Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 9
FRÉTTIR
Listahátíð í Reykjavík lýkur á þriðjudag
22.000 gestir hafa
keypt sér aðgang
GESTIR á Listahátíð hafa verið
um 22.000 að sögn Signýjar Páls-
dóttur framkvæmdastjóra, sem er
2.000 meira en á síðustu hátíð.
Att er við þá sem keypt hafa að-
gang að tilteknum viðburðum og
gestir á myndlistarsýningar því
undanskildir. Búið var að selja
1.600 miða í gærdag á tónleika
sinfóníuhljómsveitarinnar í Berlín
að Signýjar sögn og bjóst hún við
að gestir gætu orðið 2.000.
Atriði hátíðarinnar voru 54, það
er 20 tónlistaratriði, níu sem flokk-
ast undir sviðslist og 25 mynd-
listarsýningar. Vinsælustu við-
burðirnir voru tónleikar Evgenís
Kissins, Davids Bowies og Bjark-
ar. Þá sótti fjöldi gesta sýningu
Sirkus Rónaldó og Tangódans í
Loftkastalanum segir Signý.
Yfir 5.000 miðar voru seldir á
tónleika Bowies í Laugardalshöll
og gestir í Háskólabíói á tónleikum
Kissins voru 1.061.
Ekki hlýddu jafn margir á sön'g-
list heimskórsins eða 1.300 manns
en búist var við 2.800-3.000 gest-
um í sæti Laugardalshallarinnar á
slíkan viðburð.
Morgunblaðið/Golli
SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN í Berlín hélt tónleika í Laugardals-
höll í gær. Hér sést hljómsveitin á æfingu ásamt stjórnanda
sínum Vladimir Ashkenazy.
Landsbankinn minnist 110 ára afmælis
Tilboðsbréf
vegna fjármagns-
tekjuskatts
LANDSBANKINN hyggst bjóða
viðskiptavinum sínum nýtt innl-
ánsform, svokölluð afmælisbréf, í
tilefni af 110 ára starfsafmæli
bankans. Bréfin verða boðin í júlí-
mánuði og eru bundin í eitt ár.
Brynjólfur Helgason aðstoðar-
bankastjóri Landsbankans segir
að bréfin beri 11 % vexti fyrri hluta
binditímans, það er til áramóta,
og 3% fram á mitt næsta ár. Þau
eru óverðtryggð.
„Þetta þýðir að fólk þarf að
borga lægri fjármagnstekjuskatt
en ella þvi hann leggst ekki á fyrr
en um áramót," segir hann.
Viðskiptastofa
sett á fót
Einnig er verið að setja á fót
svokallaða viðskiptastofu. „Þarna
sameinum við innlenda og erlenda
íjárstýringu bankans og bjóðum
beinni og virkari samskipti við
fyrirtæki, einkum stærri
viðskiptavini. Við munum upplýsa
viðskiptavini okkar á næstu vikum
og mánuðum um það hvernig
hægt er að nýta sér þjónustu
bankans í gjaldeyrisviðskiptum,
framvirkum viðskiptum,
afleiðuviðskiptum og fleiru svo
dæmi séu tekin,“ segir hann.
Brynjólfur segir þessa nýbreytni
í samræmi við það tilboðsumhverfi
sem banka- og fjármálaþjónusta
hafi verið að færast inn í að undan-
förnu og harðari samkeppni.
Landsbankinn hefur lengst af
verið banki atvinnuveganna og
segir Brynjólfur þær breytingar
helstar í starfseminni að sam-
keppni sé orðin virkari á öllum
sviðum. Fyrst á innlánsmarkaði í
kjölfar vaxtafrelsis fyrir rúmum
tíu árum og síðan í útlánum síð-
astliðin 1-2 ár.
Nýjungar kynntar
mánaðarlega
Hann vill ekki meina að við-
skiptavinum bankans hafi farið
fækkandi, þvert á móti hafi þeim
fjölgað jafnt og þétt undanfarin
ár. Um 160.000 einstaklingar eiga
viðskipti við bankann ef miðað er
við þá sem eiga ávísanareikninga
eða sambærilega reikninga að
Brynjólfs sögn.
Brynjólfur segir einnig á döfinni
nýjungar í starfsemi bankans sem
kynntar verði í hvetjum mánuði
til áramóta. Verði þær kynntar
jafnóðum. Þá verður boðið upp á
kaffi og meðlæti í öllum útibúum
bankans á afmælisdaginn.
SUMARFERÐ ELDRI BORGARA í
DÓMKIRKJUSÓKN
Efnt verður til sumarferðar eldri borgara á vegum
Dómkirkjunnar miðvikudaginn 3. júlí. Farið verður
frá Dómkirkjunni kl. 13, ekið að Breiðabólsstað í
Fljótshlíð, kaffi drukkið á Hvolsvelli.
Þátttaka tilkynnist í síma 562 2755 mánudaginn
1. júlí og þriðjudaginn 2. júlí kl. 9—12 fyrir hádegi.
Þátttökugjald kr. 600,--
Sóknarnefnd.
Júlítilboð
Heimsferða til
Benidorm
frá kr. 39.932
Viðbótaríbúðir 16. og 30. júlí
Við seljum nú síðustu sætin til Benidorm OS
í júlímánuði. Hér eru í boði afbragðs gisti-
staðir og nú bjóðum við sérstakt kynningar-
tilboð á aðalgististaðnum okkar, E1 Faro, sem
býður betri aðbúnað en þú átt að venjast á Benidorm. Einnig
höfum við fengið viðbótargistingu þann 16. júlf á Central Park,
góðum íbúðum með frábærri staðsetningu í hjarta Benidorm.
39.932 Laus sæti
h í ágúst
Tryggðu þér sæti í
ágúst meðan enn er
\ laust
30. júlí - laus sæti
6. ágúst - 4 sæti
13. ágúst - 11 sæti
20. ágúst- 16 sæti
27. ágúst- 12 sæti
Verð kr.
M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára,
2., 9. og 16. júlí, E1 Faro/Central Park.
Verð kr. 49*960
M.v. 2 í íbúð, E1 Faro/Central Park,
2., 9., og 16. júlí.
Stökktu til Benidorm
9. júlí frá kr. 29.932
Fyrir þá sem vilja taka sénsinn þá
geta þeir tryggt sér ferðina á ótrúlegu
verði; þú bókar í 2 eða 3 víkur og
4 dögum fyrir brottför færðu að
vita hvar þú gistir í fríinu.
Verð kr. 29.932
m.v. hjón með 2 börn.
Verð kr. 39.960
m.v. 2 í íbúð, 2 vikur.
VISA
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð. Sími 562 4600.