Morgunblaðið - 21.06.1996, Page 18

Morgunblaðið - 21.06.1996, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Bandaríkjamenn vilja umbætur á starfi SÞ Hóta neitunarvaldi gegn Boutros-Ghali Bonn, París, Dublin. Reuter. BANDARÍKJAMENN eru reiðu- búnir að beita neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir endurkjör Bout- ros Boutros-Ghalis framkvæmda- stjóra, að sögn Nicholas Burns, tals- manns utanríkisráðuneytisins í Washington í gær. Fulltrúi Bills Clintons- Bandaríkjaforseta sagði nauðsynlegt að við embættinu tæki maður sem gæti hrundið af stokk- unum endurbótum á skrifræði stofnunarinnar og dregið úr út- gjöldum hennar. Rætt hefur verið um það í banda- rískum og breskum Qölmiðlum að Bandaríkin vildu fá konu til að taka við af Boutros-Ghali. Einkum hefur verið minnst á þær Sadako Ogata frá Japan, er nú er yfirmaður flótta- mannastofnunar SÞ, Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs og Mary Robinson írlandsforseta. Ogata, sem er 68 ára gömul, lýsti því yfir þegar í stað að hún gæfi ekki kost á sér og talsmenn hinna tveggja sendu frá sér yfirlýs- ingar um að þær væru ekki í fram- boði. Stjórnmálaskýrendur segja samt sem áður að Brundtland myndi ef til vill skipta um skoðun ef öryggisráðið skoraði á hana að taka að sér starfið. Frakkar styðja Boutros-Ghali Fulltrúar 15 ríkja eiga sæti í öryggisráðinu, þar af eiga fimm stórveldi fast sæti. Er venjan sú að ráðið nær samkomulagi um val á framkvæmdastjóra sem síðan er staðfest á allsheijarþinginu. Banda- ríkin greiða mest allra ríkja til SÞ og hafa því mikil áhrif á valið. Fimm ára kjörtímabil fram- kvæmdastjórans rennur út um næstu áramót. Frakkar gáfu í gær í skyn að þeir myndu styðja endur- kjör Boutros-Ghali sem er 73 ára gamall, kristinn Egypti og mennt- aður í Sorbonne-háskóla. Sagði Jacques Rummelhardt, talsmaður utanríkisráðuneytisins í París, að löng hefð væri fyrir því að fram- kvæmdastjóri SÞ sæti a.m.k. tvö kjörtímabil og Boutros-Ghali hefði staðið sig með ágætum á erfiðum tímum í sögu samtakanna. Sjálfur sagði Boutros-Ghali, sem staddur er í Þýskalandi, að hann vonaði að Bandaríkjamenn endurskoðuðu af- stöðu sína. Framkvæmdastjórinn gaf í skyn að hann styddi ósk Þjóðvetja um að þeir fengju fast sæti í öryggis- ráðinu. Klaus Kinkel, utanríkisráð- herra Þýskalands, sagði of snemmt að segja nokkuð um afstöðu Þjóð- veija til framboðs Boutros-Ghalis. Iútrým- ingar- hættu ÞESSIR mánaðargömlu, sakleys- islegu snæhlébarðar komu í heiminn í dýragarðinum í Pe- augres í héraðinu Ardeche í Suð- ur-Frakklandi. Kettlingarnir tveir, Igor (til vinstri) og Vodka, eru af tegund sem er í útrýming- arhættu, en talið er, að einungis um 500 snæhlébarðar lifi villtir í heiminum og um 20 eru í dýra- görðum. Konan á myndinni, Stephanie Houssaye, virðist óhrædd við litlu rándýrin en verður vafalaust að gæta sín vel á beittum klónum. Korzhakov settur út í kuldann Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti rak í gær þijá af nánustu ráðgjöfum sínum og virðist sem um sé að ræða uppgjör í tengslum við tilraun- ir forsetans til að höfða til umbótasinna fyrir seinni umferð forsetakosninganna sem verður 3. júlí. Mennimir þrír eru Alexander Korzhakov, yfirmaður lífvarðar Jeltsín og dyggur stuðn- ingsmaður um tíu ára skeið, Míkhaíl Barsúkov, yfirmaður öryggislögreglunnar, arftaka hinnar sovésku KGB, og Oleg Soskovets, fyrsti aðstoð- arforsætisráðherra. Margt bendir til þess að hinn nýi yfírmaður öryggisráðs landsins, Alex- ander Lebed, hafi enn tryggt stöðu sína með þessum mannabreytingum. Hann og umbóta- sinninn Anatolí Tsjúbajs sögðu ráðgjafana hafa ætlað að sjá til þess að seinni umferð forsetakjörsins færi ekki fram af ótta við að Jeltsín tapaði fyrir kommúnistanum Gennadí Reuter JELTSÍN forseti ásamt Korzhakov á kosningaferðalagi í vor. Zjúganov. Tsjúbajs sagði Soskovets hafa verið heilann á bak við þetta ráðabrugg. Korzhakov, sem er fyrrverandi liðsforingi í KGB og sagður hafa verið jafnt tennis- sem drykkjufélagi forsetans, lýsti þrátt fyrir brott- reksturinn yfir því að hann styddi Jeltsín sem fyrr en lét ófögur orð falla um Tsjúbajs, hann væri argasti lygalaupur. Síðustu árin hefur Korzhakov haft sig æ meira í frammi á stjórnmálasviðinu og heimild- armenn sögðu hann hafa meiri áhrif á forset- ann en nokkur annar ráðgjafi. Mikla athygli og fordæmingu Iýðræðissinna jafnt sem komm- únista vakti er Korzhakov hvatti til þess opin- berlega í maí að forsetakjörinu yrði frestað. Ljóst þótti að hann og fleiri sem eiga allt sitt undir því að Jeltsín verði áfram við völd hygð- ust reyna að beita bolabrögðum til að hindra kosningarnar og tryggja þannig eigin stöðu. Uppfylla ekki EMU-mark- mið 1997 París. Reutcr. FRAKKAR og Þjóðveijar munu að öllum líkind- um ekki ná að uppfylla efna- hagsieg mark- mið fyrir þátt- töku í hinum efnahagslega og peningalega sam- runa Evrópuríkja (EMU), að mati Efnahagssamvinnustofnunarinn- ar, OECD. Í nýrri skýrslu OECD er því spáð að hvorugt ríkið muni ná því markmiði að fjárlagahalli sé undir 3% af vergri þjóðarframleiðslu, líkt og kveðið er á um í Maastricht- sáttmálanum. Því er spáð að fjárlagahalli í Frakklandi muni fara úr 4,3% á þessu ári í 3,7% á næsta ári en í Þýskalandi úr 4,1% á þessu ári í 3,6% á því næsta. Stofnunin spáir því jafnframt að Þjóðveijum muni ekki takast að uppfylia skilyrði Maastricht um opinberar skuldir sem hlutfall af þjóðarframleiðslu og segir í skýrsl- unni að skulda- staðan virðist fara versnandi en ekki batn- andi. Skýrslan tek- ur hins vegar ekki mið af um- fangsmiklum aðhaldsaðgerðum um aukna ráðdeild í ríkisrekstri, sem nýlega voru samþykktar í jafnt Frakklandi sem Þýskalandi. Segir að ef ná eigi markmiðum Maastricht varðandi fjárlagahalla verði öll atriði aðhaldsaðgerðanna í Þýskalandi að ná fram að ganga, en forsenda þess væri samstaða stjórnar, stjórnarandstöðu og aðila vinnumarkaðarins. Kumiharu Shigegara, yfirhag- fræðingur OECD, sagði að ekki hefði verið hægt að taka mið af aðhaldsaðgerðunum, þar sem að þær væru enn ekki mælanlegar. Ekki mætti heldur gleyma því að þær myndu að öllum líkindum draga úr þenslu, er einnig hefði áhrif á hagstærðirnar. Reuter MICHELLE Romano leggur síðustu hönd á undirbúning fundarherbergisins í Flórens, þar sem að leiðtogar Evrópusambandsríkjanna munu ræðast við um helgina. Verulega er talið hafa dregið úr líkum á því að kúariðudeila Breta og ESB muni einoka fundinn. * Utflutningsbanni aflétt í haust? London, Brusscl. Reuter. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, sagðist í gær vona að byrjað yrði að aflétta útflutnings- banninu á breskt nautakjöt í áföngum í haust. Forsenda þess væri hins vegar að samkomulag næðist í kúariðudeilunni á leið- togafundi ESB-ríkjanna í Flór- ens, sem hefst í dag. Major sagði í þingræðu í gær að enn væri samkomulag ekki í höfn. „Eg býst við því, að því gefnu að við náum samkomulagi í Flórens, að byrjað verði að af- létta banninu í haust. Það er hins vegar háð samningum sem enn á eftir að gera,“ sagði forsætisráð- herrann. Tony Blair, leiðtogi Vcrka- mannaflokksins, gagnrýndi harð- lega hvernig stjórn íhaldsmanna hefur haldið á málum í kúariðu- deilunni. Major sagði hins vegar að stefna bresku stjórnarinnar hefði neytt samstarfsríki Breta til að taka málið alvarlega og leitt til þess að lausn væri nú í sjónmáli. Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins lagði í gær til að framlög til rannsókna á kúariðu yrðu aukin og sagði að hún myndi á Flórensfundinum leggja til að rannsóknum yrði hraðað til muna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.