Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Sendiherra- skipti hjá Bandaríkja- mönnum SENDIHERRA Bandaríkjanna, Parker Borg, lætur bráðlega af störfum. Nýr sendiherra, Dav Mount, sem er háttsettur starfsmað- ur í bandaríska utanríkisráðuneyt- inu, mun væntanlega taka við í lok ágúst. Samkvæmt upplýsingum frá blaðafulltrúa bandaríska sendiráðs- ins flyst Parker Borg til í starfí sam- kvæmt venjum bandarísku utanrík- isþjónustunnar, en eiginkona hans hefur verið skipuð sendiráðsritari í sendiráði Bandaríkjanna í Kuala Lumpur í Malasíu. Árekstur við Kúagerði BIFREIÐ af gerðinni Fiat Uno var ekið í veg fyrir jeppa á Reykjanesbraut, skammt vest- an við Kúagerði um tíuleytið í gærmorgun. Fiat-bifreiðin var á leið til Reykjavíkur og sneri ökumaður við á veginum þegar hann ók fram á bifreið kunn- ingja síns í vegkantinum. “ Taldi ökumaðurinn að bíll kunningjans hefði bilað og hugðist koma honum til aðstoð- ar. Hins vegar vildi ekki betur til en svo að þegar hann sneri bíl sínum við keyrði hann í vég fyrir jeppabifreið sem var á leið til Keflavíkur. Farþegi í Fiat- bifreiðinni var fluttur á sjúkra- hús í Keflavík en fékk að fara heim að skoðun lokinni að sögn lögreglu. Skemmdist bifreiðin mikið og þurfti að draga hana af slysstað. Tveir bátar vélarvana BÁTURINN Víkingur ÞH varð vélarvana 7 mílur norður af Öndverðarnesi um kl. 3 aðfara- nótt laugardags, en hann var á leið til Raufarhafnar. Björg- unarbátur Slysavarnafélagsins á Rifi, Gísli J. Johnsen, fór bátnum til aðstoðar og dró hann til Tálknaíjarðar. Um kl. átta á laugardagsmorgun ósk- aði báturinn Berglín SH eftir aðstoð. Hann var þá vélarvana í Patreksfjarðarflóa. Björgun- arbátur Slysavarnafélagsins á Patreksfírði, Farsæll, fór og dró hann til Patreksfjarðar. Bílvelta við Svínavatn BÍLL valt í Grímsnesi við Svínavatn á föstudag og hafn- aði á hvolfí ofan í skurði. Hjón yoru í bílnum og voru þau flutt til skoðunar á Sjúkrahúsið á Selfossi en þau reyndust ómeidd. Erfiðlega gekk að ná bílnum upp úr skurðinum þar sem hann var fastur í vatni og drullu. Fyrst var reynt að ná honum upp með krana en ár- angurslaust. Þá var fenginn trukkur frá Svínavatni sem festi sig og þurfti jarðýtu til að iosa fyrst hann og síðan bílinn upp úr skurðinum. Bíllinn er þó ekki talinn mikið skemmdur eftir óhappið. Eldur í gámi ELDUR kom upp í gámi sem stóð við hús Lýsis hf. við Grandaveg í Reykjavík snemma í gærmorgun. Eldur- inn hafði náð að brjóta sér leið gegnum glugga á húsinu þegar slökkvilið mætti á staðinn. Að sögn varðstjóra í slökkviliðinu munaði litlu að eldurinn næði að læsa sig í húsið. Mestar lík- ur eru taldar á að kveikt hafí verið í gámnum. FRÉTTIR Ríkisstjórnin kaupir Sóleyjargötu 1 Sóleyjargata 1. Morgunbiaðið/Goiii Skrifstofa forseta- embættisins verður flutt RÍKISSTJÓRN íslands hefur fest kaup á Sóleyjagötu 1, sem var í eigu Gísla Arnar Lárussonar. Ætlunin er, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins, að skrif- stofur forsetaembættisins, sem eru í stjórnarráðinu, flytjist að Sóleyjargötu 1, en í því húsi hafa áður búið tveir fyrrverandi for- setar lýðveldisins, þeir Sveinn Björnsson og dr. Kristján Eld- járn. Gísli Örn Lárusson, sem átt hefur Sóleyjargötu 1 í nokkur ár og búið þar, kveðst mjög sátt- ur við þessa sölu, en engar upp- lýsingar fást um hvert kaupverð- ið er. „Eg er mjög sáttur við þessa niðurstöðu, því þarna hafa tveir fyrrum forsetar lýðveldis- ins, þeir Sveinn Björnsson og Kristján Eldjárn búið,“ sagði Gísli Órn. Hann kvaðst telja það vel við hæfi að þetta hús komist í eigu ríkisins og þar verði starf- semi tengd forsetaembætti. Ekki mun liggja fyrir, hvenær ætlunin er að forsetaembættið fly^jist úr stjórnarráðinu í Sóleyj- argötu 1. Það rými sem losnar í stjórnarráðinu við flutningana verður, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, nýtt fyrir starf- semi forsætisráðuneytisins, sem hefur að sögn, búið við þröngan kost í mörg ár. Kosningaskrifstofur forsetaframbjóðenda í gær Eftirvænting og spenna Morgunblaðið/Golli Skoðanakönnun DV Sjálfstæðisflokkurinn fengi níu borgarfulltrúa MIKIL eftirvænting og spenna var ríkjandi á kosningaskrifstofum for- setaframbjóðenda á kjördag. Kosn- ingaskrifstofa Ástþórs Magnús- sonar var þó iokuð þegar Morgun- blaðið kom þar að. Á skrifstofum Guðrúnar, Péturs og Ólafs var boðið upp á akstur á kjörstað, og virtust nokkuð margir hafa hug á að nýta sér þá þjónustu. Kristín Einarsdóttir á kosninga- skrifstofu Guðrúnar Agnarsdóttur í Ingólfsstræti sagði að fjöldi fólks hefði komið á skrifstofuna á kjör- dag til að sýna samstöðu. Kristín sagði að Guðrún hefði fundið fyrir mikilli uppsveifiu að undanförnu, og að það endurspeglaðist í stemmningunni á kjördag. Á kosningaskrifstofu Ólafs Ragnars Grímssonar á Hverfisgötu var nokkuð rólegt þegar Morgun- blaðið átti þar leið hjá um kl. 11.30. Ólafía Rafnsdóttir, kosningastjóri Ólafs, sagði að stuðningsmenn hefðu hist snemma að morgni kjör- dags til að skipuleggja daginn og að hópur fólks hefði farið í eftirlit á kjörstöðum, til talningar og í akstur kjósenda á kjörstað. Hún sagði að allir væru mjög hressir og stemmningin góð. Sigurður Amórsson á kosninga- skrifstofu Péturs Kr. Hafstein í Borgartúni sagði að stöðugur straumur af fól'ki hefði verið á skrifstofuna um morguninn. Fjöldi fólks var á þönum við að svara f síma, skipuleggja akstur á kjörstað og bjóða veitingar. Sigurður sagði að hópur manna hefði unnið dag og nótt síðustu vikur og fundið fyrir mikilli stígandi sem vonandi skilaði sér í kjörkassana. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN í Reykjavík hlyti 9 borgarfulltrúa kjörna og 56,4% atkvæða, sam- kvæmt skoðanakönnun DV sem blaðið birti í gær. R-listinn fengi 6 fulltrúa, samkvæmt könnuninni og 43,6% atkvæða. Úrtakið í skoðana- könnuninni var 424 kjósendur í Reykjavík, þar af 216 kariar og 208 konur. Könnunin var gerð á fimmtudagskvöldið og var gerð af markaðsdeild Frjálsrar fjölmiðlunar hf. í borgarstjórnarkosningunum 28. maí 1994 hlaut R-listinn 53% atkvæða og 8 borgarfulltrúa, en Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 47% atkvæða og 7 borgarfulltrúa. Ef einungis er miðað við þá sem tóku afstöðu í könnunninni sögðust 56,4% ætla að styðja Sjálfstæðis- flokkinn og 43,6% kváðust styðja R-listann. 42,7% aðspurðra sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn, 33% sögðust styðja R-listann, 20% voru óákveðnir og 4,3% neituðu að svara. Fleiri karlar styðja Sjálfstæðis- flokkinn, samkvæmt könnuninni en konur eru í meirihluta í stuðnings- mannaliði R-listans. A ► 1-56 Ör mannréttindaþróun á íslandi ►Löggilding mannréttindasátt- mála Evrópu og staðfesting breyt- inga á stjómarskrá hafa áorkað miklu. /10-12 Spilling og siðleysi í súmóhringnum ►Fram hafa komið ásakanir um spillingu og svall sumra súmó- glímukappaJapana. /12 Daglegt brauð í Danmörku ►Sagt frá lífskjörum fjögurra manna danskrar millistéttar fjöl- skyldu. /18 Dýrin búa í burstabæ ►Austur í Laugarási í Biskups- tungum gefur að líta dýragarð þar sem hvert dýr á sinn bæ. /22 Fjölþættur strengur ►í Viðskiptum/atvinnulífí er rætt við Hauk Garðarsson, fram- kvæmdastjóra Strengs hf. /24 B ► 1-32 Skrautlegar flugur og stórir laxar ►Pétur Steingrímsson í Laxárnesi er gamalreyndur veiðimaður og snjall fluguhnýtari. /1,2,16-17 Á rölti um Kairó ► í Kairó í Egyptalandi búa um 18 milljónir manna. Þar er fjöldi veitingahúsa og smáverslana. /5 Skyndikynni af landi Kastrós ►Það eru aðeins um 160 km sem skilja að Bandaríkin og kommún- istaríkið Kúbu. /6 Mynd af meinleysismanni ►Breska poppsveitin Pulp kemur til landsins í dag og heldur tón- leikahéráþriðjudag. /8 c FERÐALOG ► 1-4 Lífið í Eyjum breytist ► Þegar ferðamannatíminn hefst breytist svipmót Vestmannaeyja og fískibærinn fær alþjóðlegan svip. /1 Búkarest ►Höfuðborg Rúmeníu er borg mikilla andstæðna. /2 Í9 BÍLAR ► 1-4 Lengri og þyngri flutn- ingabílar ►Rætt er um að leyfa 7 metrum lengri flutningabíla í ESB en nú ergert. /1 Reynsluakstur ►Volkswagen Caravelle með dísil- vél er ferða- og fjölnotabíll. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Leiðari 28 Helgispjall 28 Reykjavíkurbréf 28 Skoðun 30 Minningar 32 Myndasögur 40 Bréf til blaðsins 40 Ídag 42 Brids 42 Stjömuspá Skák Fólk í fréttum Bió/dans íþróttir Útvarp/sjónvarp Dagbók/veður Mannlífsstr. Kvikmyndir Dægurtónlist INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-6 42 42 44 46 50 52 55 lOb 12b 14b
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.