Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Götuleikhúsið með sýningar oft í viku UNGT fólk á aldrinum 16-25 ára, sem myndar uppistöðuna í Götuleikhúsinu er nú byrjað af fullum krafti í leiklistarstarfi sínu. Hér er á ferðinni hæfi- leikafólk sem mun þróa leik- hæfni sína undir umsjón leið- beinenda og munu þau fara víða um bæinn til að sýna list sina. Sem dæmi um atriði í sumar má nefna Strandvarðasýningu í anda ónefndrar sjónvarpsþátt- araðar á sundlaugarbökkum víða um borgina og þann 21.j- úní taka leikaraefnin ir þátt í Degi dauðra á Sjónarhóli og á Mokka. Þá fer íramEIdniessa þann 24. júní þar sem gefur að líta eldblásara og fjölbreytta meðferð elds. Lokasýningin verður þann 27. júlí og lofa aðstandendur Götuleikhússins glæsilegri og litskrúðugri sýn- ingu eftir undangengna reynslu sumarsins. Götuleikhúsið var sett á stofn fyrir þremur árum og hefur aðsókn aldrei verið meiri. í sumar hafa 90 manns sóttu um að fá að taka þátt, en einungis var hægt að taka við 20. „Það er mjög erfitt að velja inn í hópinn því margir hafa ótví- ræða hæfileika", segir Selma Björnsdóttir markaðsfulltrúi Götuleikhússins í samtali við Morgunblaðið. Guðjón Sigvaldason er leik- stjóri Götuleikhússins og meðal leiðbeinenda í sumar eru Ingrid Jónsdóttir leikari og Ástrós Gunnarsdóttir dansari. „Leið- beinendurnir eru mjög ánægðir með krakkana og finnst þeir vera einbeittir og fljótir að til- einka sér réttu vinnubrögðin“, segir Selma ennfremur. Ekki er langt í að hefð fari að myndast fyrir götuleikhúsi á íslandi, því Götuleikhúsið hef- ur fyrirmynd af götuleikhúsinu Svörtu og sykurlausu, sem stofnað var 1983 með Eddu Heiðrúnu Backmann, Guðjóni Pedersen og fleirum innan- borðs. Mínníng landnema MYNPLIST Ú m b r a LEIRLIST Robert Shay. Þriðjudaga til laugar- daga kl. 13-18. Sunnudaga kl. 14-18. Til 28. júní. Aðgangur ókeypis. HINN gagnmenntaði leirlistamað- ur Robert Shay hefur jafnframt því sem hann starfar að list sinni, verið upptekinn af kennslu, iengst af sem yfirkennari í listaháskóla í Columbus í Ohio, en síðastliðið ár skólastjóri í Indiana. Eins og allir þekkja, sem orðið hafa að deila athöfnum sínum á lista- sviði með tímafrekum frávikum eins og kennslu, reynist oft erfitt að leggja sig allan fram því sköpunar- ferlið krefst samfelldra vinnubragða og útilokar hvers konar málamiðlan- ir. Sjálfur segir hann, að sökum um- fangs kennslunnar hafi stundirnar á vinnustofunni orðið æ fátíðari vegna stöðugt flóknari stjórnunarstarfa og það hefur eflt áhuga hans á að búa EITT verka Robert Shay. til litla hluti með einföldum sögum og einfaldri áferð. Þau flóknu verk sem hann gerði fyrrum hafa vikið fyrir hringlaga þrívíðum umgjörðum í formi skála sem innihalda barnsleg ævintýri um kúreka, hesta, horna- bolta og prik. Flókið ferli með gler- ung og yfirborð, samsett af mörgum lögum grunnglerungs, glerungs og yfirglerungs, hafa vikið fyrir ein- faldri en mettaðri saltglershúð og aðeins einni brennslu. Shay segir ennfremur, að æ mikil- vægara verði fyrir sig að vinnuferlið sjálft losi um sköpunarþöifina og fullnægi henni og í ljósi þess að sagt hefur verið að listin komi í staðinn fyrir það sem vantar í líf manns eigi hlutirnir að vera auðmjúkir, hljóðir og látlausir og jafnframt sögurnar sem þeir segja. En þeir verði að vera verðir þess að hafa verið gerðir. Verkin á sýningunni voru unnin sumarið 1995 og eru helmingur 24 verka sem upprunalega voru kynnt á einkasýningu í Listasafni háskóla N. Arizona í Flagstaff í september. Listamaðurinn lítur svo á, að verk sín hafi tvær hliðar, hugmynd og útlit og reynir að feta milliveginn mili þeirra, jafnvel til að höndla jafn- vægið milli ytri fágunar og hins vits- munalega. Fyrir sumt minna verkin ekki svo lítið á samstillingar þar sem mynd- rænum þáttum er raðað niður sam- kvæmt fagurfræðilegu hugsæi ger- andans og því sem hann hefur handa á milli. Þau eiga að segja sögu þeirra sem brutu land á sléttum Ameríku, og í skálunum eru ýmsar vísanir til brúkshluta er tengdust daglegu lífi landnemanna. Þetta eru látlaus og geðþekk verk, sem stinga töluvert í stúf við það sem maður á að venjast frá hálfu íslenzks leirlistarfólks sem vinnur út frá svip- uðum forsendum, og þá helst fyrir einfalda formræna ögun. Auðséð er að hér er á ferð maður með dijúga þekkingu á miðli sínum og meðhöndl- ar hann af stakri auðmýkt og virð- ingu. Bragi Ásgeirsson ALLT klárt í næstu sýningu. Morgunblaðið/Halldór Málverk, hljóð og ljósmyndir MARIANA Uutinen og Arnfinnur R. Einarsson opna sýningar í Ný- listasafninu, Vatnsstíg 3b í Reykja- vík, á morgun laugardag kl. 16. Gestir safnsins í setustofu eru Gé Karel van der Sternen og Ingrid Dekker. í kynningu segir: „Finnska lista- konan Marianna Uutinen er hér í boði Nýlistasafnsins. Hún er einn af sérstæðustu listamönnum Finna ai' yngri kynslóðinni. Á undanförn- um árum hefur hún átt verk á flest- um sýningum sem Finnar hafa stað- ið að og vegið þungt í samnorræn- um sýningum. Astríður, tilfinninga- hiti, náttúra, eðli, ögrun, eru ekki orð sem listamaðurinn notar, heldur þeir straumar sem leiða verkin út. Málverk, hljóð og ljósmyndir er framlag hennar í efri sölum safns- ins. Arnfinnur R. Einarsson, sem sýn- —^ ir í neðri sölum, lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1992 og framhaldsnámi í rafeind- amiðlun frá Skotlandi 1993. Þetta er fyrsta einkasýning hans og vinn- ur hann með samband rýmis hljóðs og hreyfingar í neðri sölunum. Á sýningunni eru myndbandshreyfi- skúlptúrar og myndir unnar í tölvu- grafík. Gestir safnsins í setustofu eru hollensku listamennirnir Ingrid Dekker og Gé Karel van der Sterr- en. Þau sýna tví- og þrívíð verk unnin í olíu og blandaða tækni“. Sýningarnar eru opnar daglega frá kl. 14-18 og þeim lýkur 7. júlí. Lifi dauðinn!!? MYNPIIST Sjónarhóll/Mokka LJÓSMYNDIR Andres Serrano/Úr Myndadeild Þjóðminjasafns Islands. Sjónarhóll: Opið alla daga nema mánud. kl. 14-18 til 30. júni. Aðgangur (Sjónarhóli) kr. 300. Mokka: Opið alla daga til 30. júní. Sérútgefin bók kr. 1500. ENGIN sýning listahátíðar að þessu sinni hefur notið jafnmikillar athygli allra hugsanlegra fjölmiðla og þær tvær sýningar á ljósmyndum af látnu fólki sem nú standa yfir á Sjónarhóli og Mokka undir hinni öldnu yfirskrift „Eitt sinn skal hver deyja“. En er það sem hér er kynnt vert þeirrar athygli sem að því er beint? Hvers eðlis er hið myndræna efni? Á hvaða forsendum virðist það fram sett? Fyrst er rétt að líta til Ijósmyndanna og sjá hvort þar er einhverjar vísbendingar að hafa. Sjónarhóll Hér hafa verið settar upp tíu stórar ljósmyndir eftir bandaríska listamanninn Andres Serrano, sem eru tæknilega afar vel unnar og vandaðar að öllum frágangi. Þetta er hluti úr myndröð sem nefnist „Úr líkhúsi“ (1992), en innihald flestra myndanna er ekki fyrir viðkvæmar sálir: lík ógæfufólks sem hefur drukknað, farist í bruna, verið myrt eða framið sjálfsmorð; þeir líkams- hlutar sem eru sýndir eru ýmist rotnandi, brenndir eða stungnir - mildasta ummerkið er eftir límband á andliti ungrar konu. - Auk þessa eru hér þijár myndir af þeim sem líkna dánum og deyjandi; þar má nema einlægni, alvöru og fjarræna mildi trúarinnar sem mótvægi gegn þeim hörmungum, sem hinir látnu hafa mátt þola. Andres Serrano var lítt þekktur fyrir tæpum áratug - einn af mikl- um fjölda misjafnlega efnilegra listamanna - þegar athygli öldung- ardeildarþingmannsins Jesse Helms var vakin á stöku verki hans. „Heppni" Serrano var þarna mikil; Helms er erki-íhald í menningar- málum, goð hinna þröngsýnu og sjálfskipuðu siðferðispostula banda- rísku þjóðarinnar, og þegar hann réðst harkalega á listamanninn varð Serrano um leið frægt fórnarlamb og eftirlæti allra sem töldu sig frjálslynda og víðsýna. Ólíkt mörgum sem lenda í svip- aðri stöðu hefur Serrano sannað sig sem athugull listamaður, og m.a. skapað þekktar myndraðir af úti- gangsfólki, og nú síðast af amerísk- um indíánum. Myndröðin úr líkhús- inu var sýnd í Stokkhólmi fyrir tveimur árum, og vakti strax mikið umtal; var markmiðið að sýna end- anlega niðurlægingu mannsins, eða var þetta hinn endanlegi óður hans til lífsins? Fyrir utan fágaða tæknina skera þessar myndir sig reyndar lítt frá ljósmyndum sem notaðar eru t.d. við réttarrannsóknir og kennslu. Slíkar myndir eru hins vegar ekki sýndar opinberlega, en hér er annað uppi á teningnum; því stærri og ógurlegri, þeim mun betra. Þegar svo er komið er auðvelt að álykta að lítið sé eftir af mannvirðingunni. Mokka Myndirnar á Mokka eru ólíks eðlis, þó viðfangsefnið sé skylt; þær eru innlendar, úr hirslum mynda- deildar Þjóðminjasafns Islands. Yf- irskriftin er: „Látnir íslendingar". Um myndræn gæði er hér tæpast hægt að tala, enda verkin unnin með annað í huga: Þessar rúmlega þrj átíu myndir eru að mestu frá fyrstu áratugum aldarinnar og tengjast jarðarförum, líkum í kist- um eða rúmum, oft af börnum. í flestum er angurvær tónn saknaðar og umhyggju ættingja, sem létu vinna þessar ljósmyndir til minning- ar um þá sem hér eru að hverfa á braut. Ljósmyndun sem þessi var fé- lagslegt fyrirbæri, sem byggði á persónulegum tilfinningum þeirra sem að stóðu. Vegna þessa eru myndirnar áhugavert efni til athug- unar fyrir mannfræðinga og sagn- fræðinga, og gefa vissa innsýn í ákveðinn þátt mannlífsins í landinu á þeim tíma sem þær voru gerðar. Hins vegar er erfitt að sjá hvaða erindi þær eiga upp á vegg sem list- sýning á kaffístofu; ekki er víst að allir kunni Þjóðminjasafninu þakkir fyrir slíka meðhöndlun á persónu- legu efni, sem því er treyst fyrir. Öll umgjörð sýninganna vekur óneitanlega upp spumingar um til- ganginn með herlegheitunum. í kynningarefni er talað um að ætlun- in sé að „kryfja dauðann til mergj- ar“. Hér er ekki færst lítið í fang, því ekki er betur vitað en að mest af viðleitni mannsins í trúarbrögð- um, heimspeki, líffræði og lækna- vísindum hafi beinst að þessu sama marki í árþúsundir, án þess að nið- urstaða fengist. Á hvern hátt þjón- ar það þessari ætlun að birta í sýn- ingarskrá töflu yfir útfararkostnað? Eða endurprenta þar vinnureglur spítala um umbúnað líks? Hjálpar lestur dánartilkynninga af segul- bandi eða uppákomur á götum úti með „manninn með ljáinn" til við að „kryfja dauðann til mergjar"? Hér virðist í besta falli vera í gangi tvískinnungur og í versta falli ákveðin sýndarmennska. ís- lendingar bera yfirleitt mikla virð- ingu fyrir dauðanum og minningu hinna látnu; til þess vitnar fjöldi minningargreina um lítt þekkta ein- staklinga, mæting í jarðarfarir og almenn reiði þegar fréttist af helgi- brotum. Þörfin fyrir að „kryfja dauðann til mergjar" er ótvírætt til staðar, en hún er persónuleg og andleg fremur en opinber eða felist í þörf á að skoða líkamlegan dauða ókunnra. í tengslum við sýninguna hefur hins vegar verið gefin út mikil bók um efni tengd dauðanum, sem sinnir þessu hlutverki vel. Þar er að fínna margar fróðlegar ritgerðir, m.a. eftir mannfræðing, heimspek- inga, hjúkrunarfræðing og prest, þar sem atriði tengd dauðanum, nálgun hans og skilgreiningu eru tekin fyrir og rædd frá ýmsum sjón- arhornum. Þarna er komið mikið lesefni, sem vert væri að fjalla um sérstaklega á öðrum vettvangi. Víst er að þetta framtak í heild gefur tilefni til ýmissa bollalegg- inga, þar sem sitt sýnist hveijum; nægt er umræðuefnið. Dauðinn bíð- ur allra manna, og því sjálfsagt að taka hann til gaumgæfilegrar at- hugunar - sé það gert með fullri virðingu fyrir þeim sem dauðinn hefur tekið til sín, jafnt þeim sem eiga enn nokkra stund eftir. Á það skortir hér. Eiríkur Þorláksson r 3Bt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.