Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Landsbankinn reiðubúinn að aðstoða við sameiningu sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörðum v 'IÐRÆÐUR og þreifingar um sameiningu sjávarútvegsfyrir- tækja í tveimur blokkum á norð- anverðum Vestijörðum ganga eftir áætlun, eftir því sem næst verður koinist. Stjórnendur Frosta hf. í Súðavík og íshúsfélags ísfirðinga hf. segja að við- ræður þeirra gangi vel og gera ráð fyrir niðurstöðu um eða fljótlega eftir næstu mánaðamót. Viðræður eigenda rækjuverk- smiðjanna Básafells hf. og Rits hf. á ísafirði,_ útgerðarfyrirtækjanna Togaraút- gerðar ísafjarðar hf. og Sléttaness hf. á Þingeyri og fiskvinnslunnar Fáfnis hf. á Þingeyri eru skemmra á veg komnar en viðmælendur vonast eftir að skriður kom- ist á þær næstu daga. Finna rekstrargrundvöll „Þetta er í góðum farvegi hjá okkur,“ segir Auðunn Karlsson stjórnarformaður Frosta hf. um viðræðurnar við Ishúsfélag- ið. Hann segir að vinnan hingað til hafi beinst að því að finna sem bestan rekstrar- grundvöll fyrir nýja fyrirtækið. Benedikt Jóhannesson hjá Talnakönnun hf. er með- al ráðgjafa við þessa vinnu. Erfiðleikar bolfiskvinnslunnar, sem er uppistaðan í vinnslunni hjá íshúsfélaginu, stuðluðu að því að viðræðurnar hófust. Taprekstur frystingarinnar er jafnframt eitt erfíðasta málið við sameiningu. Ekki er áhugi á því í Súðavík að nota þann hagnað sem nú er af rækjuvinnslunni til að greiða tap af bolfiskvinnslu á Ísafirði, þó áhugi sé á því að hafa rekstur í báðum greinum til þess að minnka sveiflurnar. Auðunn Karlsson vill ekki gera mikið úr þessu, segir að stjómendur fyrirtækjanna séu að reyna að finna nýjar leiðir í þessum rekstri og er þokkalega bjartsýnn á að það takist. Erfiðleikar knýja á Litlar fréttir er að hafa af viðræðum ESSO-hópsins, hjá rækjufyrirtækjunum á ísafirði og Þingeyrarfyrirtækjunum. Sumum viðmælendum finnst hægt ganga. Málið hefur verið unnið áfram og vonast Gunnar Birgisson vipskiptafræðingur hjá Vátryggingafélagi ísiands til að hægt verði að hefja formlegar viðræður á næst- unni og ljúka þeim í byijun næsta mánað- ar. Olíufélagið hf. (ESSO), VÍS og ís- lenskar sjávarafurðir hf, hafa unnið að málinu. Til þess að af sameiningu verði þarf að tryggja samþykki eigenda sem hafa 67% hlutafjár í hveiju félagi á bak við sig. Virðist það hafa tekist, þó menn séu mis- trúaðir á að sameining með Fáfni innan- borðs gangi. Eigendur Básafells vilja vera með og stjórn Togaraútgerðar ísafjarðar hf. hefur samþykkt þátttöku í viðræðun- um. Básafell hefur boðið í öll hlutabréfin í Rit hf., með það fyrir augum að taka félagið með sér inn í hið sameinaða fyrir- tæki, að sögn Arnars Kristinssonar fram- kvæmdastjóra. Hefur Básafell fengið já- kvæð svör frá eigendum 68% hlutafjár en íshúsfélag ísfirðinga, sem á 26%, hef- ur ekki svarað tilboðinu enn sem komið Tímapressa á ESSO-hópnum Landsbankinn hefur lýst sig reiðubúinn til að aðstoða þau vestfírsku sjávarútvegsfyrír- tæki sem nú ræða saman ef það mætti verða til þess að þau sameinuðust. Viðræðurnar á milli ísagarðar og Súðavíkur ganga eftir áætlun og ESSO-hópurinn á Þingeyri og ísafirði er í mikilli tímapressu vegna rekstrarerfiðleika sumra fyrirtækjanna. í grein Helga Bjamasonar kemur fram að búist er við því að línur skýrist í byrjun næsta mánaðar. Erfiðleikar knýja á um sameiningu er. Vonast er til þess að kaupin leysi ein- hveija hnúta í sameiningarferlinu. Arki- tektar sameiningar hafa fullt vald á Þing- eyrarfyrirtækjunum. Þó sameining verði ákveðin tekur nokkra mánuði að koma fram formsatrið- um, svo sem auglýsingum í Lögbirtingar- blaði og fleiru og gæti nýja fyrirtækið því varla tekið til starfa fyrr en í septem- ber. Ljóst er að erfiðleikar sumra fyrirtækj- anna knýja mjög á um að verkinu verði hraðað. Fáfnir á Þingeyri á í miklum rekstrarerfiðleikum. Ritur hf. er sömuleið- is illa staddur. íslandsbanki hefur þrengt mjög að afurðalánamöguleikum hans, samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins, og krafist lækkunar iánanna. Sameiningarsinnar vonast til þess að með kaupum _________ Básafells á Rit verði hægt að reka það með óbreyttu sniði fram að sameiningu. Byggðastofnun lán- aði Fáfni 10 milljónir á dögunum til að reyna að fleyta fyrirtækinu fram að sam- einingu, en ljóst virðist að sú fyrirgre- iðsla hefur dugað skammt. Velvilji stjórnvalda Einar Kristinn Guðfinnsson, fyrsti þing- maður Vestfirðinga og stjórnarmaður í Byggðastofnun, segir að vilji sé til þess hjá stjórnvöldum að greiða fyrir því að rekstri verði haldið áfram á Þingeyri. Bendir hann á að mikið sé í húfi, þar sem atvinnulífið á staðnum byggist á Fáfni og Sléttanesi. Engin ákvörðun hafi hins vegar verið tekin. í fyrri grein um þetta mál kom fram að fyrirgreiðsla stjórnvalda til að rétta Fáfni af væri forsenda þess að hin fyrir- tækin gætu tekið hann inn í sameining- una. Byggðastofnun hefur ekki treyst sér til að veita Fáfni frekari fyrirgreiðslu nema sýnt verði fram á stöðvun taprekstrar og ljóst er að erfitt er að bæta reksturinn meira en þegar hefur verið gert nema með sameiningu við önnur fyrirtæki. Rætt hef- ur verið um að ríkið komi inn í dæmið með því að veita víkjandi lán, svipað og Vestfjarðaaðstoðin byggðist á. Hins vegar má velta því fyrir-sér hvort þeim ------ opinberu íjármunum sem þannig kynni að verða veitt til Þingeyrar er betur varið með því að bæta fyrir gamlar syndir núverandi _____ fyrirtækis eða sem framlag í uppbyggingu nýs atvinnufyrirtækis á svæðinu. Embættismenn og stjórnmála- menn standa frammi fyrir því að svara þessari samviskuspurningu. Norðurtanginn ekki með Hraðfrystihúsið Norðurtanginn hf. á ísafirði hefur staðið utan við sameiningar- viðræðurnar í þessari lotu. Talið er að fé- lagið eigi í erfiðleikum, þar sem til viðbót- ar við almenna erfiðleika í bolfiskvinnslu hefur það orðið fyrir þungu höggi vegna vélabilana í frystitogaranum Orra, sem Lánastofnanir fylgjast með gangi mála hefur verið frá veiðum vikum og mánuðum saman. Norðurtanginn á hlutafé í ýmsum félögum með íshúsfélaginu og Frosta hf. og er í SH eins og þau og virðist því passa betur inn í þá sameiningu en ESSO-hóp- inn. Vitað er um áhuga í bankastofnunum að Norðurtanginn og Fiskiðjan Freyja á Suðureyri, sem Norðurtanginn og Frosti eiga að mestu leyti, gangi á einhveiju stigi inn í viðræðurnar. Auðunn Karlsson og Magnús Reynir Guðmundsson stjórnarformaður íshúsfé- lagsins segjast ekki hafa fengið beinar óskir um þetta efni. Magnús Reynir segir að eigendur fyrirtækjanna hafi í upphafi ákveðið að reyna til þrautar að ná saman um sameiningu þessara tveggja fyrir- tækja. Ef það gangi gæti komið til greina að víkka hópinn út síðar. Halldór Guð- bjarnason, bankastjóri Landsbanka ís- lands, segist ekkert geta sagt um málið þegar hann er spurður hvort bankinn hafi áhuga á að Norðurtanginn komi inn í við- ræðurnar. Landsbankinn tilbúinn Bankar og sjóðir hafa fylgst með sam- einingarþreifingunum fyrir vestan. Þannig hafa Byggðastofnun og fleiri lánardrottnar ráðið rekstrarráðgjafa_ til að aðstoða við sameininguna á milli ísafjarðar og Þing- eyrar. Landsbanki íslands hefur einnig fylgst með málum á báðum vígstöðvum og Jakob Bjarnason framkvæmdastjóri Hamla hf., eignarhaldsfélags Landsbank- ans, fór vestur á dögunum til að ræða við forsvarsmenn ýmissa fyrirtækja. Auðunn Karlsson segir að eigendur fyrirtækjanna muni að sjálfsögðu ieggja málin fyrir viðskiptabanka sína áður en af sameiningu verður, það sé hins vegar ekki tímabært nú. íshúsfélagið er í við- skiptum við íslandsbanka en Frosti og Norðurtanginn í Landsbankanum eins og fyrirtækin á Þingeyri og Básafell. Halldór Guðbjarnason tekur undir skoðun Auðuns. Segir aðaiatriðið að eigendurnir komi sér saman um grundvöll fyrirtækjanna í fram- tíðinni. Bendir hann á að einingarviðræð- um fyrir vestan frá 1992. Lengi hafi legið fyrir að viðskiptalegar forsendur mæltu með sameiningu. Hins vegar hafi málið ávallt stöðvast á hinum mannlega þætti, eigendur fyrirtækjanna hafi ekki náð sam- an. Segir Halldór að bankinn vilji leggja sitt lóð á vogarskál- arnar þegar þar að komi. Halldór telur ekki tímabært _________ að fjalla um það með hvaða hætti bankinn gæti komið til skjalanna, hvort það yrði með því að breyta skuldum í hlutafé og/eða taka yfir illa nýttar fasteignir eins og hann hefur gert á nokkrum stöðum síðustu árin. Leggur hann áherslu á að bankinn þurfi fyrst og fremst að veija hagsmuni sína, lán sín til fyrirtækjanna. Á ýmsum stöðum hafi ver- ið hægt að gera það með því að hjálpa til við að bjarga illa stöddum fyrirtækjum og byggja þau upp að nýju með þeim hætti sem hér var nefnt, til hagsbóta fyrir „skráða“ eigendur félaganna, starfsfólk þeirra og byggðariögin í heiid. FORSETAKJÖR 1996 fíg ÓLAPUR RAGNAR GRÍMSSON Þorlakshöfn Fundur með Ólafl Ragnari og Guðrúnu Katrínu í Duggunni kl. 10:00 í fyrramálið. Viðræður, ávörp og fyrirspurnir Allir velkomnir! Stuðnlngsfólk Ólafs Ragnars Grímssonar Suðurlandl. Leikfélag Reykjavíkur Brynja fær sex mánaða laun LEIKÉLAG Reykjavíkur hefur fall- ist á að greiða Brynju Benediktsdótt- ur, leikstjóra, sex mánaða laun í fjár- bætur í tengslum við ráðningu nýs leikhússtjóra við Borgarleikhúsið á síðasta ári. Brynja og Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri, leituðu til Skrifstofu jafn- réttismála eftir að Viðar Eggertsson var ráðinn leikhússtjóri Borgarleik- hússins á síðasta ári. Kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði í fram- haldi af því að báðar væru konurnar hæfari umsækjendur til að gegna starfinu en Viðar. Samkomulag náð- ist svo í viðræðum lögfræðings Jafn- réttisráðs og lögfræðings leikhús- ráðs í tengslum við kröfu um fjár- bætur vegna starfsheiðursmissis og starfsmissis. Samkvæmt því felst LR á að greiða Brynju sex mánaða laun. Fyrr í vetur var Viðari vikið úr starfi í Borgarleikhúsinu og tekur Þórhildur við starfinu 1. september. Fullnaðarsigur unninn Brynja lýsti yfir ánægju sinni með samkomulagið í samtali við Morgun- blaðið. „Mér finnst ég hafa unnið fullnaðarsigur og tel málalyktirnar fordæmisgefandi fyrir konur,“ sagði hún og þakkaði árangurinn stuðn- ingi Jafnréttisráðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.