Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR KiKiísijomin: Málefnaskrá mun ekki gefin út Davío Oddsson sag6i þaö tétt'a h(á Hjörleifi aö rætt hafi veriölS um ab gefa slíka skrá út en síöat veriö horflo frá því. ÞAÐ þarf engar nótur yfir framhaldið Hjörleifur minn. Ég leik þetta bara af fingrum fram. . . Rafmagnsveita Reykjavíkur verður 75 ára 27. júní Hátíðardagskrá í EU- iðaárdal alla vikuna RAFMAGNSVEITA Reykjavíkur verður 75 ára fimmtudaginn 27. júní nk. og verður afmælisins minnst með margvíslegum hætti. Munu hátíðarhöldin standa yfir alla afmælisvikuna, frá sunnudeginum 23. júní til laugardagsins 29. júní. Mest verður um að vera í Elliða- árdalnum, en þar er Rafmagnsveitan með margháttaða starfsemi, svo sem kunnugt er. Verða byggingar Raf- magnsveitunnar í Elliðaárdalnum til sýnis alla daga vikunnar og er í því sambandi rétt að vekja sérstaka at- hygli á minjasafni fyrirtækisins í dalnum og rafstöðinni við Elliðaár, en rafstöðin er einhver elsta rafstöð sem starfrækt er á Norðurlöndum. Einnig verður aðveitustöð 5 til sýnis alla dagana. Upphaf hátíðarhaldanna markast af fjölskyldudegi sem haldinn verður í Elliðaárdal sunnudaginn 23. júní næstkomandi og stendur dagskráin yfir á milli klukkan 13 og 17 um daginn. Þar verður margt að gerast. Ýmsar uppákomur verða börnum og fullorðnum til skemmtunar, tónlist verður leikin og veitingar bornar fram. Byggingar Rafmagnsveitunnar verða til sýnis og þar verða starfs- menn fyrirtækisins gestum til leið- sagnar. Margt fróðlegt er að sjá í minjasafninu og í rafstöðinni, sem reyndar er aðeins starfrækt á ve- tuma, og þá ekki síður í aðveitustöð 5, sem er nýjasta og fullkomnasta aðyeitustöð fyrirtækisins. A svæðinu verða leiktæki fyrir börnin, Lúðrasveit Reykjavíkur leik- ur létt lög, götuleikhús verður á ferð um hátíðarsvæðið, léttsveitin Karnivala mun leika létt lðg og í boði verður kaffí og ávaxtasafi ásamt gómsætum RR-kökum. Á mánudag og miðvikudag verður afmælisganga um Elliðaárdalinn í fylgd kunnugra leiðsögumanna. Það eru þeir Bjarni F. Einarsson fornleifa- fræðingur og Helgi M. Sigurðsson Morgunblaðið/Ásdis MIKIÐ verður um dýrðir á 75 ára afmæli Rafmagnsveitunnar. sagnfræðingur sem fara fyrir göngunni. Farið verður frá rafstöð- inni og gengið þaðan út í hólmann. Munu leiðsögumennirnir láta þátttak- endum í té efni með upplýsingum og korti af gönguleiðinni, en á þessari vegferð verða sýndar fornleifar í Ell- iðaárdal, sögustaðir skoðaðir, sagt frá veiði og ýmsum náttúrumyndunum og fuglalíf og gróðurfar skoðað. Hefst gangan klukkan 19 báða dagana. Fimmtudaginn 27. júní er sjálfur afmælisdagur Rafmagnsveitu Reykjavíkur, en þá verður fyrirtækið 75 ára. Þann dag kemur út saga Rafmagnsveitunnar, en söguna hef- ur skráð Sumarliði R. Isleifsson sagnfræðingur. Verður bókin kynnt á fréttamannafundi þann dag og fyrsta eintakið verður afhent borg- arstjóranum í Reykjavík, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Jafnframt mun verða kynnt á fundinum væntanlegt framlag Rafmagnsveitu Reykjavíkur til rannsókna og kennslu á sviði orkumála. Klukkan 19 um kvöldið verður síðan Orkuhlaup Rafmagnsveitu Reykjavíkur, en það er víðavangs- hlaup sem haldið er í samstarfi við íþróttir fyrir aila. Verða hlaupnar tvær vegalengdir, 10 km fyrir þá sem eyða vilja meiri orku, en 3 km fyrir hina. Þátttaka í hlaupinu er öllum heimil, ekkert kostar að taka þátt í því og allir fá orkukökur og orkudrykki þegar komið er í mark. Lagt verður af stað frá gömlu raf- stöðinni, en skráning í hlaupið fer þar fram og hefst hún klukkan 17, en hitað verður upp við rafstöðina með tónlist frá klukkan 18.30. Orkuhlaupið er tvíþætt, eins og áður sagði, og er 3 km hlaupið kallað „skammhlaup" en hið lengra „orku- hlaup". Til gamans má nefna að í „skammhlaupinu" framleiðir hlaup- arinn 64 wött af orku, en í „orku- hlaupinu" 73 wött. í báðum tilvikum verður til orka sem er rétt nægileg til þess að fá Ijós á 60 kerta Ijósaperu. Allir þátttakendur í hlaupunum fá viðurkenningu, bol og verðlauna- pening. Nytjamarkaður Rauða krossins Komum í veg fyrir sóun Nytjamarkaður Rauða kross ís- lands, í Bolholti 6, hefur verið starfrækt- ur í rúmt ár, en honum var formlega komið á fót þann 31. maí 1995. Nytjamarkaðurinn er fyrstur sinnar tegundar hér á landi. Þar eru seld- ir notaðir hlutir eins og sjónvörp, frystikistur, sturtubotnar, klósett, hnífapör, leikföng og barnavagnar, svo eitt- hvað sé nefnt af því marga sem þar fæst. Morgunblaðið hafði samband við Ómar Sig- urðsson forstöðumann Nytjamarkaðarins og spurði hann um hvert væri markmiðið með starfsem- ? Omar Sigurðsson „í fyrsta lagi sú umhverfis- væna hugsun að reyna að koma í veg fyrir sóun í þjóðfélaginu. Fólk sem ekki hefur lengur þörf fyrir ákveðna hluti, eins og til dæmis sófa eða barnakerru, getur komið þeim í gáma á veg- um Nytjamarkaðarins, en starfsmenn hans sjá síðan um að koma þeim aftur í gagnið. í öðru lagi hafa líknarfélög, eins og til dæmis Hjálparstofnun Kirkjunnar, sérstakan aðgang að Nytjamarkaðinum fyrir sína skjólstæðinga. Þannig eiga skjólstæðingar líknarfélaga möguleika á að koma á markað- inn og velja sjálfir þá hluti sem þeir þurfa, til dæmis til heimilis- ins. I þriðja lagi er ætlunin að allur ágóði Nytjamarkaðarins renni beint til Rauða krossins og þeirra verkefna sem hann stendur fyrir. Enn sem komið er hefur þó enginn hagnaður orðið, því ákveðinn kostnaður fór í að koma starfseminni í gang. En vonandi verður ein- hver hagnaður þegar fram líða stundir." Eru seld föt á Nytjamarkaðin- um? „Nei, engin föt eru seld þar, en þau sem berast okkur eru send til Kvennadeildar Rauða krossins í Fákafeni 11 og er mikill áhugi fyrir því að stofna fatamarkað á vegum þeirrar deildar á næstu misserum." Hvernig ber maður sig að, ef maður vill losna við gamla hluti til Nytjamarkaðarins? „Á hverri gámastöð er einn nytjagámur merktur Rauða krossinum og getur fólk komið hlutunum þangað. Nauðsynlegt er að fólk setji hlutina sjálft inn í gáminn því starfsmennirnir á stöðunum gera það ekki. Nytjag- ámarnir eru síðan tæmdir reglu- lega og hlutunum ------------ komið fyrir í sérstakri vörugeymslu þar sem starfsmenn Nytja- markaðarins geta______ nálgast þá. Við förum . með hlutina niður í höfuðstöðvar Nytjamarkaðarins í Bolholti þar sem farið er yfir þá alla; þrífum þá og gerum við ef þess gerist þörf og síðan eru þeir settir í sölu." Eru ódýrt að versla á Nytja- markaðinum? „Það er eiginlega viðskipta- Ómar Sigurðsson, f orstöðu- maður Nytjamarkaðar Rauða kross íslands, er fæddur í Keflavík árið 1955. Hann lauk prófi frá Verslunardeild Gagnfræðaskóla Keflavíkur og síðar húsasmíðanámi frá Iðnskóla Suðurnesja árið 1976. Auk þess hefur hann tekið ýmis námskeið í mark- aðs- og auglýsingafræðum. Að loknu námi í Iðnskólanum starfaði Ómar sem húsasmið- ur en síðar vann hann við ýmis störf tengd sölumennsku og viðskiptum í um tíu ár. Fyrir rúmu ári var hann ráð- inn f orstöðumaður Nytja- markaðar Rauða krossins og hefur hann starfað þar síðan. Sambýliskona Ómars er Sól- rún Héðinsdóttir og á hann eina dóttur. Stef nt aö því aö koma á fatamarkaöi vinarins að vega það og meta, eins og alltaf. Við setjum upp ákveðið verð sem við álítum sanngjarnt og er ekki hægt að breyta því." Hefur Nytjamarkaðurinn hlotið góðar viðtökur og hvers konar fólk verslar þar? „Já, við höfum fengið mjög góðar viðtökur á því ári sem Nytjamarkaðurinn hefur verið starfræktur. Hingað hefur kom- ið alls kyns fólk; í öllum aldurs- og launahópum og margir koma aftur og aftur. Ég tel ástæðuna fyrir svo góðum undirtektum vera vegna ákveðinna viðhorfs- breytinga í þjóðfélaginu á und- anförnum árum; fólk er orðið þreytt á að borga húsgögn með margra ára raðgreiðslum og eiga síðan kannski í erfiðleikum með að standa í skilum. Ég hef ekki síst orðið var við þessa breytingu hjá ungu fólki. Það hefur áhuga -------- á að eignast góð hús- gögn án þess að koma sér í skuldir. Á hinn bóginn koma margir á Nytjamarkaðinn til að leita að einhverri til- breytingu; vilja, svo dæmi sé nefnt, eldri húsgögn til að breyta um stíl heima hjá sér." Er stefnan að halda rekstrín- um áfram í náinni framtíð? „Já, þetta er markaður sem á að þróa áfram enda hefur hann burði til að gera og selja hvað sem er."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.