Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ERU ÞEIR AÐ FA’ANN? Lax í Ytri-Rangá - selur í Hítará ÞRÍR vænir laxar veiddust í Ytri- Rangá í gærmorgun er áin var opnuð. A sama tíma veiddist enginn lax í Eystri-Rangá, en veiðimenn urðu þó laxa varir og ein 7 punda bleikja féil í valinn. Á sama tíma gengu glaðbeittir veiðimenn út úr húsi vestur við Hítará á Mýrum til að opna þá fornfrægu á, en horfð- ust í augun við sel í Húshyinum. Eins og við var að búast var veiði engin. Haraldur Eiríksson ráðsmaður í Lundi, veiðihúsinu við Hítará, sagði í samtali við Morgunblaðið, að set- ið hefði verið um selinn þá um morguninn og eftir talsverðan elt- ingarleik var það mál viðstaddra að selurinn væri sloppinn. „Hans varð fyrst vart á sunnu- daginn, er börn á Brúarfossi sáu tii hans. Þeim var rétt mátulega trúað. Fyrir helgina var lokið miki- um endurbótum á veiðihúsinu og árnefndin var þá að gera klárt fyr- ir vertíðina. Það má því ætla að menn hefðu orðið selsins varir ef hann hefði verið kominn, hann hef- ur því trúlega verið að renna sér þarna upp síðla á sunnudag og síð- an haldið til á þessum slóðum. Það var svo ekki farið niður að á fyrr en í morgun til að veiða og þá gengu menn beint í flasið á hon- um,“ sagði Haraldur í gærdag. Taldi Haraldur að 10-12 kíló- metrar væru til sjávar frá Húshyl þar sem selurinn hélt til og ljóst að hann hefði elt lax eða sjóbleikju upp ána. Taldi Haraldur einnig að selurinn væri ungur að árum, stærðin benti til þess. Þrír laxar, 10, 11 og 13 punda, veiddust í Ytri-Rangá fyrir hádegi Morgunblaðið/gg ÓÐINN Helgi Jónsson með fyrsta lax sumarsins úr Ytri- Rangá, 13 punda hrygnu úr Svartastokki á Colly Dog- túbuflugu. í gær er áin var opnuð fyrir stanga- veiði. Að sögn Þrastar Elliðasonar leigutaka eru menn sáttir við það, það væri jafn mikið og veiddist allan fyrsta daginn í fyrra. „Við erum hins vegar búnir að sjá það mikið af fiski síðustu daga að við væntum þess að aflinn yrði meiri. Svo undarlega bar til, að við sáum lítið annað en það sem við veiddum og þeir fiskar veiddust allir á óvenjulegum veiðistöðum. Það merkilega var kannski að ég sá tvo laxa í stiganum í Árbæjarfossi, lax- ar á leið á urriðasvæðið. Það hefur aldrei gerst svo snemma sumars," bætti Þröstur við. Veiðidagur fjölskyldunnar Veiðidagur Ijölskyldunnar verð- ur haldinn næst komandi sunnu- dag, 23. júní, á vegum Ferðaþjón- ustu bænda, Landssambands veiði- félaga, Landssambands stanga- veiðifélaga og Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins. Hefur uppákoman verið árviss síðustu árin og skipar nú veglegan sess í hugum íjöl- margra veiðimanna að sögn Jóns G. Baldvinssonar formanns LS. Víða um land munu umrædd sam- bönd og samtök bjóða upp á ókeyp- is veiði fyrir alla sem kæra sig um. Ókeypis veiði á vegum Ferða- þjónustu bænda verður í Meðal- fellsvatni í Kjós, Haukadalsvatni, Hnausatjörn í Húnaþingi, Höfða- vatni, Vestmannsvatni, Urriðavatni í Fellum, Langavatni á Héraði, Víkurflóði við Klaustur, Höfða- brekkutjörnum, Heiðarvatni í Mýrdal og Hestvatni. Á vegum stangaveiðifélaga verða eftirtalin vötn opin öllum á sunnudag: Elliða- vatn, Kleifarvatn, Þingvallavatn fyrir landi þjóðgarðsins, vötn í Svínadal, Geitabergsvatn, Þóris- staðavatn og Eyrarvatn, Langa- vatn á Mýrum, Hítarvatn, Langa- vatn í Laxárdal, Vesturós Héraðs- vatna og Laxárvatn á Ásum. Salmonellusýkingin á Landspítala Trygginga- félag greið- ir skaðann SAMKOMULAG hefur tekist milli Ríkisspítalanna og tryggingafélags Samsölubakarís hf., Sjóvár- Almennra, um að Ríkisspítalar fái greiddar um 8 milljónir króna vegna kostnaðar sem hlaust af því að salmonellusýking sem rakin var til rjómabolla frá bakaríinu kom upp á Landspítalanum í vetur. Málið fer því ekki fyrir dómstóla. Að sögn Péturs Jónssonar, fram- kvæmdastjóra stjórnunarsviðs Rík- isspítalanna, geta til viðbótar komið kröfur um bætur frá einstaklingum sem smituðust af salmonellu á spít- alanum, og hefur þegar komið ein slík krafa frá starfsmanni spítal- ans. Á annað hundrað manns smit- uðust af salmonellu sem rakin var til ijómabollanna. Pétur sagði að ekki væri ljóst hvort kröfur frá einstaklingum færu í gegnum Ríkisspítalana eða hvort viðkomandi snéru sér beint til tryggingafélagsins. Stakfell Lögfræðingur Þórhildur Sandholt Fasteignasala Sudurlandsbraut 6 568-7633 if Sölumenn Gísli Sigurbjörnsson Sigurbjörn Þorbergsson Einbýli VAÐLASEL Fallegt og vel staðsett 215 fm einbýlishús. Fallegur garður með heitum potti. Inn- byggður bilskúr. Möguleg skipti á raðhúsi í sama hverfi. Góð eign. Verð 16,8 millj. STIGAHLÍÐ - EINBÝLI Til sölu nýtt og glæsilegt einbýli byggt 1990. Húsið er á tveimur hæðum með stórum innbyggðum bílskúr. Húsið er allt fullbúið með vönduðum innréttingum og fullfrágenginni lóð. Teikningar á skrifstofu. BREIÐAGERÐI Fallegt vandað einbýli 120 fm ásamt 24,5 fm bílskúr á góðum stað í Smáíbúðahverf- inu. Steinsteypt hús með 4 svefnherbergj- um og fallegum garði. Laust. SOGAVEGUR Notalegt 129 fm einbýlishús á tveimur hæðum. Hentar vel fámennri fjölskyldu. Góðar stofur. 2-3 herbergi. Fallegur garð- ur. Verð 10,0 millj. Hæöir SAFAMÝRI - SÉRHÆÐ Ljómandi falleg 135 fm sérhæð í þríbýlis- húsi. 3-4 svefnherb., góðar stofur. Allt nýtt á baði. Nýlegar innréttingar í eldhúsi. Bíl- skúr 25 fm. Verð 11,9 millj. ÁLFHÓLSVEGUR Góð neðri sérhæð 143 fm með innbyggð- um bílskúr á jarðhæð. Góðar stofur og 4 svefnherbergi. Fallegt útsýni. Skipti möguleg á ódýrari. Verð 10,8 millj. 4ra-5 herb. ÞINGHOLTSSTRÆTI Séríbúð í kjallara 102 fm. ibúð með 3 svefnherbergjum og stofu. Nýtt eldhús. Eign í nágrenni miðborgarinnar. Getur losnað fljótt. Áhvilandi byggingarsjóðs- lán 3.120 þús. Verð 7,5 millj. HÁAGERÐI Lítil 4ra herbergja séríbúð á neðri hæð í raðhúsi með útgangi í garð í suður. Mjög góð áhvílandi lán, megnið af söluverði. Losnar flótlega. TJARNARBÓL - SELTJ. Gullfalleg 115 fm íb. á 3. hæð í fjölbýli. All- ar innréttingar nýlegar úr Ijósu beyki. Parket á gólfum. Tvennar svalir. KLEPPSVEGUR Vel skipulögð 4ra herbergja endaibúð á 3. hæð í fjölbýli sem stendur næst nýbygg- ingunum við DAS. Möguleg skipti á 2ja herbergja íbúð í Reykjavík eða á Ákranesi. Verð 6,5 millj. ENGJASEL Mjög góð 4ra herbergja ibúð 99 fm á 1. hæð ásamt stæði í bílskýli. Nýleg eld- húsinnrétting. Suðursvalir. Áhvílandi 1,9 millj. Ibúðin fæst á góðu verði, 7,0 millj. HRAUNBÆR Falleg 114 fm íbúö á 1. hæð í nýviögerðu húsi. Tvennar svalir. Gestasnyrting. Vel skipulögð og vel umgengin íbúð. Verð 7,9 millj. ÁLFHEIMAR Ljómandi falleg 118,2 fm íbúð á 4. haeð. Parket á gólfum. Aukaherb. I kjallara. Ut- sýni. Skipti á sérbýli allt að 12,0 millj. möguleg. Verð 8,2 millj. LAUGARNESVEGUR Stór og falleg endaibúð í vestur á 3. hæð. I Ibúðinni sem er 118 fm eru 4 góð svefn- herbergi. Rúmgott eldhús. Góð stofa. Baðherbergi og gestasnyrting. Stórar vestursvalir. Gott útsýni. Lán fylgja um 4,0 millj. Verð 7.950 þús. 3ja herb. MIÐSVÆÐIS í BORGINNI Mjög sérstök risibúð skráð 88,2 fm. Stór stofa - borðstofa með suðursvölum. Rúmgott eldhús með borðkrók og þvotta- húsi innaf. Tvö góð svefnherbergi. Fal- legt flísalagt baðherbergi. Ibúðin er mikið viðarklædd með Ijósum viði og allar inn- réttingar mjög fallegar. Sér bílastæði. LJÓSHEIMAR Falleg 85 fm íbúð á 2. hæð í sex íbúða húsi sem er nýviðgert og málað. Laus. Verð 7,2 millj. HRÍSMÓAR - GBÆ Falleg 82 fm íb. á 3. hæð. Parket og rúm- góðar suðursv. Bílskýli. HAMRAHLÍÐ 3ja herb. ibúð 74,1 fm á 1. hæð í fjölbýli. Skipti möguleg á stærri eign miðsvæðis. Áhvílandi húsbréf 3.670 þús. Verð 6,7 millj. UGLUHÓLAR Falleg og vel með farin endaíb. á 2. hæð í þriggja hæða fjölbýli. Góðar innr. Fal- legt útsýni. Getur losnað fljótl. Góð íbúð á fínu verði, 5.750 þúsund. TRÖNUHJALLI - KÓP. Gullfalleg og sem ný 92 fm íbúð á 2. hæð. Suðursvalir. Fallegt útsýni. Mjög góð eign á fallegum stað. HRAUNBÆR 3ja herb. íb. á 3. hæð í fjölbýli. Á íb. hvíla 3,6 millj. í góðu gömlu byggsjlánunum, greiðslubyrði 18 þús. á mán. Laus. Verð 6,2 millj. ÞVERHOLT - MOS. Stór, biört og falleg 114 fm Ib. I hjarta bæj- arins. Ib. er í nýl. fjölbh. Áhv. góð bygg- sjlán 5.142 þús. Verð 8,5 millj. HÁTÚN - LYFTUHÚS Góð 83 fm 3ja-4ra herbergja (b. á 3. hæð í lyftuhúsi. 2ja herbergja MIÐHÚS - í PARHÚSI Lítið sérbýli I parhúsi 69,9 fm. Ný íbúð með góðum innréttingum. Stofa og her- bergi. Góð lóð. Gott útsýni. Góð íbúð sem hentar fyrir fámenna fjölskyldu. Áhvílandi húsbréfalán 4,5 millj. Verð 7,0 millj. Páll Pétursson félagsmálaráðherra um málefni einhverfra Urbóta í fyrsta lagi að vænta á næsta fjárlagaári PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra segir að það sé á misskilningi byggt sem fram komi í ályktun Umsjónarfélags einhverfra þar sem skorað er á félagsmálaráðherra að hefjast strax handa um að bæta aðstöðu einhverfra. í ályktuninni sem birtist í Morgunblaðinu í gær er furðu lýst á því að skýrsla nefnd- ar á vegum félagsmálaráðuneytis- ins um framtíðarskipulag á þjón- ustu fyrir einhverfa hafi verið send til nýskipaðrar nefndar sem á að endurskoða lög um málefni fatl- aðra, en með því sé verið að fresta úrbótum um ófyrirsjáanlegan tíma. „Þegar gengið var frá fjárlögum þessa árs var ekki tekið inn í þau viðbótarkostnaður sem gert er ráð fyrir í þessari skýrslu og það verður auðvitað ekki farið í gang með verk- efni nema peningar séu til fyrir þeim. Það er í fyrsta lagi á fjárlög- um næsta árs sem hægt er að verða við því sem lagt er til í skýrslunni. Sama gildir um þessa endurskoðun á málefnum fatlaðra, en væntan- lega verður búið að samþykkja breytingar á lögunum um málefni fatlaðra fyrir næstu áramót,“ sagði Páll í samtali við Morgunblaðið. Búsetumál einhverfra í ólestri I ályktun Umsjónarfélags ein- hverfra segir að búsetumál ein- hverfra séu í ólestri og knýjandi þörf sé á að stofnað verði meðferð- arheimili fyrir einhverfa hið fyrsta. Páll segir nauðsyn að setja upp eitt- hvert búsetuúrræði fyrir einhverfa og verið sé að vinna að því máli. „Rekstur á slíku heimili myndi kosta 20-22 milljónir á ári og gert er ráð fyrir að stofnkostnaður sé rúmlega 30 milljónir. Við erum að vísu að leita að ódýrari kosti varð- andi stofnkostnaðinn og eru uppi vissar hugmyndir um það. Það eru auðvitað peningarnir sem stoppa þetta svolítið af, en við getum ekki farið að ráðast f rekstur sem við höfum ekki fjármuni fyrir,“ sagði Páll. Hann sagði að viðræður ættu sér nú stað milli félagsmálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis og mennta- málaráðuneytis um málefni sem varða einhverfa sem tilheyra þess- um ráðuneytum. Meðferðarúrræðin tilheyrðu heilbrigðisráðuneyti, bú- setuúrræðin félagsmálaráðuneyti og það sem lýtur að menntuninni falli undir menntamálaráðuneyti. „Það eru í gangi viðræður milli ráðuneytanna um framtíðarskipu- lag í þessum málum. Það er óljóst um sum verkefnin hvort þau til- heyra okkur eða heilbrigðisráðu- neytinu og eru því á gráu svæði, og menn verða einfaldlega að fá niðurstöðu í því hvernig það verður unnið. Við getum auðvitað ekki farið að taka við verkefnum frá heilbrigðisráðuneytinu á miðju fjár- lagaári nema þá að fá fjármuni tii þess að klára árið,“ sagði Páll. Morgunblaðið/Golli 'ÉHtT— siomstit itst fg W FASTEIGNAMIÐSTOÐIN P \W SKiPKQLTI 508 - SÍMI 562 20 30 - FAX 562 22 00 Jörðin Norður-Nýibær, Rang. 10438 Til sölu er jöröin Noröur-Nýibær í Djúpárhreppi. Á jöröinni hefur verið stunduö kartöflurækt og einnig rekið svínabú. íbúöarhús frá 1977. Kartöflugeymsla 360 fm (sem gefur ýmsa möguleika). Einnig svínahús fyrir 30 gyltur. Landstærö um 200 hektarar. Jöröin selst án bústofns og véla. Óskað er eftir tilboðum og skal þeim skilað til FM fyrir 28. júní. Varasöm göngugrind AÐALSKOÐUN hf. hefur borist ábending erlendis frá um að göngu- grind eins og sést á myndinni gæti verið hættuleg smábörnum. Þess eru dæmi að smáhlutir á slíkum grindum hafi losnað og staðið í ungum bömum. Sala á vömnni hefur verið stöðvuð og fyrir liggur að innkalla þær göngugrindur sem þegar hafa verið seldar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.