Morgunblaðið - 30.06.1996, Page 24

Morgunblaðið - 30.06.1996, Page 24
24 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Haukur Garðarsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg FJOLÞÆTTUR STRENGUR vmapn/javiNNUiJF Á SUNNUDEGI ►Haukur Garðarsson, framkvæmdastjóri Strengs hf., fæddist í Fljótshlíð 1954, en fluttist ungur til Selfoss og ólst þar upp. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1974 og kenndi eftir það einn vetur í Gagnfræða- skóla Akureyrar. Hann lauk BS-prófi í byggingarverk- fræði frá Háskóla íslands 1979 og MS-prófi í verkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1981. Haukur hóf störf hjá Verk- fræðistofunni Streng 1982. Fyrirtækinu var breytt í hlutafé- lagið Streng 1992 og hefur Haukur verið framkvæmda- stjóri þess síðan. Kona Hauks er Ragnhildur Guðmundsdótt- ir hjúkrunarfræðingur og eiga þau fjóra syni. eftir Guðna Einarsson. Verkfræðistofan Strengur var stofnuð 1982 af Skúla Jóhannssyni verk- fræðingi og sérhæfði sig strax á tölvusviðinu. Hugbúnaðar- smið og þjónusta við hugbúnað hefur verið meginviðfangsefni. Strengur hf. var stofnaður upp úr verkfræðistofunni 1992 og hefur fyrirtækið vaxið í áranna rás. Það flutti nýlega í 2.200 fermetra hús- næði við Armúla 7, starfsmenn eru 51, nær allir sérmenntaðir í tölvu- fræðum og viðskiptum. Að sögn Hauks Garðarssonar framkvæmda- stjóra hefur fyrirtækið ávallt skilað hagnaði. Undanfarin ár hefur verið jöfn veltuaukning, um 20% á ári, og velti fyrirtækið 260 milljónum króna í fyrra. Eigendur Strengs hf. eru stofn- andinn Skúli Jóhannsson og á hann stærstan hlut, aðrir hluthafar eru Haukur Garðarsson, Snorri Berg- mann og Guðmundur Kolka sem allir starfa hjá fyrirtækinu. Þá á danskur samstarfsaðili Strengs, Navision Software, hlut í fyrirtæk- inu. Windows útgáfa af Fjölni Sala og þjónusta á viðskiptahug- búnaðinum Fjölni (Navision) er burðarásinn í rekstri Strengs hf. og stendur undir um tveimur þriðju af veltu fyrirtækisins. Hugbúnaður- inn er danskur að uppruna og kem- ur frá Navision Software. Þessi hugbúnaður er seldur víða um heim og nýtur mikillar útbreiðslu í Dan- mörku og Þýskalandi. Þá er hann einnig í sókn í Bandaríkjunum og víðar. Starfsmenn Strengs hf. hafa þýtt hugbúnaðinn á íslensku og lag- að að íslenskum bókhaldslögum og reikningsskilavenjum. Mikil vinna er fólgin í því að sníða hugbúnaðinn að þörfum hinna einstöku viðskipta- vina og að skrifa hugbúnaðarlausn- ir í því sambandi. Að sögn Hauks væri nær að tala um Fjölni (Navision) sem upplýs- ingakerfi en viðskiptahugbúnað. Vinsældir kerfisins byggjast ekki síst á því hve skilvirkt það er í að veita margs konar upplýsingar. „Menn geta séð ýmsar hliðar á rekstrinum sem hjálpar þeim við ákvarðanatöku,“ segir Haukur. „Eigandi matvöruverslunar getur strax séð út frá sölu og kostnaði hvort reksturinn skilar hagnaði eða er með tapi. í harðri samkeppni leiðir þetta til hagkvæmni og lægra vöruverðs.“ Um 1.100 íslensk fyrirtæki nota nú hugbúnaðinn Ejölni (Navision) og bætast um 150 ný í hópinn á hveiju ári. Meðal stórra notenda má nefna Póst og síma, Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna, ÁTVR, OLÍS, Hans Petersen, Bónus og Bílanaust. Strengur heldur utan um nýþróun og rekstur á kerfunum. Haukur segir að í september komi hér á markað ný útgáfa af Fjölni (Navision) fyrir Windows 95. Þessi útgáfa hefur hlotið góða dóma við- skiptavina Navision erlendis og sér- staka gæðavottun frá Microsoft, útgefanda Windows hugbúnaðar. Varð Navision Financials, eins og Windows útgáfan heitir, fyrsta við- skiptakerfið í heiminum sem fær að bera merki Windows 95. Starfsmenn Strengs hf. vinna nú að þýðingu og aðlögun þessarar nýju útgáfu hug- búnaðarins fyrir íslenska markaðinn. Dýrmæt tenging á markað Margir notendur Fjölnis (Navisi- on) óskuðu eftir að geta notað svo- nefnda SQL gagnagrunna með við- skiptakerfunum. SQL er stöðluð uppsetning á geymslu og framsetn- ingu upplýsinga. Gagnasöfnin, sem sett eru upp með þeim hætti, geta verið mjög umfangsmikil og geymt upplýsingar af öllu tagi. Allt frá árinu 1992 hefur Strengur unnið að því í samvinnu við Navision Software að smíða hugbúnaðar- tengingu milli SQL gagnagrunna og Fjölnis (Navision). Nú er þessari vinnu lokið og teng- ingin komin á markað. Mikil vinna hefur farið í þennan hugbúnað og er mikið í hann lagt, að sögn Hauks. „Hinn dæmigerði viðskiptavinur hér á landi er með allt frá einum og upp í tuttugu samtímanotendur. Helstu kaupendur eru stór fyrirtæki með 100 til 200 samtímanotendur og jafnvel fleiri. Fyrstu stóru fyrir- tækin eru að taka þetta í notkun. Til dæmis er OLÍS með alla bók- haldsvinnslu sína í Fjölni og tengir hana við Informix SQL gagna- grunn. Við erum líka að selja þenn- an hugbúnað til útlanda. Þessa dag- ana er verið að ganga frá stórum samningi við danska símafélagið TeleDanmark um sölu á SQL teng- ingum fyrir 77 afgreiðslustaði í Danmörku," segir Haukur. Mörg egg í körfunni Þriðjungur af veltu Strengs hf. kemur frá öðrum þáttum en þeim sem tengjast Fjölni (Navision). Þar er stærst forritun af ýmsu tagi, sala á SQL gagnasafnskerfmu In- formix, miðlun upplýsinga úr Hafsjó og Dow Jones Telerate við- skiptaupplýsinga, dreifing Morgun- blaðsins og sala aðgangs að gagna- safni þess á alnetinu. Starfsmenn Strengs hafa glímt við fjölbreytt forritunarverkefni. Haukur nefnir til dæmis upplýs- ingakerfi um færð á vegum fyrir Vegagerðina. I kerfinu birtist Is- landskort á tölvuskjá og má sam- stundis sjá ástand vega og hvort þeir eru opnir eða lokaðir. Upplýs- ingar um færð á vegum, veður og umferð streyma síðan stöðugt úr umferðarkerfinu í textavarp Sjón- varpsins. Eins var samið forrit sem safnar upplýsingum um flugumferð fyrir textavarpið. Þá hefur Strengur unnið mikið í forritun fyrir Hús- næðisstofnun, Veðdeild Landsbank- ans, Landsvirkjun og Póstgíróstof- una svo nokkuð sé nefnt. Haukur segir að notendum upp- lýsingabankans Hafsjávar, Dow Jones Telerate og lesendum Morg- unblaðsins á alnetinu fjölgi stöðugt. Upplýsingabankinn Hafsjór veitir áskrifendum aðgang að ýmsum gagnalindum. Til dæmis þjóðskrá, bifreiðaskrá, fasteignaskrá, upplýs- ingum um kvótastöðu fiskiskipa, upplýsingum um flugumferð og færð á vegum. Strengur er umboðsaðili Dow Jones Telerate, fyrirtækið miðlar viðstöðulaust fjölbreyttum upplýs- ingum um gengi gjaldmiðla og verð- bréfa í kauphöllum heimsins, heims- markaðsverð á ýmsum hrávörum svo sem málmum og olíu svo fátt eitt sé talið. Helstu viðskiptavinir hafa verið fjármálastofnanir og fyr- irtæki. Strengur annast einnig miðlun Morgunblaðsins á alnetinu og sölu aðgangs að gagnasafni blaðsins. Haukur segir að gagnasafnið hafi fengið mjög góðar viðtökur. „Þarna er búið að opna almenningi nýja vídd í upplýsingaleit og heimildaöfl- un,“ segir Haukur. Starfsmenn Strengs fá að finna fyrir því ef einhver misbrestur verð- ur á dreifingu blaðsins á alnetinu. „Um daginn klikkaði eitthvað í sam- bandinu hjá okkur og sunnudags- mogginn kom ekki inn á netið á tilsettum tíma,“ segir Haukur. „Daginn eftir fékk ég harðort bréf frá lesanda blaðsins í Dubai í Sam- einuðu arabísku furstadæmunum. Hann var reiður yfir því að hafa ekki getað gengið að blaðinu síriu vísu á tilsettum tíma þarna mitt i eyðimörkinni! Ég get vel skilið hann því ég veit hvað það getur verið sársaukafullt að fá ekki blaðið á réttum tíma á morgnana. Það virð- ist því ekki skipta máli hvort út- burði seinkar hér heima eða í Dubai.“ Haukur nefnir annað dæmi um lesanda vestur í Ameríku. Sá skrifaði og sagði frá því að þegar blaðhausinn rann upp á skjáinn í fyrsta sinn þá fann hann fyrir vitum sér ilm af nýupphelltu íslensku kaffi! Ungt starfslið Haukur Garðarsson er þriðji elsti í hópi rúmlega fimmtíu starfsmanna Strengs og þó ekki nema 42 ára gamall. Meðalaldur starfsmanna er aðeins 30 ár. Margir þeirra byijuðu mjög ungir og hafa unnið lengi hjá fyrirtækinu. Haukur segir að for- svarsmenn Strengs hafi lagt áherslu á að halda yfirbyggingu fyrirtækisins í lágmarki og skipurit- ið sé mjög flatt. „Við kappkostum að byggja upp góðan starfsanda og höfum lagt áherslu á að ráða hæft starfsfólk sem hefur frumkvæði og jákvætt hugarfar," segir Haukur. Haukur segir að góður starfsandi sé einkar mikilvægur. Það eru gerð- ar miklar kröfur til starfsfólksins og oft mikið á það lagt. Hugbúnað- argerð er krefjandi starf og mikil nákvæmnisvinna. Það er þensla á þessum markaði og verður að borga vel fyrir gott starfsfólk, að sögn Hauks. Starfsmenn Strengs eru með öflugt starfsmannafélag sem stend- ur fyrir ýmsum skemmtunum utan vinnutíma. Þar má telja utanlands- ferðir og ferðir innanlands, bæði á bílum, reiðhjólum og vélsleðum. Árlega er farið í mikla vorferð og hafa skátar í Garðabæ séð um und- irbúninginn. I fyrra var farið í Þjórs- árdal þar sem starfsmennirnir voru látnir leysa ýmsar þrautir. í vor var farið í ferð yfir Langjökul á vélsleð- um og skíðum. Strengur er nú til húsa í Ármúla 7, en þangað flutti fyrirtækið í byrj- un mars í vetur. „Áður vorum við á tveimur stöðum í miðbænum og á Ártúnshöfða með aðstöðu," segir Haukur. „Það er mikill munur að vera hér á einum stað. Við leggjum höfuðáherslu á góða þjónustu. Auk- ið húsnæði hefur gert okkur kleift að ráða fleira fólk og veita þar með betri þjónustu." Dótturfyrirtækið Skyggnir I fyrra stofnaði Strengur hf. ásamt Eimskip hf. fyrirtækið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.