Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ1996 31 4 SIGURJÓN DA VÍÐSSON + Sigurjón Dav- íðsson, loft- skeytamaður, Alf- hólsvegi 34, Kópa- vogi, var fæddur í Hænuvík í Rauða- sandshreppi 14. september 1921. Hann lést í Land- spitalanum ll.júní. Foreldrar hans voru Davíð Jóhann- es Jónsson, tré- smiður og bóndi þar, seinast á Pat- reksfirði og Andrea Andrésdóttir. Dav- íð var fæddur á Geirseyri við Patreksfjörð 16. desember 1884 og lést langt um aldur fram, 10. janúar 1930. Foreldr- ar Davíðs voru Jón Hjálmars- son, bóndi á Geitagili í Örlygs- höfn og Sigríður Bjarnadóttir. Andrea var fædd á Vaðli á Barðaströnd 20. nóvember 1887 og lést í Reykjavík 3. maí 1968. Foreldrar hennar voru Andrés Björnsson frá Grænhól, bóndi á Vaðli og Jóna Einars- dóttir frá Hreggstöðum. Systk- ini Sigurjóns eru Hörður, raf- virkjameistari, f. 19. október 1917, Sigríður, húsfreyja, f. 13. ágúst 1919, Bjarnheiður, hús- freyja, f. 13. ágúst 1919, Andr- és, kennari, f. 14. sept. 1921, Vikar, skrifstofumaður, f. 1. september 1923 og Leifur, verkamaður, f. 5. desember 1924, d. 10. júní 1947. Hálfbróð- ir Sigurjóns, samfeðra, var Davíð, bóndi á Sellátrum í Tálknafirði, f. 21. ágúst 1903, d. 11. janúar 1981. Átta ára gamall fór Sigurjón, ásamt Andrési, tvíburabróður sínum, til hjónanna Gísla Gíslasonar, útvegsbónda á Fífustöðum í Ketildölum, og Þórunnar Jón- asdóttur og ólust þeir bræður þar upp við gott atlæti. Árið 1945 kvæntist Siguijón Guðlaugu Einarsdóttur frá Sel- látrum í Tálknafirði. Hún er fædd þar 21. september 1926. Foreldrar hennar voru Einar Jónsson, skipstjóri og bóndi á Sellátrum, f. 14. nóv. 1866, d. 6. júní 1935 og Ingi- Kristjánsdótt- ir, f. 9. júní 1886, d. 12. des. 1963. Sig- uijón og Guðlaug eignuðust fjóra drengi og lifir að- eins einn þeirra, Björn, f. 26. janúar 1949. Hann er ókvæntur en á eina dóttur, Margréti, hjúkrunarnema, f. 24. nóv. 1973. Þijá drengi misstu þau: Oskírðan dreng, f. 5. ágúst 1945, d. 29. ágúst sama ár, Þóri Björn, f. 2. febrúar 1948, d. í mars 1949 og Einar, f. 17. jan. 1950, d. í apríl sama ár. Kjörsonur þeirra er Björgvin Siguijónsson, verk- taki í Tálknafirði, f. 26. júlí 1947. Kona hans er Sædís Magn- úsdóttir, f. 17. júlí 1951 í Tálkna- firði. Börn þeirra eru: Guðlaug Aðalbjört, f. 8. september 1971, sambýlismaður Robert Colin Branson, og eiga þau einn dreng, Björgvin, f. 7. október 1975 og Siguijón, f. 31. maí 1980. Siguijón lauk prófi frá Loft- skeytaskólanum vorið 1943 og starfaði sem loftskeytamaður hjá Eimskipafélagi íslands til 1947 að hann fór að starfa hjá Landssímanum og var þar til 1960, þá gerðist hann auglýs- ingastjóri hjá Tímanum og var þar til 1964. Hann rak fasteigna- sölu frá 1964 til 1974 að hann gekk að nýju i þjónustu Landssí- mans og starfaði í Gufunesi uns hann hætti störfum vegna ald- urs. Siguijón gegndi mörgum trúnaðarstörfum um ævina, einkanlega fyrir Framsóknar- flokkinn, sat m.a, mörg ár í yfir- skattanefnd Kópavogs og í yfír- kjörstjórn kaupstaðarins, þá rit- stýrði hann um skeið blaði flokksins í Reykjaneskjördæmi. Siguijón tók virkan þátt í safnað- arstarfi í Kópavogi og var safn- aðarfulltrúi Digranessóknar. Sigurjón verður jarðsunginn frá Digraneskirkju i dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú er frændi minn og vinur, Sigurjón Davíðsson, allur. Foreldrar hans, Davíð Jónsson og Andrea Andrésdóttir, voru vel metnir borgarar á Patreksfirði. Davíð var að sögn stór maður, hraustmenni og listasmiður. Andrea var lítil kona og grönn, en hörkudugleg og bráðlagin. Davíð heitinn byggði fjölskyldu sinni hús á Geirseyri, en hafði vart lokið því, þegar illvígur sjúkdómur hel- tók hann og lagði að velli á skömm- um tíma frá konu og sjö ungum bömum. Það hefði mörgum fallist hendur í sporum Andreu, því ofan á þessi ótíðindi bættist að atvinnuleysi og erfiðir tímar voru þá í þorpinu eins og Jón úr Vör lýsir vel i ljóðum sínum, en hann var samtíða þeim þar. Það hvarflaði þó ekki að Andreu. Hún tók alla vinnu sem bauðst, þótt karlmannsverk væri og vann t.d. lengstum á netaverk- stæði og hnýtti togaravörpur á móti hvaða karli sem var og stóð ekkert upp á hana. Jafnframt hélt hún barnahópnum sínum heimili. Vinna við togaravörpur á neta- verkstæði var ekki talin við hæfi kvenna. Þarna voru rætur tvíbura- bræðranna Siguijóns og Andrésar, sem vistuðust fljótlega hjá góðu fólki vestur í Arnarfirði og voru þar frá 8 ára aldri og fram yfir fermingu. Við vorum systrasynir, ættaðir frá Patreksfirði og fæddir þar. Allir vorum við í fóstri í Ketildölum og á líkum aldri. Lengst af þeim tíma, sem bræðurnir dvöldu þar vestra, bjuggum við á sama bæ, Fífustöðum, svo náin kynni voru með okkur. Áranna, sem við dvöld- um þarna, sem börn og unglingar, minnist ég með gleði og þakklæti til þeirra bræðra fyrir kærkominn og góðan félagsskap. Þegar árin liðu skildu leiðir eins og gengur, en alltaf höfðum við Sigutjón samband, þótt við hitt- umst ekki oft, með bréfi eða korti og svo síðari árin spjölluðum við að stað- aldri saman í síma. Eng- inn skortur var á umræðuefni, fréttir að vestan, upprifjanir þaðan um menn og málefni m.a. Siguijón var frá barnæsku alltaf sami ljúfi og góði drengurinn. Pjör- mikill, léttur og kátur, tillögugóður og óáreitinn. Hann sá fljótt spaugi- legu hliðarnar á mönnum og mál- efnum, en kunni vel að gæta hófs með þá eiginleika. Hann var listfengur, laghentur, listaskrifari og yfirleitt fjölhæfur og fijór. Þótt árin liðu og þrekið minnkaði var það svo ótalmargt, sem hann átti eftir að gera, hug- myndagleðin var slík, að maður spyr sjálfan sig, hvers vegna menn eins og Siguijón fái ekki að njóta sín lengur. Margt var það, sem Sigutjón tók sér fyrir hendur. Ungur byrjaði hann að stunda sjómennsku. Hann var loftskeytamaður árum saman bæði á togurum og skipum Eim- skipafélagsins. Hann var einn af þeim síðustu, sem lærði loftskeyta- tækni og vann lengst af við fjar- skiptatækni í Gufunesi. Hann var verslunarmaður, blaðamaður og fasteignasali. Laxaræktarmaður var hann og hlaut viðurkenningu fyrir vel unnin störf á þeim vett- vangi. Hann sinnti félagsmálum töluvert á síðari árum bæði fyrir kirkju og bæjarfélag sitt. Allt þetta vann Siguijón af alúð og samvisku- semi, enda vel liðinn af samstarfs- mönnum sínum. Ásamt þessu átti hann ýms áhugamál, sem hann sinnti í tómstundum. Það var merkilegt hvað hann frændi var fijór og afkastamikill, en stað- reyndir sem gjarnan má rifja upp. Við hlið sér hafði hann ágæta eiginkonu, sem studdi hann í blíðu og stríðu. Henni er gefið mikið þrek og æðruleysi eins og sýndi sig vel undanfarið erfiðleikatímabil nú fyrir andlát Siguijóns. Að leiðarlokum þakka ég þess- um ágæta frænda mínum sam- fylgdina. Við hjónin sendum Laugu, börn- unum og öðrum aðstendendum innilegar samúðarkveðjur. Megi öðlingurinn Siguijón Dav- íðsson hvíla i friði. Stefán Thoroddsen. Enn einu sinni sjáum við á bak ástvini inn á eilífðarbrautir. Við sem eftir sitjum fyllumst örvænt- ingu og sorgu en reynum þó að sætta okkur við hið óumflýjanlega. Til að hjálpa okkur við það yljum við okkur við minningarnar um þann sem fallinn er nú frá, Sigur- jón Davíðsson. Siguijón, eða afi öllu heldur, var einstaklega ljúfur og nærgætinn maður. Það fann ég fljótt í sam- verustundum með honum og ömmu í Kópavoginum, en þar var ég umvafin góðu þeli, öryggi og friði. Hverskonar listfengi var einnig ríkt í afa. Hvort sem hann fékkst við liti og form eða spilaði fagra tónlist komst hann svo dæmalaust vel frá verki. í gegnum skein ná- kvæmni, natni og líka einhverskon- ar óræð hógværð. Á síðustu árum eyddi ég sífellt fleiri stundum í að ræða um þjóð- málin við afa. Það urðu fræðandi og skemmtilegar stundir því afi hafði mikla og góðar yfirsýn í þeim efnum. Hann velti fyrir sér málefn- um af skynsemi, greindi þau á skarpskyggnan hátt en aldrei var þó langt í glettnina. Þannig var afi. Nú liggur leið hans um ókunna stigu og megi friður Guðs fylgja honum hvert sem er. Hjartans amma, mínar innileg- ustu samúðarkveðjur sendi ég þér á þessum erfiðu tímum. Guð styrki þig- Margrét Björnsdóttir. Þeim fækkar nú óðum jafnöldr- unum og vinunum mínum að vest- an. Einn af þeim allra traustustu, Siguijón Davíðsson loftskeytamað- ur, er nú látinn, 74 ára að aldri. Tryggð hans og vinsemd brást aldrei, og samverustundirnar með honum og hans mikilhæfu ágætis- konu, Guðlaugu Einarsdóttur frá Sellátrum í Tálknafirði, geymir maður í þakklátum huga meðan æfin endist. Slíkir einstaklingar hafa með vinsemd sinni og tryggð ómælt gildi fyrir samferðafólkið, veita því gleði og öryggi á dag- legri vegferð þess. Siguijón ólst að miklu leyti upp á Fífustöðum í Arnarfirði. Kom þangað, ásamt tvíburabróður sín- um, Andrési, eftir að þeir höfðu misst föður sinn, átta ára gamlir. Fósturfaðir þeirra, Gísli Gíslason, lést er þeir tvíburarnir voru tíu ára að aldri. Er þeir voru sextán ára fluttust þeir með fósturmóður sinni, Þórunni Jónasdóttur til Ak- ureyrar, en þar hófu þeir nám í Menntaskólanum. Síðar lauk Sig- utjón prófi frá loftskeytaskólanum í Reykjavík. Einnig gafst honum færi á að læra orgelleik, og átti það eftir að færa honum mikla ánægju síðar meir. Auk þess að spila „fyrir sjálf- an sig“, sem mörgum er mikill gleðigjafi, lék hann oft undir messusöng og við aðrar samkom- ur. Meðal dýrmætustu minninga Siguijóns voru Fífustaðaárin hans, og var hann óþreytandi að rifja ýmsar þeirra upp alveg til hins síðasta. Voru þessi ár auðheyrilega afar skær og ógleymanlegur sól- skinsblettur á æskuferlinum. Siguijón var lengi loftskeyta- maður á skipum Eimskipafélags- ins, en seinna á loftskeytasöðinni í Gufunesi. Hann fékkst einnig við ýmis önnur störf, svo sem blaða- mennsku og fasteignaviðskipti. Þá var Siguijón einn af upphafs- mönnum fiskræktar í Tálknafirði. Við ýmsa byijunarörðugleika var þar að etja, og sviptingar í verð- lagi og eftirspurn rugluðu áætlanir og rekstur á margan hátt. Það varð til þess að Siguijón dró sig út úr þessum rekstri. En forganga hans að þessum málum varð eigi að síður til þess, að skriður komst á þessa staiísemi í Tálknafirði, og að þar er ennþá rekin fiskræktar- stöð af talsverðum myndarskap. í sambandi við fiskræktina var Siguijón allmörg ár í stjórn Lands- sambands fiskeldis- og hafbeitar- stöðva og var hann gerður að heið- ursfélaga þeirra samtaka fyrir vel unnin störf á þeim vettvangi. Fyrir allmörgum árum reistu þau hjónin sumarhús á eignarlandi sínu að Bakka í Tálknafirði, en það er stutta bæjarleið frá Sellátrum. Þar er umhverfið ólýsanlega fag- urt, eins og annars staðar í utan- verðum Tálknafirðinum. Hvergi undu þau sér betur en þarna, og það var draumur þeirra að komast þangað á hveiju vori og sumri. Siguijón var að mörgu leyti afar vel gerður maður, bæði til munns og handa, eins og sagt er. Hann var ágætur smiður, sem heimilið fór ekki varhluta af. Einnig fékkst hann við að teikna og mála sér og öðrum til gamans. Hann var greindur vel, ritfær og afar fróður um hin margvíslegustu efni, svo sem um ýmis ættfræðimálefni. En minnisverðastur er Siguijón mér fyrir órofa vináttu, tryggð og hjálpsemi, ef eitthvað bar út af. Þar fór sannarlega góður drengur. Ekki var lífshlaup þeirra hjóna áfallalaust, og mættu þeim ýmsir lítt yfirstíganlegir erfiðleikar. En hamingja þeirra fólst í því að standa saman og taka því sem að höndum bar af aðdáanlegum kjarki og dugnaði. Þar komu mannkostir Guðlaugar einkar skýrt fram, og mun enginn hafa skilið það betur en Siguijón, né virt umfram hann furðulegt þrek hennar og jafnaðar- geð á hveiju sem gekk. Ég er hjartanlega þakklátur fyr- ir samfylgdina með þessum ágætu hjónum, og votta Guðlaugu, sonun- um og öðrum vandamönnum mína dýpstu samúð. Kristján Gíslason. FIAPPDRÆTTI ae Vinningaskrá 7. útdráttur 20. Júní 1996. íbúðarvinningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 66268 Ferðavinningar Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 21296 32476 33104 68595 Kr. 50.000 Ferðavinningar 5618 8300 17609 39322 56793 64635 7092 14074 26483 52808 58222 79126 Húsbúnaðarvinningar Kr. 10.000 307 9800 20925 31707 40152 49816 59578 69677 531 10022 22090 31853 40965 49948 59920 69882 567 10287 22272 33454 41010 51048 60290 69920 951 10872 22749 34417 41086 51531 60813 70184 1215 10976 22988 34485 41188 51761 60834 70304 2081 10980 23410 34713 41431 51933 60973 70355 2503 11007 23945 34953 42033 52634 62047 70447 3108 11159 24097 35236 42436 52787 62478 71030 3282 11655 24300 35832 42814 53630 62855 71100 3356 13177 25085 36565 43103 53780 63238 71371 4088 14121 25571 36675 43787 53832 63485 71606 4420 14219 25731 36737 44476 54715 63519 72593 4660 14347 25923 36886 44482 55210 63770 72606 4724 14743 26244 37240 44706 55591 63912 72817 4738 15080 26805 37485 45172 55800 63985 72965 5952 15837 26884 37798 45495 55989 64295 72989 6251 16043 26936 37830 45793 56035 64650 73482 6389 16057 27108 38010 46608 56220 65078 73496 6502 16259 27544 38041 46850 56533 65159 73988 6671 16814 27617 38146 46876 56556 65187 74149 6780 16989 27657 38230 47164 56561 66000 74542 6964 17262 28447 38424 47257 56718 66639 74882 7242 18067 29186 38494 47680 57270 66935 74917 7273 18645 29271 38922 48178 57364 67525 76541 8154 19352 29700 39305 48246 57927 67546 77313 9202 19575 29921 39393 48653 58183 67661 77896 9429 19950 30386 39545 48954 58602 69172 78567 9483 20358 30837 39631 49403 58913 69191 79836 9594 20592 31064 40130 49478 58920 69426 9666 20606 31255 40139 49632 59384 69655 Hcimasiía D.AS hnp.I/ww.iln.is/das Tðlvupóstfang: das@itn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.