Morgunblaðið - 30.06.1996, Síða 36

Morgunblaðið - 30.06.1996, Síða 36
36 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ 4 MARGRÉT JÓNSDÓTTIR + Margrét Jóns- dóttir var rædd á Stokkseyri 6. júlí 1904. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 18. júní síð- astliðinn. Foreldr- ar hennar voru Þórdís Bjarnadótt- ir (d. 1961) og Jón Adólfsson (d. 1945), útgerðar- maður og siðar kaupmaður. Systk- ini Margrétar voru Ingveldur (d. 1968), Bjarni (d. 1993) og Kristín (lést í barn- æsku). Arið 1924 giftist Mar- grét Hilmari Stefánssyni (d. 1965), bankastjóra Búnaðar- bankans. Þeirra börn voru Þegar ég var bam þá óttaðist ég það einna mest að amma mín hyrfi mér sjónum, að hún kæmi ef til vill ekki heim einn daginn, og ég yrði skilin eftir ein og umkomulaus í þessum heimi. Þetta var ótti bams- ins við allt það dularfulla í lífínu — sorg og missi og dauðann. í æsku var amma stöðugleiki minn; hún hélt heimsmyndinni saman. Ef amma hvarf þá hrapaði ég. Þá vissi ég ekki að amma mín Margrét Jónsdóttir, myndi lifa nær út þessa öld, yrði rúmlega 91 árs gömul. Ég vissi ekki að ég yrði svo rík að eiga hana að svo lengi. Það var ekki aðeins öryggiskenndin sem hún veitti sem var dýrmæt heldur líka lífsgleði hennar og lífsþekking. Amma var gædd þeim einstaka hæfíleika að geta séð inn í kjama hlutanna; hún gaf ávallt góð ráð því hún skildi mikilvægi hins hreina einfaldleika. Þegar við unga fólkið í kringum hana flæktum málin, þá leiddi hún okkur beinustu leiðina að lausn. Ef óskiljanlegar áhyggjur sliguðu okkur þá kom hún okkur til að hlæja. Ef vinnan eða skólinn virtust okkur ofviða þá sýndi hún okkur hreint og beint hver skylda okkar var, við okkur sjálf og samfé- lagið. Ef slóst upp á vinskapinn meðal kunningja þá benti hún okk- ur á mikilvægi hreinskiptni, að segja það sem okkur bjó í bijósti. Stefán (d. 1991) og Þórdís. Stefán var kvæntur Sigríði Kjartansdóttur Thors. Dætur þeirra eru Agústa, Margrét og Inga. Þórdís var tvígift. Fyrri maður henn- ar var Gunnar Ragnarsson og áttu þau eina dóttur, Margréti. Þau skildu. Síðari mað- ur Þórdísar var Karl Magnús Magn- ússon (d. 1969). Þau eignuðust einn son, Hilmar Stefán (d. 1987). Útför Margrétar fór fram frá Fossvogskapellu 26. júní í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. Amma þoldi ekki hræsni og sýndar- mennsku. Hún kenndi mér að hrein- skilni er mikil dyggð. Ég held að amma hafí verið „skyggn", í veraldlegum skilningi þess orðs, eins og listamaður er skyggn. Þegar ég minnist ömmu nú þá koma upp í huga mér línur úr ensku Ijóði; þær eru settar fram eins og heilræði og hvetja okkur til að sjá heiminn allan í litlu sand- komi og himnaríki sjálft í fögru blómi. Amma skynjaði töfrana í því smáa og í því áþreifanlega í þessum heimi. Hún gaf oft í skyn við mig að hún hefði kosið að leggja stund á málaralist, hefði sá kostur verið til staðar þegar hún var ung. Ég er líka sannfærð um að hefði hún lifað á tímum kvenréttinda þá hefði hún helgað sig listinni af jafnmikl- um krafti og hún gaf sig fjölskyldu sinni og öllu því sem henni þótti vænt um. Umhyggja ömmu fyrir blómum, dýrum og börnum var eins konar listsköpun, bæði fögur og kærleiks- rík. í stað þess að mála náttúruna tók amma beinan þátt í fegrun hennar, einsog umhverfíslistamað- ur. Garðamir hennar vöktu ávallt mikla athygli, sérstaklega garður- inn á Sólvallagötu 28, sem líktist meira sælureit í Suðurlöndum en gróðri norðursins. Enda fékk sá garður margsinnis viðurkenningu t Systir okkar, mágkona, amma, lang- amma og móðursystir, LILJA VIGDÍS BJARNADÓTTIR, Hrafnistu, Reykjavik, verður jarðsungin frá Áskirkju, þriðju- daginn 2. júlí kl. 15. Sigmundur Bjarnason, Magnús Jóhann Bjarnason, Sigurfljóð Ólafsdóttir, Ólöf Lilja Sigurðardóttir, Karen Jara Pálsdóttir, Gunnur Salbjörg Friðriksdóttir. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem vottuðu okkur samhug og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, ömmu og langömmu, JÓHÖIMNU BÁRU JÓHANNSDÓTTUR, Háagerði 63. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki, sem liðsinntu henni í langvarandi veikindum, einnig heima- hlynningu Krabbameinsfélagsins, sem líknuðu henni síðustu stundirnar, fyrir ómetanlega hjálp og hlýhug. Jón Guðni Guðnason, Ólafur Bjarni Sigurðsson, Magnús Jóhann Sigurðsson, Hanna Heiðbjört Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. hjá Reykjavíkurborg og á sjötta áratugnum, verðlaun sem fegursti skrúðgarður borgarinnar. En það var ekki eingöngu um- hverfíð sem geislaði í návist ömmu heldur stafaði af henni sjálfri mikl- um persónutöfrum. Margir ættingj- ar og vinir, jafnt ungir sem gamlir, hafa haft á orði við mig hve gagn- teknir þeir voru af persónu hennar, bæði æskuljóma hennar og reisn hennar á efri árum. Amma var vissulega einstaklega falleg og tign- arleg kona. Að skoða gamlar mynd- ir af henni var eins og að skoða listaverk. Ljómi jarðneskrar fegurðar varð- veitist í hugsun og verkum manna. En er til annars konar fegurð, sköp- uð og skynjuð eftir dauðann, á æðra sviði en því veraldlega? Þó amma héldi sinni bamstrú í hjarta sínu þá efaðist hún oft um svör kristinnar trúar við gátum lífsins. Hún spurði mig stundum hvort ég tryði á eilíft líf, hvort ég héldi að annars konar tilvist tæki við af þessari. Ég gat aðeins stutt hana í von hennar um að einn dag myndi hún finna aftur þá horfnu — for- eldra, systkini, eiginmann, son og dótturson, og aðra ættingja og vini — og að hún mætti blessa þá með návist sinni. Slíkir endurfundir væm hennar himnaríki. Margrét Gunnarsdóttir. Kveðjustundir em alltaf erfíðar og svo er einnig nú, þegar ég kveð föðurömmu mína og nöfnu, Mar- gréti Jónsdóttur. Enn dýpra er það tóm, sem myndazt hefur vegna þess margbrotna og skömlega per- sónuleika, sem hún geymdi. Hún teng'di okkur, sem þekktum hana, við gamla tíma með frásögnum og vitneskju frá æskustöðvum sínum á Stokkseyri en fylgdi okkur þó inn í nútíðina án þess að gráta það liðna. Hjá þessarri glæsilegu konu var aldrei nein ládeyða, oftast fylgdi henni gleði, stundum stormar en aldrei ládeyða. Hún veitti alltaf höfðinglega og heimilið gæddi hún töfrandi glæsileika, sem var sniðinn að hennar eigin útliti og fasi. Heim- ili hennar var opið og gestkvæmt, því þar nutu allir fallegs umhverfís, örlætis og hennar stórskemmtilega frásagnarmáta, þar sem allt var gætt lífí og kryddað með hnyttnum, rammíslenzkum orðtökum, fágæt- um og fyndnum lýsingarorðum og ekki sízt látbragði, sem enginn stóðst. Það var oft gaman hjá ömmu og hún reyndi að gera hvert atvik og jafnvel hveija skyldu að ævin- týri. Æskuminningar tengdar henni eru óteljandi og víst er, að amma Margrét er ein ógleymanlegasta kona, sem ég hef þekkt. Með andláti Margrétar er farinn skörungur, sem brotnaði aldrei þótt oft hafí á móti blásið á langri ævi. Hún bjó yfír lífskrafti og seiglu, sem ekkert gat beygt nema loks hár aldur og löngun til að hitta aftur þá sem hún unni. Ég get ekki ann- að en samglaðst henni yfír þeim endurfundum. Þegar ég kveð hana fínn ég til söknuðar en jafnframt stolti yfír hennar mikla krafti og mannkost- um. Ég bið Guð að blessa hana og minningu hennar. Margrét Þ. Stefánsdóttir. S § I O I m o ^(DaCía ..ef&i bara bBómabúð, Fersk blóm og skreytingar við öll tœkifæn Opið til kl.lO öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákafeni 11, s/'mi 568 9120 0101*101*10 S I S I s I § I s JÓHANNA BÁRA JÓHANNSDÓTTIR +Jóhanna Bára Jóhannsdóttir fæddist á Akureyri 12. júní 1921. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 18. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 27. júní. Kveikt er ljós við ljós burt er sortans svið. Angar rós við rós Opnast himins hlið. (Stefán frá Hvítadal.) Þetta er ljóðið sem hún amma mín sendi mér síðast hinn 19. febr- úar nú í ár. — Á afmælisdeginum mínum, ásamt útsaumuðu eldhús- handklæði sem er svo fallegt, eins og allt sem hún tók sér fyrir hendur. Mínar fyrstu minningar af ömmu eru frá því er ég var fímm ára gömul stúlka, en þá fluttist hún ásamt afa og Hönnu frænku í sveit og var ég hjá þeim í mörg sumur og varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga góða og hjartahlýja ömmu að í mörg ár. Hún amma mín kenndi mér margt og hún gaf sér alltaf tíma. „Faðir vorið“ var meðal bænanna sem hún kenndi mér og innprentaði mér að biðja. Hún kenndi mér líka- að lesa og skrifa. Ekki má heldur gleyma handavinnuuppfræðslunni. Hún var sönn amma, sem sagði mér sögur. Líka frá því hvernig líf- ið hafði verið í bemsku hennar og eigi get ég gleymt öllum ferðalög- unum með ömmu og afa mínum um landið okkar og þeim fróðleik sem ég bý að eftir þau. Seinna þegar ég fullorðnaðist eignaðist ég lítinn son og sagan endurtók sig. Hún amma mín kenndi hon- um allt það sama, sem hún hafði kennt mér og sagt. Við Daði eigum góð- ar minningar um ömmu, sem var alltaf tilbúin að hlusta og leiðbeina okkur um lífið og tilveruna. Hún var líka alltaf að gefa okkur sín handunnu verk. Elsku amma mín! Góður Guð geymi þig! Við geymum fallegar minningar í hugum okkar! Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku afí minn, Óli frændi, pabbi, og Hanna, við sendum ykkur inni- legar samúðarkveðjur. Ykkar Margrét Bára, Daði Freyr og Friðþjófur. HARALDUR S. SIG URÐSSON + Haraldur Snæland Sig- urðsson fæddist í Gíslholti í Reykjavík hinn 15. febr- úar 1914. Hann lést á Landspít- alanum 14. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskirkju 27. júní. FÖSTUDAGINN 14. júní hringdi faðir minn, Gunnar, í mig og færði mér þær sorgarfréttir að afí væri látinn. Þar sem ég bý erlendis hafði ég heyrt af heilsu afa í gegnum fjölskyldu mína, en afí og ég skrifuðumst mikið á. Bréf mín til hans voru þó mun fleiri en hans til mín og ástæðan fyrir því, eins og hann sjálfur skrifaði í sínum bréfum, var að hann var farinn að sjá illa og varð fljótt þreyttur í hendinni. En alltaf skrifaði hann að hann væri hress og að ég skyldi ekki hafa áhyggjur af honum, sem lýsir afa mjög vel. Hann var sá seigasti og sterkasti maður sem ég hef kynnst og kvartaði aldrei. Afí hafði stórt hjarta og var mjög gjafmildur til þeirra sem honum var annt um. Hann var bæði mjög gott skáld og góður teiknari og áttum við það áhuga- málið saman. Samræður okkar voru alltaf skemmtilegár með sterkum skoðunum og stutt í hlát- ur. Þeirra sakna ég nú þegar. Afí minn, mikið ertómt að koma heim og fara ekki í heimsókn til þín eins og venjulega. En ég veit að amma tók vel á móti þér. Sendu henni mínar kveðjur. Ég þakka þér fyrir samfylgdina í þessu lífí. Hvfldu í friði. Elín Margrét. Birtíng afmælis- og • • minnmgargrema Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 5691181. Framvegis verður við það miðað, að um látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd en lengd annarra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksenti- metra í blaðinu. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Lokað verður á morgun, mánudaginn 1. júlí, vegna útfarar JÓNU ÖLLU AXELSDÓTTUR. Hársnyrtistofa Irisar. Iris Gústafsdóttir. € Í i i € C i í I i i i i i < ( i ( ( ( ( (

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.