Hrafn. Hann hafði það einnig eftir veiðimönnum á neðstu svæðunum að „bullandi göng- ur“ væru í ánni og þar væri talað um bestu byrjun í Langá í 20 ár. Vinnuslys í Þör- ungaverksmiðjunni Grófst und- ir þangi MAÐUR um fertugt slasaðist tals- vert í Þörungaverksmiðjunni á Reyk- hólum um klukkan hálfellefu í gær- morgun, þegar innihald um tveggja og hálfs tonna þungs þangpoka hvolfdist yfir hann. Til að losa úr netpokunum í flutn- ingavagna er togað í hnúta á þeim, en fyrir kemur að þeir gefi ekki eft- ir og verði þá að skera á línuna að sögn Bjarna Halldórssonar fram- kvæmdastjóra verksmiðjunnar. Fékk yfir 2 tonn yfir sig „Maðurinn hljóp inn í til að losa línuna sem festist, og umsvifalaust fór úr netpokanum yfir manninn og samstarfsmann hans, með þeim af- leiðingum að hann grófst undir þang- inu, en það var blautt og þungt í því. Hinn maðurinn slapp ómeiddur fyrir utan smá tognun,“ segir hann. Maðurinn lærbrotnaði en virðist að öðru leyti hafa sloppið betur en við mátti búast í fyrstu samkvæmt upplýsingum frá Borgarspítala. Hann var fluttur með þyrlu Land- helgisgæslunnar á Borgarspítala og var gripið til þess ráðs þar sem ekki var hægt að fá sjúkraflugvél að sögn Bjarna. Aðpurður um öryggisráðstafanir í kjölfar slyssins, segir Bjami að Þör- ungaverksmiðjan sé undir ströngu öryggiseftirliti og Ijóst sé að slys af þessu tagi leiði til þess að úrbætur verði gerðar, til að reyna að fyrir- byggja að slíkt endurtaki sig. Brúar- framkvæmdir að hefjast FRAMKVÆMDIR við þverun Gils- fjarðar ganga nokkurn veginn eftir áætlun. Vegurinn er kominn 800 metra út í fjörðinn að sunnan- verðu og verður ekki meira gert þar í sumar, að sögn Björns Inga Sveinssonar verkfræðings hjá Klæðningu hf. sem er verktaki við framkvæmdirnar. Að sunnan- verðu er búið að fylla upp svæðið þar sem brúin verður byggð og hefst brúarsmíðin í næstu viku. Búið er að flylja steypustyrktar- járn á brúarstæðið eins og sést á myndinni. Sement, möl og annað efni er einnig komið á svæðið. Björn Ingi segir að áfram verði haldið við sprengingar og að keyra grjótvörn utan á veginn sem búið er að leggja. Einnig verði unnið við veginn upp túnið og að núverandi þjóðvegi í Saurbænum. Kosninga- skrifetofa Upplýsingar um forseta- kosningarnar eru gefnar á kosningaskrifstofunni í Borgartúni 20 og í síma 588 6688 Upplýsingar um kjörskrá og atkvæðagreiðslu utan kjörfundar eru gefnar í síma 553 3209 Pétur Haístein ■traustsins verður Morgunblaðið/RAX * Arsreikningar Reykjavíkur- borgar lagðir fram í borgarstjórn Skuldir jukust um 1.504 millj- ónir króna PENINGALEG staða borgarsjóðs Reykjavíkur versnaði um 1.115 milljónir króna á árinu 1995 og skuldir jukust um 1.504 milljónir. Ársreikningar Reykjavíkurborgar fyrir árið 1995 voru teknir til fyrri umræðu á fundi borgarstjórnar í gær. Á fundinum var kosið í ýmis embætti og m.a. var Guðrún Ág- ústsdóttir endurkjörin forseti borg- arstjórnar til eins árs. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri gerði grein fyrir helstu niðurstöðum ársreikninganna. Pen- ingaleg staða, þ.e. skuldir umfram peningalegar eignir, var í árslok neikvæð um tæpa 9,9 milljarða og versnaði um 1.115 mkr. á árinu. Peningalegar eignir jukust um 389 milljónir króna sem koma á móti skuldaaukningu upp á 1.504 millj- ónir. Hún gat þess til samanburðar að peningaleg staða hefði versnað um 3,3 milljarða króna árið 1994 og 2,8 milljarða árið 1993. Veltu- fjárhlutfall jókst úr 0,5% árið 1994 í 0,62% árið 1995. Vextir og vaxtagjöld Iækkuðu Borgarstjóri vakti athygli á að vegna skuldbreytinga hefðu vextir á skammtímaskuldum lækkað um 60 milljónir króna milli ára og af sömu ástæðu hafi vaxtagjöld í heildina orðið 86 milljónum króna lægri árið 1995 en áætlað var í fyár- hagsáætlun. Nettóskuldaaukning á íbúa hefði lækkað úr 32 þúsundum króna árið 1994 í 10 þúsund krónur árið 1995. Borgarstjóri sagði að peningalegar eignir á íbúa hefðu hækkað úr 36 í 39 þúsundir króna, heildarskuidaaukning á íbúa hefði lækkað úr 26 í 13 þúsund krónur og ráðstöfun umfram tekjur ársins á íbúa hefði lækkað úr 32 í 19 þúsund krónur. Til skýringar á 1.504 milljóna króna skuldaaukningu sagði borg- arstjóri að raunbreyting peninga- legrar stöðu næmi 852 milljónum króna, 263 mkr. væru vegna verð- breytinga árið 1995 og 389 milljón- ir króna vegna aukningar óinn- leystra tekna í árslok. Þær eru að stærstum hluta telq'ur vegna des- ember sem greiðast ekki inn í borg- arsjóð fyrr en í janúar 1996. Ingibjörg Sólrún sagði að í árs- reikningum kæmu fram ýmis bata- merki í rekstri borgarsjóðs, t.d. hefði rekstur málaflokka lækkað úr 9,6 milljörðum króna árið 1994 í 9,1 milljarð árið 1995. Hins vegar væri þyngd greiðslubyrði lána úr 31 mkr. árið 1991 í 452 mkr. árið 1994 og í 1.260 mkr. árið 1995 afleiðing þeirrar skuldaaukningu sem átt hefði sér stað á síðasta kjörtímabili. Hún sagði mjög brýnt að draga úr skuldaaukningu og væri það stefna borgarstjórnar und- ir forystu R-listans að snúa þeirri þróun við. Fyrsta fjárhagsáætlun fær falleinkunn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, kvaddi sér hljóðs að loknum skýr- ingum borgarstjóra á ársreikning- um og sagði augljóst þegar árs- reikningar væru komnir fram að fjárhagsáætlun meirihlutans fengi falleinkunn. Hann nefndi þar fyrst að áform sérstakrar spamaðar- nefndar hefðu ekki gengið eftir en hún fékk það verkefni að ná spam- aði upp á 260 milljónir króna. Áætlanir um 185 milljóna króna skuldaaukningu hafi algjörlega brostið, enda sé niðurstaðan 1.504 milljóna króna skuldaaukning eða 3.1 milljón króna á hveijum degi ársins. Þetta hafí gerst á sama tíma og skatttekjur borgarsjóðs hafi aukist um 200-300 milljónir umfram fjár- hagsáætlun og þrátt fyrir holræsa- gjaldið sem lagt var á árið 1995 og nam 560 milijónum króna. Auk þess hafi arðgreiðslur fyrirtækja borgarinnar aukist um 580 mkr. á árinu 1995 frá því sem þær voru árið 1994. „Ef ekki hefðu komið til þessar auknu álagningar, hefðu skuldir borgarsjóðs aukist um tæp- lega 2,3 milljarða króna eða um 6.2 milljónir króna á hveijum degi ársins. Þegar ég segi þetta þá gef ég mér að framkvæmdir árið 1995 og rekstrargjöld hefðu orðið þau sömu,“ sagði Vilhjálmur. Borgarstjórn samþykkti að vísa ársreikningum til síðari umræðu á næsta fundi borgarstjórnar. I > i \ I I i \ l I I L fi I l { I i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.