Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 19 ERLENT Indverjar gegn til- rauna- banni INDVERJAR greindu frá því í gær að þeir hygðust ekki undirrita samkomulag um bann við kjarnorkutilraunum. I.K. Gujral, utanríkisráðherra Indlands, sagði bannið ekki afvopna þau fimm ríki er opin- berlega eiga kjarnavopn. „Við eigum ekki annarra kosta völ en að undirrita ekki samning- inn,“ sagði Gujral. „Samning- urinn í þeirri mynd sem nú liggur fyrir er brandari." Indveijar ætla hins vegar áfram að taka þátt í viðræðum um tilraunabann sem nú standa yfir í Genf en stefnt er að því að ljúka þeim 28. júní. Lipponen á sjúkrahús PAAVO Lipponen, forsætis- ráðherra Finnlands, var lagður inn á sjúkrahús í gær þar sem að hann mun undirgangast rannsókn vegna gallsteina í þvagrás. Lipponen mun því ekki sitja leiðtogafund ESB í Flórens um helgina. í hans stað situr Sauli Niinisto að- stoðarforsætisráðherra fund- inn. Að sögn lækna eru veik- indi Lipponens ekki alvarleg. 200 látnir á Indlandi RÚMLEGA tvö hundruð manns hafa farist í tveimur fellibyljum er gengið hafa yfir Indland undanfarna viku. Mörg fórnarlambanna létu líf- ið vegna rafmagnstruflana og í aurskriðum er fellibylirnir ollu. Samkomulag að nást VERULEGA dró úr líkunum á allshetjarverkfalli opinberra starfsmanna í Þýskalandi i kjölfar þess að vinnuveitendur greindu frá því í gær að sam- komulag væri að nást eftir þriggja mánaða kjaradeilu. Manfred Kanther innanríkis- ráðherra sagðist vongóður um að kjarasamningur yrði brátt í höfn. Samkomulagið mun að öllum líkindum byggjast á sáttatillögu er lögð var fram af sáttasemjurum í síðustu viku. Varar við fleiri tilræð- um IRA YFIRMAÐUR lögreglunnar á Norður-írlandi varaði stjórn- völd í London við því í gær að mikil hætta væri á fleiri sprengjutilræðum írska lýð- veldishersins (IRA) og að þau gætu leitt til hefndaraðgerða norður-írskra sambandssinna. IRA lýsti í fyrradag yfir ábyrgð á sprengjutilræði í borginni Manchester á Bret- landi á laugardag þar sem rúmlega 200 særðust. Reuter Völlurinn hreinsaður STÉLIÐ á Dc-10 þotu indónes- íska flugfélagsins Garuda sést hér hift upp á Fukuoka-vellinum í Japan í gæmorgun. Unnið var að því að fjarlægja flak þotunnar sem hlekktist á í flugtaki fyrir skömmu og kviknaði þá í henni. Þrír fórust og um 100 slösuðust en það þótti kraftaverk að svo fáir skyldu týna lífi. -----»-■» »---- Tyrkland Ciller vill sljórn verald- legra flokka Ankara. Reuter. TANSU Ciller, fyrrverandi forsætis- ráðherra Tyrklands, sagðist í gær enn vera að reyna að koma saman stjórn án þátttöku flokks heittrúaðra músl- ima. Gerði hún lítið úr fregnum um stjórnarmyndunarviðræður við Vel- ferðarflokk Necmettins Erbakans, flokk heittrúaðra. Sagði Ciller að hún hefði lagt til við leiðtoga flokks vinstri manna, Deniz Baykal, að mynduð yrði stjórn þriggja veraldlegra flokka. Hefði hún leitað eftir samstarfí við Baykal og helsta keppinaut sinn, Mesut Yilmaz, leiðtoga Föðurlandsflokksins. Ciller greindi ekki frá því hvort hún myndi mæta til stjórnarmynd- unarviðræðna við Erbakan, sem fara áttu fram í gær, en sagði að hún myndi svara tilboði hans um stjóm- armyndun, sem hann lagði fram í síðustu viku. Reuter Atök í Jakarta HERSVEITIR komu í gær í veg fyrir að þátttakendur í mótmæla- göngu á vegum Indónesíska lýð- ræðisflokksins gætu gengið að innanríkisráðuneytinu í Jakarta til að halda þar mótmælafund. Rúmlega fimm þúsund tóku þátt í göngunni en markmið hennar var að lýsa yfir stuðningi við flokksleiðtogann Megawati Suk- arnoputri. Uppreisnarmenn í flokknum, studdir af stjórninni, hyggjast reyna að steypa henni á sérstöku flokksþingi er hófst í gær. Megawati er dóttir Suk- arno, fyrrum forseta Indónesíu. ... í NAVIGARF. vind- og vatnsheldum útivistarfatnaði á alla fjölskylduna. Vandaði norski útivistarfatnaðurinn. Með mjög góða útöndun og á frábæru verði! Barnagallar st. 98-122 frá kr. 2.990.- Barnagallar st. 128-176 « frá kr. 7.980.- O) o e Fullorðinsgallar og < stakir jakkar 1 frá kr. 9.990.- O D < NAVIGARE Útsölustaðir: Reykjavík: Sportkringlan, Markið, Boltamaðurinn, Sporthús Reykjavíkur. Kópavogur: Sportbúð Kópavogs. Hafnarfjörður: Músik og sport. Keflavík: Sportbúð Óskars. Akranes: OZONE. ísafjörður: Sporthlaðan. Akureyri: Sporthúsið. Húsavík: Skóbúð Húsavíkur. Egilsstaðir: Verslunin Skógar. Neskaupstaður: Verslunin S.Ú.N. Eskifjörður: Hákon Sófusson. Vestmannaeyjar: Axel Ó. Selfoss: Sportlíf. Heildsöludreifing: SPORTEY ehf. Skemmuvegi 16 Kóp. S. 557-1050 Fax 557-1055 Blað allra landsmanna! - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.