Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 51
^ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 51 SIMI 5878900 ALFABAKKA8 SIMI 5878900 TRUFLUÐ TILVERA #1 #2 #3 #4 00 o *A V* m sT /~\ T o > Q c z 1 í hæpnara lagi KVTKMYNÐIR Bíóhöllin/Bíóborg- in/Borgarbíð á Akurcyri í hæpnasta svaði „Spy Hard" • Leikstjóri: Rick Frieberg. Aðalhlutverk: Leslie Nielsen, Andie Griffith, Nicolette Sheridan og Charles Durning. Hollywood Pictures. 1996. * 1 1 4 Í 4 GAMANMYNDIR sem skopast að frægum bíómyndum eru orðnar mjög algengar í seinni tíð og vinsælar. Sú nýjasta er I hæpnasta svaði með Leslie Nielsen í hlutverki einhverskon- ar James Bond en hún er ein léleg- asta myndin sem gerð hefur verið í þessum flokki. í henni eru örugglega eitthvað á annað hundrað brandara en enginn þeirra er vitund fyndinn. Það er vegna þess að höfundar hennar hafa ekki uppá neitt nýtt að bjóða heldur nota þeir þvert á móti blygðunarlaust sömu brandarana og aðrar og miklu betri gamanmyndir þessarar tegundar hafa þróað í gegn- um árin. Frumleikinn er enginn. Myndin er ein stór endurvinnsla. Grín- ast er með óteljandi þekktar myndir eins og James Bond myndir, „Cliff- hanger", „Syster Act" o.fl. en í stað þess að sjá út hvaða myndir fá á baukinn eins og maður gerir venjulega í þessum myndum er maður alltaf að sjá út hvaðan þeir hafa tekið brandar- ana í þessa mynd. Og það er auðvelt. Þeir eru fengnir fyrst og fremst frá ZAZ-genginu, Zucker, Abrahams og Zucker, sem gert hafa bestu grín- myndirnar í þessum gamanmynda- flokki (Beint á ská, „Airplane!"). í hæpnasta svaði sýnir þannig greinileg og hvimleið þreytumerki. Það er eins og enginn hafi nennt að leggja það á sig að búa til nýja brand- ara enda kannski ekki auðvelt þegar búið er að gera allar bestu myndirnar nú þegar. Brandararnir eru daufir og dáðlausir og dæmalaust vondir sumir hverjir. Kannski er búið að gjörnýta það sem hægt er í gamansemi af þessu tagi og kominn tími til að Ieggja mynd- um sem skopast að bíómyndum, í bili a.m.k. Nielsen gengur í gegnum þetta af alkunnri rósemi klaufalegu ofurhetj- unnar en getur engu bjargað. Andie Griffíth, betur þekktur í seinni tíð sem lagaspekingurinn Ben Matlock, er óþolandi sem ófyndið illmenni mynd- arinnar og Charles Durning vorkenn- ir maður hreinlega í hlutverki yfir- manns Nielsens. I hæpnasta svaði er á tæpasta vaði gamanseminnar og sekkur að lokum. Arnaldur Indriðason OZA MintíH tök lagið „New York, New York" með Pavarottí. ERIC Clapton kom til ítáliu með gítarinn i fartesidnu. Reuter ¦;'.. ELTON John söng eitt lag með Lucíano. Luciano fær góða gesti STÖRTENÓRINN Luciano Pava- rotéi hefur lagt sig fram um að bróa bilið rniUi óperufcónlistar og popptóniistar með því að fá tilliðs við sig tónlistarmenn úr síðarnefnda geiranúm. Hér sjáum við myndir frá' styrktartónleikum sem hann hélt í bænum Modena á ítalíu á fimmtu- dag. AHur ágóði tónleikanna rann til góðgerðarmála, annars vegar til jarðsprengjueyðingar í Angóla M6s- ambík og Afganistan og hins vegar til barna í Bosníu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.