Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.06.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ1996 33 HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR + Hulda Guð- mundsdóttir fæddist á Fáskrúð- arbakka í Mikla- holtshreppi 10. ág- úst 1916. Hún and- aðist í Borgarspíta- lanum 6. júní síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Sigríð- ur Jónsdóttir og Guðmundur Jóns- son er bjuggu á Fáskrúðarbakka. Systkini Huldu eru Krisiján Guð- mundsson bifreið- arstjóri, f. 12.10. 1918; Jón Hallvarðsson hrl., f. 16.5. 1899, d. 13.4. 1968; Einvarður Hall- varðsson starfsmannastjóri, f. 20.8. 1901, d. 22.2. 1988; Jónat- an Hallvarðsson hæstaréttar- dómari, f. 14.10. 1903, d. 19.1. 1970; Sigurjón Hallvarðsson skrifstofustjóri^ f. 16.7. 1905, d. 30.10. 1987; Ásdís Hallvarðs- dóttir, f. 13.1. 1908, d. 29.11. 1965; Krislján Hallvarðsson, f. 7.10. 1909, d. 20.1. 1915; Guð- björg Hallvarðsdóttir verslun- armaður, f. 18.6. 1912. Árið 1930 flytur Hulda ásamt móður sinni og þremur systkinum til Reykjavíkur. 21. febrúar 1942 giftist hún Steingrími Jón- atanssyni, f. 11.2. 1908, d. 25.9. 1977. Hófu þau búskap á Laugavegi 98 í Reykjavík, en fluttu síðan 1957 á Skeið- arvog 75. Börn Huldu og Steingríms eru: 1) Jakob Steingrímsson skrif- stofustjóri, f. 20.12. 1943, kvæntur Karen Þorvaldsdóttur aðst.forst.manni, f. 7.5. 1945. Börn þeirra eru Hulda skrif- stofustúlka, f. 20.11. 1967, og Anna Margrét nýstúdent, f. 28.7. 1975. 2) Hildur Stein- grímsdóttir bankaritari, f. 14.5. 1956. Útför Huldu fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Hulda föðursystir mín er látin tæplega áttræð eftir nokkurra ára vanheilsu, einkum síðasta misserið, en aðeins tveggja daga legu á sjúkrahúsi, þegar hjartað brast. Þá var raunar löngu tímabært, að hún hlyti fulla rannsókn og aðhlynningu, en hún streittist ætíð á móti því að verða stofnanamatur og bjó að sínu fram að hinum snöggu vistaskiptum. Þau komu mér mjög á óvart, sem aldrei hafði séð hana eða heyrt nema hressa í bragði, en síður þeim er allra næst henni stóðu. Hulda kom í þennan heim að Fá- skrúðarbakka á Snæfellsnesi, en að mestu ættuð sunnan af Mýrum, dótt- ir Sigríðar Jónsdóttur frá Skiphyl, sem átt hafði Hallvarð Einvarðsson og þau búið sín blómgunarár í Skut- ulsey, en flutst upp á landið litlu fyrr en hann hneig í valinn langt fyrir aldur fram. Sigríður bjó því í löngu ekkjustandi með stuðningi ráðsmanns, sem gjörðist faðir tveggja yngstu barna hennar, Huldu og síðar Kristjáns. Hallvarðsbörnin voru sjö, elst þrettán ára og yngst nýfætt, þegar þau fluttu, og þar af komust sex upp. Var því margt í heimili og mikils, sem til þurfti, og þá ekki síður þar sem synirnir sóttu fast til mennta. Auk Kristjáns lifir Guðbjörg systur sína, hin yngsta af fyrrí hópnum. Kom Hulda eins og fagurt ljós inn í bernsku hennar og kallaði til ástúðar og umhyggju, og var alla tíð mjög kært með þeim systrum, svo að missir Bubbu frænku er mikill. Nafn Huldu var ekki úr ættum. Höfum við fyrir satt, að hún muni heitin eftir huldukonunni, sem móðir hennar átti að vinkonu í hvamminum í Skutulsey, en af henni hef ég haft sannferðugar spurnir frá föður mín- um. Og vel get ég hugsað mér, að hún hafi þegið útlit og gáfur að nafnfylgju. Hún var óvenjulega björt á hörund og andlitið fellt í umgerð af dökku og lífmiklu hári, í alla staði falleg stúlka og hélt fríðleik sínum vel, þótt á hana bættist með árun- um. Hún var skarpgreind og með árunum víðlesin og sagnfróð og vel heima í ættum. Hún var selskapsljón og samræðusnillingur, gædd ríkri kimnigáfu, stundum af svalara tag- inu, og djúp og hljómmikil röddin gæddi orð hennar áhrifamætti og alvöruþunga, þegar hún vildi það við hafa. Hún var jú afkomandi Jóns „dýrðarsöngs" eins og margt gáfu- og raddfólk. Hún lét engan komast upp með fordild eða yfirlæti án þess að rétta hann af á sinn ljúflega máta. Hulda fluttist í bæinn 1931 með móður sinni og systkinum og var um árabil til heimilis með þeim við Framnesveg, þar sem amma hélt heimili. Komin í gegnum kvöldskóla og frammistöðu á Hressingarskál- anum hóf hún starf hjá Gjaldeyris- nefnd 1935 og kynntist þar Stein- grími Jónatanssyni, fjarskyldum ættingja okkar af kyni Mýramanna. Af báðum fór svipað orð um frá- bæra kímnigáfu og góða viðkynn- ingu. Fór ekki hjá því, að þau löðuð- ust saman og lifðu síðan í ástúðlegu hjónabandi í hálfan fjórða áratug, þar til hann féll frá 1977. Auk versl- unai-menntunar var hann gullsmiður sem faðir hans og beitti listfengi sinni nokkuð í hjáverkum. Bar heim- ili þeirra þess merki og smekks og alúðar beggja, fyrst ofarlega á Laugavegi og síðan í Skeiðarvogi. Bjuggu þau við góða rausn, veitul og vinsæl, enda helgaði hún sig heimilinu frá upphafi. Nú skortir aðeins rúmt ár á tvo tugi, sem Hulda hefur haldið heimilið fyrir sig og Hildi dóttur sína, sem stundað hefur starf í Landsbankan- um, og ræktað garð sinn með prýði jafnt sem blómjurtir inni. Um leið hefur hún verið dætrum Jakobs son- ar síns örugg gæsla og stoð þeirra og stytta. Það var jafnan tilhlökkun- arefni að hitta hana í samkvæmum. Nú hefur það tekið enda, og er að missir og söknuður, en mestur er missir Hildar, þar sem hún stendur nú ein uppi. Þær mæðgur studdu hvor aðra. Síðustu árin fékk Hildur endurgoldið móður sinni af sérstakri alúð og þolinmæði, sem allir aðstand- endur eiga henni þökk að gjalda fyrir. Huldu fylgja óskir okkar allra um fararheill um eilífðarvegu og þakk- læti fyrir allt, sem hún hefur verið okkur. Innileg samúð er vottuð börn- um hennar, barnabörnum, tengda- dóttur og systkinum. Bjarni Bragi Jónsson. t Ástkær eiginmaöur minn, ÁRNI ARNGRÍMSSON, Goðabraut 3, Dalvfk, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 17. júní. Bára Elíasdóttir. SYLVIA MATTHEWS HARALZ + Sylvía Matt- hews Haralz var fædd í Easton, Pennsylvaníu hinn 27. júlí 1929. Hún lést á heimili þeirra hjóna í Arlington, Virginíu á upp- stigningardag hinn 16. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Wilbur T. So- ulis, verkfræðing- ur, og kona hans Sylvía, f. Matthews. Sylvía ólst upp og stundaði nám í Bet- hlehem, Pennsylvaníu. Árið 1951 giftist hún Richard P. Matthews, síðar lögfræðingi, og settust þau að í Virginíu, í nágrenni Washington, D.C. Þau eignuðust tvö börn, Kathleen, APÓTEK AUSTURBÆJAR Háteigsvegi 1 BREIÐHOLTS APÓTEK Álfabakka 12 eru opin til ki. 22 Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Apótek Austurbæjar lækni í Cincinnati, Ohio og Philip, við- skiptafræðing í Arl- ington, Virginiu. Þau hjón skildu árið 1978. Árið 1984 gekk Sylvía að eiga Jónas H. Haralz, banka- stjóra Landsbanka Islands. Bjuggu þau á íslandi næstu fjögur ár en fluttust til Bandarikjanna árið 1988, þar sem Jónas starfaði sem aðalfulltrúi Norð- urlanda í sljórn Alþjóðabank- ans í Washington, D.C. og síðan sem ráðunautur. Minningarathöfn um Sylvíu verður haldin i Fossvogskirkju í dag klukkan 15.00. „Eins og dæmigerður Ameríkani tala ég bara mitt móðurmál. En flestir Islendingar tala ensku og ég hlakka til að vera með Jónasi á íslandi á elliárunum, þegar hann loksins hættir að vinna. Ég held að það sé betra að vera gamall þar en hér í Ameríku.“ Á þessa leið talaði Sylvía. En því miður urðu örlög hennar önnur. Hún lést á heimili sínu í Arlington, Virginíu, úr krabbameini og nú munu jarðn- eskar leifar hennar hvíla á íslandi, samkvæmt eigin ósk. Þegar Jónas og fyrri kona hans, Guðrún, komu til Bandaríkjanna árið 1950 urðum við nágrannar í Arlingtonhéraðinu handan Pot- omacárinnar við Washington, D.C. Þarna var nýtt garð-íbúðahverfi, sem fyllst hafði af ungum hjónum. Mennirnir voru að sanna sig í störf- um og skólum en konurnar gættu barnanna og fengu stuðning og útrás hver hjá annarri. Stuttu áður en við hjón fluttum í burtu sagðist Guðrún hafa kynnst skemmtilegri ungri nágrannakonu, Sylvíu, og að dóttir hennar léki sér við soninn Halldór. Þarna hófst langvarandi vinátta. Þau hittust gegnum árin og Sylvía heimsótti Haralzhjónin á Islandi með börnum sínum, á meðan maður hennar átti annríkt við lagastörf. Seinna skildu þau hjón. Sylvía vann í mörg ár fyrir varnarmálaráðuneytið. Guð- rún lést árið 1982. Sylvía og Jónas giftu sig árið 1984. Þau bjuggu á íslandi og í Bandaríkjunum. Sylvía var vel gef- in, fróð og víðlesin og hafði mikinn áhuga á listum, þekkingu á forn- munum og unun af að vera við uppboð slíkra muna. Um tíma vann hún fyrir fornsölufyrirtæki. Ákveð- in og hispurslaus sá hún skoplegu hliðar lífsins og sagði skemmtilega frá. Það var t.d. gaman að heyra um æsku hennar í fjörugum systk- inahópi, þar sem hún var elst af sjö, í stóru húsi í Bethlehem í Pennsylvaniu, en þar starfaði faðir hennar sem vélaverkfræðingur. Sylvía dáði mjög móður sína, sem átti fyrir stórum barnahópi að sjá, þegar heimilisfaðirinn lést fyrir ald- ur fram. Sólargeisli Sylvíu var dótturdótt- irin, Sylvie. Jónas, börnin, góðir vinir og umhyggjusöm hjúkrunar- kona önnuðust hana undir lokin af ástúð og natni og var hún þeim innilega þakklát. Ein vinkonan léði henni skemmtilega fuglinn sinn til uppörvunar. Hér kvöddu hennar nánustu hana við fallega athöfn, þar sem lesnar voru hughreystandi ritningargrein- ar, fluttar bænir og ljóð og hlýtt á tónlist. Allt hafði Sylvía valið í sam- ráði við prestinn. Hann tilkynnti í lokin, að hún hefði óskað þess að fjölskyldan seinna meir byði vinum hennar til gleðskapar á góðu hót- eli, sem stendur hinum megin við túnið skammt frá heimili hennar, svo að þeir gætu rifjað upp og bor- ið saman minningar sínar. Við Henry minnumst með þakk- læti góðra samverustunda með Jón- asi og Sylvíu. Adda Schneider, Virginíu. í dag er Sylvía Haralz kvödd hinstu kveðju. Hún tengdist fjöl- skyldu okkar, þegar hún giftist móðurbróður okkar, Jónasi H. Har- alz fyrir 13 árum. Lítil og grönn, bráðvel gefin, með leiftrandi kímni- gáfu og ódrepandi áhuga fyrir ólík- legustu hlutum, sem hún var óþreytandi að kynna sér í hörgul. Hún átti auðvelt með að ræða við hvern sem var, svo vel heima var hún á ólíkustu sviðum mannlegrar tilveru. Hreinskilni var sterkur eig- inleiki í fari hennar, hún sagði skoð- anir sínar umbúðalaust sama hver í hlut átti. Hún var manni sínum frábær félagi, alltaf reiðubúin að ræða hvað sem var og ekki síður að hlusta á hann. Hún fylgdist með fréttum hvaðanæva að og hafði mjög ákveðnar skoðanir, hvort sem var um innanríkismál í eigin landi, deil- ur og ófrið í fjarlægum löndum eða trúmál, svo eitthvað sé nefnt. En hún virti líka skoðanir annarra og hlustaði á þeirra röksemdir, þó svo hún væri föst fyrir. Eftir að Sylvía og Jónas fluttu til Washington kynntumst við Sylv- íu enn betur en árin sem þau bjuggu hér. Þar var Sylvía í sínu rétta umhverfi. Þegar fjölskyldumeðlimir eða vinir komu til þeirra í heimsókn eða áttu leið um Washington var hún reiðubúin að fara með gestina á söfn, á sýningar eða hjálpa þeim að versla, enda hafði hún gott vit á allri vöruvöndun. Ógleymanlegar eru ferðirnar á Smithsonian-safnið undir leiðsögn hennar. Margar ferð- ir fóru þau hjónin með okkur ætt- ingja Jónasar til að sjá allt það markverðasta í Washington og hafði Sylvía alveg sérstakt auga fyrir húsagerðarlist og hafði yndi af að sýna falleg og merkileg hús. Svo var farið með gestina til að snæða á glæstum veitingastöðum eða í „High Tea“ hjá Mrs. Simpson. Og ekki má gleyma tónlist og söng- leikjum í Kennedy Center. Þegar önnur okkar systra varði^ doktorsgráðu í Chapel Hill í Norður- Karólínu, létu þau Sylvía og Jónas sig ekki muna um að aka 6-7 klukkustunda leið til að fagna með nýdoktornum, þar sem hvorki for- eldrar né systkini gátu verið við- stödd. Allt þetta og margt fleira fáum við aldrei fullþakkað. Undanfarin ár var Sylvía önnum kafin við að búa þeim hjónum heim- ili í íbúð þeirra hér i borg. Var þar lögð alúð við val á hverjum hlut, enda ber allur húsbúnaður vitni um smekkvísi og listfengi húsmóður- innar. Naut hún þar góðs af allri þeirri þekkingu á fornmunum sem hún hafði aflað sér, er hún vann við mjög góða fornmunaverslun á síðustu árum. En eins og máltækið segir, ræður enginn sínum næturstað og forsjón- in ætlaði Sylvíu ekki að fá notið þessa fallega heimilis. Fyrir hálfu öðru ári veiktist hún af banvænum sjúkdómi og háði eftir það baráttu, sem nú er á enda. Hún barðist eins og hetja og tók niðurstöðunni af einstöku æðruleysi, þakklát manni sínum og börnum fyrir þá stoð, sem þau voru henni og fékk að kveðja þetta líf heima hjá sér í faðmi fjöl-,„ skyldu sinnar. Um leið og við, fjölskyldur okk- ar, foreldrar og systkini kveðjum Sylvíu með þakklæti fyrir allt, sem hún gerði fyrir okkur, sendum við Jónasi frænda og börnum Sylvíu innilegar samúðarkveðjur. Kristín og Þórunn Rafnar. Minning’argreinar og aðrar greinar FRA áramótum til 15. febrúar sl. birti Morgunblaðið 890 minn- ingargreinar um 235 einstakl- inga. Ef miðað er við síðufjölda var hér um að ræða 155 síður í blaðinu á þessum tíma. I janúar sl. var pappírskostnaður Morgun- blaðsins rúmlega 50% hærri en á sama tíma á árinu 1995. Er þetta í samræmi við gífurlega hækkun á dagblaðapappír um allan heim á undanförnum misserum. Dag- blöð víða um lönd hafa brugðizt við miklum verðhækkunum á pappír með ýmsu móti m.a. með því að stytta texta, minnka spáss- íur o.fl. Af þessum sökum og vegna mikillar fjölgunar aðsendra greina og minningargreina er óhjákvæmilegt fyrir Morgun- blaðið að takmarka nokkuð það rými í blaðinu, sem gengur til birtingar bæði á minningargrein- um og almennum aðsendum greinum. Ritstjórn Morgunblaðs- ins væntir þess, að lesendur sýni þessu skilning enda er um hóf- sama takmörkun á lengd greina að ræða. Framvegis verður við það mið- að, að um látinn einstakling birt- ist ein uppistöðugrein af hæfí- legri lengd en lengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25_dálksentimetra í blaðinu. Í mörgum tilvikum er samráð milli aðstandenda um skrif minn- ingargreina og væntir Morgun- blaðið þess, að þeir sjái sér fært að haga því samráði á þann veg, að blaðinu berist einungis ein megingrein um hinn látna. Jafnframt verður hámarks- lengd almennra aðsendra greina 6.000 tölvuslög en hingað til hef- ur verið miðað við 8.000 slög. •ir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.