Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.06.1996, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR • FORSETAKJOR Forsetakosn- ingarnar og „Nixon" aðferðin ER FOLK að ganga af göflunum? Mér dett- ur það helst í hug eftir að hafa fylgst með und- irbúningnum að for- setakosningunum. Skítkast, óhróður, lyg- ar og gífurleg niður- læging við embættið einkennir þessa kosn- ingabaráttu. Fráfar- andi forseta, frú Vigdísi Finnbogadóttur tókst að halda svo um taum- ana á embættinu að nánast hver einasti ís- lendingur er stoltur af. í dag heyrast þær radd- ir, sem segja að leggja ætti embættið niður. Voru það draumar íslensku þjóðar- innar og Jóns heitins Sigurðssonar þegar hann hóf baráttuna fyrir sjálf- stæði íslendinga sumarið 1841 að íslendingar ættu ekki eigin forseta? Var það vilji Islendinga og íslensku ríkisstjórnarinnar í júní 1941 þegar sameinað Alþingi kaus Svein Björns- son fyrsta ríkisstjóra yfír íslandi og þremur árum síðar fyrsta forseta Islands, að leggja bæri embættið síðar niður? Ef það yrði lagt niður, til hvers var þá frelsisbaráttan háð? Hvað á þá að sameina okkur? Hvað yrði um stoltokkar og virð- ingu fyrir landinu? Ég bið fólk að athuga málið betur. Þjóðin á að standa sameinuð og stolt um ís- lenska fánann, íslenska tungu og forseta sinn. Það hefur núverandi forseta tekist betur en orð fá lýst. I dag er forsetakosningabaráttan í hámarki og ættu fjölmiðlar að skammast sín fyrir það hvernig þeim Kristinn T. Haraldsson hefur tekist að vanvirða bæði frambjóðendur, forsetaembættið og þjóðina í heild. Hin svonefnda „Nix- on"-aðferð hefur verið allsráðandi hjá fjölmiðl- um í allri umfjöllun um kosningarnar. En „Nixon"-aðferð- in felst í því að búa til og finna allt það nei- kvæðasta hjá viðkom- andi frambjóðanda og láta hann svo neita því í fjölmiðlum. Með þessu er búið að gera viðkom- andi frambjóðanda tor- tryggilegan í augum kjósenda. Sem dæmi má nefna Ólaf Ragnar Grímsson, sem ég tel manna fróðast- an og hæfastan til að gegna embætt- inu, með fullri virðingu fyrir hinum frambjóðendunum. Eftir að hann hafði tilkynnt framboð sitt til forseta og haft nær 70% þjóðarinnar á bak við sig í fyrstu skoðanakönnunum byrjuðu lætin. Ákveðin öfl sem ég vil ekki nefna hér, sem gátu ekki hugsað sér hann sem forseta og eiga á hættu að missa ákveðin fjárhags- leg tengsl og einokun fóru af stað. Fyrst var það virtur lögfræðing- ur, (ekki lengur) Jón Steinar Gunn- laugsson sem reið á vaðið og iagði sig svo lágt að hann varð sjálfur fyrir miklum álitshnekki. Svo átti að koma því inn hjá þjóð- inni að Ólafur Ragnar væri trúleys- ingi, sem ég veit að hann er ekki. Næst var það Svart á hvítu. Þar átti Ólafur Ragnar að hafa gert vin- um sínum greiða en skaðað vini Jóns Steinars hjá Þýsk-íslenska. Síðan var það mál Magnúsar Thoroddsens. Er þjóðin búin að gleyma því hvað hann gerði? Til að kóróna svo allt saman, kom svo „aðalhetjan" á Stöð 2, Elín Hirst. í sjónvarpsþætti reyndi hún allt til að gera Olaf Ragnar tortryggilegan, og sér í lagi með því að benda á að hann væri á sakaskrá fyrir of hrað- an akstur. Nú hafa sjálfir frambjóðendurnir ráðist á hann með slíku offorsi, að þeir skaða sig bara sjálfir. Sagt var um Ásgeir heitinn Ás- geirsson, að ef hann hefði gert allt það sem upp á hann var borið í kosningabaráttunni sinni til forseta, hefði hann átt að sitja á Litla- Hrauni, en ekki á Bessastöðum og öll vitum við hvernig forseti hann var. Hvernig tekur svo Ólafur Ragnar þessu? Jú, hann tekur þessu eins og forseti á að taka á málum þegar á móti blæs. Hann er rólegur yfirveg- aður og svarar með rökum en ekki skítkasti til baka. Vegna fyrri starfa þekki ég per- sónulega, en þó mismikið, marga þingmenn og ráðherra þessarar þjóðar og hef upplifað og tekið þátt í nokkrum pólitískum kosningum og minna þessar kosningar mig á þær, því miður. En aldrei hef ég orðið vitni að því eftir að menn eru komnir á þing eða í ráðherrastól að þeir hafi ekki þjónað landinu af sóma eftir eigin vitund og bestu getu. Það mætti ætla að það fjöl- miðlafólk sem fjallað hefur um kosningarnar hafi aldrei lesið stjórnarskrána. Þar segir nákvæm- lega til um hvernig forseti eigi að starfa. Eg held að fjölmiðlar ættu að birta hana og kynna fyrir fólki, og þar með taka af allan vafa og lyfta umræðunni á hærra og vir'ðu- legra stig. Stig sem sæmir forseta íslenska lýðveldisins. KRISTINN T. HARALDSSON. Höfundur er starfsmaður í Fríhöfninni ogfv. ráðherrabílstjóri. Hvers vegna Pétur Kr. Hafstein? NU STYTTIST óðum til þess dags þeg- ar ljóst verður hver verður næsti forseti lýðveldisins íslands. Þeir sem ekki hafa ákveðið sig þurfa að gera upp hug sinn því skammur tími er til stefnu. Ég legg ekki í vana minn að hætta mér út á ritvöllinn eða koma opinberlega fram í þeim tilgangi að koma mínum persónulegu skoðunum á framfæri. Hins vegar finn ég mig nú knúinn til þess þar sem mér finnst of fáir hafa komið auga á frambærilegasta forsetaframbjóðandann að mínum dómi, en það er Pétur Kr. Hafstein. Pétur er nefnilega það forsetaefni sem yrði landi sínu og þjóð til sóma. Ég mun með greinarkorni þessu ekki hnjóða í aðra forsetaframbjóð- endur, enda veit ég að það væri langt frá því að vera í anda Péturs Kr. Hafstein. Ég tel kjósendur sem ekki þekkja til Péturs eiga heimtingu á að vita hvaða mann hann hafi að geyma og sérstaklega hvernig hann hefur reynst sem samstarfsmaður og yfirmaður. Ég fer ekki í launkofa með þá skoðun mína að Pétur Kr. Hafstein er besti kosturinn hvað frambjóðendurna fjóra snertir. Ég byggi þessa skoðun mína á þeim kynnum sem ég hef haft af Pétri á alls 8 árum. Það var fyrripart ársins 1983 sem Pétur Kr. Hafstein var skipaður bæjarfógeti á Isafirði og sýslumaður í Isafjarðarsýslu. Um haustið það sama ár kom ég til starfa hjá lógregl- unni á Isafirði. Þannig var Pétur yfírmaður minn þar til hann var Hlynur Snorrason. skipaður hæstaréttar- dómari árið 1991. Þessi ár urðu mér ákaflega lærdómsrík og hygg ég að allir sam- starfsmenn mínir séu mér sammála þegar ég segi að Pétur hafi leið- beint og stýrt starfs- fólki sínu ákveðið með hávaðalausri nærveru sinni. Þeim sem starfaði hjá Pétri var ljóst hver stjórnaði, án þess þó að um óþægilega stjórnun hafi verið að ræða, heldur þvert á móti. Þá var öllu starfs- fólkinu Ijóst að Pétur Kr. Hafstein vildi að heiðarleiki, samviskusemi, dugnaður og dreng- lyndi væru aðalsmerki starfsmanna hans. Á þessum árum kynntist ég, eins og aðrir samstarfsmenn mínir, Pétri Kr. Hafstein mjög vel. Öllum var ákaflega hlýtt til Péturs sem yfir- manns. Sú væntumþykja hygg ég að hafi komið m.a. til vegna þess viðmóts sem hann sýndi starfsmönn- um sínum og viðskiptavinum. Eins og gefur að skilja er starf sýslu- manns ekki alltaf vinsælt, en Pétur rækti starf sitt af drenglyndi og virð- ingu. Eg hef að undanförnu orðið var við að margir af þeim aðilum sem Pétur þurfti að beita sér gagn- vart virði hann og ætli að ljá_ honum lið í komandi kosningum. Ég held að þetta sýni augljóslega að viðmót Péturs gagnvart öllum sé það sama, ákveðið en með virðingu. Ýmsar raddir hafa heyrst að Pét- ur Kr. Hafstein sé stífur í fram- komu, litlaus embættismaður og virðist vera Iaus við alla gaman- semi. Ég veit að allir sem þekkja Pétur eru mér sammáia þegar ég segi að fullyrðingar sem þessar séu rangar. Pétur hefur hinsvegar virðu- lega og fágaða framkomu. Fram- komu Péturs hvað þetta snertir er* rétt lýst, eins og góður maður orð- aði það „Pétur hlær ekki að alvar- leikanum, því hann er ekki hlægileg- ur". Pétur er tilbúinn til að taka þátt í hæfilegu gríni þegar það á við. Ég hygg að allir hugsandi kjós- endur hafí svipaðar væntingar gagn- vart forseta lýðveldisins og koma mér í því sambandi eftirtaldir kostir í huga: heiðarlegur, samviskusamur, hjartahlýr, réttlátur, friðarsinni, ákveðinn, fordómalaus, virðulegur, fágaður, flekklaus og yrði landi og þjóð til sóma hvar sem er og hvenær sem er. Ég veit að Pétur Kr. Hafstein býr yfir þessum kostum. Það þekki ég af eigin raun. Og til gamans má geta þess að vanti eitthvað uppá, Ijáir eiginkona Péturs Kr. Hafstein, Inga Ásta Hafstein, eiginmanni sín- um lið, en hún yrði virkilega fram- bærileg forsetafrú. Ég gæti haldið lengi áfram með lofræðu um Pétur Kr. Hafstein en læt hér við sitja og vona að kjósend- ur láti ekki það tækifæri, að kjósa Pétur sem næsta forseta, framhjá sér fara. Lesandi góður. Með þessum grein- arskrifum, er ég ekki aðeins að ljá framboði Péturs Kr. Hafstein lið, heldur ekki síst íslensku þjóðinni sem á svo sannarlega skilið að fá að njóta krafta Péturs Kr. Hafstein sem for- seta íslands. HLYNUR SNORRASON. Höfundur starfar sem lögreglufulltrúi í lögreglunni á Isafirði. Eru konur búnar meðkvótann? 19. JUNI á hátíðis- degi kvenna á íslandi tilkynnti einn af fimm frambjóðendum til for- setakjörs að hún drægi framboð sitt til baka. Hún tók það fram að það væri engin tilviljun að hún veldi þennan dag og taldi að hún og nafna hennar Agnars- dóttir, hefðu átt erfitt uppdráttar í kosninga- baráttunni. Þar vísaði Guðrún Pétursdóttir til þeirra háværu radda, sem komið hafa á óvart, að nú sé kominn tími til að breyta. Karl ætti að verða næsti forseti á Íslandi. Engin rök. Bara af því bara. „Við höfum haft konu í þessu embætti í 16 ár og hún hefur gegnt því með einstæðum hætti og verið landi og þjóð til sóma en nú viljum við karl." Jafnvel hörðustu stuðn- ingsmenn forsetans okkar láta sér þetta um munn fara nú. Og jafnvel konur sem hingað til hafa barist fyrir bættri stöðu kvenna. í þessu felst þvílík mótsögn að ótrúlegt má teljast. Telja þeir sem þetta segja, að það eigi að vera einhvers konar kvóti á konur í opinberum trúnaðarstörfum? Konur megi vera borgarstjórar í einhvern tiltekinn tíma, forsetar í einhvem tiltekinn tíma, forsetar alþingis, forsetar hæstaréttar, forsetar borgarstjórn- ar, forstjóri ÍSAL í ákveðinn ára- fjölda en þá þurfi karlar að komast að aftur. Lítur þetta sama fólk þá svo á, að konur hafi ekki verið að hasla sér völl á öllum sviðum þjóð- félagsins til frambúðar? Gildir hið sama um karlmenn? Hvenær á þá Guðrún Ágústsdóttir að skipta um kyn á forsætisráðherra? Nú hafa karlar gegnt því embætti frá því að það varð til hér á landi. Á þá að skipta næst? Það verður að gera þá kröfu til fólks að það ljúki við þessa hugsun sína og sjái í hvílíkar ógöngur við erum komin ef nota á glæst- an feril Vigdísar Finn- bogadóttur, forseta okkar í 16 ár, til að koma í veg fyrir að önnur kona geti tekið við af henni. Við bárum gæfu til að velja Vig- dísi á blómaskeiði kvennabaráttu á íslandi. Hún var studd bæði af körlum og konum. Nú er rætt um bakslag í kvennabaráttu um allan hinn vestræna heim. En ekki hvarflaði að mér að það yrði sagt upphátt, að nú væri kominn tími til að gefa konum frí, til að hleypa körlum að. Þeir sem styðja þá karla sem í framboði eru nú vegna verð- leika þeirra og samkvæmt sann- færingu sinni, gera það og eiga að gera það. En á þröskuldi nýrrar aldar og nýs árþúsunds í lýðræðisríki, þar sem staða kvenna hefur verið að batna á síðustu áratugum og þar sem konur hafa komist til æðstu embætta og staðið sig með sóma, þá er ekki hægt að segja við kon- ur: „Hættið þessu brölti, vinkonur. Þið eruð búnar með ykkar kvóta." GUÐRÚN ÁGÚSTSDÓTTIR. Höfundur er forseti borgarstfórnar. Forseti og hvað svo? EF KOSIÐ hefði verið milli tveggja efstu manna í forseta- kosningunum 1980 er ekki víst að Vigdís hefði orðið þjóðhöfð- ingi. Þá sem nú var hæft fólk í boði. Trú- legt er að vegna van- hugsaðra laga hafi Guðlaugur Þorvaldsson borið skarðan hlut. En þjóðin fékk Vigdísi og á því má sjá, að klúð- urslög geta átt rétt á sér. Eg hef verið stolt- ur af forsetanum okk- ar. Fullkomlega, ef hann hefði fært vald frá þingi til þjóðar með neitun undirskriftar í EES-málinu. Það olli mér vonbrigðum að Ólaf- ur Egilsson hætti við að gefa kost á sér. Um hann sem forseta hefðu engar ýfingar orðið. Ljóst er að sumir eru ekki vandir að meðulum í kosningabaráttunni. Á Jón Baldvin og konu hans var ráðist á rætinn hátt og eru þau þó ekki í leiknum. Eins hefur verið lagt til Ólafs Ragnars, af sjálfskipuðum refsivöndum og gerir hann trúlega rétt að halda að sér höndum meðan hávaðasömustu kjánarnir skemma eigið mannorð á síðum blaðanna. Nýtilkomin hógværð fer Ólafi vel. Vonandi er Ástþór Magnússon eins góður maður og hann vill vera láta. Hann ætti allra vegna að draga stórlega úr auglýsingum og láta sparaðan pening renna til góðgerð- ar. Sanna sig. Þjóðin situr uppi með ráðhús í miklum þrengslum á röngum stað. Sem fór langt fram úr fjárhagsáætl- un. Sem holað var niður með of- Albert Jensen ríki. Gegn þessu barð- ist Guðrún Pétursdótt- ir. Hún sýndi þar að- dáunarverða hæfni í baráttu við valdamikla minnismerkjapostula. Pétur Hafstein hefur komið vel fyrir. Það er. bara þetta með vald frá þingi til þjóðar, þegar mikið liggur við. Ég óttast að hann mundi alltaf skrifa undir. Guðrún Agnars er ákveðin í að færa vald frá þingi til þjóðar, ef með þarf. Af augíýs- ingum má ráða að for- setaframbjóðendum finnst til um eigið ágæti. Vonandi hafa þau rétt fyrir sér. Forsetaefnin hafa þó minna fjall- að um það mikilvægasta. Það er verndun sjálfstæðis þjóðarinnar. Að gera ljóst, að þau skrifi aldrei und- ir neitt er brjóti gegn stjórnar- skránni. Hvað sem stjórnmálamenn segja getur forseti neitað að skrifa undir lög og þar með fært vald frá þingi til þjóðar og fengið henni síðasta orðið í viðkomandi máli. Forseti er ekki valdalaus. Áhrif eru völd. Vigdís er áhrifaríkur for- seti sem samstaða hefur verið um. Sameiningarmáttur hennar og lagni að virkja áhrif til framkvæmda er kunn. Völd eru ekki alltaf sýnileg. Frambjóðendurnir eru þarna. Þeir sem veita vilja einum, gera engum gagn að lasta annan. Þeir hitta sjálfan sig fyrir. ALBERT JENSEN. Höfundur er byggingameistari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.