Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 52
HEIMILISLÍNAN - Heildarlausn á Jjármáluin einstaklinga (^) BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS MeWii£d -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLADID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÖSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRl: IIAFNARSTRÆTl 85 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Poppsöngvaranum David Bowie vel fagnað á tónleikum Samningar um veiðar í Smugunni Líkleg niður- staða 13.0001. MJÖG lítið ber nú á milli í deilunni um veiðar íslendinga í Smugunni. Nánast hefur náðst samkomulag um heildarkvóta íslendinga af þorski í Barentshafi, um 13.000 tonn, þar af 4.000 tonn innan lögsögu Rússa. Á móti komi loðnuveiðiheimildir Rússa hér við land. Norðmenn hafa viljað færa hluta kvótans í Smug- unni í eigin lögsögu og fá á móti heimildir til veiða á rækju á Dorhn- banka og línuveiða fyrir Suðurlandi, en þar stendur hnífurinn í kúnni. Samningamenn íslands hafa ekki getað fallizt á þessar hugmyndir Norðmanna, enda verið að tala um aflaheimildir á alþjóðlegu hafsvæði, sem ekki væri hægt að greiða fyrir með aflaheimildum innan íslenzkrar lögsögu. Samkvæmt heimildum að utan, munu Norðmenn vilja koma á gagnkvæmum veiðiheimildum til þess að skapa ekki fordæmi fyrir Evrópusambandið og hugsanlega fleiri þjóðir til að krefjast aukinna veiðiheimilda í Barentshafi. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni, en íslenzki togaraflotinn er að hefja undirbúning að veiðum í Smugunni í sumar. ■ Samiðum/17 ÁHEYRENDUR á öllum aldri nutu tónleika Davids Bowies í Laugar- dalshöllinni í gærkvöldi. Bowie lék mörg lög af nýjustu plötu sinni, Outside, við góðar undirtektir en áheyrendur fögnuðu þó sérstak- lega eldri löguin hans sem þekkt- ari eru. Bowie steig á svið í silfurlitum frakka rétt um klukkan níu eftir að hljómsveit hans hafði leikið inngangsstef af Outside og ætlaði allt vitlaust að verða meðal áheyr- enda þegar hann tók lagið. Hann flutti síðan þijú af sínum þekkt- ustu lögum, Look Back in Anger, Scary Monsters og Diamond Dogs. Að því loknu bauð hann íslenska áheyrendur velkomna og lýsti ánægju sinni með að vera á Is- landi. Þá tóku við tvö lög af Outside, Heart’s Filthy Lesson og titillagið. Meðan upphafstónar þess voru leiknir svipti Bowie sig frakkan- Troðfull Laugar- dalshöll um og í ljós komu svört skyrta og Ieðurbuxur. Lítil umgjörð einkenndi sviðs- búnað en áherslan var á þ'ósadýrð. Píanóleikur Mikes Garsons setti svip sinn á tónlistina en að öðru leyti var hljóðfæraleikur jafn. Allir stóðu upp og klöppuðu Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út þegar Bowie tók lagið Under Pressure, sem hann gerði frægt ásamt Freddie Mercury og hljóm- sveitinni Queen, og í kjölfar þess eitt frægasta lag sitt, Heros. Þá reis fólk úr sætum og hver ein- asti maður klappaði. Að laginu loknu sagði hann að tónleikarnir hefðu verið frábærir og hvarf af sviðinu. Eftir kröftugt uppklapp kom Bowie á sviðið ásamt hljóm- sveit sinni og léku þeir nokkur lög, þ.á m. White Lights, White Heat, sem hljómsveitin Velvet Underground gerði frægt. Eftir þijú lög yfirgaf hann sviðið og Ijósin í salnum voru kveikt. Þrátt fyrir mikið klapp fékkst hann ekki aftur á sviðið. Húsið var troðfullt og þurftu margir að sitja frammi. Áheyrend- ur voru á öllum aldri. Þriggja ára hnáta var til dæmis með afa sínum og ömmu á tónleikunum. Að þeim loknum streymdi fólk út og mynd- aðist mikið umferðaröngþveiti í Laugardalnum. Konur hræddari við flug en karlar FJÓRÐUNGUR kvenna og um 10% karla þjáist af flughræðslu. í könnun sem Eiríkur Orn Arnar- son, yfirsálfræðingur á Geðdeild Landspítalans hefur gert kom í ljós að aldurshópurinn milli þrítugs og fertugs er einna flugfælnastur og telur Eiríkur að það sé vegna þess að fólk á þeim aldri eigi í mörgum tilfellum ung börn og hafi því ríka ábyrgðarkennd. Hins vegar er ekki vitað hvers vegna konur eru flughræddari en karlar. I könnun Eiríks kom einnig í ljós að landsbyggðarfólk er ekki eins flughrætt og íbúar á höfuð- borgarsvæðinu. Flughræðsla er að sögn Eiríks Arnar algeng tegund af fælni sem er ótti við aðstæður sem af flestum eru taldar hættulausar. Fælni er lærð en ekki meðfædd og því er hægt að læra að fælast hvað sem er. Líkur á því að lenda í flugslysi eru aðeins 1:1.000.000 og mun minni en t.d. á því að lenda í slysi þegar gengið er úti á götu. ■ Flughræðsla/C2 Morgunblaðið/Golli Básafell kaupír meirihlutann í Rit RÆKJUVERKSMIÐJAN Básafell hf. á ísafirði hefur gert tilboð í öll hlutabréfin í rækjuverksmiðjunni Rit hf. og hefur meirihluti hluthafa gefið j^Jákvæð svör. Er þetta liður í samein- ingu sjávarútvegsfyrirtækja á Isafirði og Þingeyri. Viðskiptabanki Rits hafði þrengt mjög afurðalána- möguleika fyrirtækisins. Stærstu hluthafar Rits eru íshús- félag Isfirðinga, Hraðfrystihúsið Norðurtanginn og íslenskt marfang hf. Hluthafar með 68% eign á bak við sig hafa gefið Básafeili jákvæð svör, þar á meðal tveir af þeim stærstu, en íshúsfélagið hefur ekki svarað enn sem komið er. Bæði fyrir- tækin hafa verið þátttakendur í sam- einingu fimm sjávarútvegsfyrirtækja á Þingeyri og Isafirði og segir Arnar Kristinsson, framkvæmdastjóri Básafells, að kaupin séu liður í sam- einingunni. Býst hann við lítið breytt- um rekstri þangað til af því verður. Þrengl að afurðalánum Birgðir hafa safnast upp hjá rækjuvinnslum vegna tregrar sölu og lækkandi verðs afurðanna. Sam- kvæmt j heimildum Morgunblaðsins hefur íslandsbanki, viðskiptabanki Rits, hert að afurðalánamöguleikum fyrirtækisins og viljað lækka lánin. Hefur fyrirtækið verið í þröngri stöðu þess vegna. Halldór Jónsson, fram- kvæmdastjóri Rits, segist ekki sjá neina ástæðu til að ræða bankavið- skipti Rits í þessu samhengi, þau komi sameiningarferlinu vonandi lít- ið við. Arnar Kristinsson segir ljóst að nýir eigendur verði að taka á af- urðalánamálunum. ■ Tímapressa/6 Sumarhreingern- ing á Perlunni Gluggaþvottamennirnir Tómas Halldórsson og Saku Rckonmaki voru önnum kafnir við að þvo Perluna í Reykjavík þegar ljós- myndari Morgunblaðsins átti leið hjá. Peiian er þvegin einu sinni á ári og er talsvert verk í hvert skipti að þvo glerið. Skuldabréf aútboð Kaupréttur hlutabréfa fylgir BAKKAVÖR hf. hefur 50 milljóna króna skuldabréfaútboð 1. júlí nk. Hverju fimm millj. kr. skuldabréfi fylgir kaupréttur á hlutabréfum að nafnvirði 50 þús. kr. að fimm árum liðnum á genginu 18. Að sögn Ás- geirs Þórðarsonar hjá Verðbréfa- markaði Islandsbanka, sem er um- sjónaraðili útboðsins, er þetta í fyrsta sinn sem kaupréttur á hluta- bréfum er tengdur skuldabréfa- kaupum með þessum hætti hér á landi eftir því sem best er vitað. ■ Kaupréttur/16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.